Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975
27
arupphæðinni. Saman lagt fær
hann því 25,73% af álögðum
landsútsvörum á Siglufirði, en
Reykjavík fær 39,2% af 75% eða
29,4% af álögðum landsútsvörum
á Siglufirði.
Þéttbýlisvegafé er ætlað til
lagningar og viðhalds þjóðvega
í þéttbýli. Ætla mætti, að
skipting fjárins milli sveitar-
félaganna miðaðist við þætti
eins og ólokin verkefni í lagn-
ingu, lengd þeirra og umferð-
arþunga. Fram til þessa hefur
skiptingin miðast við íbúafjölda.
Þannig hefur Reykjafkurborg
fengið 43% fjárins siðastliðin 10
ár, en þar eru 26% allra þjóðvega
í þéttbýli. Utan Reykjavíkur og
Reykjaness eru 58% þjóðvega í
þéttbýli, en sá hluti landsins hef-
ur einungis fengið 30% þéttbýlis-
vegafjárins.
Börnin og gamla fólkið
Sveitarfélög bera alls konar
kostnað vegna barna sinna. Má
líta á það sem fjárfestingu, sem
fæst greidd, þegar börnin eldast
og fara að greiða skatta og skyld-
ur. Sömuleiðis eru gjöld vegna
gamla fólksins oft meiri en tekj-
urnar. Ætla má að rekstur sveit-
arfélags sé dýrari en annarra, ef
þessir hópar eru tiltölulega fjöl-
mennir.
Markús örn hélt því fram, að
gamla fólkið væri mun fleira í
Reykjavík en annars staðar. 9,9%
íbúa Reykjavíkur voru 65 ára og
eldri 1970. Fyrir landið í heild var
talan 8.9%, en t.d. á Isafirði var
hlutfallið 10,2%. Sjá má að ekki
skakkar miklu fyrir Reykjavík.
Allmargt fólk hefur flust til
Reykjavíkur til dvalar á Hrafn-
istu. Tel ég ólíklegt, að borgin
beri mikil gjöld af þeirri stofnun,
en allgóðar útsvarstekjur munu
fást hjá starfsfólkinu.
Það er einnig hæpin fullyrðing,
að barnmargar f jölskyldur hafni í
Reykjavík. Árið 1970 voru 28,9%
íbúa Reykjavíkur á aldrinum
0—14 ára, en á landinu i heild var
Framhald á bls. 26
Karl M. Kristjánsson, Isafirði:
Er byggðastefnan mis-
inunun gegn Reykjavík?
Er byggðastefna mismun-
un gegn Reykjavfk?
Umræður um svokallaða
byggðastefnu hafa verið ofarlega
á baugi undanfarin ár. Tilefni
þessarra skrifa minna eru skoð-
anir nokkurs hóps á Re.vkjavfkur-
svæðinu, sem hefur haldið þvf
fram f ræðu og riti, að byggða-
stefna-sé mismunun gegn Reykja-
vík. Vitna ég meðal annars f við-
tal við Markús Örn Antonsson,
borgarfulltrúa í Reykjavík, f
þætti um byggðamál f útvarpinu
13. maf 1975. Taldi Markús Örn
sig að nokkru endurspegla • við-
horf fólks f Reykjavfk, sérstak-
Iega ungs fólks, gagnvart byggða-
stefnunni margumtöluðu. Hann
sagði, að Reykvíkingar gætu
fengið það á tilfinninguna, að
byggðastefnan strfddi gegn hags-
munum þeirra. Sjálfur hélt hann
þvf fram, að byggðastefnan hefði
f för með sér ójafnvægi. Mun ég
vfkja að nokkrum atriðum aftar f
greininni, sem Markús nefndi
máli sínu til stuðnings. Þessar
raddir hafa heyrst æ oftar, jafn-
vel f sumar, þegar flest hitamál
liggja f láginni. Tel ég mig þvf
þurfa að svara þeim nokkuð.
Að nokkru leyti hefur gagn-
rýnin á byggðastefnu byggst á
þeirri skoðun, að framkvæmd
hennar muni setja Reykjavíkur-
borg f lakari aðstöðu en önnur
sveitarfélög til að sinna verkefn-
um sfnum. Þarna tel ég þörf upp-
-Iýsinga til þeirra, sem ekki
þekkja til staðreyndanna. Mun ég
að mestu einskorða mig við þann
þátt byggðastefnu er snýr að mál-
efnum sveitarfélaga.
