Morgunblaðið - 29.08.1975, Side 30

Morgunblaðið - 29.08.1975, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1975 Unglingakeppni FRI um helgina og þrjár síðustu greinar Mí UNGLINGAKEPPNI Frjáls- íþróttasambands Islands fer fram á Laugardalsvellinum 30. og 31. ágúst n.k., en þátttökurétt í móti þessu eiga þeir unglingar sem náð hafa beztum árangri í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta í sumar. Keppt verður í þremur flokkum — stúlkur, drengir og sveinar. Eru keppnisgreinar eftir- taldar: Stúlkur: 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 400 metra hlaup, 800 metra hlaup, 100 metra grinda- hlaup, hástökk, langstökk, kúlu- varp, kringlukast og spjótkast. Drengir: 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 400 metra hlaup, 800 metra hlaup, 1500 metra hlaup, 3ooo metra hlaup, 110 metra grindahlaup, hástökk, langstökk, þrístökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. Sveinar: 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 400 metra hlaup, 800 metra hlaup, 1500 metra hlaup, 100 metra grindahlaup, hástökk, langstökk, þrístökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og spjót- kast. Búizt er við að keppendur á mótinu verði um 80 talsins, allstaðar að af landinu og er sumt af bezta frjálsíþróttafólki lands- ins meðal þátttakenda, sérstak- lega þó í stúlknaflokki. Þá verður og keppt i þremur greinum i Meistaramóti Islands. Fyrri daginn fer fram keppni I 3000 metra hlaupi kvenna og fimmtarþraut karla og seinni daginn verður keppt í 3000 metra hindrunarhlaupi. Nánari upplýsingar um ungl- ingamótið verða gefnar á skrif- stofu FRl í dag milli kl. 17.00 og 19.00, og þar verður einnig tekið á móti þátttökutilkynningum í meistaramótsgreinarnar, en kepp- endur í þeim þurfa að hafa látið skrá sig a.m.k. klukkustundu áður en keppnin hefst. Köge í forystu í Danmörku EFTIR 19 umferðir I dönsku 1. deildar keppninni f knattspyrnu hefur Köge forystu og hefur liSið hlotið 26 stig, unnið 11 leiki, gert 4 jafntefli og tapað 4 leikjum. Holbæk, liðið sem Jóhannes Eðvaldsson lék með fyrr í sumar, er i öðru sæti með 25 stig, hefur unnið 11 leiki, gert 3 jafntefli og tapað 5 leikjum. í þriðja sæti er svo Esbjerg með 23 stig og B 1901, Vanlöse og KB hafa hlotið 22 stig. Er líklegt að þessi lið muni berjast um Danmerkurmeistaratitilinn f ár, og Köge er þar óneitanlega sigurstranglegast. Röð annarra liða í deildinni er sú. að AaB hefur hlotið 21 stig, B 1903 20 stig, B 93 18 stig, Randers Freja 1 7 stig, Vejle 15 stig, Frem 15 stig, B 1909 13 stig, Fremad A 13 stig og neðst er svo Slagelse með 11 stig. Efstu liðin í 2. deild eru Kastrup með 29 stig, OB með 26 stig og Hvidovre með 23 stig. Markhæsti leikmaðurinn f dönsku 1. deildar keppninni er Bjarne Petersen, leikmaður með KB, og hefur hann skorað 15 mörk. Og Malmö í Svíþjóð AO loknum 18 umferðum i sænsku 1. deildar keppninni ! knattspyrnu hefur Malmö FF forystuna og er liðið komið með 28 stig. Djurgaarden er f öðru sæti með 26 stig og Öster f þriðja sæti með 24 stig. Röð annarra liða í 1. deildinni er sem hér segir: Landskrona 21 stig, AIK 20 stig, Örebro 20 stig, Norrköping 18 