Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 2

Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTOBER 1975 DREGIÐ 15. OKT. — Um þessar mundir stendur sem hæst sala happdrættismiða í leikfangahappdrætti Thorvaldsensfélagsins. Dregið verður 15. október um eitt hundrað glæsilega vinninga, en verðgildi þeirra er frá 500 krónum upp í 40 þúsund. Einhver kann að spyrja hvaða leikfang sé svo veglegt að það geti kostað 40 þúsund krónur en þar er um að ræða svokallað gírahjól. Af öðrum meiriháttar vinningum má nefna „alvöru-píanó“ og önnur hljóðfæri. Öllum ágóða af happdrættinu verður varið til styrktar vanheilum börnum. Miðar eru til sölu víða í bænum, t.d. í Thorvaldsensbazar í Hafnarstræti. Síldin er seld intúrtunnum í Sovétrflíjunum SlLDARtJTVEGSNEFND hefur vegna misskilnings I fjölmiðlum — eins og það er orðað í fréttatil- kynningu frá nefndinni, komið á framfæri að sfldin, sem seld er til Sovétrfkjanna sé seld þar I landi upp úr tunnunum sem fullunnin neyzluvara. Segir nefndin að af þessum sökum sé um misskilning að ræða að verið sé að flytja úr landi hráefni, sem Sovétmenn taki til frekari vinnslu. I fréttatilkynningu sildarút- vegsnefndar segir um samning- inn við Sovétríkin, en um var að ræða heilsaltaða síld: „Samningurinn við Sovétrfkin hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir íslenzka saltsíldarfram- leiðslu og er þjóðhagslega mjög hagstæður, þar sem með honum er unnt að taka til manneldis- vinnslu alla þá síld, sem ekki er nægilega stór til framleiðslu á hausskorinni sííd, enda sækjast allar framleiðsluþjóðir saltaðrar síldar eftir því að geta selt smæstu síldina til þeirra landa í Austur-Evrópu, sem selja síldina heilsaltaða f verzlunum. Bjóða aðrar framleiðsluþjóðir síld þessa á langtum lægra verði en Síldar- útvegsnefnd hefir samið um.“ Dótturfyrirtæki Scandinavian Bank ltd. stofnað í Hong Kong Heldur fyrirlest- ur um húsverndun NORSKI arkitektinn Arne Berg, safnvörður við Norsk folkemuse- um I Bygdöy, er staddur hér á landi um þessar mundiri>g mun hann flytja tvo fyrirlestra f Norr- æna húsinu I þessari viku; hinn fyrri f kvöld. Koma Arne Berg hingað til lands er f tengslum við húsfriðun- arárið en hann hefur einmitt látið sig mjög skipta verndun gamalla húsa í héimalandi sínu. A fundi með fréttamönnum, þar sem Hörður Ágústsson var mættur ásamt Arne Berg, lýsti hinn fyrr- nefndi yfir ánægju sinni með komu Norðmannsins hingað til lands, en þar sem hann væri hefðu þeir Islendingar sem ynnu að varðveizlu gamalla húsa löngum átt hauk í horni. Auk þess mættum við tslendingar ýmislegt af Norðmönnum læra í þessu efni; þeir hefðu byrjað að gera sérstakar ráðstafanir til varð- veizlu fornrar byggingarlistar fyrir rúmri öld jafnframt því sem segja mætti að íslenzk bygging fram eftir öldum væri ein grein á meiði norskrar húsagerðar. Arne Berg skýrði síðan örlítið frá efni fyrirlestra sinna. Hinn fyrri verður eins og áður segir haldinn í kvöld og nefnist „Om norsk bygningsvern“. Arne Berg sagðist í þessum fyrirlestri fjalla um aðgerðir einstaklinga og opin- berra aðila varðandi varðveizlu gamalla húsa í Noregi. Kvaðst hann ætla að taka dæmi um það hvernig byggingar í bæjum og sveitum hefðu verið varðveittar, svo og heilu bæjarhverfin. Nefndi Arne Berg sérstaklega gamla hlutann í Stafangri, en þar kvað hann verndunarsjónarmiðin