Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGUST 1975 Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku hafa Torfusamtökin, sem berjast fyrir friðun Bernhöfts- torfunnar f Reykjavík, sent Geir Hallgrimssyni forsætisráð- herra bréf þar sem þau benda á möguieika til að nýta húsin.og setja fram kostnaðaráætlun um lagfæringu þeirra og endurupp- byggingu. Eins og kunnugt er hafa sam- tökin barizt fyrir varðveizlu húsanna á Torfunni og náði sú barátta hámarkU þegar áhuga- fólk mætti með málningu og pensla niður í Lækjargötu fyrir tveim árum og málaði þau líf- legum litum, sem síðan hafa orðið öðrum húseigendum fyrirmynd. Er óhætt að fullyrða að sú breyting, sem við þetta varð á svip Torfunnar, hafi breytt afstöðu fjölmargra Reyk- víkinga, sem álitu húsin vart annað en haug af fúaspýtum. Húsin við Skólastrætið falla í þriðja flokk, en þau eru svo illa farin að ódýrara yrði að endur- byggja þau algerlega, heldur en að gera þau nothæf með við- gerð. Það er einkum eldur, langvarandi vanhirða og jarð- vegshækkun, sem hefur valdið fúa og raka, sem gert hafa húsin léleg. KRON SKAL FARA 1 bréfi sínu gera Torfusam- tökin tillögu um það hvernig nýta megi húsin á Torfunni og telja þau heppilegast að húsin verði tekin I notkun koll af kolli eftir því sem viðgerð þeirra miðar áfram, þannig að beztu húsin komist fyrst í ingar, blaðasala, jólatréssala á vetrum og flóamarkaður á sumrum, barnaleikvöllur og sýningarsvæði fyrir högg- myndir. 30 MILLJÓNIR Torfusamtökin hafa reiknað út kostnað við endurbætur hús- anna. Eru útreikningarnir mið- aðir við að húsunum verði komið í nothæft leiguástand, en ekki algerlega gerð upp, og eru þeir miðaðir við byggingarvísi- töluna eins og hún var í maí í ár. Kemur í Ijós að 5,37 milljón- um þarf að verja til húsanna í fyrsta flokki til að koma þeim f nothæft ástand, 8,29 milljónum til húsanna í öðrum flokki og IKYRRÞEY Undanfarna mánuði hefur hins vegar verið heldur hljótt um Torfusamtökin, út á við að minnsta kosti. Þau hafa þó sfð- ur en svo setið auðum höndum, þó að þau hafi unnið meira í kyrrþey en áður. Hafa þau staðið i bréfaskriftum og sam- tölum við ráðamenn rikis og borgar. Þá hafa þau gert ftar- lega athugun á ástandi húsanna á Torfunni, og gera þau grein fyrir þeirri athugun í bréfinu til forsætisráðherra. Kemur þar fram, að húsin eru mjög misjafniega illa farin. Mestar skemmdirnar stafa af vanhirðu undanfarinna ára, en sum húsanna hafa orðið fyrir skemmdum af eldi, vegna jarð- vegshækkunar eða rangrar við- gerðar. Mörg húsanna eru þó ekki verr farin en svo að gagn- ger hreinsun, málun, endurnýj- un á leiðslum og aðrar smávið- gerðir ættu að nægja til að unnt væri að taka þau í notkun. ÞRlR FLOKKAR 1 svo góðu ásigkomulagi eru bakariið gamla, verzlunin, Bernhöftshúsið og þverbygg- ingin milli þess og húsanna við Skólastræti. Falla þessi hús f fyrsta flokk, en samtökin skipta húsunum í þrjá flokka eftir ásigkomulagi þeirra. Ljósmynd Sv. Þorm. leigjendur verði vandlega valdir, eftir þeirri starfsemi sem þeir kæmu til með að reka. Hvort sem það er af þessum ástæðum eða öðrum, þá hafa samtökin gert drög að leigu- samningi, sem þau sendu með bréfinu til forsætisráðherra og gera þau I þeim drögum ráð fyrir þvf að fá að hafa áhrif á hverjir fá leigt í Torfunni. Kemur það einnig fram í drög- um þessum að leigutakar taki sjálfir að sér að koma húsnæð- inu í viðunandi ástand að dómi samtakanna og þjóðminja- varðar, en að leigusali, þ.e. ríkið, sjái til þess að styrkur fáist úr húsfriðunarsjóði. Þá kemur fram i bréfi sam- takanna að ýmsir aðilar hafa lýst áhuga á a(5 fá aðstöðu f Torfunni, og fylgir listi yfir þá aðila: 1. Torfusamtökin fyrir skrif- stofu. 