stig, Atvidaberg 18 stig, Hammarby 15 stig, Örgryte 14 stig, Halmstad 14 stig, Elfsborg 12 stig, GAIS 12 stig og Sundsvall 10 stig. Glæsilegu útihuröirnar frá BOR DÖRREN AB eru mest seldu útihurðirnar á noröurlöndum [ mtmrn' 1 \» J&H TIL SÝNIS í SÝNINGABÁS OKKAR NO 1 8 Á KAUPSTEFNUNNI í LAUGARDALSHÖLL VALD. POULSEN! SUUUKLAND5BRAUI 10 — : 3B520 - 31142 FÆREYSKU F ULLTRtJARNIR á fundi samstarfsnefndarinnar: Sverre T. Hansen, Liggjas Joensen og Erhardt Næss. FUNDI SAMSTARFSNEFNDAR Iþróttasambandanna norrænu lauk í Reykjavfk f gær. Fundinn sóttu um 40 manns, formenn, stjórnarmenn og starfsmenn fþróttasambandanna á Norður- löndunum. Var þetta f annað skipti, sem nefndin þingar á Is- landi, en f fyrra skiptið mætti nefndin til fundar f Reykjavfk 1963. Fjallað var um ýmis mál á fundinum, en eitt fyrsta málið sem um var fjallað var aðild Fær- eyinga að samstarfsnefndinni. Mæltu Danir fyrir tillögunni, sem síðan var einróma samþykkt. Á fundinum lágu frammi skýrslur frá íþróttasamböndunum og urðu miklar umræður um starfsemina í hverju landanna. Almannaiþrótt- ir, eða trimm, voru ofarlega á baugi og mikið rætt um hvernig helzt mætti fá fólk til að iðka íþróttir eða útivist. Kom greini- lega fram á fundinum að á Norðurlöndunum er almennt mikil aukning í þátttöku almenn- ings í íþróttum og margvfslegri útivist. Á fundinum var dreift skýrslu um vaxandi afskipti Evrópuráðs- ins í Strassburg af íþróttamálum og viðleitni ráðsins til að koma á auknum samskiptum milli land- anna í íþróttum. Lýstu fundar- menn ánægju sinni með hve Evrópuráðið lætur sig sífellt meira varða þessi mál. Hins vegar kom fram á fundinum megn óánægja með skipan Alþjóða Ólympíunefndarinnar og rætt var um nauðsyn á að taka til endur- skoðunar skipan hennar og starfs- hætti. Norðurlandaráðið var sömuleiðis til umræðu og voru fundarmenn óánægðir með hversu lítinn skerf íþróttirnar fengju . úr norræna menningar- málasjóðnum. Síðastliðin ár hafa 1500 umsóknir komið til sjóðsins og þar af hefur 445 verið sinnt. Af þeim fjölda hafa aðeins 2 umsókn- ir um styrki til fþróttamála hlotið jákvæða meðferð hjá sjóðnum. Þess má geta að Frjálsíþrótta- sambandið islenzka fékk í fyrra styrk frá sjóðnum vegna Kalott- keppninnar, en bæði KSl og ISl hefur verið neitað um styrk vegna íþróttasamskipta við Norður- löndin. Unglingaíþróttir skipa stöðugt stærri sess f samskiptum Norður- landanna. Fléttuðúst skóla- íþróttirnar mikið inn í umræð- urnar um unglingaíþróttir og kom í ljós að á flestum Norður- Iöndunum eru starfandi sérstök sambönd fyrir íþróttir í skólum og hefur ISl hug á að stofna til sérsambands, sem hefði skóla- íþróttir á sinni könnu. Meðan á fundinum stóð þáðu fulltrúar boð menntamálaráð- herra, borgarstjórnar Reykja- víkur, IBR og Flugleiða. I gær fóru fundarmenn f kynnisferð austur fyrir Fjall og komu m.a. við á Austurkoti í Flóa og brugðu sér í útreiðartúr. BANKASTRÆTI 9 — SÍMI 1-18-11 Nýkomið Dömudeild: Herradeild: Danskar pilsdragtir Finnsk föt Röndóttar rúllukragapeysur Flauelsbuxur Enskar terelynebuxur Enskir skór 7 gerðir, háir og lágir Opið til kl. 10 í kvöld Lokað á laugardögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.