Morgunblaðið - 29.08.1975, Page 7

Morgunblaðið - 29.08.1975, Page 7
 MORGUNBLAÐlÐ, FÖSTUDAGUR 29. AGÚST 1975 7 Hækkun lífeyrisbóta í viðleitni núverandi ríkisstjórnar til að tryggja hlut láglauna- fólks hefur m.a. verið tekið sérstakt tillit til líf- eyrisþega, eins og bezt sést á eftirfarandi: 0 — 1. október 1974, eða skömmu eftir að Matthlas Bjarnason tók við embætti trygg- ingaráðherra, hækkuðu almennar lífeyristrygg- ingar um 6% og tekju- dagpeningar um 7%. Samtals nam þessi fyrsta hækkun 406 m. kr. miðað við ársgrund- völl. 0 — Tveimur mánuð- um síðar, eða 1. desem- ber 1974, hækkuðu bætur um 3%, sem kostaði á ársgrundvelli 173 m. kr. 0 — Þá varð hækkun á öllum bótum 1. apríl 1975 um 9%, sem þýddi útgjaldaauka á ári um 455 m.kr. Tekju- trygging hækkaði um 16% f rá sama tima, sem kostaði 250 m kr. með sömu viðmiðun. Auk þess er skattafsláttur greiddur sem tekju- trygging 1975, sem áætlað er að muni nema um 210 m. kr. Samtals eru þetta um 915 m. kr. 0 — Frá 1. júli sl. hækkuðu svo allar bæt- ur almannatrygginga um 3%. Að auki tók svo rikisstjórnin ákvörðun um, að bætur skyldu hækka um 8% frá sama tima vegna almennra kauphækkana, sem þá höfðu nýverið orðið, en bætur komu ekki til út- borgunar fyrr en i ágúst- mánuði. f reynd hækkuðu bætur trygg- ingakerf isins þvi um 11%, sem gildir frá 1. júli sl. og er áætlað að þessar hækkanir muni nema um 740 m. kr. ^ — Það má því segja að á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar hafi lífeyris- bætur hækkað yfir 2.200 m. kr. á ársgrund- velli Hækkun á einstakling og á hjón Séu dæmi tekin um hækkun lifeyris á ein- Matthias Bjarnason, tryggingaráðherra. stakling og hjón. sem ekki hafa aðrar tekjur en frá almannatryggingum, lita þau þann veg út: 0 — Einstaklingur: Bætur hans námu 1. janúar 1974 kr. 15.108.00. Þær hafa á þessum tima hækkað í kr. 29.222.00 eða um 93%. 0 — Hjón: Bætur þeirra hafa á sama tima hækkað úr kr. 27.195.00 í kr. 51.169.00 eða um 88%. Á sama tima hafa laun skv. II. fl. Iðju, sem er sambærilegur við 6. taxta Dagsbrúnar hækkað um 77%. Niðurskurður ríkisútgjalda Þessar hækkanir hafa að sjálf sögðu kostað ríkissjóð aukin útgjöld, á sama hátt og auknar niðurgreiðslur helztu neyzluvara almennings og almennar kaup- hækkanir. Skattivilnanir og lækkun söluskatts á tilteknar vörutegundir hafa að sama skapi rýrt tekjumöguleika rikisins. Þessar aðgerðir þóttu þó nauðsynlegar, bæði til tekjujöfnunar og til að rétta hlut hinna lægst launuðu i þjóðfélaginu m.a. vegna efnahags- kreppunnar og aðgerða, sem hún leiddi af sér. Þessum útgjaldaauka var mætt með niður- skurði rikisútgjalda, bæði i framkvæmdum og rekstri, þann veg að hlutur rikisútgjalda i þjóðartekjum lækkaði i ár i fyrsta skipti um langt árabil. Ennfremur með vörugjaldi, sem þó gildir ekki nema til nk. áramóta. Það er lær- dómsrikt að stjórnarand- staðan stóð gegn þess- um nauðsynlegu for- sendum lifeyrishækkana og niðurgreiðslum á nauðsynjum almenn- ings. Hringið í síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstu- dags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. KNATTSPYRNU- DÓMARAR Ólafur Þór Friðriksson, Austurbrún 4, Reykjavfk, sem segist í bréfi til þáttarins vera mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og vilji knattspyrnu- mönnum aðeins vel, vill að gefnu tilefni bera fram eftir- farandi spurningar, sem Ragn- ar Magnússon, formaður Knatt- spyrnudómarasambands Is- lands, svarar: Sp.: „Eru knattspyrnudómar- ar ekki skyldugir til að inna af hendi vissan fjölda æfinga meðan á keppnistímabilinu stendur?" Sv.: „Það er ætlazt til þess, að hver einstakur dómari sé f æf- ingu og æfi á milli Ieikja.