Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 20
20 M0• L'XI’»LAf)IÐ, l'ÖSTUOAGL'K 3. ()KT()BKH 1975 Einar Ágústsson kemur til Norfolk Einkaskfeyti til Mbl. Norfolk, Virginia, 2. okt. AP. ÉINAR Agústsson utanrfkis- ráðherra kom í dag til Norfolk f Virginia f tveggja daga heim- sðkn f boði Isaae C. Kidd fiota- foringja, yfirmanns Atlants- hafsflota Bandarfkjanna. Utanrfkisráðherra kom frá Colorado Springs f Coiorado, þar sem hann var gestur Daniel James Jr. hershöfðingja, yfirmanns yfirstjórnar loft- varna Norður-Amerfku, Norad. Einar Ágústsson fer f skoð- unarferð f þyrlu á morgun og kynnir sér hernaðarmannvirki f Norfolk. Hann fer einnig í heimsókn um borð f flugvéla- skipjð Forrestal. Á laugardag fer utanrfkisráð- herra í heimsókn til flugvallar- ins f Norfolk og sfðan verður honum haldið kveðjusamsæti. 1 fylgd með Einari Ágústs- syni utanrfkisráðherra f heim- sókninni f Norfolk eru Hörður Helgason deildarstjóri, Fred- rick Irving, sendiherra Banda- rfkjanna á Islandi, og Harold G. Rieh aðmfráll, yfirmaður varnarliðsins á Keflavfkurflug- velli. Þorlákshöfn: Heimamenn leggja á plóginn 1 knattspymuvallargerð Þorlákshöfn 2. okt. UNGMENNAFÉLAGIÐ Þór í Þorlákshöfn varð 15 ára á þessu ári, en það var stofnað 23. júnf 1960. Fyrstu sljórn félagsins skipuðu Jónas Ingimundarson, formaður, Pálheiður Einarsdóttir, Asa Bjarnadóttir, Guðmundur Sigurðsson og Hörður Björgvins- son. Núverandi stjórn skipa: Þórður Ólafsson, formaður, Agnes Guðmundsdóttir, Asta Jónsdóttir, Friðrik Guðmundsson og Guðrún Pétursdóttir. Starfsemi félagsins byggðist aðallega á ferðalögum og skemmtanahaldi f byrjun, en smám saman bættust fþróttirnar við hver af annarri. Fótbolti fyrst, en handbolti og frjálsar íþróttir bættust við. Það sem aðallega hefur háð starfseminni er algjört aðstöðuleysi á öllum sviðum. Fyrir um það bil »4 árum hófst gerð lítils knattspyrnuvallar framan við skólann og glæddi það knattspyrnuáhuga töluvert. I sumar tók Þór þátt í 3. deild Is- landsmótsins í annað skipti og bikarkeppni f fyrsta skipti. Einnig var 4. flokkur sendur í íslandsmótið. Þór komst í aðra umferð í bikarkeppninni og dróst þar á móti 1. deildarliði Víkings. Leikinn átti að leika á Þorláks- hafnarvelli. Forráðamenn Vík- ings komu að líta á aðstæður fyrir leikinn og töldu völlinn óhæfan sökum þess hve lftill hann væri. Samkomulag náðist svo um að leika á Selfossvelli, sem og var gert. Þessi neitun varð til þess að knúið var enn fastara en áður á um byggingu nýs löglegs vallar, 105x60 m, sem búið var að teikna. Skömmu síðar barst ungmenna- félaginu bréf frá Hafnarnesi, salt- fiskverkun Guðmundar Friðriks- — Háhyrningar Framhald af bls. 3 en ekki náðist samband við hann. Hafði Grímur þá sam- band við Jón Gunnarsson og var Jón strax tilbúinn til að reyna að ná háhyrningunum. Ræddu þeir um það sín á milli að fá Árna Friðriksson til að flytja skepnurnar lifandi f land. Sagði Sveinn, að um kl. 4 f nótt hefði Jón Gunnarsson haft samband við sig og spurt hvort Arni Friðriksson væri fáanleg- ur til að taka við háhyrningun- um lifandi um borð og flytja til