Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐ-IÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGUST 1975 23 Sigurður Marteinn Eyjólfsson — minning Fæddur 17. júnf 1925 Dáinn 7. ágúst 1975 Þann 7. ágúst síðastliðinn andaðist föðurbróðir okkar, Sig- urður Marteinn Eyjólfsson eða Matti eins og við kölluðum hann alltaf. Erfitt þótti okkur að taka frétt- inni um dáuða hans enda þótt við vissum að hann gekk með þann sjúkdóm, sem er eins og falinn eldur og getur brotist út fyrir- varalaust. Þrátt fyrir þessa vitn- eskju er maður aldrei viðbúinn kallinu þegar það kemur. Matti frændi var einstakur maður. Honum var gefið gott skaplyndi og sérstök hjartahlýja. Þeim eiginleikum hans mættum við i hvert sinn sem við hittum hann og hvernig sem ástæður hans sjálfs voru, en eins og þeir vissu, sem til þekktu, fékk hann sinn skerf af áföllum og erfið- faðir hans háaldraður séð á eftir tveimur sonum sfnum, báðum mönnum á besta aldri. Matti er honum, svo og öllum þeim sem þekktu hann, mikill harmdauði. Eftirlifandi eiginkonu Matta, Þyri Jónsdóttur, og börnunum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum að Guð gefi þeim öllum styrk í þeirra sáru sorg og miklu erfiðleikum. Systkinin frá Húsatóftum. Arni Sigurðsson Minningarorð leikum í Iífinu, jafnvel meira en margur kannar. Þrátt fyrir það hélt hann alltaf sfnu létta og góða skapi. Okkur er það minnisstætt er hann kom í heimsókn í sveit- ina, léttur, kátur og ævinlega tilbúinn að gera öðrum greiða. Þess vegna minnumst við hans með þakklæti. Minningarnar sem við eigum um hann eru okkur eins og dýrmæt gjöf. Matti var fæddur þ. 17. júní 1925 að Húsatóftum á Skeiðum og var því nýorðinn fimmtugur er hann lést. Hann var sonur hjón- anna Guðrúnar Sigmundsdóttur og Eyjólfs Gestssonar. Hefur nú Fæddur 24. 11. 1918 Dáinn 12.8 18. 1975. Hinn 12. ágúst s.l. kom sú óvænta og hörmulega fregn að Árni hefði látist þá um morgun- inn. Tæpum sólarhringi áður hóf hann vinnu sína á ný, að loknu sumarleyfi. Undanfarið hafði Árni átt við veikindi að stríða og hafði hann verið að mestu rúm- fastur allt sumarleyfið. Foreldrar Árna voru hjónin Sigurður A. Guðmundsson og Svandfs Árnadóttir. Æskuárun- um eyddi hann á Patreksfirði. Síðar lauk hann iðnnámi í vél- smíði og tók sveinspróf í þeirri grein. Vann hann um tíma á veg- um Landssmiðjunnar í Reykjavík. Seint á árinu 1970 flutti Arni með fjölskyldu sína vestan frá Banda- rikjunum, þar sem hann hafði unnið hjá dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Coldwater Seafood Corp. í um tfu ár. Fljótlega hóf hann vinnu hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins, þar sem hann vann siðan til dauðadags. Verksvið hans var um- sjón með klórtækjum sem notuð eru í frystihúsunum, en var þó í framkvæmd einnig ýmislegt annað er fram í sótti. Þannig kynntist hann mörgum sem unnu í þessum iðnaði. Frá fyrri tíð átti Árni einnig marga kunningja f frystihúsunum og járnsmíðinni, sem hann komst nú á ný í sam- band við. Er skemmst frá þvi að segja að Árni leysti það verkefni sem hon- um var falið á þann hátt að ekki varð á betra kosið. Astandið i þessum málum var slæmt áður en hann byrjaði og olli margvisleg- Halldóra Guðmunds dóttir — Kveðja Fædd 24. 9. 1921. Dáin 27. 7. 1975. Senn myrkvast sjónar gler, senn hverf óg braut. Drottinn, þá úti er ævinnar þraut. Ofar f Ijóssíns lönd leið oss þfn kærleikshönd leið oss þfn hönd. (G.S.) Ösjálfrátt kom í huga minn þetta vers, er ég frétti lát vinkonu minnar Dóru — eins og kunningj- ar kölluðu hana, þessa brosmildu og hjartahlýju kónu, er svo mikið hafði til að bera að miðla öðrum i orði og verki. — Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að almælis- og miniiingargieinai vérða að berast blaðinu nieð góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast í síöasla lagi lyrir bádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- lormi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Iínubíli. um vandræðum. Fljótlegá breytt- ist það og varð allt eftirlit og viðhald auðveldara eftir að Arni tók að sinna tækjunum. Sfðar tóku önnur verkefni við, svo sem viðhald humarvéla og endurbygg- ing þeirra, einnig nýsmfði. Ber- sýnilegt var að Árni hafði ein- staka leikni til að bera í smíði vandasamra hluta, auk þess sem nákvæmi og reglusemi prýddi allt dagfar hans. Hann hafði einnig mjög mikla reynslu til að bera sem óspart var nýtt af vélstjórum margra frystihúsa. Þegar vand- ræði steðjuðu að i útvegun vara- hluta, urðu margir til að hafa samband við hann. Ótalin eru þau spor sem hann gekk til að hjálpa mönnum um eitt og annað og ómæld vinnan sem hann lagði á sig utan venjulegs vinnutima. Hlédrægni Árna gerði mörgum erfiðara fyrir um að kynnast hon- um. Við nánari viðkynningu kom í ljós hversu heilan og samvisku- saman mann