“ Sp.: „Þarf knattspyrnu- dómari aldrei að gangast undir hæfnispróf meðan á starfstíma- bili hans stendur. Er nóg fyrir hann að standast dómarapróf e.t.v. um tvftugsaldur og getur hann sfðan dæmt allt þar til hann kemst á eftirlaun?“ Sv.: „Knattspyrnudómari hefur ekki þurft að gangast undir sérstakt próf eftir að hann er orðinn dómari. Nú er verið að breyta þessu, að í fram- tíðinni verður dómari að vera við því búinn að gangast undir próf. Dómari kemst aldrei á eftirlaun sem knattspyrnu- dómari. íslenzkir knattspyrnu- dómarar fá ekki greiðslur fyrir að dæma.“ Sp.: „Er starfandi aga- og eftirlitsnefnd, sem fylgist með störfum dómara?“ Sv.: „Já, það er starfandi sér- stök eftirlitsnefnd." Sp.: „Er ekki mögulegt að skipta dómurum í deildir, eins og gert er með knattspyrnu- mennina, sem leika í þremur deildum eftir getu og reynslu?“ Sv.: „Það er mögulegt.“ Sp.: „Hverjir eru það, sem velja milliríkjadómara i knatt- spyrnu og eftir hverju er farið í því sambandi?" Sv.: „I upphafi þessa keppnistímabils var farið að gefa dómurum punkta eftir því hvernig þeir stóðu sig f leikj- um. Síðan gerði eftirlitsnefnd- in tillögu um þá, sem skyldu gerðir að milliríkjadómurum til stjórnar Khattspyrnudómara- sambands íslands." VARAHLUTA- VERZLUN SlS Friðþjófur Þorgeirsson, Hverfisgötu 5, Hafnarfirði, spyr: „Þannig er að ég er fatlaður og á bíl, sem SfS hefur umboð fyrir en þessi bíll minn bilaði fyrir skömmu. Eftir nokkra eftirgrennslan fékk-ég upplýs- ingar um að varahlutaverzlun þeirra væri uppi við Höfða- bakka hjá Vesturlandsvegi. Þegar þangað kom og ég var kominn inn í húsið gekk mér afar erfiðlega að finna viðkom- andi umboð og fann það loks upp á annarri hæð. Ég spyr því, hvað réð þvf að Sambandið flutti verkstæði sitt og vara- hlutaverzlun þarna upp eftir?“ Jón Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Véladeildar Sambands fsl. samvinnufélaga, svarar: „Þetta var fyrst og fremst gert af hagkvæmnisástæðum og til að bæta þjónustu okkar. Áður vorum við með varahluta- verzlanir okkar á þremur stöð- um f borginni en þarna fengum við hentugt húsnæði fyrir verk- stæði okkar og varahluta- verzlun. Húsnæði þetta á að vera greinilega merkt og við það eru næg bílastæði og auð- velt að komast til og frá hús- inu.“ VERÐ Á ÖLI Matthías Jóhannsson, frétta- ritari Mbl. f Siglfufirði spyr: „Þeir, sem annast smásölu á pilsner og öli á Siglufirði segja að skrifstofa verðlagsstjóra á Akureyri hafi bein afskipti af verðákvörðun á þessum vörum, en þessu sé öðru vísi farið í Reykjavík, þar hafi verðlags- stjóri ekki nein afskipti af verð- Iagningunni. Spurningin er, hvort þetta sé rétt?“ Pétur Björn Pétursson, deildarstjóri hjá Verðlags- stjóra svarar: „Þetta er ekki rétt. Verð á öli s.s. Pilsner og Thule var frjálst þar til kom að verðstöðvunar- lögunum 1970. Síðan hefur verð á þessum vörum verið háð hámarksverði og hefur það fylgt verði á gosdrykkjum. Smásöluálagning á öli er sú sama og á gosdrykkjum þ.e. að þegar verksmiðjurnar fá sam- þykkt heildsöluverð, þá gildir sama smásöluálagningarpró- sentan á gosdrykkjum og öli (Pilsner og Thule) og þar af leiðandi kemur fram hámarks- verð á öli, þó ekki sé það aug- lýstítilkynningu verðlagsstjóra um hámarksverð á gosdrykkj- um.“ Fyrirlestrar um PEH plastiksuðu Herra Ingeniör Börge Pejtersen Kaupmanna- flytur fyrirlestra um P E H plastiksuðu og sýnir myndir í bíósal Iðnskólans í Reykjavík mánu- daginn 8. og þriðjudaginn 9. þ.m. kl. 5 e.h. bæði kvöldin. Þeir sem áhuga hafa fyrir plastiksuðu og notk- unarmöguleikum er hér með boðið að koma. I nnritunarlistar liggja frammi á skrifstofu Iðn- skólans í Reykjavík frá 29. þ.m. kl. 1 0 — 1 6. LÆKJARGOTV 4 Kápur, samfestingar, gallabuxur, bolir — Nóg til! LÆKJARGÖTU 4 f i 1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.