Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1975 Gestur Ólafsson: Arkitektúr- verndarárið 1975 Fyrir röskum þremur árum varð það að samkomulagi hjá Evrópu- ráðinu að árið 1975 skyldi helgað arkitektúrvernd. Megintilgangur þessa var tvenns konar. í fyrsta lagi sá að hvetja þær þjóðir sem aðild eiga að ráðinu til að leggja aukna áherzlu á verndun þess menningararfs, sem fólginn er I byggingarlist viðkomandi landa. í öðru lagi að vekja fólk til skilnings um það hvaða verðmæti hér er um að ræða, hvernig þessi byggingar- list stuðlar að fjölbreyttara um- hverfi, og finna leiðir sem færar eru i lýðræðisþjóðfélagi til að vernda þessi verðmæti. Var sér- staklega bent á að æskilegt væri að endurnýja ákveðna bæjarhluta í hverju landi í tilefni ársins þann- ig að hægt væri að sýna hvernig unnt og æskilegt væri að varð- veita og glæða gamla bæjarhluta nýju lifi. Bauð Evrópuráðið fram margs konar aðstoð til þess að þannig framkvæmdir mættu tak- ast sem bezt. Ennfremur var áherzla lögð á fjölbreytta kynn- ingu og fræðslu um þessi mál bæði i fjölmiðlum, skólum, á ráð- stefnum, með bóka og blaðaút- gáfu, farandsýningum ofl. Flestöll lönd sem aðild eiga að Evrópuráðinu brugðust vel við þessari málaleitan. Noregur, Dan- mörk og Sviþjóð settu fljótlega á fót nefndir sem skipulögðu þetta starf i viðkomandi landi auk sam- vinnu milli landanna og ákváðu að setja upp sameiginlega sýningu um norræna arkitektúrvernd i til- efni ársins. Q Undirbúningur arkitektúrverndar- árs á íslandi. Hér á landi var lengi framanaf hljótt um undirbúning arkitektúr- verndarársins enda var málningin á Bernhöftstorfunni varla þornuð og ekki að vita hvað næst myndi taka við af hálfu þeirra sem þar réðu ferðinni. Arkitektafélag íslands hafði sýnt þessum málum áhuga frá fornu fari og meðal annars samþykkt einróma að beita sér fyrir varðveizlu Bernhöftstorf- unnar og haldið almenna hug- myndasamkeppni um það hvernig slik varðveizla mætti bezt takast löngu áður en nauðsynlegt þótti að stofna Torfusamtök. Vegna fjárskorts sá arkitektafélagið sér þó ekki fært að standa I stór- ræðum i tilefni ársins, en lagði töluverða vinnu I að undirbúa áætlun um hvernig mannsæmandi væri að bregðast við. Vopnuð þessari áætlun leitaði stjórn A.f. eftir aðstoð til menntamálaráðu- neytisins. sem fer með yfirumsjón þjóðminja hér á landi, en kom þar að luktum dyrum. Var talið að sköttum þjóðarinnar hefði þegar verið ráðstafað til þarfari mála og auk þess hefði ráðuneytið ekki áhuga á að koma á fót samstarfs- nefnd á borð við þær nefndir sem önnur Norðurlönd hefðu komið á laggirnar. Stjórn Af. taldi ekki rétt að gangast fyrir stofnun slfkrar nefndar I blóra við menntamála- ráðuneytið og ákvað því að tak- marka tilstand vegna arkitektúr- verndarársins við þann skerf sem einstakir félagsmenn vildu inna af hendi. 0 Um húsafrið- unarsjóð Samkvæmt þjóðminjalögum frá 1969 má friða hús og húshluta á fslandi sem hafa menningarsögu- legt eða listrænt gildi, svo og önn- ur mannvirki með sama skilorði. f húsafriðunarnefnd, sem gerir til- lögur til sveitarstjórna um friðun, sitja fimm menn samkvæmt ofan- greindum lögum og er ekki tryggt að neinn hafi þá menntun til að bera sem arkitektum er gert að skyldu. Á sfðasta löggjafarþingi fslendinga var gerð breyting á þessum lögum. Stofnaður var húsafriðunarsjóður og var húsa- friðunarnefnd falin stjórn hans. Framlög í þennan sjóð nema ár- lega 40 kr. á hvert mannsbarn á landinu eða nú um 9 millj. kr. á ári og breytist það framlag í samræmi við byggingarvfsitölu. Þegar þessi mál voru f undirbún- ingi benti Arkitektafélag fslands hlutaðeigandi aðilum á að leik- mönnum f