Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1975
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GABRÍELA JÓHANNESDÓTTIR,
Bakkavegi 4, Hnffsdal.
andaðist í sjúkrahúsi ísafjarðar, aðfaranótt 2. október.
Jóakim Pálsson, börn tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir okkar,
SIGFÚS ÁRNASON,
Garðbæ.
Eyrarbakka
andaðist 1 október
Fyrir hönd systkina
Aðalheiður Sigfúsdóttir.
t
Systlr mín
ANNA M. JÓNSSON,
ekkja Einars Jónssonar, myndhöggvara, andaðist í Landakotsspítala í
gær.
Franziska Gunnarsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og mágkona,
ANNAVÍDALIN pálsdóttir
Dunhaga 1 7,
andaðist í Landspítalanum 2 október
Fyrir hönd aðstandenda,
Valdimar Hildibrandsson, Guðjón Már Valdimarsson,
Gunnvor Magnússon, Páll Valdimarsson.
t
Maðurinn minn
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
húsgagnasmiður,
Hamrahlið 23.
andaðist að heimili okkar aðfaranótt 30 sept s.l.
Fyrir mina hönd og annarra aðstandenda
Elin Gisladóttir
t
Fósturmóðir okkar
JÓNA JÓHANNESDÓTTIR,
Austurbrún 6. R.vík.
andaðist á Landspítalanum þann 1. okt s.l.
Steinunn Guðnadóttir
Guðjón Þórarinsson
t
Séra BJÖRN O BJÖRNSSON,
sem lézt 29 september á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik 10. október kl 10:30 f.h
Börn, tengdabörn og Ragnheiður O. Björnsson.
Ástkær móðír okkar. t
SÆBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
Njálsgötu 87,
verður jarðsungin ! dag Fossvogskirkju. föstudaginn 3. október kl. 3 e.h. frá
Fyrir hönd vandamanna. Halldór Ástvaldsson, Hermann Ástvaldsson.
Bróðir okkar, t
MAGNÚS R. STEFÁNSSON,
prentari,
Þingholtsstræti 16,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, I dag föstudag kl. 10.30
árdegis
Elfn Stefánsdóttir,
Ólafur P. Stefánsson.
Sœbjörg Halldórs-
dóttir - Minningarorð
Fædd 2. apríl 1916
Dáin 27. september 1975
Og sofðu nú væran
og sofðu nú rótt
f sænginni þinni er kyrrt
og hljótt
f jarri við stríðið og strauminn.
Fyrir ofan snýst jarðlffsins
hverfandi hvel
við kuldann og storminn og hrfðarél
og tælandi Iffslukku-drauminn.
G.P.
I dag er til hvíldar borin kær
frænka min og móður systir Sæ-
björg Halldórsdóttir. Yngst var
hún í röð margra systkina, fædd á
Seyðisfirði 2. apríl 1916. Foreldr-
ar hennar voru þau Halldór
Benediktsson póstur og kennari
þar, og kona hans Jónína Her-
mannsdóttir. Börn þeirra sem eft-
ir lifa eru: Hermína og Málfríður
húsfrúr, Gróa hárgreiðslukona,
Jónas rakarameistari Siglufirði
og Þorsteinn einnig rakarameist-
ari, tvíburabróðir Sæbjargar, eða
Sæju, eins og okkur öllum var
tamast að kalla hana.
Ung fékk Sæja að heyja erfiða
baráttu við veikindi, þvf ekki var
hún nema 6 ára þegar hún veikt-
ist af brjósthimnu- og heilabólgu,
en þá mun henni ekki hafa verið
hugað líf.
Aftur komst hún samt á fætur
þótt fullum líkamsþrótti næði
hún aldrei eftir það.
Fermingarvorið sitt fer Sæja
svo til Siglufjarðar til foreldra
minna og dvaldist hjá þeim í
nokkur ár. Lærði hún þar kjóla-
saum og gerðist kjólameistari.
Setti þar á stofn eigin sauma-
stofu, en ófáir munu þeir fínu
kjólarnir sem úr höndum hennar
komu, því ekki skyldi kastað til
höndum. Aldrei fannst henni
hinn fínasti „pallíettusaumur“,
sem þá gjarnan skreytti
viðhafnarklæði frúnna nógu lista-
vel gerður og mun þó mörgum
vera minnistætt handbragð
hennar. Einnig ferðaðist Sæja um
Austfirði um skeið með námskeið
á vegum Kvenfélagasambandsins
og eru þær margar konurnar sem
nutu tilsagnar og verklagni
hennar þar.
