Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKT0BER 1975
10
Aðrennslisskurðurinn að stöðvarhúsinu, sem verið er að reisa. t skurðinum sjást aðrennsiispipurnar
þrjár, ein fyrir hvern rafal. Næst er háspennuvirki f smíðum.
ljúka malbikunarfram-
kvæmdum á stíflunni
áður en vetur gengur f
garð.
Zakula framkvæmda-
stjóri tjáði blaðamanni
Mbl., að veðurfar réði því
að nokkru, hvort takast
myndi að ljúka mal-
bikunarframkvæmdum,
en stefnt er að því að
þeim verði lokið 1.
nóvember, en áfram
yrði haldið, ef veður
leyfði og að tilskyldu
samþykki verkalýðs
félaga.
Starfsfólki Energopró-
Sigölduframkvæmdir:
*
H
Stíflan malbikuð lónsmegin. Ef
myndin prentast vel má sjá
valtara f hallanum, en hann
hangir f togvindu, sem er uppi
á stfflunni.
Stíflan nær fullgerð
Nokkrir starfsmenn og gestir Energoprójeckt. Frá vinstri Rögnvaldur
Þorláksson, verkfræðingur Landsvirkjunar, Zakula, framkvæmda-
stjóri Energoprójeckt, Guðjón Jónsson, formaður félags járniðnaðar-
manna, Þórir Danfelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands-
ins, Pétur Pétursson, starfsmannastjóri Energoprðjeckt og Guðmund-
ur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar.
LOKIÐ er við að fylla
uþp í skarðið, þar sem
Tungnaá fellur í gegnum
Sigöldu og hefur þar nú
risið allmyndarleg stifla,
sem á að mynda uppi-
stöðulón og fallhæð fyrir
orkuverið í Sigöldu.
Fyrir 4 þúsund árum
brast aldan, og myndað-
ist þetta skarð. Má greini-
lega sjá á landslaginu, að
áður hefur verið þarna
allmikið stöðuvatn, sem
kallað hefur verið Króks-
vatn. Mun nú myndast,
er botnlokum við stífluna
hefur verið lokað, stöðu-
vatn á ný, sem verður
1,4 milljón rúmmetrar og
um 15 ferkílómetra að
stærð.
Júgóslavneska verk-
takafyrirtækið En-
ergoprójeckt, sem stað-
ið hefur að fram-
kvæmdum við Sigöldu
fyrir Landsvirkjun, bauð
blaðamönnum og for-
ystumönnum í verkalýðs-
hreyfingunni í Sigöldu í
tilefni þess, að stíflan er
nú svo til fullgerð. Efnið
í stífluna er að mestu
fengið úr aðveituskurði,
sem grafinn hefur verið í
gegnum Sigöldu . og að
stöðvarhúsinu, sem verið
er að reisa. Efnið í stífl-
una er samtals um 290
þúsund rúmmetrar.
Lengd stíflunnar er um
970 metrar og breidd
hennar efst er 5 metrar.
Mesta hæð hennar er 43
metrar og hallinn lóns-
megin er 1 á móti 1,8.
Lónsmegin er stíflan
malbikuð með tveimur
malbikslögum og verður
malbikið samtals 53 þús-
und fermetrar, en þegar
hafa verið malbikaðir 42
þúsund femetrar.
Gerð stíflunnar hófst
árið 1974, en áður hafði
ýmis undirbúningsvinna
átt sér stað. Skarð var þó
skilið eftir í stíflunni svo
að unnt yrði að vinna
áfram og varð um tíma aö
veita Tungnaá úr sínum
gamla farvegi. 8. septem-
ber var ánni síðan aftur
veitt í gamla farveginn
og fylling skarðsins i
stíflunni hófst og tók
aðeins 3 vikur.
Verklegur fram-
kvæmdastjóri Energo-
prójeckt, L. M. Zakula,
sagði að gert hafi
verið ráð fyrir því að fyll-
ing skarðsins, sem var í
stíflunni, myndi taka um
þrjá mánuði, en allt var
þó gert til þess að flýta
verkinu og tókst með
góðri samvinnu við
starfsfólkið að ljúka fyll-
ingunni á þremur vikum.
Á nú að freista þess að
jeckt, sem hefur
mánaðar uppsagnarfrest,
hefur öllu verið sagt upp,
þar sem ógerningur
verður að vinna þar í
vetur. Mun vinna aftur
hefjast þar efra með vor-
inu. Zakula sagði að hann
væri mjög ánægður með
gang verksins og stöðvar-
húsið væri nú brátt að
komast í það ástand að
unnt verður að setja á
það þakið. Þá mun ætlun-
in að setja niður fyrstu
vélina í októberlok. Er
það 50 megawatta rafall,
en endanlega eiga þeir að
verða þrír og möguleiki á
að koma hinum fjórða
fyrir.
Júgóslavinn sagði að
samvinnan við íslend-
ingana hefði verið mjög
góð, eftir að samkomulag
tókst í júlílok milli Ener-
goprójeckt, sem er auka
aðili að VSl og ASÍ og
verkalýðsfélaganna í
Rangárvallasýslu. Síðan
tókst að setja niður deil-
urnar, þá hefur ríkt al-
gjör friður í Sigöldu. I
Sigöldu vinna nú 82
Júgóslavar, 450 Islend-
ingar og eru þetta allt
starfsmenn Júgóslav-
anna. Ennfremur eru þar
starfsmenn Landsvirkj-
unar, Þjóðverjar,
Portúgalir og Rússar —
og er því samanlagður
fjöldi manna, sem vinnaj
Sigöldu um 650 til 700.
Zakula sagði að þessi
framkvæmd væri ein af
þeim minnstu, sem
Energoprójeckt hefði
tekið að sér. Fram-
kvæmdin í Sigöldu væri
virt á 30 milljónir Banda-
ríkjadollara, en stærsta
framkvæmdin væri í
Perú og væri hún virt á
200 milljónir dollara.
Energoprójeckt stendur
einnig í framkvæmdum
víða í Afríku. Fyrirtækið
hefur ekki staðið í mörg-
um stórframkvæmdum í
Vestur-Evrópu.
Ef ekkert kemur upp á
óvænt, á Sigölduvirkjun
að geta tekið til starfa á
næsta ári.
Séð ofan af stíflunni. Langmestur hluti þess svæðis, sem sést á myndinni fer undir hið nýja Króksvatn.
Jarðýta, sem hangir I togvindu, svo aö hún geti farið niður f
hallann.