byggingarlist væri nokkur vandi á höndum við að meta listrænt og menningarsögu- legt gildi arkitektúrs ef vel ætti til að takast. Rétt væri að a.m.k. einn arkitekt ætti sæti f húsa- friðunarnefnd þannig að tryggt væri að þessa sjónarmiðs gætti. Ekki þótti landsfeðrum þetta merkileg tillaga og varð það að ráði að engum arkitekt var tryggð seta f nefndinni. Þjóðminjavörður er formaður nefndarinnar, en menntamálaráðherra skipar aðra nefndarmenn, þar af einn sam- kvæmt tilnefningu Bandalags fsl. listamanna. Nú þykir þeim sem þessar Ifnur skrifar mál þetta vera komið f mikið óefni. Má fullvfst telja að enginn listamaður sem stendur undir nafni fáist til að taka skipun I slfka nefnd, ef nokkurt mið má taka af afstöðu listamanna til sýn- inga é Kjarvalsstöðum, en þar var meginröksemd listamanna sú að ekki væri á færi annarra en þeirra sjálfra að meta þeirra eigin list að verðleikum og væri þvf krafa um meirihluta f slíkum nefndum algert réttlætismál. 0 Framlag fslands til arkitektúr- verndarárs 1 975 Ekki fékk samt arkitektúr- verndarárið að Ifða án þess að þess væri með einhverju minnzt. Upp úr miðjum ágúst gaf að lita f dagblöðum Reykjavikur þá fregn sem margir voru farnir að vona að þeir myndu ekki eiga eftir að lesa — semsé þá að í landi Skeggja- staða f Þjórsárdal væri verið að reisa sögualdarbæ eftir nýlegum teikningum, fslendingum til ævarandi frægðar. Við gerð þessa mannvirkis var sagt að notuð væri bæði nýmóðins vinnubrögð og gömul og ekkert til sparað. Hefðu bæði islendingar farið utan og Norðmenn komið hingað til þess að þessi framkvæmd gæti tekizt sem bezt. Eftir mikið japl og jaml og fuður var niðurstaðan sú að heppilegast væri að byggja þennan torfbæ að verulegu leyti úr járnbentri steinsteypu, þótt nauðsynlegt væri talið að vinna innviði með fornum verkfærum Nú er það einu sinni svo að margir hlutir eru betur ógerðir eins og bæði dr. Sigurður Þórarinsson, Þorsteinn Ö. Stephensen og aðrir þeir sem hafa næma tilfinningu fyrir fslenzkri menningu og mannvirkjagerð bentu á f sambandi við nýbygg- ingu Seðlabankans og hugsan- legan gosbrunn f Tjörninni f Reykjavfk. — En hvar eru nú raddir þessara manna og annarra sem setja metnað sinn f að menn- ingarlega sé staðið að mannvirkja- gerð á fslandi — eða hún látin vera? Ég legg það f dóm þessara manna hvort hér sé forsvaranlega staðið að málum — og hvað kem- ur næst? Þurfum við að búa til Ifkneski af Skarphéðni Njálssyni f fullri stærð til þess að gera hann trúverðugri eða steypa jaxlinn, sem hann henti I auga Gunnars Lambasonar, i plast? Nægir ekki sagan og fmyndunaraflið þar sem ekki er hægt að byggja á traustari heimildum? Q Húsvernd — arkitektúrvernd Arkitektúrverndarárið 1975 (enska: „Architectural Heritage Year", norska: „arkitekturvern- áret") er nú senn á enda. Ekki verður samt annað sagt en að við höfum Iftið nálgazt þau markmið sem Evrópuráðið setti f upphafi, þ.e. að vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fólgin eru f gamalli bygg- ingarlist f vfðustu merkingu og finna raunhæfar leiðir bæði hvað viðvíkur skipulagi, stjórnun, eignarhaldi, lögum, fjármögnun osfrv. til þess að gera varðveizlu þessa menningararfs að veruleika. Þótt ekki verði gerð krafa til þess að allir kunni skil á þeim mismun sem er á „húsi" og arkitektúr eins og fram kemur f heiti sýningar sem nú er haldin f Norræna húsinu f tilefni arkitektúrverndarársins og kallast húsvernd ætti þessi mun- ur samt ekki að vera hulinn listamönnum enda er hann Framhald á bls. 18 ofan virkjunar gæti hafizt fyrr en undir ágúst byrjun, þannig að mjög takmarkað væri hægt að nýta ána og þar með leigja hana til laxveiða á