Morgunblaðið - 29.08.1975, Page 28

Morgunblaðið - 29.08.1975, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚSTJ975 Heimsku og þrjózku hjónin og rjómann. Þegar kötturinn var búinn, hoppaði hann niður á gólfið og þvoði sér öllum, alveg frá eyrnasnepli til rófuenda. Og ennþá sögðu maðurinn og konan ekki orð. Síðan lagði konan fat með sjóðandi heitum kjötbollum á borðið. Ekki bað hún manninn sinn heldur í þetta skipti að setjast til borðs. Stór hundur átti leið hjá. Hann fann lyktina af þessum gómsætu kjötbollum, og i einni andrá var hann kominn inn í kofann. Maðurinn sagði ekkert og heldur ekki konan, svo hundurinn stökk upp á borðið og hrifs! kjötbollurnar hurfu. Saddur og ánægður sleikti hundurinn út um og hoppaði niður af borðinu, snerist í nokkra hringi og lagðist síðan til svefns. Hvorki maðurinn né konan sögðu eitt aukatekið orð. Þvínæst lagði konan nýbaka kirsu- berjaköku á borðið og stóra könnu af volgri mjólk. Og enn einu sinni sagði hún ekkert við manninn sinn. Þjófur átti leið hjá. Hann gægðist var- lega inn um opnar dyrnar. Maðurinn og konan hreyfðu sig ekki. Þjófurinn lædd- ^-COSPER---------s V_________________________/ ist inn í kofann. Allt var hljótt. Hann settist við borðið og borðaði kökuna og drakk alla mjólkina hraðar en orð fá lýst. Síðan safnaði hann saman skeiðunum, hnífunum og göfflunum og stakk þeim í pokann sinn. „Þau hljóta að vera heyrnarlaus, mál- laus og blind,“ sagði hann við sjálfan sig. „Jæja, látum okkur nú sjá, hvað fleira er hægt að taka!“ Hann leit í kringum sig, og kom fljótlega auga á uppáhalds teketil konunnar. „Þarna er eitthvað," sagði hann upphátt. „Það ætti að vera hægt að fá mikla peninga fyrir þetta.“ Hann gekk að skápnum og teygði sig í teketilinn. En þá hrópaði konan af öllum sínúm kröftum: „Þjófur! Ræningi! Bófi! Er ekki nóg að þú borðir alla kökuna og drekkir alla mjólkina og stelir silfurborðbúnaðinum? Ætlar þú líka að taka teketilinn minn?“ Hundurinn og kötturinn spruttu á fætur, og urðu hrædd við hróp konunnar. Kötturinn hvæsti og hundurinn gekk um og urraði. Þjófurinn varð svo hræddur við þennan skyndilega gauragang, að hann varð viti sínu fjær. Hann missti teketilinn, þreif pokann og tók til fót- anna út um opnu dyrnar með köttinn og undinn á hælunum. „Farðu á eftir honum!“ hrópaði konan. „Hefurðu hugsað þér að sitja þarna rólegur og horfa á okkur missa aleig- una?“ Þrátt fyrir að þjófurinn væri hlaupinn á brott með silfrið og uppáhalds- teketilinn lægi í þúsund molum á gólfinu, yppti hinn heimski og þrjózki maður aðeins öxlum og sagði: „Kona, það varst þú, sem talaðir fyrst! Farðu nú og lokaðu hurðinni!“ SÖGULOK Maríanna fer á sjúkrahús Eftir Odd Brochmann Þetta er sagan af Maríönnu, sem fékk magapínu... og um það, hvað siðar gerðist. Marianna á heima í litlu þorpi í Noregi, sem heitir Svolvær. Svolvær er við Lofoten norðarlega í Noregi en það sem kom fyrir Maríönnu getur komið fyrir alla, sem búa á afskekktum stöðum, þar sem ekki er sjúkrahús. vtw MORödfo KAfp/nu Já, Óli. Meðan ég man: Mundu að þú átt að mæta hjá Steina tannlækni á föstudaginn. Þú reynir svo f bakaleiðinni að Gott kvöld sjónvarpscym- komast inn f bankann áður en ingjar! þeir opna. Kvikmyndahandrit aö morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 32 iokið prófi, tók hún saman föggur sfnar og fór að heiman. Við heyrð- um ekkert frá henni í heilt ár — þá fóru peningasendingar að koma til okkar f pósti. Ekki stórar upphæðir framan af, en þær komu með regiulegu millibiii. Engin bréf fylgdu með, ekkert annað en þessir peningar. Það var bersýnilegt að hún vildi ekki skulda okkur neitt og hún vildi endurgreiða okkur þann kostnað sem við höfðum haft af henni. En eitt merki um ósveigjanlegt stolt hennar. Og bflslysið braut hana ekki. Ethel og ég fórum tafarlaust til Hollywood, þegar Hagen umboðs- maður hennar