Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1975
7
r
Að lokinni
Helsinki-
ráðstefnu
Bandaríska stórblaðið
The New York Times fjall-
ar í forystugrein s.l.
þriðjudag um lokafund
öryggismálaráðstefnu
Evrópu í Helsinki í sumar
og segir: ,,Dr. Josep
Luns, framkvæmdastjóri
Norður Atlantshafsbanda-
lagsins, hefur orðið
fyrstur manna í hópi
forystusveitar vestrænna
lýðræðisríkja til þess
að láta í Ijós skoðun
á þeim árangri eða
afleiðingum, sem orðið
hafa til þessa dags
L_
af undirritun yfirlýsingar
innar t Helsinki i sumar.
Gagnrýni hans beinist að
þvt, að Sovétstjórnin hafi
ekki staðið við samkomu-
lagið og styður hún frem-
ur sjónarmið þeirra, sem
létu i Ijós efasemdir um
þetta samkomulag t júli-
mánuði s.l. heldur en
skoðanir Fords forseta, og
Kissingers, utanríkisráð-
herra, sem héldu uppi
vörnum fyrir gagnsemi og
þýðingu Helsinkiyfirlýs-
ingarinnar. Dr. Luns segir:
„Sú áherzla, sem leið
togar Sovétrikjanna
leggja á alþjóðlega, hug-
myndaf ræðilega baráttu
hefur haldið áfram
óbreytt og svo hefur
einnig verið um þær tak-
markanir á almennum
mannréttindum, sem eru
við lýði i Sovétrikjunum."
Þessi forystumaður Atl-
antshafsbandalagsins
bendir einnig réttilega á
þann reginmun, sem er á
afstöðu Atlantshafs-
bandalagsins, sem hefur
tilkynnt Sovétstjórninni
og bandalagsrikjum
hennar um heræfingar
Atlantshafsbandalagsrikj-
anna i Evrópu og á
afstöðu Sovétstjórnar-
innar, sem hefur ekki til-
kynnt ríkisstjórnum í
Vestur-Evrópu um heræf-
ingar á vegum Varsjár-
bandalagsins.
Að geðþótta
Sovét-
stjórnarinnar
Síðan segir New York
Times í forystugrein sinni:
„Jafnframt hafa ýmsir
talsmenn i Sovétríkjunum
gert mönnum Ijóst, að
Sovétstjórnin muni fram-
kvæma ákvæði Helsinki
samkomulagsins um auk
in mannréttindi þegnum
Sovétríkjanna til handa
að eigin geðþótta og eins
og henni sýnist. Einn
þeirra, sem hefur tekið af
allan vafa um þetta, er
talsmaður í sovézka utan-
ríkisráðuneytinu, Yuri
Kaslev. Hann heldur því
fram, að „mörg borgara-
1
leg blöð hafi uppi áróður,
sem er andstæður sovézk-
um lögum og sovézku sið-
gæði". Hann ákærir fjöl-
miðla á Vesturlöndum
einnig um að dreifa
andkommúnistiskum
áróðri og berjast fyrir kyn-
þáttahatri, ofbeldistil-
hneigingum og klámi. Og
hann spyr: „Dettur ein-
hverjum Vesturlanda-
búum í raun og veru í hug,
að sósíalistaríkin muni
nokkru sinni leyfa „frjálsa
dreifingu" slíkra „upplýs-
inga" í þjóðfélögum
þeirra?" M.ö.o., ritskoðun
i Sovétrikjunum og tak-
mörkun á dreifingu er-
lendra blaða í Sovét-
rikjunum verður hin sama
og hún var fyrir Helsinki-
ráðstefnuna." Svo mörg
eru þau orð hins banda
ríska stórblaðs. Reynsla
virðist ætla að sanna þær
efasemdir, sem hafðar
voru uppi þegar Helsinki-
fundurinn kom saman.
Reynslan hefur jafnan
verið sú, að einræðisriki,
hvort sem það eru
kommúnistar nú eða nas-
istar áður, standi ekki við
gerða samninga nema
þeim sjálfum sýnist.
spurt &
(----------------------->
Hringið í síma 10100
milli kl. 16 og 17 frá
mánudegi til föstudags
og spyrjið um
Lesendaþjónustu
Morgunblaðsins.
>-
GJALD FYRIR
AUGLÝSINGAR
I SÍMASKRÁ
1976?