Til Reykjavíkur flyst Sæja svo
1950, en í janúar 1951 eignast hún
tvíbura, tvo drengi sem skírðir
voru Halldór Sævar og Hermann
Sævar. Flestum hefði nú fundist
nóg, en kjarkinn vantaði Sæju
ekki þrátt fyrir veikborinn
líkama. Man ég vel þegar hún
kom heim með drengina sína og
lagði þá við sinn hvorn endann í
rúminu, ég ætlaði aldrei að geta
hætt að dást að þessum furðu-
verkum.
Síðan tók við brauðstritið og
var þá næst að grípa nálina á ný.
Sæja bæði sneið og saumaði af
öllu afli næstu árin, bæði heima
og heiman. Þá var oft farið
snemma á fætur, tölt með synina
tvo í Steinahlíð og síðan heim á ný
að kvöldi.
Það var ekki alltaf hátt til lofts
eða vítt til veggja, en hjartarúmið
var því meira og þegar við systra-
dæturnar vorum að koma til
hennar í heimsókn með okkar eig-
in börn, var ekkert það til sem
hún ekki vildi gera fyrir þau.
Synirnir runnu upp, tímar Iiðu
og kraftar Sæju fóru að gefa sig
þótt lengi streittist hún á móti og
núna seinustu árin hélt hún
heimili fyrir synina tvo.
Takmarkinu var að vissu leyti
náð, að koma sonunum til manns,
Halldór er verzlunarstjóri hjá
Fálkanum, Hermann er lærður
matreiðslumaður. Þeir eiga nú á
bak að sjá ástkærri móður og
votta ég þeim samúð mína um leið
og ég þakka minni kæru frænku
fyrir allan kærleika og hlýju, sem
hún jafnan veitti mér og fjöl-
skyldu minni.
Friður Guðs og blessun sé með
henni.
Marta.
t
INGVELDUR ÓLAFÍA
JÓNSDÓTTIR
Gnoðarvogi 14
verður jarðsungin laugardaginn
4 okt kl 10 30 frá Fossvogs-
kirkju
Guðrlður Jónsdóttir
og vandamenn
t
Bróðir minn
ÁRNI
GUNNARSSON,
bóndi,
Keflavlk, Hegranesi,
lést 29. september
Margrét Gunnarsdóttir.
t
Sonur minn,
SIGURJÓN
JÓNSSON (DIDDI),
Skarðshllð 29,
Akureyri,
lézt I Fjórðungssjúkrahúsinu
Akureyri aðfaranótt 30. septem-
ber Jarðarförin auglýst síðar
Marta Hólmkelsdóttir,
Sólvallagötu 38,
Keflavlk.
— Er byggða-
stefnan . . .
Framhald af bls. 27
hlutfallið 32,3% og 34,6% ef
Reykjavík er undanskilin. Þarf
ekki að leiða frekar rök að því að
Reykjavíkurborg stendur frekar
vel að vfgi hvað snertir útgjöld
vegna gæslu og skólunar barna.
Það er alþekkt staðreynd, að
fólk á besta starfsaldri er oftast í
flutningum. Oft er það ungt fólk,
sem nýlega hefur lokið skóla-
göngu. Þegar það fer að geta veitt
sveitarfélagi sinu útsvarstekjur,
flyst það m.a. til Reykjavíkur,
sem ekki hefur þurft að kosta til
við uppeldið. 47,8% Reykvíkinga
voru á aldrinum 20—59 ára, aðal
starfsaldrinum, árið 1970, en
43,8% annarra landsmanna.
Leiguíbúðir sveitarfélaga
— Breiðholtsáætlunin
I áðurnefndu útvarpsviðtali
taldi Markús örn, að byggðastefn-
an fengi ekki nægan hljómgrunn,
ef unnið væri til skiptis í mismun-
andi landshlutum. Sem dæmi
nefndi hann Breiðholtsfram-
kvæmdirnar áður og nú byggingu
leiguíbúða sveitarfélaga. Var á
honum að skilja, að Breiðholts-
áætlunin hefði verið mismunun
gagnvart öðrum landshlutum, en
bygging leiguíbúðanna væri af
sömu ástæðum mismunun gegn
Reykjavík nú. Telur hann greini-
lega ekki þörf á að leiðrétta þetta
misræmi af því Reykjavík var á
undan. Einnig taldi hann leigu-
íbúðabyggingarnar mun stærra
átak en Breiðholtsfram-
kvæmdirnar voru.