skýrði okkur frá þvf, en við gátum ekkert fyrir hana gert og fengum ekki þakkar- orð fyrir að hafa komið. En eins og ég hafði vitað fyrir, fór að sfga á ógæfuhliðina fyrir henni: fyrir- tækið henti henni á dyr og hún missti alla sfna peninga f ein- hverju Ieikriti sem hún setti upp á Broadway. Það ár kom hún heim um jólin. Allt f einu birtist hún eins og ekkert hefði gerzt, klyfjuð gjöfum og stráði um sig peningum á báða bóga. Og f kjöl- far hennar komu alætur frá Hollywood sem miskunnarlaust höfðu af henni síðustu skildíng- ana hennar, en hlógu svo að henni á bak. Hún var þá að hugsa um að gera kvikmynd eftir leikritinu sem hún liafði látið fara upp á Broadway, en meira að segja ég sá hvað það var vonlaust og fyrir- fram dæmt til að misheppnast. Eini almennilegi maðurinn var Hagen, en hún hlustaði ekki á fortölur hans. Eftir harða rimmu fór hann burtu og ég vissi. aó nú var úti um hana. Henni var alveg sama og hófst handa af meira krafti en nokkru sinni áður. Hún hafði komist að þeirri niðurstöðu að þs 3 væri ódýrara að taka kvik- myndina þarna og hún sneri bæn- um á annan endann. Hún fékk allt mögulegt og ómögulegt fólk til að taka þátt f leiknum og um hríð virtist þetta ganga sæmílega, þangað til kvöld nokkurt að eldur kom upp f húsakynnum þeim þar sem myndin var kóperuð og fram- kölluð. Allt saman brann til ösku — sti.rf hennar var að engu orðið þvf að hún átti nú enga peninga til að hefjast handa á nýjan leik. Hún var búin að vera. Hún brást við eins og dýr sem hleypur í skjól til að sleikja sár sín. Hún lokaði sig inni f herberg- inu sfnu og vildi ekki tala vfð nokkurn mann, ekki einu sinni móður sfna, sem varð að setja matinn fyrir framan dyrnar hjá henni. En eftir nokkrar vikur kom hún út. Ifún hafði fitnað dáiftið. Litað á sér hárið og árang- urinn var satt að segja ömurleg- ur. Það lá við borð aó við þckktum hana ekki aftur. Hún sagði að hún ætlaði sér ekki að gefast upp og hún ætlaði að byrja aftur alveg frá grunni, og ekki sem Marietta Shaw, heldur Mary Hudgin, sem var hennar rétta nafn. Hún full- yrti að hún myndi koma undir sig fótunum á nýjan lcik og ætlaði ekki að biðja um hjálp eins né neinstil þess. Við höfðum lagt til hliðar dálft- ið af þeím peningum sem hún hafði sent okkur og ég bauð henni þá, þóft ég gerði mér grein fyrir að þeim væri þar með á glæ kast- að, en hún afþakkaði boðið. Hún vildl enga hjálp frá okkur! Eftir nokkra þögn spurði David kyrrlátlega: — Hafið þér haft samband við stjúpdóttur yðar eftir þetta? Watts hrísti þegjandi höfuðið. — Og er enginn f bænum sem gæti hafa frétt af henni? — Nei. Hún átti enga vini... og heldur enga óvini ... Þeirra afl- aði hún sér annars staðar ... — Og enginn gamall kærasti? Hvað með þennan Jamie Gorclick til dæmis? — Nei, heldur ekki. Ilvernig skyidi þessi strangi og trúaði maður bregðast við þegar hann kæmist að þvf að stjúpdóttir hans hefði verið barnshafandi? David gat ekki fengið af sér að segja honum það. — Ég veit ckki hvort þetta hef- ur einhverja þýðingu fyrir málið, en ég vildi að þú sæír þetta, sagði Capretto og rétti David blaðiö, þar sem flett hafði verið upp á kvikmyndaauglýsingum. Auglýsingin angaði langar leið- ir af ósmekklegheitum svo ógeðs- legum að við borð lá að David yrði flökurt: mynd var af ofsahræddri konu með hárið flaksandi f allar áttir sem var á flótta frá ósýnileg- um vini: „Hin fagra gleðikona frá Veables Hall“ var titillinn og yfir myndinní stóð með stórum stöf- um: MARIETTA SHAW. David starði þrumu lostinn á auglýsínguna og sá að kvik- myndahúsið þar sem átti að frum sýna myndlna hét New Art Theatre og fyrirtækið sem fram- leitt hafði myndina Eagle Films. — Kannast þú við Eagle Films? spurði hann Capretto. — Og hvaða kvikmynd er þetta? Gæti þetta verið einhver af gömlu myndunum hennar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.