Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975
14
AMEGAS
MILLILENDING
^ER STÓRKOSTLEG
HLJÓMPLATA SEM
FÆST ÍÖLLUM
HLJÓMPLÖTU-
VERZLUNUM
Dr. Richard Beck:
Sól er yfir Sandy Bar
Kveðja send á aldarafmæli Nýja Islands að GimK
Sögunnar heiði himinn hvelfist
yfir þessari hátíð. Húmþungur
var sá himinn að sönnu ósjaldan í
liðinni tíð, og sérstaklega á hinum
allra fyrstu landnámsárum, þegar
harmaskýin grúfðu þyngst yfir
þessari sögurfku byggð. En nú,
með öld að baki, sveipar himin
hennar bjartur ljómi sigurvinn-
inga þeirra landnámsmanna og
landnámskvenna, sem hér háðu
sina örlagaþungu og hetjulegu
baráttu, hvernig, sem á móti blés.
Nú er sól yfir Sandy Bar.
Spámannleg orð sonar þessarar
byggðar, sem gert hefir hana
ódauðlega í kvæðum sínum og
leitt hana til öndvegis í íslenzkum
bókmenntum, eru sigursöngurinn
sannleiksþrungni og áhrifamesti,
sem hljómar í eyrum þúsundanna
á þessum degi:
Vonir dána mikilmagnans
mega færa áfram vagn hans,
verða að liði, vera gagn hans,
visa mönnum í hans far.
Rætast þær i heilum huga
hvers eins manns, er,|vildi duga,
og nú kenndur er við landnám
allt í kringum Sandy Bar,
hefir lagt sér leið að marki
landnemanna á Sandy Bar.
Þökk og heiður sé frumherjun-
um, sem hér gengu sigrandi af
hólmi, og öllum þeim, fyrr og
síðar, sem hafa fylgt þeim í spor
og borið manndómsmerkið fram
til nýrra sigra. Megi þessi svip-
mikla og fagra byggð blessast og
blómgast um ókomin ár og halda
áfram að vera traust vígi islenzkri
tungu og menningarerfðum vor-
um.
Það mælum við hjónin bæði af
heitum og heilum huga. Gleðilega
landnámshátfð!
o Diskó — Restaurant — Diskó — Restaurant —
Goði Sveinsson
velur lögin í kvöld
Opið alla daga frá kl. 8 e.h. nema miðvikudaga.
Gestir athugið: Snyrtilegur klæðnaður.
Diskó — Rest — Diskó — Rest — Diskó —
STORDANSLEIKUR I STAPA
O a
. r.... jy 31 H °
PYs’lWl | KypLp
Diskótek Áslákur
Gamanleikurinri góðkunni sýndur í Austurbæjarbíói
til ágóða fyrir Húsbyggingarsjóð Leikfélagsins.
Skemmtið ykkur og hjálpið okkur að byggja leikhús.
Miðnætursýning Austurbæjarbíói
í kvöld kl. 23.30
Aðgöngumiðasalan í Austurbæjarbíói er opin
frá kl. 16.00 I dag. Sími 11384.
Aðeins örfáar sýningar vegna þess að
BESSI BJARNASON er á förum til útlanda
IVIÐ BYGGJUM LEIKHÚS