Morgunblaðið - 29.08.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 29.08.1975, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1975 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ' Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í tausasölu 40,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Frumkvæði Reykjavík- urhorear í raforku- og rinaveituirainkvæmdum, allt frá fyrstu virkjuninni við Elliðaár og fyrstu hita- veituframkvæmdum borg- arinnar, er afrek, sem sjaldan er gefinn verðugur gaumur. Þegar hitaveitu- framkvæmdum verður lok- ið í nágrannabyggðum Reykjavíkur, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðahreppi og Mosfellssveit, sem væntan- lega verður fyrir lok næsta árs, verður árlegur sparn- aöur íbúanna á þessu svæði og þjóðarbúsins frá 4000 til 4200 milljónir króna, miðað við núverandi verð olíu og heits vatns. Er þá ótalinn ávinningur af hita- veitu Seltjarnarness, sem er aðskilið fyrirtæki í eign kaupstaðarins. Þessa dagana er verið að tengja fyrstu íbúðarhúsin í Hafnarfirði við dreifikerfi bæjarins. Áætlað er að 70% byggðar í Hafnarfirði verði tengd hitaveitunni á þessu ári og byggðin öll á næsta ári. Árlegur hitunar- kostnaður húsa í Hafnar- firði með olíu, miðað við núverandi verð, er um 400 m.kr., en heildarkostnaður með heitu vatni 100 m.kr. Árlegur sparnaður Hafn- firðinga með hinni nýju hitunaraðferð er því 300 m.kr., miðað við óbreytt verð. Að vísu er talið að núverandi heitavatnsverð sé of lágt, en þó aö orðið verði við umbeðnum hækk- unum, fer heitavatnsverð ekki fram úr 1/3 olíuverðs. Árlegur hitunarsparn- aður á þvf svæði Hitaveitu Reykjavíkur, sem þegar nýtur heita vatnsins, þ.e. Reykjavíkur, Mosfells- sveitar og 2/3 byggðar í Kópavogi, er um 3600 m.kr. Fyrir lok næsta árs, þegar Hafnarfjörður, Garða- hreppur og Kópavogur eru aö fullu tengdir veitunni, eykst árlegur sparnaður á veitusvæðinu um 500 til 600 m.kr., miðað við núver- andi verð olíu og heits vatns. Bygging aðfærsluæðar til nágrannabyggða Reykjavíkur, sem og dreifi- kerfis þeirra, hófst á sl. ári og hefur gengið betur en áætlað var. 2/3 hlutar Kópavogskaupstaðar eru þegar tengdir veitunni, 70% byggðar í Hafnarfirði verða tengd fyrir nk. ára- mót og þessir staðir, að við- bættum Garðahreppi, munu í heild njóta þjón- ustu hitaveitunnar fyrir lok næsta árs. Rannsóknir á hitaveitu- möguleikum víða um land hafa tekið mikinn fjörkipp; boranir eftir heitu vatni víða í framkvæmd; hita- veituframkvæmdir hafnar í Siglufirði og fram- kvæmdir á næsta leiti á Suðurnesjum. Nýir mögu- leikar hafa opnazt með kaupum á stórtækum jarð- bor, sem gefur ýmsum byggðakjörnum tækifæri á þessum vettvangi, sem til skamms tíma vóru taldir án hitaveitumöguleika. Að því er og stefnt, með fyrir- huguðum stórvirkjunum, bæði norðanlands og sunnan, og tengingu milli landshluta, að skapa mögu- leika á stóraukinni rafhit- un húsa, einkum þar sem jarðvarmi er ekki fyrir hendi. Það er staðreynd, sem ekki verður með rökum mælt í móti, að jarðvarma- nýtingu var lítið sem ekkert sinnt öll vinstri- stjórnar árin-. Þó var sýnt, a.m.k. síðari misseri þeirr- ar stjórnar, hvað framund- an var um verðþróun olíu á heimsmarkaði. Olfuverð hefur margfaldazt fyrir til- stuðlan Arabaríkja, sem ráðið hafa ferðinni á þessu sviði, og olíusali okkar ís- lendinga, Sovétríkin, hefur ekki látið sitt eftir liggja í því