lands. „Ég benti honum á,“ sagði Sveinn, „að leyfi þyrfti frá Jakobi Jakobssyni, settum for- stjóra Hafrannsóknastofnunar- innar. Ef það fengist væri mér ekkert að vanbúnaði. — Stuttu síðar hafði Jakob samband við sonar, þar sem boðizt var til að aka uppfyllingarefni í völlinn, alls 150 klst., endurgjaldslaust. Þetta varð til þess að ráðamenn ungmennafélagsins gengu á fund framkvæmdastjóra annarra fyrir- tækja á staðnum til að athuga hvernig þeir tækju í þessi mál. Arangurinn varð góður. Akstri f völlinn er nú að mestu lokið. 3A hlutar hans voru gefnir af fyrir- tækjunum. Ungmennafélagið vill nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti sínu til þeirra allra. Byrjað er að þekja völlinn og er það að mestu leyfi gert í sjálfboðavinnu. Hér er nú verið að reisa félags- heimili, sem jafnframt á að nota sem skólahúsnæði og hafin er kennsla f handavinnu drengja og tveir yngstu bekkirnir hafa þar kennslustofu fyrir bóklegt nám. íþróttakennsla skólans á einnig að vera í húsinu, en hefur ekki getað hafizt enn sökum þess að fjaðrandi gólf og rimlar eru ekki komin í salinn. Þetta hús bætir nokkuð aðstöðu íþróttakennslu, sem til þessa hefur farið fram á gangi skólans. Sá áfangi sem nú er að komast í gagnið er aðeins kjallari þess húss sem koma skal. Salurinn þar sem íþróttakennsla á að fara fram er 18 m langur og 8 m breiður og lofthæð er innan við 3 m, svo enn verður að bíða þess að aðstaða skapist til knattleikja innan húss. Þessar upplýsingar lét íþrótta- kennari skólans, Jón Sigurmunds- son, mér i té, og er óhætt að fullyrða að hann hefur unnið hér mjög gott starf, verið driffjöðurin i íþróttalífinu hér á staðnum svo og hinn áhugasami formaður Þórs, Þórður Ölafsson. — Ragnheiður. mig og sagði að við yrðum að veita þá aðstoð sem við gætum og ættum við að taka Jón Gunnarsson og dýralækni við Vfk í Mýrdal." Árni Friðriksson kom til Vfk- ur kl. 6, en það var ekki fyrr en kl. 9.30 að björgunarsveitin í Vík hafði samband við Árna Friðriksson og tilkynnti, að þeir myndu flytja Jón og tvo froskmenn og tækjabúnað um borð en froskmennirnir eru þeir Reynir Ragnarsson og Þórir Kjartansson í Vfk f Mýr- dal. Voru þeir komnir um borð í Arna rétt um kl. 10 en mikill súgur var við sandinn. Stuttu síðar var haldið að Hamravík- inni. Sveinn sagði, að Árni Frið- riksson hefði komið að Hamra- víkinni um hádegisbilið þar sem báturinn lét reka í 5 vind- stigum og talsverðum sjó um 11 sjómílur suðaustur af Reynis- dröngum. — Við hófum strax undirbún- ing, 'sagðl' Sveirrrv viú að. ná háhyrningunum úr nótinni. Jón Gunnarsson og froskmennirnir fórú um borð í Hamravfkina um kl. 1 og skömmu síðar HÖfðú froskmennirnir spraútáð hval- ina með róandi lyfi (valium), sem þeir dældu f þá með hrossasprautú sitjahdi kiofvega á baki þeirra. Þar sem ékki ýar mögúlegt að köma segli útidir hvalina, en þéir lágu hlið við hlið f nótinni, var brugðið á það ráð að koma bandi á spórð stærri hvalsins óg draga hann til í pokanum aftur méð síðu Hamravíkur. Við þessar að- gerðir slapp hann yfir korkið á nótinni, en nælontóið sem á honum var kom f veg fyrir að hann slyppi. Þá sagði Sveinn, að nú hefði ekki verið um annarra kosta völ en henda endanum um borð í Árna Friðriksson og var há- hyrningurinn síðan dreginn að Arna um kl. 2. Þegar það var gert gerði hann margar kröft- ugar tilraunir til undankomu og virtist allt annað en deyfu- legur. Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson aftur um borð í Árna Friðriksson til þess að stjórna upptöku hvalsins, en er hér var komið, var skipshöfnin á Árna Friðrikssyni búin að út- búa eins konar sjúkrabörur fyrir hvalinn úr segldúk og tveggja tommu stálrörum, sem þjónuðu sem kjammar á bör- urnar. Kjömmunum var haldið aðskildum með sverum þver- borðum, sagði Sveinn, og bör- urnar voru síðan hífðar útbyrð- is og slakað í sjóinn. Átti þá að koma þeim undir hvalinn og lyfta honum um borð, en er börurnar voru komnar í sjóinn lagðist skipið snöggt á hliðina undan kviku og lyfti börunum snögglega. Við þetta feikna átak kengbognaði annað rörið. Varð nú nokkur töf á fram- kvæmdum meðan annað rör var sett í stað hins. Aftur var reynt að koma hvalnum í börurnar en árangurslaust og á endanum um kl. 18 rifnaði seglið úr kóssunum sem þrætt var í gegn til að festa það í kjálkana. Þetta var lagað og reynt á ný, en þá bognuðu báðir kjálkarnir á sama hátt og áður. Sveinn sagði, að þá hefði verið dregið mjög af hvalnum og drapst hann skömmu sfðar. Hinn hvalurinn, sem var miklu minni, og bundinn hafði verið utan á Hamravíkina, dó skömmu síðar. Eins og fyrr segir var hvalurinn, sem var bundinn við Árna Friðriksson, tekinn um borð. Að sögn Sveins Sveinbjörns- sonar hefði vafalaust mátt koma hvölunum lifandi til lands við góð veðurskilyrði, en við þau skilyrði, sem voru í dag, var þetta næsta vonlaust verk þótt bjartsýni hafi gætt þar til yfir lauk. — Lögregla Framhald af bls. 1 Nokkrir þeirra eiga dauðarefs- ingu yfir höfði sér. í Barcelona var f dag gefin út tilskipun um handtökur sex félaga úr hópi skæruliða sem leitað er að vegna morðs á lög- reglumanni í sfðasta mánuði. Seinna efndu nokkur þúsund manns til mótmælaaðgerða fyrir utan aðalstöðvar öryggisiögregl- unnar í Madrid. í hópnum voru margir borgaralega klæddir lög- reglumenn sem hrópuðu: „Sameinaður verður Spánn aldrei sigraður" og „Lengi Iifi lög- reglan“. Spænsk yfirvöld lokuðu í dag tveimur landamærastöðvum á portúgölsku landamærunum, aug- sýnilega til að mótmæla árásinni á spænska sendiráðið í Lissabon samkvæmt portúgölskum heimildum. MÖTMÆLI ERLENDIS Verkalýðsfélög efndu til mót- mælaaðgerða gegn aftökunum á Spáni víðs vegar f Evrópú í dag og Samband verkalýðsfélaga í Evrópu, ETUC, skoraði á ríkis- stjórnir í álfunni að hætta öllum viðskiptum við Spán og slíta,-- stjórnmálasambandi við landið. Á þingi Evrópuráðsins f Strass- borg voru aftökurnar gagnrýndar f cfag. Margir ræðumenn vildu einpig fordæma hvers kohar hryðjuverkastarfsemi. Skoðanir voru einnig skiptar um hvort rétt hafi verið að kalla heim sendi- herra frá Spáni. Skorað var á ríkisstjórnir að auka X.ekki samvinnu við Spán. Felld var tillága um að slíta menningarsam- skiptum við Spán. í Danmörku Iögðust allar flug- feróir til Spánar niður en lítið mark var tekið á áskorunum um tveggja mínútna þögn vegna af- takanna. 