Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGUST 1975 15 MIKILL styr stendur nú um Betty Ford forsetafrú I Banda- rfkjunum vegna hreinskilnis- Iegra og opinskárra svara henn- ar við áleitnum spurningum fréttamanna um kynferðismál. Upphafið að þessu varð fyrir nokkru, er forsetafrúin svaraði þvf til í sjónvarpsviðtali, að hún teldi dóttur sfna Susan, sem er 18 ára, vera nægilega gamla tii að stofna til kyn- ferðislegs sambands við karl- mann. Þessu svarði hún til, er hún var spurð hver hún héldi að víðbrögð hennar yrðu, ef Susan tilkynnti henni um slfkt samband. Ummæli þessi oilu hreinu uppþoti f Bandarfkjun- um og bréfum og sfmskeytum rigndi yfir Hvfta húsið. Segja einkaritarar forsetafrúarinnar, að um helmingur skeytanna og bréfanna hafi verið gagnrýni, en hinn helmingurinn stuðningsyfirlýsingar. Nokkrum dögum seinna birtist svo viðtal við frú Ford í bandaríska kvennablaðinu McCall’s þar sem hún var m.a. spurð að þvf hve oft hún ætti mök við mann sinn. Þessu Grfnteikning, sem birzt hefur f bandarfskum blöðum undanfarið. Hreinskilni Betty Fords setur allt á annan endann svaraði hún: „Eins oft og ég get.“ Þessi ummæli verkuðu eins og olía á eld og háværar kröfur voru settar fram um að forsetinn bannaði konu sinni að eiga viðtöl við sjónvarpsstöðvar eða fjölmiðla almennt. Klerkastéttin í Bandarfkjun- um var að sjálfsögðu sú háværasta en prestar skiptust eins og aðrir í tvo hópa. Prófast- urinn við Fyrstu Baptistakirkj- una í Dallas í Texas hélt blaða- mannafund, þar sem hann lýsti því yfir að hann skildi ekki. hvernig forsetafrú Bandaríkj- anna gæti vogað sér að hafa slíkan strætishugsunarhátt. Yfirmaður Mormónakirkjunn- ar hélt einnig blaðamannafund, þar sem hann itrekaði mikil- vægi hreinlffis fyrir hjónaband og trúfestu eftir giftingu. Prédikarinn Billy Graham sagðist hafa orðið fyrir von- brigðum með ummæli forseta- frúarinnar, sem hann þó sagð- ist bera mikla virðingu fyrir. „Hún er stórkostleg móðir og mikil eiginkona með sterkan persónuleika, en ég held að hún hefði átt að orða svör sín á annan hátt,“ sagði prédikarinn. Stuðningsmenn forsetafrúar- innar voru einkum úr hópi presta við Bandarísku Baptista- kirkjuna, og formaður presta- félagsins, séra James A. Crist- son, sagði f bréfi til frú Ford: „Við metum hversu opinskátt og hreinskilnislega þér hafið látið sjónarmið yðar í ljós og vonum að allur styrinn, sem ummæli yðar hafa valdið, verði ekki til þess að hindra yður í að halda áfram að svara af hrein- skilni." Lítið er vitað um viðbrögð forsetans sjálfs, annað en það sem frú Ford sagði við frétta- menn, að hann hefði strítt sér svolftið. Og Susan dóttir hennar sagði við fréttamenn að hún væri algerlega sammála móður sinni, hún hefði aðeins talað um hluti, sem fólk ætti að tala um og gert það vel. Er Susan var spurð hvort hún þyrfti að trúa móður sinni fyrir einhverj- um leyndarmálum, svaraði hún hlæjandi „Ekki enn.