efni. Þjóðarbúið og heimilin í landinu hafa orðið fyrir milljarða út- gjöldum vegna oliuverðs- hækkana, sem hægt hefði verið að sigla hjá ef við hefðum fyrr og rösk- legar brugðizt við í þessu efni. Kaupgeta almennings hefur ekki sízt rýrnað í olíubálinu. Aðgerðarleysi fyrri orkuráðherra á sinn 4000 milljóna kr. árlegur hitunarsparnaður veigamikla hlut í olíuskatti íslenzkra heimila til Sovét- ríkjanna. Vaxandi hluti þjóðartekna okkar hefur farið beint i vasa olíusalans í stað þess að koma almenn- ingi til góða í sama hlutfalli og áður var. Hitaveituframkvæmdir í nágrannabyggðum Reykja- víkur eru áfangasigrar, sem drýgja munu ráð- stöfunartekjur heimilanna og spara þjóðarbúinu veru- legan gjaldeyri. Engu að síður er stofnkostnaður þessara framkvæmda mun hærri nú en verið hefði, ef í þær hefði verið ráðizt einu til tveimur árum fyrr, þegar verðblikur olíunnar komu í augsýn. Þessi kostn- aðarauki kemur óhjá- kvæmilega fram í hærra heitavatnsverði en ella, auk þess sem seinkun framkvæmda hefur kostað þjóðarbúið mikið í gjald- eyri og heimilin í hærri hitunarkostnaði. Ekki tjáir þó að sakast um orðinn hlut í þessu efni. Hinu ber að fagna að núverandi ríkisstjórn hefur sett raforku- og hita- veituframkvæmdir í önd- vegi, þann veg, að nýting innlendra orkugjafa hefur forgang í verkefnavali. Árangur þessarar viðleitni kemur fram á margvís- legan hátt og hitaveitur í nágrannabyggðum Reykja- víkur, sem nú eru að komast í gagnið, eru tal- andi dæmi um, að við þetta fyrirheit verður staðið. Verðlauna- kvikmyndin frá Karká um gosið í Heymaey, séð með augum dansks blaðamanns Maður sér nokkra menn fara að sprauta vatni á milljðnir tonna af glóandi hrauni — sú sýn kippir myndinni niður á þennan furðulega hversdagslega grunn. Heimsenda frestað Danski blaðamaðurinn Viggo Clausen var á kvikmyndahátlðinni i Kraká i Póllandi, þar sem sýndar voru stuttar heimildamyndir og þar sem islenzka kvikmyndin um gosið í Heimaey eftir Ósvald og Vilhjálm Knudsen hlaut gullverðlaunin. Hann skrifaði um hátiðina i Politiken. Eftir- farandi grein ritaði hann um verð- launamyndina frá íslandi, undir fyrirsögninni: „Heimsenda frestað." Meðan fjöldí manns gengur um og á von á því að menn á borð víð Amin krækc sér i nokkrar vetnis- sprengjur til að binda með miklu húllumhæi enda á allt heila jarðar- draslið, þá eru kvikmyndir um slys og eyðileggingu auðvitað það eina rétta Lengi hafa brennandi skýja- kljúfar, sökkvandi hafskip og hrap- andi risaþotur verið öruggasta fjár- festingin fyrir þjálfaða kvikmynda- gerðarmenn Eyðing jarðarinnar er í nánd. Fallið ekki fram ogbiðjið Rjúkið ekki upp og bölvið Og fyrir alla muni farið ekki að velta hlutunum fyrir ykkur. Látið ykkur bara slga niður I mjúkt sæti í kvikmyndahúsi og upp- lifið jarðskjálfta. Það kitlar. Það kemur samt stundum fyrir að jörðin rifnar í raun og veru Eins og gerðist á Heimaey Þær voru sannar- lega finar myndirnar, sem kvik- myndagerðarmennirnir fengu þar: Guðs eigin eldslöngvarar á fullum krafti i öllum áttum og svo kemur hraunið upp með stórum ropa, og hylur hálfan bæinn. Fréttatímar sjónvarpanna fengu þarna velkomna hrollvekju, ?að gat þó virzt dálítið barnalegt af þeim góðu íslendingum að senda kvikmyndina „Eldur i Heimaey" á alþjóðlegu heimildamyndahátíðina í Kraká sumarið 1975. Hvernig í ósköpunum átti slik kvikmynd að vekja áhuga dómnefndar, þar sem sósialístisku