1 Noregi fordæmdu allir stjórnmálaflokkarnir réttarhöld- in á Spáni og hefur slík samstaða ekki náðst milli flokkanna síðan þeir fordæmdu loftárásir Banda- ríkjamanna á Norður-Víetnam. í Finnlandi skoruðu blaðamenn á starfsbræður sfna heima og er- lendis að skrifa ekkert jákvætt um Spán. Þeir hafa lengi forðazt að skrifa nokkuð neikvætt um Sovétríkin. Vinnustöðvanir voru árangurs- ríkastar á Norðurlöndum. I Bret- landi höfðu þær lítil áhrif. 1 Róm gekk erkibiskup Madrid- ar á fund Páls páfa. Talsmaður Baska f Róm sagði, að páfi gæti komið í veg fyrir fleiri aftökur á Spáni ef hann færi sjálfur til Madrid. — Skattamál Framhald af bls. 36 „Rannsóknadeild ríkisskatt- stjóra. Við undirrituð óskum eftir strangri rannsókn á framtali til skatts í Borgarneshreppi. Okkur finnst áberandi mismunur á skattlagningu hér. Stóreigna- menn og atvinnurekendur bera aðeins nokkurra þúsund króna gjöld en verkamenn og menn með stórar fjölskyldur hundruð þús- unda.“ — Yfirlæknar Framhald af bls. 3 10 í Reykjavík. Er deild þessi starfrækt með svipuðu sniði og Grensásdeild Borgarsjúkrahúss- ins. Deildin er á þremur hæðum, telur 66 rúm og er starfrækt fyrir allt landið. — Ford Framhald af bls. 1 sambúð þjóðanna og efla hana“. Lftil rauð flugvél flaug yfir Hvíta húsið þegar keisarinn var boðinn velkominn og dró á eftir sér borða, sem á stóð: „Hirohito keisari: Bjargaðu hvölum okkar.“ Flug yfir Hvíta húsið hafði verið bannað og flugmaðurinn hafði fengið ströng fyrirmæli um að fljúga ekki nálægt því. Hins vegar er sagt að fylgzt hafi verið með ferðum flugvélarinnar og rann- sókn sé hafin í málinu. Strangar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna heim- sóknar keisarans þar sem Rauði herinn í Japan hefur hótað að ráða hann af dögum og vegna tilraunanna til að ráða Ford forseta af dögum. Keisarinn og Nagako keisarafrú hafa dvalizt í tvo daga í Williamsburg í Virginia. Keisarinn hefur einu sinni áður farið til útlanda, til Evrópu 1971, og þá kom hann við í Anchorage í Alaska. Hann fer meðal annars til New York, Chicago, Los Angeles, San Francisco og Honolulu áður en hann fer heimleiðis 14. októ- ber. — íþróttir Framhald af bls. 34 þætti í Morgunblaðinu, Vísir hefur birt fréttir af mótum, er- lendum sem innlendum, en annarsstaðar hefur umfjöllun um golf verið stopul eða engin. Þáttur sjónvarpsins i því máli verður að t'éljast stórlega ámæl- isverður. Fyrir útan heimatil- búinn kennsluþátt, sem var að . vísu svo báglega gerður, að - hann vár verri en ekki neitt, hefur sama og ekkert verið fjallað um golf. Ekki alls fyrir löngu var þó mynd i íþrótta- þætti af grísk-rómverskri glímu — sem ekki er iðkuð hér — af kappakstri á braut — sem ekki er iðkaður heldur — og fleiri íþróttagreinum. Það er allt góðra gjalda vert og maður rek- ur upp stór augu í mikilli for- undran, þegar hægt er að fjalla um eitthvað annað en fótbolta- leik í sjónvarpinu. Meðan Kanasjónvarpið sást hér, voru i þvi vikulega golf- þættir, þar sem fylgst