I Reykjavík búa 39% lands-
manna. Áætlað var að byggja
1.250 íbúðir í Reykjavík (þegar
eru 1.220 byggðar). Hin 61%
þjóðarinnar eiga nú að fá 1.000
íbúðir í sinn hlut. Nú, tæplega
hálfu öðru ári eftir að Alþingi
samþykkti heimild til handa Hús-
næðismálastofnuninni til fyrr-
nefndra lánveitinga, hefur stofn-
unin reyndar ekki séð sér fært að
veita lán til byggingar fleiri en
170 leiguíbúða. Á sama tíma er
gerður samningur við Reykja-
víkurborg um fjármögnun á
byggingu 300 íbúða í verka-
mannabústöðum. Þingmönnum
hugkvæmdist ekki að láta leigu-
íbúðabyggingarnar hafa forgang,
þannig að misræmið í húsnæðis-
uppbyggingunni virðist ætla að
aukast frekar en minnka.
Sveitarfélögin þurfa að fjár-
magna 20% byggingarkostnaðar
Ieiguíbúðanna. Nú virðist Hús-
næðismálastofnunin hafa uppi til-
burði til að torvelda þeim fjár-
mögnunina, en flest þeirra hyggj-
ast selja væntanlegum leigjend-
um skuldabréf fyrir þessum hluta
með fyrirheiti um forkaupsrétt
eftir 5 ár þegar selja má þær.
Fæst þeirra hafa nokkurn mögu-
leika á að leggja sjálf fram þetta
fé.
Þegar rætt er um húsnæðislána-
kerfið komum við enn að þýðingu
tekna sveitarfélaganna. Þau
þurfa að fjármagna 20%
byggingarkostnaðar leiguíbúð-
anna. Þau þurfa að leggja fram
stórfé til byggingar verkamanna-
bústaða. Tekjuhærri sveitarfélög
eins og Reykjavík hafa þarna
mikla yfirburði hvað varðar frum-
kvæði f húsnæðismálum, einum
mikilvægasta þætti byggðaþróun-
ar.
Ég hef hér að framan reynt að
sýna fram á, að Reykjavíkurborg
stendur á margan hátt betur að
vígi en önnur sveitarfélög á land-
inu. Þessi yfirburðaaðstaða hefur
meðal annars skapast vegna sam-
söfnunar ýmissa þjónustufyrir-
tækja og stofnana er þjóna öllu
landinu, en gefa höfuðborginni
einni tekjur. Tel ég að stjórnvöld
hefðu átt að fylgjast með þróun
þessara mála, meðal annars
kanna tekjur og verkefni hinna
einstöku sveitarfélaga og jafna
aðstöðumuninn, t.d. með
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Má
telja mjög eðlilegt, að þau stjórn-
völd, sem ráða málum sveitarfé-
laga grípi þannig inn í, þegar þess
er gætt, að sveitarfélögin hafa
ekki sjálfdæmi um tekjustofna
sína á sama hátt og ríkið.
Nú er svo komið, að forráða-
menn sveitarfélaga utan Reykja-
víkur vilja ekki lengur við una.
Þess er einfaldlega æskt, að dreg-
ið sé úr því misræmi, er nú ríkir.
Þá halda menn þeir, sem Markús
Örn telur sig talsmann fyrir, að
ganga eigi á hlut Reykjavíkur-
borgar, þ.e. Reykjavík eigi að
greiða kostnað byggðastefnunnar,
sem þeir nefna svo. Hógværir
menn utan Stórreykjavíkur-
svæðisins vilja orða þetta þánnig,
að þeir vilji hætta að standa undir
umframaðstöðu Reykjavíkur.
Ekki svo, að menn geti ekki unnt
Reykvíkingum og nágrönnum
þeirra góðra lífsskilyrða, síður en
svo. Enda tel ég, að nokkur að-
stöðujöfnun gæti átt sér stað, án
þess Reykvíkingar yrðu þess varir
að marki, Græna byltingin gerðist
ef til vill ekki á byltingarkennd-
um hraða, ef tekjur sveitarfélaga
væru jafnaðar að hluta. Enda á
svarta byltingin, sem fer að heyra
fortíðinni til f Reykjavík, langt í
land annars staðar. Er það ekki
einnig liður í góðum lífsskilyrð-
um Reykvíkinga, að fá tækifæri
til að ferðast um sem flesta blóm-
lega bæi og þorp á Islandi?
Framkvæmd réttlátrar
byggðastefnu yrði tæplega mis-
munun gegn Reykjavík, Eftir er
líka að sjá hvað verður úr
hástemmdum loforðum stjórn-
málamanna okkar. Nokkuð hefur
borið á tilburðum f þá átt að láta
fólkið, sem býr við lakari aðstöðu,
greiða umbæturnar úr eigin vasa.
Vafasamt er að kalla það byggða-
stefnu.