Morgunblaðið - 29.08.1975, Side 18

Morgunblaðið - 29.08.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1975 Tónskóli Sigursveins sækir um lóð 1 Breiðholti SKÓLARAÐ Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar hefur sótt um lóð f Breiðhoitshverfi f þvf augnamiði að byggt verði yfir starfsemi skólans og hann geti starfað þar f eigin húsnæði f framtfðinni. Fjarlægð fjöl- mennra fbúðarhverfa frá mið-! borginni, þar sem skólinn hefur verið til húsa, hefur gert yngri nemendum skólans erfitt fyrir. Þó að skólinn hafi ekki komið sér upp eigin húsnæði i Breiðholt- inu er samt ætlunin að hefja tón- — Sveinn R. Framhald af bls.2. greindu símtali var það eitt, sem ég hef sagt hér að framan, sagði Kristinn Finnbogason að lokum.“ I frétt í Vísi í gær var sagt frá þessari yfirlýsingu Kristins Finnbogasonar og þar segir: „Hins vegar segir hann ekk- ert um hvers vegna hann, fram- kvæmdastjóri Tímans, var að hringja f blaðamann á Visi að beiðni Sveins R. Eyjólfssonar. Blaðamaðurinn, sem hér um ræðir hefur staðfest, að Krist- inn fari rétt með í yfirlýsingu sinni. Og vill fá að bæta því við, að tilefni Kristins með um- ræddri upphringingu hafi fyrst og fremst verið það að bera til baka orð, sem höfðu ranglega verið eftir honum höfð um stöð- una í Vísismálinu. Orð sem voru nýja blaðinu allverulega f óhag og voru til þess fallin að draga úr áhuga blaðamannsins á að flytja sig af gamla blaðinu yfir til hins nýja.“ Þá spurði Mbl. Svein R. Eyjólfsson í gær um það, hvort stjórn Blaðaprents væri búin að taka afstöðu til prentunarinnar á nýja dagblaðinu, Kvað hann svo ekki vera, en kvaðst vonast til þess að stjórnin gerði það hið fyrsta. (Vegna ummæla Sveins R. Eyjólfssonar um ósanngirní Mbl. f sinn garð skal tekið fram, að það hefði verið í hæsta máta óeðlilegt, að skýra Sveini Eyjólfssyni frá ummæium Kristins Finnbogasonar áður en þau birtust i blaðinu og verða slík vinnubrögð ekki tek- in upp á Morgunblaðinu. Með þvf að óska eftir ofangreindri umsögn Sveins telur Morgun- blaðið að honum hafi verið sýnd fyllsta sanngirni). — Stéttasamband Framhald af bls. 2 Samkvæmt lögum frá 1947 hefur aðalfundur Stéttarsam- bandsins kosið fimm menn f Framleiðsluráð landbúnaðarins en auk þess hefur stjórn þess tilnefnt 3 menn af 6 til að ákveða verðlagsgrundvöll fyrir landbún- aðarafurðir. Stéttarsambandið er aðili að útgáfu tímaritsins Freys. Þá er Stéttarsambandið eignar- aðili að Bændahöllinni á móti Búnaðarfélagi Islands. Stéttarsambandið fær fé til starfsemi sinnar með þeim hætti að búvöruframleiðendur greiða gjald er nemur V4% af verðmæti landbúnaðarafurða. Fyrsti fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins var Gísli Kristjánsson, en frá 1947 hefur Sæmundur Friðriks- son gegnt því starfi. Þá starfar Arni Jónasson sem erindreki hjá sambandifiu, en Stéttarsam- bandið er aðili að Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, sem hefur það hlutverk að miðla upp- lýsingum um málefni landbún- aðarins og er starfsmaður hennar Agnar Guðnason. Fyrsti formaður Stéttarsambandsins var Sverrir Gislason bóndi í Hvammi, en nú- verandi formaður er Gunnar Guð- bjartsson Hjarðarfelli. Þingið að Laugarvatni, sem hefst í dag og lýkur síðdegis á morgun, sækja 46 