Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 1
314. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Callaghan ber blak af Soares Blackpool, 2. október. Reuter. AP JAMES Callaghan utanrfkisráð- herra fór hörðum orðum um árás- ir vinstrisinna á portúgalska sósfaiistaforingjann Marioa Soares á þingi Verkamanna- fiokksins í Blackpool f dag. Hann kvaðst hafa illan bifur á tilraun- um til að ófrægja Soares. Callaghan veifaði bæklingi, sem hefur verið dreift á þinginu, þar sem dregið er f efa að Soares sé f raun og veru sósfalisti. Callaghan gagnrýndi einnig grein f málgagni flokksins, Labour Weekly, þar sem gefið er f skyn, að kosningarnar f Portúgal hafi verið haldnar of snemma, að þjóð- in hafi ekki vitað hvernig hún ætti að kjósa og að sósfalistar mundu tapa ef kosið væri nú. Sjálfur kvaðst Soares fagna þvi að fá tækifæri til að ræða við andstæðinga sína í Bretlandi. „Við lifum erfiða tíma í Portúgal og stöndum frammi fyrir sárs- aukafullum vandamálum," sagði hann. Hann taldi öfga óumflýjan- lega í byltingarástandi, Aðalritari flokksins, Ron Hay- ward, hvatti eindregið til einingar i flokknum og skoraði á hópa lengst til hægri og vinstri að hætta að senda frá sér yfirlýs- ingar um viðkvæm mál úr skúma- Konungur tilkynnir útfœrslu Ósló, 2. október. Reuter. ÓLAFUR konungur sagði f há- sætisræðu sinni í dag, að Norðmenn stækkuðu fljótlega fiskveiðilandhelgi sfna og lýstu yfir 200 mflna efnahags- lögsögu. Ilann sagði hins vegar, að Norðmenn héldu öllum leiðum opnum f þeirri við- leitni sinni að tryggja afkomu sjómanna, vernda náttúruauð- lindir og verja fiskveiðihags- muni. Norðmenn hafa gefið f skyn að undanförnu, að þeir séu hættir við ráðagerðir sfnar um að færa út landhelgina úr 12 mflum í 50 og að þeir muni f þess stað einbeita sér að samn- ingaviðræðum um 200 mflna efnahagslögsögu. Slfkar viðræður yrðu fyrst og fremst við Breta, sem eru á móti hvers konar einhlióa út- færslu, og Rússa skotum eða frá fundum utan ráð- stefnusalarins. Hann sagði, að allir væru sammála um að meiri- hlutinn ætti að ráða, ekki þeir sem drægju sig saman úti í horni. Harðar deilur á þinginu hafa valdið svo mikilli beizkju að allar vonir um einingu eru roknar út í veður og vind að sögn frétta- ritara. Deilurnar sýna hvað það er erfitt að knýja fram sósíal- istískar breytingar og ráðast um Ieið gegn verðbólgu og samdrætti, segja þeir. Andrúmsloftið í Blackpool hef- ur valdið óvissu sem talið er að hafi átt sinn þátt í því að pundið seldist á lægra verði en nokkru sinni á peningamörkuðum í dag. Því er spáð að þess sé skammt að bíða að það seljist fyrir minna en tvo dollara. í dag féll pundið í 2.0270 dollara. Gjaldeyrisvarasjóður Breta minnkaði um 145 milljón dollara í 5.859 milljón dollara í september að sögn fjármálaráðuneytisins í dag. Vitað er að Englandsbanki hefur notað varasjóði til að styrkja pundið á peningamörkuð- um. Seinna neitaði Harold Wilson þvf f sjónvarpsviðtali, að deilur andstæðra hópa um baráttu stjórnarinnar gegn verðbólgunni á þinginu í Blackpool sköðuðu flokkinn. Hann gerði lítið úr heit- um umræðum, sem hafa farið fram á þinginu, og sagði, að verkalýðshreyfingin hefði aldrei staðið eins sameinuð. AP-simamynd. Fjölskyldur þriggja lögreglumanna, sem voru myrtir á Spáni, við útför þ'eirra i gær. Lögregla gerir hróp að forsætisráðherra Madrid, 2. október. AP. Reuter. HRÖP voru gerð að Carlos Arias Navaro forsætisráðherra í dag og þess krafizt, að hann segði af sér þegar hann mætti ásamt allri stjórn sinni við útför þriggja lögreglumanna, sem voru skotnir til bana f gær. Utförin snerist upp f tilfinningaþrungin mótmæli hægrimanna, sem hrópuðu „Dauði yfir kommúnistum" og „Engar fleiri náðanir". Við útförina voru 4.000 manns, þar á meðal margir lögreglu- menn. Flestir vottuðu hinum föllnu lögreglumönnum hinztu virðingu með því að heilsa að fas- istasið þegar þeir gengu fram hjá kistum þeirra. Ættingjar þeirra fleygðu sér með ópum á kisturnar Her Portúgals