Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐTÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1975 29 VELX/AKAIMIDI Velvakandi svarar t síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Að þakka fyrir sig Sverrir skrifar: „Línum þessum beini ég aðal- lega til þeirra mörgu íslendinga, sem á ferðum sínum til Færeyja hafa notið þar prýðis þjónustu á sjómannaheimilunum þar. Sem kunnugt er ætla Færeyingar að byggja sjómannaheimili hér i bænum og hefur verið efnt til happdrættis til ágóða fyrir bygg- ingarsjóðinn. Ég tel, að við, sem höfum notið góðrar þjónustu sjómannaheimil- anna, gætum sýnt þakklæti okkar í verki hér heima með þvf að kaupa miða í sjómannaheimilis- happdrættinu, en um bílinn, sem stendur í Austurstræti, verður dregið hinn 1. sept. næstkomandi. Sverrir.“ 0 Gölluð gólfteppi, sem ekki fást bætt Asgeir Þ. Olafsson, Klepps- vegi 6, Reykjavik, skrifar: „Ég hefi keypt gólfteppi á tvær stofur og innri forstofu af velmet- inni gólfteppaverksmiðju hér í borg. Gallar hafa komið fram á teppunum — dökkir blettir — en teppin eru einlit, gulbrún. Þessir gallar eru staðfestir eftir skoðun fulltrúa frá Neytendasam tökunum. Forstjóri teppaverksmiðjunnar hefir sýnt mér þann sóma að heimsækja mig og skoða teppin. Hefir hann séð þessa bletti með eigin augum og viðurkennir að þeir séu til staðar — en vill ekki viðurkenna að þetta séu gallar — þetta eigi bara svona að vera, og ekki að tala um neinar skaðabæt- ur fyrir nefnda galla. Hvað má nú til vonar verða? Hvað get ég gert? Ásgeir Þ. Ölafsson.“ Einhverju sinni var það hlut- verk Neytendasamtakanna að gangast í svona mál — alla vega starfaði iögfræðingur á vegum samtakanna árum saman og að- stoðaði hann við úrlausn ágrein- ingsmála, sem upp komu milli neytenda og seljenda vöru eða þjónustu. Hér á landi er enginn, sem hefur vald til að kveða upp úr- skurð í slíkum deilumálum, annar en venjulegir dómstólar. t sumum — Hef ekki hugmynd um það. I leikritasambandinu var engar upplýsingar að fá um fyrirtækið nema að það hefði lifað stutta stund og vitað var að það hafði unnið að gerð kvíkmyndar á herrasetri við Hudson-fljótið vet- urinn áður. Eftir öllum sðlar- merkjum að dæma hafði aldrei verið lokið við kvikmyndina. Ég... veit ekkert, ekkcrt! Maðurinn var pattaraiegur í vexti, hálfsköllóttur en virðuleg- ur f framkomu og tilhaldsmikill f klæðaburði þar sem hann sat við skrifborð sitt f kvikmyndahúsi New Art Theatre. — Ég er bara smáfiskur f bransanum, hélt hann áfram. — Hvað haldið þér að mér gefist oft tækifæri á að bjóða upp á heimsfrumsýningu f kvik- myndahúsinu mínu? En ég vil ekki neitt vescn og það sagði ég Ifka við hann. „Takk fyrir, sagði ég, látið cinhvern annan fá rétt- inn. Þér skuluð ekki gera mér neinn greiða. Haldið þér að ég sé geggjaður? Hvers vegna víljið þér láta mig — einmitt mig sem nágrannalöndum okkar er starf- andi svonefndur umboðsmaður neytenda. Verkefni hans er að hafa milligöngu á þessu sviði og jafnvel að úrskurða. Væri slíkur embættismaður starfandi hér á landi hefði verið hægt að fá hann til að koma og skoða gólfteppið, skera úr því hvort það væri gallað eða ekki, og þar sem lög um lausa- fjárkaup kveða svo á um, að selj- anda sé skylt að ábyrgjast að vara sú, sem hann selur, sé gallalaus, væri sá kaupmaður sjálfsagt vandfundinn, sem legði út í fyrir- fram vonlaus málaferli. Hér er hins vegar hægt að kveðja til hlutlausan matsmann til að skila áliti. Sé það neytand- anum i vil er honum í sjálfsvald sett hvort hann ræður sér lög- mann og dembir sér siðan út i málaferli, sem geta sem hægast tekið mörg misseri eða jafnvel ár. Það er svo aftur annað mál hvað mönnum finnst brýnt að halda uppi að verulegu leyti með opin- berum styrkjum félagsskap eins og samtökum neytenda, sem geta ekki orðið að neinu liði, þótt sýnd samúð sé alltént nokkurs virði. En kannski bráðum fari nú að skina í efndir loforðs fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem skipaði á sínum tíma fjölmenna nefnd fólks, sem fékk það verkefni að gera nú duglegan skurk í mál- efnum neytenda. Annars getur varla verið áhorfsmál, að aðhald i neytenda- málum sé virkast og sterkast þegar það kemur frá neytend- unum sjálfum, þótt vist sé æski- legt, að stuðningur hins opinbera komi þar einnig til. 0 Sundlaugin í Laugardal Sveinn Ólafsson, sem kvaðst vera tiður gestur i sund- lauginni í Laugardal, hringdi til að koma á framfæri kvörtun sinni um nokkur atriði, sem hann telur, að betur megi fara þar á staðnum. Hann sagði m.a.: „Á sínum tíma hefur verið gert ráð fyrir þremur útisturtum til afnota fyrir karla. Hins vegar er sjaldnast nema ein þeirra virk, einstöku sinnum þó tvær. Þarna er iðulega löng biðröð af mönnum, sem bíða þess að komast að, en þrátt fyrir það að gerðar hafi verið athugasemdir við þetta æ ofan í æ hefur ekki verið ráðin bót á þessu. í gömlu laugunum var ástand að þessu leyti allt annað og miklu betra. Þar var heil röð af sturtum. í gangveginum rétt við sturt- urnar i nýju lauginni hefur brotn- að upp úr steypunni, þannig að mönnum stafar stórhætta af og liggur við að hægt sé að fótbrjóta sig. Svona hefur þetta verið mán- uðum saman. Þarna er sömu sögu að segja, — kvartað hefur verið yfir þessu en árangurslaust. Annað er það, sem ég er dálítið hissa á þarna í Laugardalnum. I sundlaugarbyggingunni er stórt og mikið húsrými, sem aldrei er notað nema þegar þar fer fram aðgöngumiðasala fyrir sund- keppni. Áreiðanlega mætti nýta þetta rými langtum betur en nú er gert, og er raunar vandséð hvers vegna gert er ráð fyrir sér- stöku húsnæði fyrir þessa miða- sölu, sem mjög sjaldan fer fram.“ HOGNI HREKKVISI wiisicms Skotfæri '75 Winchester: Haglabyssur — Haglaskot. Rifflar — Riffilskot Póstsendum 9 Glæsibæ — sími 30350. AIISTUrbæjaRRÍÍI frumsýnir: BLÓÐUG HEFND lUOIiUU) IIAIUUS 1U)1)I/H1XMI IIU Tf\ IIUCKIULS Sérstaklega spennandi og vel leikin, ný, banda- rísk kvikmynd í litum. íslenzkur texti. Bönnuð innan 1 6 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. S3? SIG€A V/öGA É 1/lVtRAW 'bfyAtf VBM ÍG mV \ , %nmi mm- %ÓLGA 0& 5l/o mm viita p® W SAU9 mST- OM Á YIÉZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.