2. Islenzkur heimilisiðnaður fyrir litlar vinnustofur og sölu- búðir. 3. Fatahönnuður, vefnaðar- hönnuður og þrykkkennari fyr- ir vefnaðarverkstæði með sölu og sýningarskála. 4. Félag íslenzkra teiknara fyrir skrifstofu. 5. Veitingamenn fyrir veit- ingasölu. 6. Listiðn fyrir sýningarhús- næði. 7. Samtök áhugamanna um leiklist fyrir leikhús. 8. Bandalag íslenzkra lista- manna fyrir skrifstofu og dreif- ingarmiðstöð. 9. Fyrirspurn frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins fyrir samgönguráðuneytið um að- stöðu fyrir upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. EKKI FRIÐUN i^úaspýtur eða föðurarfleifð? Xorfusamtökin skrifa forsætisráðherra bréf___________ 15,56 milljónum til húsanna í þriðja flokki. Kostnað við niðurrif á Kronhúsinu, kamri og kofa bakvið Landlæknis- húsið áætla samtökin 1 milljón. Samtals eru þetta 30,22 milljón- ir. Þess ber þó að geta að ódýr- ara yrði að endurbyggja húsin 1 þriðja flokki en lagfæra þau, eins og ofangreindur kostnaður er miðaður við. EFTIRSÓTT TIL LEIGU Flest bendir til að húsin á Bernhöftstorfunni verði eftir- sótt til leigu enda eru þau á einum bezta stað í miðbænum, hvort sem er til verzlunar eða félagsstarfsemi. Þætti verzlunarfyrirtækjum eflaust fengur í að fá þar inni. Það hlýtur því að vera mikilvægt að Það vekur athygli að í bréf- inu til forsætisráðherra fara Torfusamtökin ekki fram á alls- herjar friðun húsanna á Torf- unni, heldur aðeins að þau verði færð í það ástand að þau geti aftur verið notuð sem hluti af gamla miðbænum, þar til annað verður ákveðið. Það mun þó hins vegar vera skoðun sam- takanna að ef húsin verða lag- færð og komast f notkun, þannig að almenningur hafi gagn eða ánægju af, þá opnist augu almennings betur fyrir menningar og sögulegu verð- mæti Torfunnar, þannig að henni verði borgið fyrir aldur og ævi. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með framvindu mála og hver viðbrögð rfkisstjórn- arinnar verða við erindi Torfu- samtakanna, en þegar Morgun- blaðið hafði samband við Geir Hallgrímsson síðast liðinn fimmtudag, hafði ekki verið tekin afstaða til þess. í öðrum flokki eru Land- læknishúsið og turninn, sem hafa töluvert látið á sjá, þrátt fyrir endurnýjun skömmu áður en bókbandið flutti þaðan. Er hér ekki sfzt um að ræða skemmdir eftir bruna, en þó ætti að vera vandalaust að koma húsunum f gott lag með einhverjum tilk.ostnaði, að sögn samtakanna. gagnið. Telja samtökin árfðandi að húsin og Torfan verði opnuð sem fyrst og garðsvæðin gerð aðlaðandi með lýsingu, gróðri, flísalögn, bekkjum og öðru, en að húsið, þar sem áður var Bókabúð Kron verði íjarlægt. I bréfinu eru settar fram ýmsar hugmýndir um starf- semi, sem gæti farið fram utan- húss við Torfuna svo sem veit-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.