“ Enn eru blóðug átök á Korsíku Bastia 28. ágúst — Reuter. SPENNUÞRUNGIN kyrrð færð- ist yfir borgina Bastia á Korsfku í kvöid eftir að einn lögreglumaður beið bana og 18 særðust f skotbar- dögum og óeirðum, sem urðu f nótt milli lögreglu og herskárra Hafnbannimi í Hollandi hefur verið aflétt Amsterdam 28. ágúst AP. SIGLINGAR um hafnir og skurði Hollands komust f eðlilegt horf f morgun er skipshafnir hollenzkra pramma afléttu hafnbanni sfnu seint f gærkvöldi, eftir að þeim hafði verið lofað fundi með stjórnvöldum landsins til að ræða ástandið á innanlandsflutning- um. Fyrr um daginn hafði hol- lenzka þingið fellt stjórnarfrum- varp um nýtt fyrirkomulag á skiptingu flutninga með prömm- um, sem hefði haft það f för með sér að orðið hefði að leggja hundruðum pramma. Prammamennirnir hófu aðgerð- ir sínar á mánudagsmorgun og lömuðu algerlega allar siglingar um hafnir landsins svo og sigl- ingaleiðina um Rín, sem notuð er til flutninga á varningi til Frakk- lands, V-Þýzkalands og Sviss. Er áætlað að tjónið af aðgerðunum nemi milljónum dollara. Óttast nýja öldu sprengjutilræða London 28. ágúst Reuter-AP. LÖGREGLAN f Bretlandi fram- kvæmir nú gffurlega umfangs- mikla leit að mönnunum, sem komu fyrir sprengjunni, sem sprakk f þéttsetinni krá skammt frá herstöð f Caterham f Englandi f gærkvöldi með þeim afleiðing- um að 33 slösuðust, þar af 10 alvarlega. Sterkur grunur leikur á, að hér hafi verið að verki hópur skæruliða úr „provisional" armi frska lýðveldishersins IRA, sem hafi klofið sig frá yfirstjórn hers- ins. 5 af fórnarlömbunum f sprengingunni misstu fætur eða Norðmenn smíða tilrauna- verksmiðju fyrir „kríli” NORSKA fyrirtækið Rieber & Sön A/S hefur lokið við hönnun og framleiðslu á tilraunaverk- smiðju til að vinna afurðir úr hinum örsmáu sjávardýrum krfl- um (Krill), sem finnast í gífur- legu magni við suðurskautið. Er talið að hundruð milljónir lesta af þessum krílum séu í hafinu og hefur verið leyft að veiða 10 millj- ónir lesta árlega. Verður tilrauna- verksmiðjan sett um borð í sov- ézkt rannsóknaskip, sem á að hefja veiðar á þessum slóðum inn- an skamms. Ef tilraunin heppnast vel, er gert ráð fyrir að byggð verði stór verksmiðja til vinnsl- unnar. Afurðin verður einskonar mauk, sem bæði er hægt að þurrka eða frysta og haft bæði til manneldis og sem dýrafóður. hendur og m.a. missti ungur her- maður báða fætur og annan hand- legginn. Sprengingin hefur vakið mikinn ótta manna á meðal f Bretlandi um að ný alda sprengjutilræða sé yfirvofandi af völdum IRA- manna, en sem kunnugt er hefur vopnahlé verið f gildi frá því f febrúar. Hins vegar herma heim- ildir f aðalstöðvum IRA í Dublin og Belfast, að sprengjutilræðið hafi komið yfirmönnum IRA í opna skjöldu. Lögreglan leitar nú einkum tveggja manna, sem töl- uðu með frskum hreim og voru f kránni skömmu fyrir sprenging- una, en fóru þaðan tæpri klukku- stund áður en hún varð. Það hindrar lögreglurannsóknina, að hún hefur aðeins lýsingu á öðrum mannanna. Þorpið, sem kráin er í, er um 22 km frá London. A annað hundrað manns voru i henni, er sprengingin varð. 20% lakari afli - verðmætið 34% minna í Noregi LOKATÖLUR um fiskafla Norð- manna fyrstu þrjá mánuði þessa árs og aflaverðmæti liggja nú fyrir og sýna þær heldur dökkt ástand. Aflinn var 20% minni en árið 1974 og verðmæti þess afla 34% minni en árið á undan. Einkum voru það loðnuveiðarn- ar sem settu strik f rcikninginn, en loðnuaflinn var 26,7% minni og verðmæti afurðanna 43,5% minni. Þorskaflinn var 10% minni og verðmæti hans 23,6% minna. Þá var ýsuaflinn 47% lak- ari og verðmæti hans 58,4% minna. korsfkra aðskilnaðarsinna. Þrfr af þeim lögreglumönnum sem særðust eru f lffshættu. Þessar