fulltrúar, en auk þess hefur stjórn Stéttarsam- bandsins boðið öllum stofnfélög- um, sem enn eru á lifi til fundar- ins, en þeir eru 26. listarkennslu þar f haust, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður í húsi KFUM við Mariubakka og verður megináherzla lögð á hópkennslu f blokkflautuleik með söng og nótnalestri fyrir 7—13 ára börn. Einnig getur skólinn annazt kennslu í píanóleik og á blásturs- hljóðfæri í einkatímum. Innritun nemenda í Breiðholtshverfi hefst í dag og fer fram í húsi KFUM við Maríubakka kl. 17—19. Einnig verður innritað á morgun á sama stað og tíma. Innritun annarra nemenda skólans verður að Hellu- sundi 7, 4.—5. september, en hún verður nánar auglýst sfðar. Sóluðum hjól- börðum ekki hættara en ósóluðum FULLTRUAR frá tveimur aðil- um, sem sóla hjólbarða, höfðu samband við blaðið f gær vegna fréttar á baksfðu blaðsins, „Hjól- barðinn sprakk“, þar sem segir: „Hjólbarðinn var sólaður og var skemmd á honum innanverðum, sem hefur smámsaman nuddað gat á slönguna.“ Sögðu þeir að skilja mætti þetta svo, að skemmdin hefði að ein- hverju leyti staðið i sambandi við það, að hjólbarðinn var sólaður. Slíkt væri fráleitt og gæti á engan hátt staðizt. Sóluðum hjótbörðum væri alls ekki hættara við skemmdum að innanverðu en ósóluðum. Annarra orsaka væri þar að leita. — Heimsenda Framhald af bls. 16 breyta þeim í eitthvað áþreifanlegt — þúin að taka upp andstöðu. Þeir áhorfendur, sem brostu þegar lagðar voru út fyrstu þruna- slöngurnar, sýndu hörmulega fáfræði I speki Maos formanns Því auðvitað getur ein vatnsbuna ekki kælt glóandi hraunmassa að gagni, en hvað um sírennandi vatnsbunu í langan tima? Til að gera langt mál stutt: Þegar þessar fáu brunaslöngur voru orðnar að mörgum og vatnsbyssun- um beint i rétta átt, þá storknaði hraunbrúnin sannarlega, og glóandi hraunmassinn að baki varð að vinna sér nýja leið, sem ekki varð fólki að meini. Svona smákvikmynd með 1 6 mm breidd stingur svolítið á þessum uppblásnu 35 mm myndum, sem sjást I kvikmyndahúsum okkar: Það er semsagt hægt að fresta eyðingu jarðarinnar og bjarga um leið nokkrum sófaborðum — Sá falski Framhald af bls. 2 9,9666 grömm en fölsku pening- arhir reyndust ver 8,9432, 8,9499, 8,9441 og 8,9513 grömm. Gullinnihald fölsku pening- anna var það sama og í ósviknu peningunum, 900 en samsetn- ing og áferð er önnur. I ekta peningunum var blanda gulls og kopars en f þeim fölsku blanda kopars og silfurs. Ur þessu atriði var skorið með röntgenmyndum. Fjöldi skora á kanti ósvikins penings er 176, en 164 á þeim falska. Þvermál ekta peninganna reyndist vera 23,025—23,035 en þvermál þeirra fölsku 23,098. Loks var þykkt ekta penings mæld við miðju 1,448 á móti 1,359, 1,390 og 1,340 á þeim fölsku. — Heykögglar Framhald af bls. 32 ingur þeirra heimill. Dönsku kögglarnig verða metnir með sama hætti og þeir íslenzku. Haukur sagði það vera skoðun ráðuneytisins, að ekki væri sýnt að um stórfelldan skort á heyi yrði að ræða, auk þess sem ekki hefðu borist pantanir f allt það magn grasköggla, sem framleitt verður hér á landi f sumar. Af þessum sökum legðist ráðuneytið gegn meiri innflutningi á gras- kögglum að svo stöddu. Lagði Haukur áherzlu á, að þeir inn- flytjendur, sem talað hefði verið