Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. AGÚST 1975 19 Ein af myndum Sigfúsar frá Borgarnesi. Sigfús Haldórsson sýnir íBorgarnesi HAGSYN HJÓN LATA KENWOOD VINNA ERFIÐUSTU HEIMILISSTORFIN KYNNIÐ YKKUR HINA ÓTRÚLEGU MÖGULEIKA, SEM KENWOOD-HRÆRIVÉLARNAR HAFA YFIR AÐ RÁÐA. SIGFÚS Halldórsson tónskáld og listmálari opnar málverkasýn- ingu í Borgarnesi laugardaginn 30. ágúst. Á sýningunni verða 30 myndir, allar úr Borgarnesi. Sigfús hefur raunar margoft áður gert einskonar úttekt á til- verunni í íslenzkum byggðarlög- um með myndum sínum, og er Borgarnes nfundi staðurinn, sem hann sækir heim í þvf augnamiði. I fyrra var það Hveragerði, en hann hefur að auki verið á ferðinni á Akureyri, Isafirði, i Kópavogi, Keflavík, Vestmanna- eyjum og tvívegis í Reykjavík. Borgarnes er eitt af fegurstu bæjarstæðum á landinu að mati listamannsins, sem í stuttu sam- tali við blaðið lagði á það áherzlu, að nú yrðu þeir Borgnesingar að fara að öllu með gát og spilla ekki þessu sérstæða umhverfi sínu. Þegar Sigfús var á ferðinni þarna snemma í sumar, stóðu einmitt yfir sprengingar á stórum og fögr- um kletti við eina götuna. „Sú athöfn var upphafið að því, að ég gerði breytingu á sumaráætlun minni og vatt mér í staðinn í það að viða að mér mótfvum úr byggðarlaginu," sagði Sigfús. Sigfús sagði um Borgarnes, að vitanlega þyrftu menn þar efra að byggja og breyta í takt við nú- tímann rétt eins og aðrir, en honum finnst samt að vandlega hugsuðu máli sem Borgnesingar gætu að skaðlausu þyrmt klettum sínum að mestu, því að nóg sýndust þeir hafa landrýmið. „Á hinn bóginn tel ég snyrti- mennsku Borgnesinga mjög til fyrirmyndar," sagði Sigfús, „auk þess sem þeir hafa fært byggð sfna út af mikilli fyrirhyggju. Við sumu hefur þó verið raskað, sem hefði betur verið látið ógert. En ráðamenn á staðnum gera sér ljóst hvað i húfi er, annað var ekki að heyra á þeim mönnum, sem ég ræddi við fyrr í sumar.“ Sigfús hefur áður málað í Borgarnesi, þó að fyrrnefnt atvik yrði kveikjan að því, að hann heldur þar sýningu f þetta sinn. Þá má eiginlega segja, að þetta sé einskonar afmælissýning, því að daginn, sem sýningunni lýkur, 7. sept., verður Sigfús 55 ára. Sigfús Halldórsson hefur um árabil lagt sig fram um að mála gömul hús og húsaraðir. Það er varðveizla þessara híbýla á sína vísu. Grjótaþorpið í Reykjavík er nú rétt einu sinni á dagskrá og mikið skrafað og skrifað um það. Reykjavíkurborg keypti á sínum tíma myndir, sem Sigfús málaði í Grjótaþorpinu. „Kannski væri ráð að sýna þær núna ásamt nýju tillögunum um skipulag þarna,“ sagði Sigfús. „Það gæti orðið mönnum hvatning til þess að fara sér hægt í viðskiptum sínum við minjar okkar frá „gamla tím- anum' eíns og það heitir.“ Sigfús Halldórsson. KONAN VILL KENWOOD HEKLA HF. Laugaveg. 170—172 — Sim 21240 5 mínútun Taflan sýnir ánlegt tjön fynirtaekis ef FIMM MÍNÚTUR TAPAST daglega af tima hvers starfsmanns VIKUKAUP FJÖLD 5 I STARFS 10 FÖLKS 30 Kr. 20.000 53.950 107.900 323.700 Kr. 25.000 6 7.600 135.200 405.600 Kr. 30.000 81.250 162.500 487.500 TllMHNN iR PENINGAR STIMPILKLUKKA hvetur starfsfólk til stundvísi SKRIFSTOFUVELAR H.F. tA Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.