var með erlendum stórmótum. Þar koma kunnir stórmeistarar við sögu og allir golfarar hafa gam- an — og kannski gagn af að sjá slíkar myndir. Slíkur urmull er til að þesskonar myndum, að þar hlýtur aðeins að stranda á viljaleysi hjá sjónvarpinu hér. — Her Framhald af bls. 1 Talsmaður Copcon sagði Reut- er, að viðbúnaður sósialista ætti líklega rætur að rekja til frétta um að fyrr í vikunni hefðu vinstrisinnaðir hermenn í Lissa- bon rætt á fundum nauðsyn þess að dreifa vopnum meðal alþýð- unnar og koma af stað „götu- sókn“. Hann taldi einnig lfklegt að sósíalistar hefðu orðið órólegir í gær eftir stormasaman fund Jose Pinheiro de Azevedo forsætisráð- herra og leiðtoga FUR eftir að herlið hafði verið skipað að leggja undir sig útvarps- og sjónvarps- stöðvar. Vinstrihermenn bjuggust til varnar í einni útvarpsstöð og forsætisráðherrann taldi völdum sínum ógnað, en seinna hörfuðu hermennirnir þegar þeim var sagt að hægrisinnaðir hermenn mundu ekki taka stöðina. Fyrir utan agaleysi í hernum veldur ástandið í efnahagsmálum stjórninni erfiðleikum. Blaðið Op- orto do Porto hefur eftir góðum heimildum að stjórnin boði bráð- lega 30—40% gengisfellingu. — Ólafur Framhald af bls. 16 fara með spá um þetta efni. Vita menn ekki, a8 þessar vélar þurfa að vera á lofti klukkutímum saman. Fyrir starfsmenn landhelgisgæzl- unnar er ekkert of gott. Í þessum efnum er mér að mæta. Það er mikil fölsun hjá blaðamönnum, jafnvel I Rikisútvarpinu sjálfu að vitna i skýrslu sem þeir segja vera sérfræð- ingaskýrslu. Hvaða sérfræðingar voru I þessari nefnd? Þar var maður frá hagsýslustofnun sem mér vitan- lega hefur aldrei komið nálægt flugi, það var fulltrúi minn i dómsmála- ráðuneytinu, ágætur maður sem aldrei hefur komið nálægt flugi, það var flugumsjónarmaður frá Reykja- víkurflugvelli og forstjóri Landhelgis- gæzlunnar. Hvorugur þeirra er flug- maður. Enginn þessara manna þarf klukkutlmum saman að vera á flugi I misjöfnu veðri. Þetta er það sem er kallað sérfræðingaskýrsla um flug- vélamál Landhelgisgæzlunnar og blaðamenn vitna i. Við eigum ekki að telja það eftir sem gert er fyrir Landhelgisgæzluna. Það getur verið að þessir menn eigi eftir að lenda í mikilli hættu og það verður ekki skemmtilegt fyrir þá sem hafa haft uppi leiðindaáróður í garð Land- helgisgæzlunnar og starfsmanna hennar, ef eitthvað kemur fyrir. STJÓRNARSAMSTARFIÐ Stundum er spurt hvernig stjórnar- samstarfið gangi. Óhætt er að segja að það gangi ekki ver en gengur og gerist í samsteypustjórnum. Skoðanir eru oft skiptar og niðurstaðan byggist þá á málamiðlun. Ég hef þá reynslu að litið sé á málin af sanngirni. Ég held að það sé ákveðinn vilji I báðum flokkunum að halda þessu samstarfi áfram. Ég held að báðir flokkarnir séu ákveðnir í þvi að standa að þessu samstarfi af fullum heilindum. Þjóðarhagur krefst þess. Við höfum ekki efni á neins konar flokkadrátt- um nú. Hvorugur flokkurinn mun hlaupa undan böggunum þótt þeir séu þungir I bili. Og ég veit ekki hvaða stjórn ætti að taka við sem gæti fremur ráðið við vandann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.