Hvað er byggðastefna?
Allir stjórnmálaflokkar á Is-
landi eru fylgjandi byggðastefnu
a.m.k. í orði. Þó mun það vera
nokkuð á reiki hvað menn eiga
við með hugtökum eins og
byggðamálum og byggðastefnu.
Ég lít svo á að með byggðamálum
sé einfaldlega átt við málefni
allra byggða, jafnt Reykjavíkur
og annarra byggða á landinu.
Byggðastefna aftur á móti mun
almennt vera talin sú stefna, að
jafna aðstöðu fólks á öllum
stöðum á landinu, bæði í efna-
hagslegu, félagslegu og
menningarlegu tilliti. Þó ekki án
tillits til þess hvað jöfnunin kost-
ar. Enda getur of mikil dreifing á
þjóðarauðnum minnkað þjóðar-
framleiðsluna og þar með skert
efnahagslega afkomu fólks. Þarf
það þó ekki að þýða, að lífskjör
fólksins í heild muodu versna,
þar sem fleira skiptir máli fyrir
það en efnahagsafkoman ein.
Það getur ekki talist byggða-
stefna í ofannefndum skilningi,
að veita fólki í einum landshluta
betri lífsskilyrði með opinberum
aðgerðum, en fólk nýtur annars
staðar á landinu.
Búsetu- og atvinnuþróun
og staða Reykjavfkur
Stórfelldar breytingar hafa
orðið á búsetunni í landinu á
þessari öld. Fólk hefur flust úr
sveitunum til sjávarsíðunnar i
þorp og bæi. Einnig hefur fólk
flust úr öllum landshlutum til
Suðvesturlands. Þessi breyting
varð samfara gjörbyltingu í at-
vinnuháttum okkar. Víðtæk
verkaskipting og sérhæfing hefur
leyst af hólmi hina fjölþættu
starfsemi, sem fram fór á sveita-
býlum, jafnt útvegsbýlum og öðr-
um. Þessi verkaskipting er undir-
staða nútíma efnahagslegrar vel-
megunar. Framleiðsluafköst
þjóðarbúsins væru mun minni í
dag en raunin er, án verkaskipt-
ingarinnar. Þyrfti til dæmis sjó-
maðurinn að sinna þeim fjölda
verka, sem sérhæft fólk vinnur
fyrir hann í skiptum fyrir fiskaf-
urðirnar, væri afli hans mun
minni en raunin er, enda væru þá
fleiri sjómenn á Islandi í dag.
Þýðingarmikið skilyrði verka-
skiptingarinnar er víðtæk
verslun. Verða þvi borgir og bæir
mikilvægar miðstöðvar viðskipta.
Skapast þar markaður sérhæfðs
vinnuafls auk þess sem þéttbýli
skapar skilyrði fyrir ýmiss konar
þjónustu við atvinnuvegina.
Helstu ástæður þess, að Reykja-
vík hefur vaxið meira en aðrir
bæir hér á landi eru meðal
annars:
1. Reykjavík liggur vel við
samgöngum á sjó og landi og
því hentug verslunarmiðstöð.
2. Opinber stjórnsýsla og
þjónusta hefur af ýmsum
ástæðum mismunandi rökrétt-
um, safnast fyrir í Reykjavík.
Strjölbýli
Bæði hefur það dregið vinnu-
afl til Reykjavíkur vegna at-
vinnu hjá stofnunum og einnig
hefur þetta gert fyrirtækjum
er starfa í Reykjavík auðveld-
ara og ódýrara að sækja nauð-
synlega fyrirgreiðslu til
„kerfisins".
3. Þegar Reykjavík hafði náð
vissri stærð, sköpuðust skilyrði
fyrir ýmiss konar verslun og
þjónustu, sem hvergi þrifist
annars staðar á landinu.
4. Skilyrði fyrir iðnað, sem
þarfnast sérhæfðs vinnuafls og
þjónustu bötnuðu með vaxandi
þéttbýli.
5. öll ofannefnd atriði hafa síðan
skapað eftirsótt starfsskilyrði
fyrir fólk með sérmenntun og
fólk sem leitar eftir fjölbreytt-
um atvinnumöguleikum.
Þessi atriði og mörg fleiri hafa
verið samverkandi til að draga
fól-k til Reykjavíkursvæðisins og
nú á Suðvesturland allt.