við, hefðu sýnt skilning á þessari afstöðu ráðuneytisins. — Guðmundur Framhald af bls. 32 tryggði sér fyrstu verðlaun f mót- inu með jafntefli við Bretann Simon Webb. Hann varð efstur með 7!4 vinning, þá kom Andras Adorjan frá Ungverjalandi og Jan Timman frá Hollandi með 7 vinninga, Gyula Sax frá Ungverjalandi með 6, John Nunn, Bretlandi, með 5H, Craig Pritchett, Skotlandi, Guðmundur og Webb með 4 'A, Horner með 4, Basman frá Englandi með 3V5 og Fuller með 1. ______ - Leitt að bendla Framhald af bls. 32 lægja hvalinn, sem er á milli 20 og 30 tonn og það væri spurning hvort engar skyldur hvfldu á kirkjunni vegna þessa reka, — ef svo væri þá ætti kirkjan að fjarlægja hvalinn, en það átti að gera f gærkvöldi og grafa hann á góðum stað. Hinn hvalurinn, sem rak á land í landi Valdasteinastaða, hefur verið nýttur verulega af bændum þar f grennd og er lítið eftir af honum nema grindin. — Sýning Framhald af bls. 2 sýninguna að Kjarvalsstöðum, sögðust þau gera það sjálf, þótt sendiráðin hefðu verið innan handar við útvegun á sýningar- gripunum. Þá var spurt hvort hér væri e.t.v. verið að stofna til sam- keppni við bókabúð Máls og menningar, sem að langmestu leyti hefur séð um útvegun les- efnis frá Austur-Evrópu hingað til. Hjónin kváðu svo ekki vera, en sögðu tilganginn vera þann að auka fjölbreytni bókakosts frá þessum löndum hér. Sovétríkin væru mesta útgáfuþjóð veraldar skv. opinberum skýrslum, þótt lít- ið fengist hér af lesendi frá þvf landi. Bókatitlar á sýningunni eru á fjórða hundrað, en sýningin verð- ur opin kl. 14—22 alla daga nema mánudaga til 14. september. — Albert Framhald af bls. 2. sem hugsanlega gæti unnið á móti hagsmunum Sjálfstæðis- flokksins. Það kæmi ekki til mála, það segir sig sjálft, enda eru þeir báðir, Jónas og Sveinn, yfirlýstir sjálfstæðis- menn. Ég færi heldur ekki að leggja það á mig fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, sem ég hefi gert, ef ég ætti svo að fara að vinna gegn flokknum með blaðsstofnun." — Nýr Vísir Framhald af bls. 2 aði lögbannsins á nafnið „Nýr Vfsir að frjálsu dagblaði“ sagði í gær að forráðamenn Reykja- prents hefðu f góðri trú höfðað málið fyrir fógetarétti á Sel- tjarnarnesi, en úr því að það hefði ekki reynzt rétt, myndu þeir höfða málið í Reykjavík þegar í dag. Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri sagði f viðtali við Mbl. f gær að hann hefði f raun fátt eítt að segja um þessa frá- vfsun, en f raun væru forráða- menn hins nýja blaðs að hugsa um að hætta við að nota nafnið „Nýr Vfsir að frjálsu dagblaði“ en nota þess f stað nafnið „Dag- blaðið“. Kvaðst Sveinn ekki vilja hefja feril sinn með nýja blaðið og standa f erjum við fyrri samherja sína. Enn væri hann þó hluthafi í Reykja- prenti og augsýnilega færi heit- ið „Nýi Vfsir“ í taugarnar á núverandi forráðamönnum gamla Vísis. — Samkomulagid Framhald af bls. 1 30 mílur austureftir Sinai. Hinar bandarísk’ eftirlitssveitir, sem um er að cefla, yrðu á tveimur til þremur stöðvum f hæðum vestan- vert á Sinaieyðimörkinni. Yrðu þær skipaðar hálaunuðum sjálf- boðaliðum, að sögn bandarfskra heimilda, og yrðu aðeins vopnað- ar skammbyssum í öryggisskyni. Á blaðamannafundinum í Alexandriu í dag sagði Kissinger að viðræðurnar væru