var við að eiga. Ég hygg að segja megi fyrir hönd þeirra starfsmanna Sjávarafurða- deildarinnar sem kynntust hon- um mest, að okkur hafi verið óvenju hlýtt til Árna. Hann hafði prúða framkomu og samvinnu- þýtt viðmót til að bera. Við kunn- um honum öll bestu þakkir fyrir góða viðkynningu og samstarf. Eiginkonu hans og dóttur fær- um við okkar innilegustustu sam- úðarkveðjur á erfiðri stundu og óskum þeim alls góðs. Halldór Þorsteinsson. t Útför mannsins mins og föður okkar, GUOMUNDAR E. WAAGE, bónda, Litla-Kroppi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 24. ágúst, verður gerð frá Reykholts- kirkju þriðjudaginn 2. september kl. 14 Sveinborg Waage og synir. t Jarðarför GUÐRÚNAR B. ÁRNADÓTTUR frá Lundi, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30 ágúst kl 14. Blóm og kransar afbeðið. Þeir sem vildu minnast hennar, láti liknarstofnanir njóta þess. Börn og tengdabörn. Þegar ég les bréfin hennar frá þeim tíma, er við vorum langt hvor frá annarri, fyllist ég þakk- læti fyrir alla þá fegurð, sem speglaðist í þeim, og allan þann léttleika sem henni var svo eigin- legur. Fyrir hönd barna minna sendi ég þakklæti og kveðjur. Sjálf get ég aðeins sagt — þökk fyrir tryggðina, öll árin. Eiginmanni, móður og sonum og öðrum vandamönnum votta ég dýpstu samúð. Björný Hall t Þökkum hjartanlega alla vináttu og samúð, sem okkur var sýnd við andlát og útför, ÓLAFS BJARNASONAR skipstjóra. Túngötu 21, Keflavik. Severina Högnadóttir, Elin Ólafsdóttir, Marteinn Árnason. Minning: Halldór Matthías- son skrifstofustjóri Fæddur 7. október 1915. Dáinn 23. ágúst 1975. Halldór Matthíasson skrifstofu- stjóri réðst ungur að árum til starfa á Vitamálaskrifstofunni, er síðan varð meginstarfsvettvangur hans. 1. marz 1936 hóf hann störf þar sem skrifstofumaður, en voru siðan, með árunum, sífellt falin fjölþættari störf og ábyrgðar- meiri. Gjaldkeri og bókari var hann um árabil unz hann tók við starfi skrifstofustjóra árið 1946, er hann síðan gegndi. Forstöðumenn stofnunarinnar, einn eftir annan, sýndu Halldóri vaxandi traust, sem hann verð- skuldaði sem sérlega greindur og glöggur skrifstofumaður og nákvæmur bókhaldari. Reikningshald Vita- og hafna- málastofnunarinnar mun vera með því flóknasta, er gerist i opin- berri stjórnsýslu vegna marg- háttaðra samskipta ríkis og sveitastjórna og fjölþætis manna- halds margra og ólíkra verkefna, sem stofnuninni hafa verið falin. Fyrir öllum þessum þáttum hafði Halldór næma tilfinningu og reyndi ávallt af fremsta megni að leysa vanda hvers þess manns, sem til hans þurfti að leita, en gætti þó engu sfður af stakri trúmennsku þeirra miklu fjár- muna, er um hendur hans fóru. Þegar ég, ungur að árum og reynslulítill, tók við núverandi starfi mínu, hefði það ekki verið mér mögulegt, hefði ég ekki þegar vitað hvern hauk ég átti í horni, þar sem Halldór var. Til hans gat ég leitað, og leitaði, með vandamál stór og smá, hin fyrri ár vegna ókunnugleika mins en þekkingar hans, hin síðari ár vegna þeirrar dýrmætu reynslu, að ráð hans voru hollráð. Þau kynni og það samstarf get ég aldrei þakkað sem skyldi. Á vinnustað var Halldór sér- stakt ljúfmenni og stjórnun undirmanna fór ekki fram með háværum skipunum eða eftir- rekstri. Allir fundu að ætlazt var til samskonar vinnusemi og Halldór sjálfur sýndi, verkefnið tekið föstum tökum og ekki horfið frá þvi fyrr en leyst var, hvort sem það var á venjulegum skrif- stofutíma eða utan. Vita- og hafnamálastofnuninni var mikið happ að fá að njóta starfsævi Halldórs og stendur hún og þeir mörgu aðilar, er skipti hafa haft við hana, í mikilli þakkarskuld við hann. Á Vitamálaskrifstofunni voru örlög Halldórs ráðin, þvi þar kynntist hann sínum trygga og trausta lífsförunaut, Lilju Þórarinsdóttur. Sendi ég henni og börnunum fjórum innilegar samúðarkveðjur mínar og alls samstarfsfólksins frá liðnum árunj. Aðalsteinn Júlíusson. + Eiglnmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BALDVINSSON, útgerðarmaður, Árgerði, Ólafsfirði, sem andaðist 19 ágúst s.l verður jarðsunginn laugardaginn 30.8. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 1 3 30 Kristlaug Kristjánsdóttir, Gerður Sigurðardóttir, Svavar Gunnarsson, Brynja Sigurðardóttir, Gunnar Þór Magnússon, og barnabörn. t Útför KRISTJÁNS SÖEBECK JÓNSSONAR, Suðurgötu 39, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 30 ágúst kl. 1 30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Ágústsdóttir. + Þakka innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur minnar, SOFFlU SIGVALDADÓTTUR, frá Sandnesi, Sólheimum 23. Sérstakar þakkir sendi ég til lækna og hjúkrunarfólks á A-4 Borgarspit- alanum fyrir góða hjúkrun i veikindum hennar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðbjörg Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.