laxveiðitíma- bili ykkar. Þetta allt vona ég að tekið verði til athugunar, áður en J>ið eyðileggið eitt stór- brotnasta urriðaveiðisvæði i heiminum." , Hér er um athyglisvert Sjónarmið að ræða hjá pró- fessor Webster, en ekki vill þátturinn taka undir mál hans, því að það er skoðun undirrit- aðs, að með því að opna lax- inum leið upp fyrir virkjun mundi hann nema land í ein- hverjum fegursta árhluta á landinu, ekki síðri en neðan virkjunar, þar sem stórlaxar og stórurriðar dafna hlið við hlið þótt það sé að vísu rétt að flestir hafi meiri áhuga á að renna fyrir 30 pundarann en Ljósm. Rafn Hafnfjörð. Frá Laxá I Laxárdal. urriða. Nú hefur seiðum verið sleppt ofan virkjunar í nokkur ár í miklu magni og í haust mun væntanlega fara fram fyrsta náttúruklakið í þessum hluta árinnar eftir að bændur fluttu 23 stórlaxa upp fyrir virkjun I sumar og einnig hefur þáttur- inn það eftir áreiðanlegum heimildum, að innan skamms verði byrjað á vinnuteikn- ingum að laxastiganum upp fyrir virkjun. Hins vegar tökum við eindregið undir það, að sem mestar rannsóknir verði gérðar á Laxá ofan virkjunar og neðan því að það er enginn vafi á því að Laxá er ein af náttúru- undrum jarðar. En rannsóknir eiga ekki eingöngu við um hana, við þurfum að láta rann- saka allar okkar ár til að við vitum allt um þær sem hægt er og getum umgengist þær I sam- ræmi við þá þekkingu. Fyrir skömmu dvaldist hér á landi Dwight Webster prófess- or í fiskifræði við Cornell- háskóla í Bandaríkjunum, einn kunnasti sérfræðingur þar í landi I lax og silungsfræðum. Prófessor Webster var hér I fríi og jafnframt því að stunda veiðiskap kynnti hann sér ýms- ar ár og þau verkefni, sem fiski- fræðingar okkar eru að vinna að um þessar mundir. Prófessor Webster eyddi m.a. rúmum vikutíma við silungsveiðar I Laxá I Laxárdal I S- Þingeyjarsýslu og I samtali við þáttinn sagði hann, að Laxá væri einhver sérkennilegasta og stórbrotnasta urriðaá, sem hann vissi um hvað magn og stærð fisksins snertir. Starfs- bræður sínir, erlendir og ís- lenzkir hefðu sagt sér að Laxá væri einhver merkasta veiðiá Islands, en hann myndi hik- laust bæta við öllum heiminum. „Þess vegna veldur það mér nokkrúm áhyggjum, að mikil áform skuli vera uppi um að rækta lax á þessu svæði. Ég vona að grundvöllur sé fyrir því að endurskoða þessar áætlanir. Laxá er svo mikið náttúrufyrirbæri, að þið verðið að gæta hennar sem hreinnar auðlindar. Ég skil vel, að bænd- ur hafi áhuga að fá lax upp I Laxárdal, því að þróunin I veiðimálum um allan heim hef- ur verið slík, að laxveiðar skyggja á allar aðrar fersk- vatnsveiðar og gefa af sér lang- mestar tekjur. En ég held Eftir Infíva Hrafn Jónsson Prófessor Dwight Webster. einnig, að rannsóknir á Laxá I Laxárdal myndu leiða I ljós, að hrygningarskilyrði fyrir lax þar eru ákaflega léleg frá náttúr- unnar hendi, því að árbotninn er nær eingöngu hraun, það vantar mölina fyrir laxinn. Ég held því að það geti verið hættulegt að sleppa þarna laxi upp án þess að gera nokkuð miklar rannsóknir til að komast að því hvort lax getur tekið sér bólfestu I ánni og einnig hvort hætta er á að laxinn hrekji urriðann á brott og hvort ekki er grundvöllur fyrir að greiða bændum á einhvern hátt mis- muninn á þeim tekjum, sem þeir hafa af silungsveiði og þeim sem þeir gætu haft af lax- veiði. Annað sem mér er sagt, er að laxinn gangi mjög seint I neðri hluta Laxár og að miðað við reynslu síðustu ára væri vart að búast við að laxveiði — segir D. Webster, kunnur bandarískur fiskifræðiúrófessor o o o 7 q o 1 „Heí áhyggjur af laxa- ræktun ar áformum í Laxá 1 Laxárdal”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.