Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1975 17 „Einfarinn meðal íslenzkra skálda” Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Jakob Thorarensen. Jakob Thorarensen: Skáldverk I—VI • Al- menna bókafélagið, Reykjavík 1975. Nú eru liðin sextíu ár, siðan Ástar-Brandur færði mér á sjúkrasæne i gistihúsi Gúndu gömlu á Bíldudal Snæljós Jakobs Thoraren- sen og ég tók ástfóstri við ljóð „einfarans meðal ís- lenzkra skálda“, eins og Ei- ríkur Hreinn kallar Jakob i niðurlagsorðum ritgerðar þeirrar, sem er aftan við síðasta bindið af hinni fallegu sexbinda útgáfu rita skáldsins i iausu máli og ljóðum. Og nú eru árin frá fyrstu kynnum mínum af manninum Jaobi Thoraren- sen orðin fimmtíu og sjö. Þau kynni urðu tiltölulega fljótt að svo traustri og ná- inni vináttu, að ýmsum mundi þykja næsta undar- legt, svo ólíkir sem við Jakob vorum. En það, sem tengdi okkur órofa vináttu- böndum, kemur greinilega i ljós í upphafi hinnar merku ritgerðar Eiríks borgarbóka- varðar. Hann vitnar þar í ritdóm, sem Einar Bene- diktsson skrifaði um Snæ- Ijós í Þjóðstefnu. Eirikur segir meðal annars svo: „Einar líkir skáldinu við Knut Hamsun — þar sem öll meðferð ljóðsins sé háð „sjálfstæðri eigin menning". Sama telur hann koma fram vitandi vits hjá höfundi Snæljósa. Hann bendir á i því sambandi að veldi norskrar náttúru, sem há- menning samtímans hafi ekki getað breytt, hvorki að svip né eðli, hafi lyft norsku skáldunum hæst. Og þegar þau hafi, eftir að frægðinni var náð, reynt að fjarlægjast þann grundvöll og blandað sér fremur við strauma frá stórþjóðum álfunnar, svo sem Björnsson og Ibsen og einkum Kielland hafi gert, er þeir þóttust vaxnir frá heimahögunum, þá hafi mörgum þótt sem tapazt hafi meir heldur en var unnið. Þessu sé öfugt farið með Hamsun, sem haldi óslitnu sambandi við uppruna sinn. Jakobi Thorarensen hefur áreiðanlega þótt vænt um þennan ritdóm, ekki aðeins fyrir hinn glögga skilning sem þar kemur fram á kvæð- um hans og sérkennum þeirra, heldur og eigi siður vegna þeirra leiðbeininga, sem stórskáldið gefur byrj- andanum — að leggja alúð við uppruna sinn og „eigin menning.““ Það var einmitt þetta, sem tengdi okkur Jakob saman: Okkur var það sem i blóð borið, að íslenzkri menning væri það fyrir beztu, að skáldin væru sem samræm- ust uppruna sinum og „eigin menning”, þó að ég væri ekki jafnóhagganlega fast- ur í rásinni og hann. Það skal svo tekið fram, að þrátt fyrir einstefnuakstur hans í bundnu máli og óbundnu, kynnti hann sér alla ævi, eftir því sem til vannst, margt það bezta í bókmennt- um Norðurlanda og sitthvað hið veigamesta úr skáldskap Breta, Þjóðverja, Rússa og Bandaríkjamanna, auk þess sem hann fylgdist vel með i framvindu íslenzkra bók- mennta. Þeir Tómas skáld Guð- mundsson og Eiríkur Hreinn Finnbogason borgar- bókavörður hafa séð um út- gáfu þessa ritsafns, sem í eru 46 af þeim 60 smásögum er Jakob skrifaði, á fimmta hundrað ljóð og leikritið Hringferðin, sem flutt hefur verið tvisvar í Ríkisútvarp- inu og mörgum skemmt. I Formálsorðum gerir Tómas grein fyrir þvi að í samningi, sem Almenna bókafélagið gerði við Jakob Thorarensen haustið 1970, hafi þeim Eiríki verið gefið úrslitavald um það hvað i útgáfuna yrði tekið, — og siðan segir Tómas: „Samkvæmt því höfum við, eins og gert var ráð fyrir, feilt úr útgáfunni sitt- hvað það, sem að okkar dómi átti ekki þangað erindi og höfðum við borið ýmsar til- lögur, er að því lutu, undir höfundinn, áður en það var um seinan, og fengið sam- þykki hans fyrir þeim. Vera má þó, að við hefðum gengið nokkru lengra i þessu efni og fellt fleira niður, sérstak- lega úr síðari ljóðabókum höfundarins, ef andlát hans hefði ekki tekið fyrir nánari samráð um það.,.