Erla Bjarnadóttir, Asparfelli
8, Reykjavfk spyr:
„Nýlega barst raér f hendur
bæklingur frá Pósti og sfma um
auglýsingar í símaskrána, sem
væntanleg er f marz 1976. Þar
kemur í ljós að ætlunin er að
hafa atvinnu- og viðskipta-
skrána prentaða í gulu eins og
tíðkast erlendis og fylla hana
með auglýsingum, Hugmyndin
er góð en það kom svolftið
merkilegt í ljós, þegar smá-
letursgrein í kynningar-
bæklingnum var skoðuð nánar,
svolítið sem er dæmigert fyrir
opinberar stofnanir. En þar
st'endur: „Tilgreint auglýsinga-
verð er miðað við gjaldskrá
fyrir sfmaþjónustu frá 1.
janúar 1975 og breytist f sam-
ræmi við gildandi gjaldskrá á
hverjum tíma.“ Nú var mínu
fyrirtæki kynnt þetta mál um
25. ágúst s.l. og var þá strax
ákveðið að panta auglýsingar
fyrir krónur 200 þúsund. Varla
var fyrr búið að ákveða þetta,
þegar maður heyrir í fjölmiðl-
um að simaþjónustan hafi
hækkað frá 1. september um
15% og auðvitað þá auglýsing-
arnar líka. Nú eru mínar
spurningar til símans:
1. Hvað liggja miklar
hækkunarbeiðnir á gjaldskrá
fyrir hjá viðkomandi ráða-
mönnum?
2. Hvað hyggst siminn sækja
um miklar hækkanir frá þvf
verði er gilti 1. janúar 1975 til
1. mai 1976?
3. Hvenær hyggst síminn dág-
setja auglýsingareikninga, ef
við setjum svo að skráin komi
út í Iok marz 1976 og fyrirsjáan-
leg væri hækkun gjaldskrár frá
1. apríl 1976?
4. Þar sem hin ýmsa þjónusta
símans getur hækkað mjög mis-
munandi, við hvaða gjaldskrá
hyggst stofnunin miða, þegar
endanlegt verð verður ákveðið
(verður miðað við þá, sem
hækkar mest?)?
Svo mórölsk (og kannski
lagaleg) spurning: Er þetta
hægt, eða bara eitt dæmi um
yfirgang hins opinbera?“
Hafsteinn Þorsteinsson, rit-
stjóri sfmaskrárinnar svarar:
„1. Á það skal bent að fjár-
hagsstaða Póst og síma er mið-
uð við, að tekjur af seldri
þjónustu beri allan reksturs-
kostnað svoog nýframkvæmdir
á hverjum tíma. Að undan-
förnu hefir verðbólgan aukið
reksturskostnað og kostnað við
nýframkvæmdir Pósts og sfma
miklu meira en leyfðar gjald-
skrárhækkanir hafa gefið f
auknum tekjum. Það er að
sjálfsögðu mat stjórnvalda á
hverjum tfma hvort heldur eigi
að takmarka nýframkvæmdir
stofnunarinnar og um leið
þjónustu við símnotendur eða
leyfa nauðsynlegar hækkanir á
gjaldskrá, eða þá t.d. afla lána
til langs tíma til uppbyggingar
eldra símakerfis og nýfram-
kvæmda.
2. Allt símaefni hefir
hækkað, sem dæmi: venjulegt
símatæki kostar í dag kr,
11.500, hefir hækkað um 87%
frá áramótum. Þá kostuðu þau
kr. 6.127. Stofnkostnaður af
einu símanúmeri í sjálfvirkri
simstöð ásamt jarðsímalögn,
húslögn og einu simtæki hjá
notanda er ekki undir kr.
200.000. Stofngjald af nýjum
síma er nú aðeins kr. 15.800. Af
þessu má álykta að það sé harla
lítill gróði hjá símanum á
íslandi f dag. Enda eru stofn-
gjöld og afnotagjöld af síma hér
mun ódýrari en t.d. í Dan-
mörku, Noregi og Þýskalandi,
þrátt fyrir að islenski siminn
þarf að greiða farmgjöld, tolla
og söluskatt af öllu innfluttu
simefni, sem sfmstjórnir
framantalinna landa gera ekki.
3. Verð á auglýsingum f sima-
skrá er háð gildandi gjaldskrá
stofnunarinnar, eins og hún er
á hverjum tima. I dag miðað við
gjaldskrá, sem gekk í gildi 1.
sept. 1975.
4. Reikningar fyrir aug-
lýsingar, sem birtast í sfma-
skránni 1976, verða væntanlega
gefnir út 1. april 1976 og verðið
miðast við gildandi gjaldskrá
útgáfumánaðar símaskrár-
innar, þ.e.a.s. mars 1976.“
Opið til kl. 7 í kvöld
og til hádegis laugardag.
|Z m R RA D E 1 LD
j ^) * . ^
Verksmiðjusala
Fyrir börn: Buxur og anorakkar
Fyrir dömur: Buxur
Fyrir herra: Föt, peysur og frakkar
Opið til kl. 10 í kvöld og
til kl. 6 laugardag.
/VA /X C7 /X V I IVI
'Tunguhálsi 5, Árbæjarhverfi,
sími 85020.
Hinn
margumtalaði
og vinsæli
úlsfilumarkaður
vekur
athygli é ... .
Það koma ávallt nýjar
vörur í hverri viku á
markaðinn
Ótrúlegt
vöruúrval
lágu
verði
Látið ekki
happ
úr hendi
sleppa
ATHUGIÐ!
Markaðurinn
stendur aðeins
stuttan tíma
Laugavegi 66, sími 28155