vissulega að komast á lokastig. Á ráðstefnu óháðra ríka í Lfma í dag samþykktu fulltrúar Araba- rfkjanna að krefjast þess ekki að tillaga um brottvikningu Israels úr Sameinuðu þjóðunum yrði sett inn í lokaályktun ráðstefnunnar, að því er góð heimild hermdi. - Líkur á deilum Framhald af bls. 1 manna er að lækka söluskatt á næstum þvf öllum neyzluvörum um 5I. * 3A% þ.e. úr 15% í 9V*%. Stjórnin áætlar að þetta muni auka kaupgetu danskra neytenda sem nemurþremur milljörðum króna. Það er einkum atvinnu- leysið sem stjórnin hefur f huga. Það hefur að undanförnu verið 10%, sem þýðir að rúmlega 100.000 verkamenn eru án at- vinnu. Jörgensen reiknar með því að aðgerðir stjórnarinnar muni lækka þessa tölu um helming. I tillögum ríkisstjórnarinnar er einnig gert ráð fyrir afnámi þess skyldusparnaðar, sem fyrri stjórn undir forsæti Poul Hartlings kom á. Þá vill Jörgensen beinan stuðn- ing við atvinnulffið og Ieggur til hækkun rekstrarábyrgðar fyrir það úr 15 í 35 milijónir d. kr., og ríkistryggt lán til fiskiðnaðarins sem nemur 50 milljónum d. kr. Aðrar atvinnugreinar fá einnig sérstaka styrki. Áætlun stjórnarinnar er tíma- bundin. Ætlunin er að lækkun söluskattsins gildi aðeins f hálft ár og aðrar aðgerðir eiga sömu- leiðis aðeins að vera f framkvæmd á meðan staða efnahagsins er óbreytt. I fyrri viku var ljóst að Venstre myndi koma fram með sínar eigin tillögur í þessum efnum og reyna að afla fylgis annarra borgara- legra flokka við þær. Flokkurinn átti í dag viðræður við tvo helztu flokkana, Framfaraflokk GIi- strups og Kristilega þjóðarflokk- inn. Að fundinum loknum var gefið í skyn að þessir tveir flokk- ar gætu f höfuðatriðum samþykkt áætlun Venstres. Ekki er vitað um einstök atnði hennar, en þó er vitað að þar sem stjórnin leggur áherzlu á bata í atvinnulífinu, vilja borgaraflokkarnir sparnað. Samkvæmt fregnum útvarpsins vill Venstre að heildarlaunasamn- ingarnir verði frystir í tvö ár til viðbótar. Fundir eru ráðgerðir milli Venstre og stjórnarinnar í kvöld og á morgun. — Átök á Korsíku Framhald af bls. 15 ráðizt með ofbeldissveit á rfkis- valdið, ólöglega handtöku, mann- rán og morðtilræði við lögreglu- menn. Er tilkynningin um ákvörðun ríkisstjórnarinnar var birt urðu yngri liðsmenn ARC æf- ir, og um 300 manns gerðu aðsúg að lögreglunni þrátt fyrir áskor- anir leiðtoga hreyfingarinnar um að menn gættu stillingar. Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsfor- seti ræddi í morgun við Chirac forsætisráðherra og Poniatowski innanríkisráðherra um málið, en innanríkisráðherrann sagði að hafin yrði Ieit að byssumönnun- um og þeir dregnir fyrir dóm. — Nautakjöt Framhald af bls. 32 verður selt hjá öllum kjötkaup- mönnum svo og þeim sem hafa sláturleyfi. Agnar kvaðst búast við þvf að mikil sala yrði á nauta- kjötinu og þá ekki sízt fyrir þá sök, að dilkakjöt er á þrotum og Iftið til af því nema 3. flokkur. Sagði Agnar að mjög mikil sala I. og II. verðfl. kr. 392 III. verðfl. kr. 340 IV. verðfl. kr. 314 V. verðfl. kr. 275 VI. verðfl. kr. 249 VII. og VIII. verðfl. 