“ Ég hef farið yfir öll bind- in, en ekki gefið mér tóm til náinnar athugunar á valinu. Hins vegar virðist mér, að það standist, sem Tómas orð- ar þannig: „En að öllu samanlögðu má segja, að þessar úr- fellingar séu mjög hófsam- legar, og ugglaust má full- yrða, að hér séu komin á einn stað öll þau skáldverk Jakobs Thorarensen, sem verulegu máli skipta og henn lét sér annast um.“ Eins og áður getur er rit- safnið sex bindi. Þau eru i mjög smekklegu bandi og brotið þægilegt. Að blaðsíðu- tali eru bindin frá 222 og upp í 282 blaðsíður. I þrem- ur fyrstu bindunum eru smásögurnar og leikritið, en ljóðin i hinum. Eru sagna- bindin samtals 812 blað- síður, hin 675. Aftan við hvert bindi er efnisyfirlit, og þvi síðasta lýkur með yfirliti í stafrófsröð yfir allt efnið, og tekur það bæði til heitis og upphafs ljóðanna. Er þessi frágangur vissulega til fyrirmyndar. Svo vik ég þá á ný að rit- gerð Eiriks Hreins „Um Jakob Thorarensen og skáld- skap hans“. Hún er aðeins 22 blaðsíður, en Eiríki tekst fágætlega vel að koma þar að flestu þvi, sem mestu máli varðar um ævi skálds- Tns og sérkenni hans. Þegar Eiríkur hefur getið órofa tryggðar Jakobs við upp- runa sinn, íslenzka málreisn og eigin viðhorf til allra mála, þá er íslendingar gerð- ust meiri „flokksmenn“ en nokkru sinni fyrr, farast honum þannig orð: „Þvi má segja, að Jakob Thorarensen hafi orðið ein- fari meðal íslenzkra skálda. Þeim, sem alþjóðlegast hugsuðu, fannst hann jafn- vel ekki eiga við sig erindi, töldu hann gamaldags og ekki í tengslum við samtím- ann. Hitt mun sanni nær að segja að viðhorf hans til mannlífs og bókmennta hafi ekki verið í samræmi við það, sem mest var í tfzku um hans daga. En málin verða ekki afgreidd með því að kalla skáldið gamaldags. Jakob íhugaði mjög samtíð sína, en barst ekki með straumnum, heldur stóð álengdar og horfði athuglum augum á strauminn líða hjá. Hann fékkst meira 'við manninn en þjóðfélagið, hafði mikinn áhuga á per- sónulegum sérkennum, kost- um, og veilum, og velti slíku fyrir sér á margan hátt“. Þá víkur Eiríkur að kynn- um Jakobs af fólki, sem varð honum hugstætt á bernsku og æsku og bendir á, að hann hafi hlotið að gefa gaum að því hver áhrif um- hverfisskipti hefðu á menn- ina. Hann hafði mætur á ýmsum fornum dyggðum, svo sem nægjusemi, stöðug- lyndi og áreiðanleika, fannst þær fara forgörðum í bæjar- lífinu og í staðinn verða áberandi flysjungsháttur, blekkingar og skrautgirni. Eiríkur segir: „Jakob fordæmdi hvorki nýja tímann né kaupstaða- eða borgarlíf. En hann var talsmaður einfalds og fá- brotins lífs, sem eitthvað þurfti fyrir að hafa, af því að hann taldi það fóstra heil- steyptari manneskjur en fjölmenni kaupstaðanna. Vitaskuld gefa slíkar skoðanir ekkert tilefni til að kalla höfund gamaldags og úr tengslum við samtíðina." Þá víkur Eirikur að því, hvort Jakobi hafi „tekizt að gera lífvænlegan skáld- skap,“ og er ekki í vafa um það. „Viðfangsefni hans eru flest siðferðilegs efnis, og því sífelld vandamál manns- ins. Skáldskapur hans er misjafn að gæðum, en þar er margt að finna svo stórbrot- ið og sérstætt, að nútima les- anda er örðugt að gleyma, og ég á bágt með að skilja að sama muni ekki eiga við um lesendur framtiðarinnar. ..“ Siðan fjallar Eiríkur um ættir og ævi Jakobs. Hann vekur athygli á því, að í báð- um ættum hans eru góð- skáld, og segir, þegar hann hefur greint frá prentuðum lýsingum á öfum skáldsins: „Það er engu líkara en báðir þessir afar, eins og þeim er lýst í Öðni, speglist i verkum Jakobs Thoraren- sens og sterkustu dráttunum i lífsviðhorfum hans — annars vegar hin þjóðlega ræktarsemi, söguástríða, glettni og orðheppni, hins vegar atorka og festa.