vera hvað mest í hávegum höfð í Noregi, jafnframt því sem gamli bæjarhlutinn þar væri að sumu leyti í töluverðri hættu vegna þess að Stafangur væri að verða miðstöð ólíuvinnslunnar við Noregsstrendur og því áreiðan- lega tilhneiging hjá fyrirtækjun- um sem þar ættu hlut að máli að reisa stórhýsi undir starfsemi sína sem mest miðsvæðis í bænum. Mun Arne Berg sýna skuggamyndir til skýringar með fyrirlestrinum. Síðari fyrirlesturinn verður laugardaginn 11. október og hefst kl. 16, en hann verður fluttur í tengslum við sýningu nýrrar litkvikmyndar um norskar staf- byggingar. Arne Berg hefur eins og að framan greinir látið húsavernd 1 Noregi mjög til sín taka. Minja- deild Norsk folkemuseum með gömlum byggingum ásamt bygg ingarsögulegum rannsóknum þeirra er þó meginviðfangsefni hans, en hann er einnig vara- formaður í stjórn „Fortids- minnesmerkesforeninga" sem bæði vinnur aó rannsóknum á menningarsögulegum arfi í húsa- gerð og stuðlar að varðveizlu hans og verndun. Að frumkvæði Menn- ingarmálasjóðs Noregs hefur einnig verið komið á fót því sem nefndist „Registrering av faste kulturminner í Norge" og fyrsta verkefnið verður byggingar. Þar er Arne Berg stjórnarformaður. Arne Berg arkitekt, safnvörður við Norsk folkemuseum 1 Bygdöy. Mismunur landhelgissamninga MENN hafa nokkuð velt þvf fyrir sér, hvers vegna Bretar telji sig hafa heimild til þess að veiða upp að 12 mílna fiskveiði- lögsögunni frá 1958, er samn- ingurinn frá 1973 fellur úr gildi, en hann var gerður milli þáverandi forsætisráðherra, Edwards Heaths og Ólafs Jó- hannessonar. llans G. Andersen sendiherra sagði Mbl. f gær að skýringin á þessu væri sú, að 1 samningn- um frá 1961 milli landanna væri sérstaklega tekið fram 1 samningum að Bretar falli frá mótmælum sfnum við 12 mflna fiskveiðitakmörkin og f þvf felst viðurkenningin. Hins veg- ar fékkst engin viðurkenning f samningnum frá 1973 á lög- skýringum aðila, enda fóru Bretar f mál við Islendinga fyr- ir alþjóðadómstólnum f Haag. í DAG verður opnað í Hong Kong Scandinavian Far East Ltd, dótturfyrir- tæki Scandinavian Bank ltd. London. Mikið fjöl- menni verður við athöfn- ina og þ.á.m. Bertil Svía- prins, sem er heiðursfor- maður sænsku útflutnings- 42 bíó á landinu TUTTUGU og fimm kvik- myndahús eru starfrækt f kaupstöðum landsins og á Sel- fossi — að þvf er segir f nýút- komnum Hagtfðindum. Elzta bfóið er Gamla Bfó f Reykja- vfk, sem stofnað er 1906, en yngsta bfóið er Sauðárkróks- bfó, sem hóf starfsemi árið 1964. Næstelzta bfóið er Nýja Bíó f Reykjavfk, sem hóf starf- semi 1912 og þriðja f röðinni er Hafnarfjarðarbfó, sem starfrækt hefur verið frá 1914. I skýrslu, sem nær yfir árið 1972, er tala sæta f bfóum landsins 9.454 og tala sýndra langra mynda það árið náði 1.886. AIls bárust Hagstofunni skýrslur frá 42 kvikmyndahús- um á landinu, er beðið var upplýsinga um starfsemi kvik- myndahúsa. samtakanna. Að sögn tals- manns Scandinavian Far East Ltd. var fyrirtækið stofnað til að auka starf- semi bankans á alþjóðlega viðskiptasviðinu, einkum í SA-Asíu. Scandinavian Bank London Ltd. var stofnaður í London árið 1969 til þess að fjármagna og auka utanríkisviðskipti Norðurlandaþjóðanna og eru eigendur 7 bankar á öllum Norðurlöndunum þ.