Ég hef reynt að skýra, að langt
er frá, að Reykjavík hafi ekki átt
hlutverki að gegna í atvinnu-
þróun landsins. Aftur á móti er
ástæða til að spyrja hvað við eig-
um að láta þessa þróun ganga
langt án þess að grípa inn i.
Vegna góðra ytri skilyrða fyrir
flestar iðngreinar, aðrar en
sjávarvöruiðnað leitar fjármagnið
á Suðvesturhornið. Má nefna stór-
iðju, sem dæmi um iðnað, sem
virðist ekki hafa fullnægjandi
skilyrði nema á Suðvesturlandi.
Fæ ég því ekki betur séð, en
þörf sé sérstakra aðgerða í Iána-
málum, ef sporna á við því, að
landsbyggðin dragist enn frekar
aftur úr Stór-Reykjavfk-
ursvæðinu en þegar er orðið í
atvinnulegu tilliti. Því er Byggða-
sjóður lifsnauðsynleg stofnun,
sem telja má gott ef heldur f
horfinu. Fæstum dettur í hug að
betur megi gera.
Tekjumismunur
Sveitarfélögin gegna mikil-
vægu þjónustuhlutverki við íbú-
ana. Stærð og þéttbýli sveitarfé-
laganna hefur þó áhrif á hve
mikla þjónustu þau þurfa að
veita. Telja má að þjónustuskyld-
urnar og þar með tekjuþörfin sé
mjög svipuð í hlutfalli við íbúa-
fjölda hjá flestum kaupstöðunum.
Reykjavíkurborg hefur þó mun
hærri tekjur en aðrir kaupstaðir á
landinu. Tel ég að um sé að ræða
tekjumismun á kostnað annarra
sveitarfélaga. Mun ég rökstyðja
það nokkuð:
Taflan hér að neðan sýnir tekj-
ur Reykjavikurborgar annars
vegar og allra annarra kaupstaða
hins vegar af útsvörum.aðstöðu-
gjöldum og fasteignasköttum á
íbúa árið 1974.
Tekjur Reykjavíkur á íbúa voru
þannig 21% hærri en tekjur ann-
arra kaupstaða. Mismunurinn
liggur aðallegá í aðstöðugjöldun-
um og fasteignasköttunum. Sem
fyrr sagði hafa alls konar þjón-
ustu- og verslunarfyrirtæki, sem
þjóna öllu landinu safnast saman
í Reykjavík. Þetta gefur borginni
tvöfalt meiri tekjur af aðstöðu-
gjöldum en öðrum kaupstöðum.
Þó nýtir Reykjavikurborg þá
álagningarheimild ekki til fulls.
Hinar háu tekjur af fasteigna-
sköttum umfram aðra kaupstaði
stafa af meirifjölda áðurnefndra
fyrirtækja, hærra fasteignamati
(það miðast að nokkru við mark-
aðsverð) og verulegum fjölda
fasteigna ríkisins. Þessar fast-
eignir, sem hýsa þjónustu við allt
landið, gefa því höfuðborginni
einni drjúgar tekjur. Aftur á móti
hefur verið talin ástæða til að
krefjast þess að viðkomandi sveit-
arfélag leggi til húsnæði, ef sett
er upp útibú frá rikisstofnun utan
Reykjavíkur (m.a. Rannsóknarst.
Fiskiðn.).
Til er sjóður, sem nefnist Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga. Ur hon-
um er deilt til allra sveitarfélaga.
Ætla mætti, að þarna væri notað
tækifærið til að jafna nokkuð
tekjur þeirra, þannig að þau
stæðu svipað að vígi. Nei, fram-
lagið fer eftir fbúafjölda og við-
heldur þvi tekjumuninum.
Nokkur fyrirtæki greiða svo-
nefnt landsútsvar. Fjórðungur
þess rennur til þess sveitarfélags,
sem fyrirtækið starfar í. §JA fara i
Jöfnunarsjóð sveitarfélága, þar
sem féð skiptist samkvæmt höfða-
tölu. Dæmi: A Siglufirði búa
0,97% þjóðarinnar, en 39.2% i
Reykjavík. Af álögðum landsút-
svörum á Siglufirði renna 25%
beint til bæjarfélagsins. Af þeim
75% sem eftir eru, fær Siglufjarð-
arbær 0.97% eða 0.73% af heild-
Utsvör
á íbúa
Aðstöðugj.
á ibúa
Tekjur alls
á íbúa
Fasteignask.
á íbúa
Reykjavík
A. kaupst.
23.182
22.044
6.673
3.464
36.861
30.402
7.006
4.894