nýju óeirðir á Korsíku, Miðjarð- arhafseynni, sem Frakkar ráða yfir og var fæðingarstaður Napol- eons Bonaparte, urðu aðeins 12 klukkustundum eftir að franska rfkisstjórnin lýsti helztu sjálf- stæðishreyfinguna, Fylkinguna fyrir endurreisn Korsfku, ARC, útlæga. ARC bert fyrir sjálf- stjórn eyjarinnar og telur sig eiga stuðning 8000 af 280.000 fbúum hennar. Undanfarna viku hafa þrfr lögreglumenn beðið hana f óeirðum á Korsfku. Herferð ARC fyrir sjálfstjórn hófst fyrir viku er vínverksmiðja á suðurhluta eyjarinnar var tekin herskildi af 50 manna stormsveit. Er lögreglan gerði áhlaup á verk- smiðjuna gaf foringi sveitarinnar, dr. Edmond Simeoni, sig á vald henni. Hann var í dag ákærður fyrir rétti í Parfs fyrir að hafa Framhald á bls. 18 Karpov heldur strikinu Mílanó 28. ágúst AP ANATOLY Karpov heims- meistari f skák er efstur eftir 7 umferðir á stórmeistaramótinu f Mflanó með 5 vinninga, en f 2.—3. sæti eru þeir Browne og Ljubojevic með 4,5 vinninga. Þar á eftir koma Smeikal og Porticsh með 4 vinninga. Fjöldamótmæli áNorður-Spáni Madrid 28. ágúst —NTB ÞUSUNDIR spánskra verka- manna tóku f dag þátt f vfðtækum verkföllum til að mótmæla réttar- höldum yfir tveimur aðskilnaðar- sinnum úr hópi Baska f Burgos f norðurhluta landsins, en þeir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að morði Iögreglumanns eins f fyrra. Krefst rfkið dauðadóms og telja kunnugir að sú verði niður- staða dómsins. Heimildir í Burgos hermdu að Wilson fær stuðning frá námamönnunum London 28. ágúst — AP RlKlSSTJÓRN brezka Verka- mannaflokksins undir forsæti Harold Wilsons vann f dag stuðning frá kolanámamönnum landsins við stefnuna um við- nám gegn verðbólgu sem gerir ráð fyrir sex punda hækkun vikukaups á næsta ári. Sam- band námamanna tilkynnti f dag, að úrslit atkvæðagreiðslu, sem staðið hefur f mánuð, væru þau, að námamenn væru sam- þykkir stefnu stjórnarinnar f hlutföllunum þrfr á móti tveimur. Er litið svo á að þessi úrslit marki meiri háttar sigur f við- leitni ríkisstjórnarinnar til að vinna fylgi launafólks við stefnu sfna, en stjórnin hefur sett sér það takmark að draga á einu ári úr verðbólgunni f land- inu úr 26,2% niður f 10%. Verðbólgan f Bretlandi hefur verið sú mesta f vestrænu iðn- aðarfki og hafa stjórnvöld skellt skuldinni á of háa kaup- samninga. Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands. JVfuplex * TIVI l* r- KÍl 1111L* ru i\ns 980 endin9af9»a'dkr a.m.k. 25.000 verkamenn hefðu tekið þátt f verkföllunum, og um 65 fyrirtæki hefðu algjörlega lam- azt daglangt í héruðunum Quipuzcoa og Vizcaya. Verkföll- um þessum var einnig ætlað að mótmæla tilskipun Francos ein- ræðisherra um að allir þeir sem uppvísir verða að stuðningi við iiermdarverkahópa muni fá stór- ar sektir. I samræmi við þessa tilskipun var í dag stöðvuð útgáfa fjögurra vikurita. Leiðarvisir a tylgir MUPLEX pr^r einstaklega handhæg og traust sýningavél og auðveld í allri notkun. • Tekur 8 mm og 8 mm super tilmur • Linsa 119 F 1:2 • Halogen lampi 6 v 20 w • 220 v rafdrif • Sjálfþræðing • Tekur 60 m spólur Gjörið svo vel og senda undir - rituðum MUPLEX pr3 sýningavél. Natn: Heimili: Kr. 16.980,- + 120,- : Kr. 17.100.- □ Hjálagt i—i Greitt inn á í ávtsun. I—I Gíró 50505 BRAUTARHOLTI 20 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.