á.m. Landsbanki Islands. Fyrsti stjórnarfundur S-Scandinavian Far East verður haldinn I næstu viku í Hong Kong. Vilja aukna um- ferðargæzlu FUNDUR kvenfélagsins f Njarð- vík, sem haldinn var f Stapa 2. október s.l., samþykkti eftirfar- andi ályktun: „Fundurinn skorar eindregið á yfirvöld að auka stórlega gæzlu á Reykjanesbraut. Þar sem vegur- inn liggur í gegnum byggðarlagið eru slys tíð, og stafa oft af of hröðum akstri eða framúrakstri. Þetta á þó aðeins við þar til viðunandi framtfðarlausn fæst á þessu.“ Kennarar gagnrýna menntamálaráðuneytið: Finnast fyrirmæli og tilskipan- ir um breytingar berast seint ALMENNUR kennarafundur var haldinn f Hagaskóla hinn 1. októ- ber sfðastliðinn. Var þar rætt um seinagang, sem oft er á fyrirmæl- um og tilskipunum frá mennta- málaráðuneytinu og segir f ályktunum, sem fundurinn lét frá sér fara, að það hljóti að „teljast óhjákvæmilegt að öll fyrirmæli og nýmæli f kennsluháttum og breytingar á skðlastarfi liggi fyr- ir áður en skólaár hefst.“ Kennarafundurinn átaldi harð- lega seinagang menntamálaráðu- neytisins varðandi tilkynningar um breytingar á prófum, kennslu- háttum og útgáfu bóka. Máli sfnu til stuðnings segja kennarar að tilkynningar um breytingar á kennsluháttum, sem rætt er um í grunnskólalögunum, hafi enn ekki borizt, en þessar breytingar kvað fundurinn þó vera taldar forsendu fyrir styttingu gagn- fræðanáms úr 4 i 3 vetur. Þá hafi tilkynningar um valkosti nemenda f 3. bekk á þessu skóla- ári borizt um það bil mánuði eftir að kennslu lauk síðastliðið vor og var því óhægara um vik að iáta nemendur velja viðfangsefni fyrir þetta skólaár. Þá segja kenn- arar að tilkynningar um að gefa skyldi einkunnir f heilum tölum á gagnfræðaprófi siðastliðið vor hafi borizt um leið og próf hófust og var þá búið að gefa einkunnir í a.m.k. tveimur greinum, sem Ioka- próf var tekið í úr 3. bekk, og tveimur greinum öðrum. Segja kennararnir í ályktun sinni að ætlazt sé til að kennsla sé mark- viss og þvf sé brýnt að þeir geti skipulagt starf sitt í upphafi skólaárs. Kennarafundurinn lætur jafn- framt i ljós vantrú á gildi marz- prófa sem fyrirhuguð eru. Telja þeir þau valda röskun á kennslu og skólastarfi á meðan þau standa og breyttu viðhorfi og hugarfari nemenda að þoim loknum. Þá segja kennararnir að samkvæmt grunnskólalögunum skuli 12 dag- ar á ári ætlaðir til prófa og virðist drjúgur hluti þeirra ætlaður til marzprófanna. Þeir segja: „Það virðist því vera stefnt að lauslegri umsögn kennara í maf í stað raun- verulegra vorprófa. Er líklegt að framhaldsskólar telji slíkar niður- stöður marktækar? Niðurstaða þessa fyrirhugaða skipulags hlýt- ur að vera sú, að úrslit marzpróf- anna einna verði talin marktæk til framhaldsnáms, en hin „frjálsa og óbundna“ kennsla kennara í apríl og maí hafi raunVerulega lítið gildi. Má geta sér til um vinnufrið og starfsáhuga síðustu vikur skólaársins. Gert er ráð fyrir, að „einkunnir á samræmdum prófum verði hlut- fallseinkunnir þannig að nokkurn veginn ákveðinn hundraðshluti nemenda hljóti hverja einkunn." Þetta er stórfellt nýmæli í einkunnagjöf hér á landi, og skal enginn dómur lagður á það að svo stöddu. Hins vegar er vandséð hvernig falla megi saman hlut- fallseinkunn nemenda, sem sýnir einungis stöðu hans gagnvart heildinni, og hefðbundna eink- unn skólans, sem leitast við að sýna kunnáttu nemandans í til- tekinni námsgrein."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.