rikin höfðu töglin og hagldirnar, höfðu meira að segja bætt á sig fulltrúa frá Frelsishreyf- ingu Palestínuaraba? Og eftir allt saman ákvað dóm- nefndin svo, eftir að hafa horft á 91 kvikmynd frá 33 löndum, að til- kynna þá ákvörðun sina að veita Ósvaldi og Vilhjálmi Knudsen Grand Prix — gullna drekann — ásamt 30 þúsund zloty i peningum fyrir Heimaeyjarkvikmyndina Margir áhorfenda höfðu átt erfitt með að átta sig á „Eldur í Heimaey" Pólskt blað skrifaði áður en úrskurð- ur dómnefndar var kunnur: Furðu- lega kaldgeðja lýsing á frægu eld- gosi Bregðast ibúar þessa kalda lands raunverulega á þennan hátt við náttúruhamförum? Þarna getur að lita eitthvert harm- rænasta sjónarspil, sem hægt er að hugsa sér, með glæsilegum þrum- andi myndum af eldi og eyðingu og húsum að merjast niður og brenna upp, meðan heilir bæjarhlutar hverfa i öskufallið —- og svo hegðar fólkið í myndinni sér ekki spor „dramatiskt". Það flýr hvorki í skelf- ingu eða stendur sem steinrunnið á svip Hvað á þetta eiginlega að þýða? Það-er fólkið þó alltaf vant að gera i kvikmyndum Þegar hraunið flýtur inn um eld- húsdyrnar, þá rjúka menn í að bjarga rúmdýnum út um svefnher- bergisgluggann Og þegar ein hliðin á húsinu fellur inn, færa menn sig nokkra metra frá, klóra sér i höfðinu og athuga hverju sé hægt að bjarga út. En ef íslendingar eru nú i raun svona óhetjulegar, sljóar smápödd- ur, því í ósköpunum hefur kvik- myndagerðarmaðurinn þá ekki bætt þar upp i myndklippingunni? Það eru kvikmyndahöfundar þó vanir að gera. Það er sannarlega enginn vandi að láta hendur grafa i skelf- ingu, ef maður bara hefur klipping- una nógu hraða Og því hefur hann ekki skotið inn á nærmynd höndum i bæn áður en húsið logar upp? Þá hefði þetta ekki lengur verið ósköp venjulegt hús, heldur átthagarnir að hverfa. Þetta bragð nota þó næstum allir kvik- myndahöfundar Og loks kemur það sem alveg fer mað það: maður sér nokkra menn rúlla út brunaslöngum og fara að sprauta vatni á milljónir tonna af glóandi hrauni, sem heldur áfram að ælast upp. Sá kafli kippir myndinni niður á þennan furðulega hvers- dagslega grunn. Rétt eins og náttúruhamfarir séu eitthvað, sem hægt er að búa við og gera eitthvað við. Já, en þá er þetta heldur ekki lengur neinn harmleikur, ekki lengur kvikmynd. Að leiða okkur að eyðingu jarðarinnar og rúlla svo bara út nokkrum vesölum bruna- slöngum — nei, herrar mínir og frúr! Þeim kaþólikka, sem tæki upp á þvi að hringja á slökkviliðið þegar hann kæmi til helvítis, yrði umsvifalaust sparkað út sem hreinum trúleysingja. Ég mætti kannski bæta við: Og þar með var honum bjargað! Ég held að dómnefndin hafi bara veitt íslendingum verðlaunin fyrir þessa blessuðu dramatísku trúvillu þeirra — raunsæið. Kvikmynd þeirra féll ekki í þá hetjulegu sklta- gryfju, sem við borgum fyrir að sjá leikara vaða um í með tilgerðarlega andlitsdrætti Og hún fellur heldur ekki í þann uppgjafarpytt, sem okkur finnst við sjálf innst inni dottin ofan í, hálfkæfð af súrefnísleysi. Hún sýnir okkur fólk, sem umsvifa- laust (á borgaralega raunsæjan hátt) lagar sig að aðstæðunum og (á róttækan og fjarstæðukenndan hátt) tekui til við að breyta þeim. Þegar manneskjan tekur mið áf hamförunum — I stað þess að fórna höndum í vanmáttugri reiði eða fallast hendur I álíka vanmáttugri kvöl — já, þá er hún þegar búin að Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.