235 Söluskattur er innifalinn f — Selassie Framhald af bls. 1 samræmi við hefðir koptfsku rétt- trúnaðarkirkjunnar sem gera ráð fyrir því að hún eigi sér stað innan sólarhrings frá andlátinu. Talið er að með því að segja ekki frá jarðarför Selassies fyrirfram hafi herstjórnin viljað koma f veg fyrir óeirðir andstæðinga keisara- dæmisins, en um leið er líklegt að þögnin um greftrunina muni auka fylgi við kröfur erlendis um óháða rannsókn á láti Selassies. Áreiðanlegar heimildir f Addis Ababa herma hins vegar að ekk- ert grunsamlegt hafi verið við lát hans. — Arkitektúr Framhald af bls. 14 sagður svipaður og á mál- aralist og svonefndri „óæðri myndlist". Arkitektúrvernd sú sem nú hefur verið rætt um er- lendis er ekki einungis spurs- mál um að varðveita glugga- sprossa, útskorna fiska eða þakskraut á húsum yfirstéttar- fólks frá þvl um slðustu alda- mót. Hún er heldur ekki ein- ungis fólgin í varðveizlu ein- stakra húsa eða húshluta, held- ur er verið að fjalla um vernd og viðurkenningu á gildi gamallar byggingarlistar I Evrópu I vlðustu merkingu. i þessu sambandi skipt- ir það umhverfi eða „miljö" sem viðkomandi mannvirki mynda I sameiningu meginmáli auk þeirra athafna sem eiga sér stað I þess- um mannvirkjum og tengsla þessara svæða við aðliggjandi bæjarhluta. Það er hægastur vandi að benda á skringileg hús sem missir væri að og ýmislegt sem miður hefur farið I mann- virkjagerð liðinna ára, en það er mun erfiðara að finna færar leiðir til þess að gera þá drauma sem menn kunna að bera I brjósti um arkitektúrvernd að veruleika. Ofangreind sýning missir þv( að verulegu leyti marks, þótt margt gott megi segja um allt það starf sem þar hefur verið innt af hendi, þvl hvorki nafn hennar, áherzla né uppbygging gefur til kynna að höf- undar sýningarinnar hafi gert sér grein fyrir eðli þeirra vandamála sem þeir eru að fjalla um né hugsanlegum lausnum. 0 Við lok arkitektúr- verndarárs Þótt okkur hafi misjafnlega tek- izt til við arkitektúrvernd og arki- tektúrverndarárið til þessa er ekki öll nótt úti enn. Ákveðið hefur verið af forráðamönnum Reykja- vlkurborgar að halda ráðstefnu um þessi mál nú I haust og standa þá vonir til að fjallað verði um arkitektúrvernd — ef ekki af meira kappi þá a.m.k. af meiri forsjá en hingað til. Einnig stendur til að halda ráðstefnu og sýningu um arkitektúrvernd I Amsterdam dagana 22.—24. okt. sem öll þau lönd sem aðild eiga að Evrópuráð- inu og unnið hafa að þvl að vinna þessu máli skilning og brautar- gengi standa að. Það er von flestra þeirra sem láta sér annt um varðveizlu gamallar byggingarlistar á fslandi að það sem eftir er ársins verði notað til betri kynningar og mál- efnalegri umræðu um þessi mál en hingað til — þó ekki væri tif annars en að koma mætti I veg fyrir byggingu fleiri steinsteyptra torfbæja — flutning fleiri gamalla bygginga utanaf landi til Reykja- vlkur — bygginga sem eru ómetanlegar fyrir menningarsögu viðkomandi staða — og svo mætti lengi telja. Gestur Ólafsson. hefði verið í dilkakjöti undan- farna daga. Eins og að framan segir er lækkunin 45% á algengustu flokkum ungnautakjöts en smá- söluverðið á einstökum verðflokk- um verður eins og hér segir. 1 fremsta dálki er verð pr. kiló, ef keypt er í heilum eða hálfum skrokkum, siðan kemur verð pr. kiló á afturpörtum og loks verð pr. kíló á frampörtum. 556 262 477 229 445 209 386 183

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.