“ Eiríkur túlkar í stuttu máli, en sannfærandi, þá reisn, sem er í ljóðstíl Jakobs, sýnir fram á, að „einkenni hans eru svip- mikil og hljómmikil orð, sem kostar nokkra áreynslu að bera fram, og fá þau við það aukinn þunga." Þá nefnir hann sem sérkenni „ná- kvæmt og fast bundið rim og íhugað val rímorða." Enn- fremur kemur ljóst fram í tilvitnunum Eiríks að svo sem Jakob kostaði kapps um að láta persónurnar i sögum sinum einkennast af máli þeirra, eins samræmdi hann ljóðstíl sinn í eftirmálum gerð þeirra, sem um var ort. Jakob las oft og mörgum sinnum íslenzkar fornbók- menntir, en var laus við þá fornaldardýrkun sem rómantisk skáld og margt al- þýðumanna báru i brjósti. Eirikur bendir á þetta í rit- gerð sinni, færir rök að að- dáun Jakobs á hetjum hvers- dagslífsins, þó að hann raun- ar hrifist af glæsileika sumra persóna íslendinga- sagna, sem hann fann að voru sannar. Eiríkur segir: „Karlmenn fornbók- menntanna hrifu ekki Jakob að ráði. Þeir eru blendnari en konurnar, skortir af- dráttarleysi þeirra.“ Síðan tekur Eirúkur fram að stærst þeirra þriggja kvenna, sem Jakob dáði og gerði að yrkisefni, hafi Ás- dís á Bjargi orðið, „af þvi að hennar framkvæmd er sprottin af fegurstu tilfinn- ingunni, móðurástinni." Ennfremur minnir Eiríkur á það, „að skáldið persónu- gerir Island ævinlega sem konu.“ Þarna kemur efa- laust til mild og sterk móðir Jakobs — og þá einnig og engu síður hin ágæta eigin- kona, sem hann unni af öll- um sínum leynda varma og sinni órofa festu. Ekki verður fjallað svo um skáldskap Jakobs, að skil- greina ekki rækilega ádeilur hans, enda gerir Eiríkur það. Hann bendir réttilega á, að beinna ádeilna gætir meira í sumum ljóðum hans en f sögunum — og að hann deilir fyrst og fremst á mannlega bresti og lesti, en einungis óbeint á þjóðfélag- ið. Jakob mun sém sé hafa litið svo á, að hvernig sem allt ylti, þjóðfélagslega og stjórnmálalega, mundu mennirnir reynast trúir sín- um eðlisveilum, og þá ekki sízt þeir, sem mest ættu und- ir sér. En þrátt fyrir hið miskunnarlausa raunsæi Jakobs, sem gerði honum oft myrkt fyrir augum, getur Ei- ríkur sannað með tilvitnun- um, að skáldið finnur „hjá mönnunum marga kosti. Og þó að viðhorfin verði oft að dæmast svartsýn, verður óvíða vart hjá Jakobi Thor- arensen vantúar á fram- tíðina heldur lítur hann vfir- leitt á hana björtum augum og þá ekkí sízt f-amtífl ts- lands.“ “Eiríki er minnisstætt kvæöið Ágústnótt f Reykjavfk, sem er í Snæljósum, en svo getur hann bent á, að 30 árum síóar er viðhorf Jakobs við Reykjavfk mjög brevtt til hins betra: „Reykjavik komi oft til ma’ins bæði sveini og svanna, er sveitin gat ekki tjónkað við.“ Eiríkur eyðir ekki miklu túmi á sögur Jakobs, en samt má þar vel við una. Hann bendir á, hve haglega skáldið einkennir persónur sínar í fáum dráttum. Um form sagnanna segir hann ekkert beinlínis, en þessi orð gefa allmikið i skyn um listilega gerð þeirra: „Sögur Jakobs eru lausar við prédikun eða boðun sér- stakra skoðana. Eigi að síður taka margar þeirra til með- ferðar eða sýna vandamál, oftast persónuleg, stundum næsta átakanleg. En með- ferð þessara mála er sveigð undir lögmál algers hlut- leysis frá höfundarins hendi.“ Síðan víkur Eirikur að ,,húmor“ Jakobs, sem stund- um kom fram sem allbiturt háð, þó að það leyndi á sér, en einnig sem skemmtilega búin glettni eða kimni jafnvel þannig að maður heyrði að baki orðanna „þetta er mannlegt, mikli drottinn." Eiríkur túlkar þetta mjög ljóslega í nokkr- um dæmum úr ljóðum og sögum Jakobs og tekst að marka sérstöðu Jakobs í þessum efnum, en annars er háð og skop Jakobs eitt út af fyrir sig efni í alllanga rit- gerð. Eiríkur Hreinn lýkur máli sínu þannig: „Að svo mæltu lýk ég þess- um línum um Jakob Thor- arensen, einfarann meðal. is- lenzkra skálda.“ Hafi svo allir þökk, sem lagt hafa hug og hönd að gerð þessa ritsafns, sem mætti gera það ljóst jafnt ungum sem öldnum, að hver sá, sem leitar verðmæta skáldskap Jakobs Thoraren- sens, fer ekki í geitarhús að leita ullar. Mýrum i Reykholtsdal i fyrstu viku ágústmánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.