vissi um byltingaráformin Lissabon, 2. október. Reuter. AP. HERSTJÓRNIN f Norður- Portúgal hefur tekið undir þær ásakanir sósfalista, að vinstrisinn- aðir öfgamenn hafi reynt að gera byltingu f sfðustu viku með stuðn- ingi vinstrisinnaðra herdeilda. Talsmaður öryggisþjónustunnar, Copeon, sagði hins vegar að við- búnaður 100.000 stuðningsmanna sósfalista og miðflokksins PPD væri liður f vandlega skipulagðri „hræðsluáróðursherfcrð“. Azevedo Dias majór, talsmaður herstjórnarinnar í Oporto, sagði fréttamanni Reuters, að ástandið væri mjög alvarlegt. Hann sagði, að flokkur sósíalista væri ekki að koma orðrómi á kreik. Herinn hefði undir höndum upplýsingar um að áform hefðu verið uppi um byltingu vinstrihópa með stuðn- ingi nokkurra herdeilda. „Bylt- ingin virðist hafa misheppnazt vegna almenns viðbúnaðar sem gripið var til.“ sagði hann. Hann sagði að samtök stuðn- ingsmanna kommúnista og vinstrisinnaðra öfgamanna, FUR, virtust hafa verið viðriðin bylt- ingartilraunina. I FUR er minnst einn stjórnmálaflokkur, PRP- BR, sem hefur játað að hann hafi á að skipa vopnuðum sveitum, og Azevedo Dias majór nefndi þessi samtök sérstaklega. Ásakanir norðurherstjórnar- innar hafa aukið klofning íbúa svæðanna fyrir norðan og sunpan höfúðborgina Lissabon. Yfirmað- ur miðherstjórnarinnar, Franco Charais hershöfðingi, sem er einna valdamestur þeirra hóf- sömu herforingja er nú ráða lög- um og lofum í stjórnmálahreyf- ingu heraflans, MFA, hefur ó- vænt flutt aðalstöðvar sínar lengra norður á bóginn. Sósíalistar telja líklegt, að flokkur þeirra birti gögn sem sanni að bylting hafi verið ráð- gerð og gefa í skyn að henni hafi verið afstýrt vegna náinnar sam- vinnu flokksins við norður-, suð- ur- og miðherstjórnina. Stuðn- ingsmenn sósíalista og PPD voru á verði í nótt við skrifstofur blaða og útvarpsstöðvar og herinn hef- ur sett upp tálmanir á vegum sem liggja frá Lissabon til að leita að vopnum. Framhald á bls. 20 og aðrir reyndu að hefja kist- urnar á loft. Athöfninni var sjón- varpað. „Við krefjumst réttlætis, ekki náðunar,“ hrópaði reiður lögreglumaður. „Farðu í ferða- lag,“ hrópaði annar að forsætis- ráðherranum. „Ef þú hefur ein- hverja sómatilfinningu ættir þú að segja af þér.“ Gamall blástakki úr hreyfingu falangista lagði fimm rauðar rós- ir, sem eru tákn hreyfingarinnar, á kisturnar og hrópaði: „Félagar, þið, sem hafið fallið í baráttu við hryðjuverkamenn. Ég færi ykkur þessar fimm rósir í nafni falang- ista, sem munu hefna ykkar.“ Stjórnmálafréttaritarar segja, að síðustu árásir skæruliða og gagnrýni erlendis frá geti haft öfug áhrif og neytt stjórnina til að efna til fleiri réttarhalda. Þéir segja að síðustu atburðir hafi fært stjórnmál á Spáni inn á rót- tækari brautir. 50 vinstrisinnar, þar af nokkrir úr samtökunum FRAP, voru handteknir í gær þegar þeir komu frá útför félaga þeirra. Nokkrir menn úr aðskilnaðarhreyfingu Baska voru einnig i þessum hópi. Franihald á bls. 20 Ford fagnar keisaranum Washington, 2. okt. Reuter. HIROHITO Japanskeisari var formlega boðinn velkominn til Bandarfkjanna við hátfðlega athöfn hjá Hvíta húsinu f dag. Hann kallaði sfðari heims- styrjöldina „hörmulegt millispil" f samskiptum Japans og Banda- rfkjanna f ræðu, sem hann hélt við komuna. Seinna sagði keisari í ræðu, sem hann hélt í opinberri veizlu, að hann harmaði sfðari heims- styrjöldina og þakkaði um leið Bandaríkjamönnum fyrir hjálp þeirra við viðreisn Japans eftir strfðið. Hann sagði, að „óbornar kynslóðir mundi minnast veg- lyndis og velvildar hinna banda- rfsku sigurvegara." Ford forseti minntist ekki á stríðið þegar hann tók á móti keis- aranum og minntist f þess stað langrar sambúðar Bandaríkja- manna og Japana er hófst með því að Bandaríkjamenn tóku fyrstir allra þjóða upp stjórnmálasam- band við þá 1860. Hann kvað heimsóknina „táknræna fyrir Framhald á bls. 20 Ford forseti og Hirohito keisari við komu keisarans til Hvfta húss- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.