Morgunblaðið - 08.10.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKT0BER 1975 27 — Mexicostjórn Framhald af bls. 1 hagslögsögu sem nær yfir 200 mllur frá ströndum landsins, en tekur ekki til siglinga yfirflugs og kaballagningar." Síðan sagði Echeverria: „Þetta felur I sér full yfirráð okkar yfir auðlindum alls Kaliforníuflóa.“ Gert er ráð fyrir að hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefjist 29. marz á næsta ári. — Spánn Framhald af bls. 1 ann kom í gærkvöldi til Madrid, sendiherra Vestur-Þjóðverja er væntanlegur á morgun, miðviku- dag, og sá brezki sfðar í vikunni. Alls voru 16 sendiherrar kvaddir heim. Enn er hiti f mönnum á Spáni vegna mótmæla erlendis gegn aftökunum. I dag varð tengdasonur Francos, de Villaverde markgreifi að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hann lenti í slagsmálum við hollenzka ferðamenn sem hrópuðu slagorð gegn einræðisherranum á veitingastað einum á Costa del Sol. I dag voru níu menn, sem taldir eru félagar í ETA-hreyfingu Baska, handteknir f Bilbao á Norður-Spáni, sakaðir um að hafa átt aðild að sprengjutilræðum við lögreglumenn. Fleiri en 15 fyrrum valdamenn i tékkneska kommúnistaflokkn- um, þ.á m. 2 fyrrum ráðherrar, mótmæltu í dag f bréfi til Lubomir Strougals forsætisráð- herra, aftökunum á Spáni, og leggja um leið til að lýst verði yfir sérstökum pólitísku frelsisári f Evrópu. Þá yrði „ekki einn ein- asti pólitískur fangi eftir f fangelsum Evrópu. Við skorum á tékknesku rfkisstjórnina að taka fyrsta skrefið í þess átt.“ — Portúgal Framhald af bls. I en einnig f mótmælaskyni gegn einkaeign f iðnaðinum yfirleitt. Yfirmaður norðurfylkis portú- galska hersins, Veloso, sem fyri er getið, er í nánum tengslum við hægfara herforingjana niu sem komu Goncalves úr embætti, og tók við embætti sínu fyrir mán- uði. Þá lýsti hann því yfir að hann hygðist koma á aga í hernum að nýju, en róttækir vinstri menn í hópi óbreyttra hermanna hafa unnið að því að draga úr agaher- ferð Veloso. I verkfalli stáliðnaðarmanna í dag sáust á lofti spjöld með áletrunum á borð við: „Ef borgarastéttin vill borgarastríð, þá erum við tilbúnir til að berjast!" Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagslandanna ræddu f dag við Ernesto Melo Antunes, utan- ríkisráðherra Portúgala f Luxem- burg, og ákváðu að veita Portúgöl- um meir en 75 milljón sterlings- pund í efnahagsaðstoð nú þegar. Einnig mun EBE sjá Portúgölum fyrir matvælum og Iyfjum vegna flóttamannastraumsins frá Angóla og veita aðstoð við lántöku hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum til að reyna að snúa hinum óhag- stæða viðskiptajöfnuði landsins við. Antunes sagði í dag, að greiðslujöfnuðurini> myndi í ár verða óhagstæður um 500 milljón sterlingspund og efnahagslffið kynni að lamast, t.d. kynni inn- flutningur á nauðsynlegum neyzluvörum að stöðvast ef ekki væri að gert. — Nautakjöt Framhald af bls. 28 nautakjöti einungis f gegnum verslanir en hingað til hafa bænd- ur sjálfir selt beint til neytenda töluvert magn á hverju ári. Gunn- ar sagði erfitt að fullyrða um hversu mikið magn væri selt beint en ætla mætti að það væri milli 300—400 tonn á ári. Þegar kjötið hefur verið selt með þess- um hætti hafa bændur ekki feng- ið lögboðin gjöld greidd í sjóði landbúnaðarins og hefur það m.a. komið í veg fyrir rétt þeirra til lána. Hjá Gunnari kom fram að mæta yrði samdrætti í sölu kindakjöts hér innanlands með auknum út- flutningi á því, en nægir markað- ir eru fyrir kindakjöt og fæst ágætt verð fyrir það. Á tveimur síðustu árum hefur nokkurt magn nautakjöts verið flutt út og hefur fengist mjög lágt verð fyrir það. Samkvæmt þeim útreikningum, sem framkvæmdir hafa verið vegna hugsanlegra niður- greiðslna á nautakjöti, er gert ráð fyrir að nautakjötsneysla hér inn- anlands svari til þess magns, sem slátrað er og ætti útflutningur á nautakjöti þannig að verða úr sög- unni. Tillögur framleiðsluráðs og sex- mannanefndar gera ráð fyrir að skráð verði smásöluverð á fimm flokkum beinsteika, gúllasi og hakki; ef kjötið verður brytjað smærra er verðlagning þess frjáls milli kaupenda og seljenda. Gunnar Guðbjartsson sagði það ósk þeirra hjá framleiðsluráði að tekin, yrði ákvörðun um niður- greiðslur á nautakjöti sem fyrst og fyrir næstu mánaðamót, þann- ig að hægt yrði að selja nauta- kjötsframleiðslu þessa hausts með þessum hætti. M.F.Í.K. mótmæla MENNINGAR- og friðarsamtök íslenzkra kvenna hafa lýst andúð sinni á fjöldahandtökum, fangels- isdómum og aftökum frelsisunn- andi alþýðufólks á Spáni — eins og það er orðað í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. Skorar fundur, sem haldinn var í samtök- unum, á fslenzka alþýðu að láta í ljós samúð sína með spænsku verkafólki og vill að Islendingar hætti skemmtiferðum til Spánar á meðan ógnaröld stendur þar yfir. — Stal nafni. . Framhald af bls. 28 fréttaritari Morgunblaðsins hefur eftir blöðum í Gautaborg, sem skrifað hafa um málið, seg- ir að Svíinn hafi undir hinu fslenzka nafni hafið nýtt líf í Gautaborg sem góður og gegn borgari. Á þessu nafni hafi hann t.d. fengið bankalán upp á meira en hálfa milljón fs- lenzkra króna, sem hann keypti sér sfðan bát fyrir. Hann gegndi og öllum sfnum opin- beru skyldum og greiddi skatta sína samvizkusamlega. ©TVÍFARINN SEGIR TIL SlN Auðvitað fór ekki hjá þvf að Friðjón yrði hins sænska „tvffara sfns var sérstaklega með tilliti til þess að samningur er milli íslands og Svíþjóðar um að fyrir- byggja tvfsköttun. „Þó var það fyrst núna i ár að ég fór að verða þess verulega var að ýmislegt var ekki eins og það átti að vera,“ sagði Friðjón ennfremur. „Til dæmis fékk ég ekki send fram- talseyðublöð eins og gert er ráð fyrir, og þegar ég' fór að spyrja hverju það sætti, var mér tjáð að það væri af því að ég byggi f Svíþjóð um þessar mundir. Sama sagan var þegar ég reyndi að ná mér í veðbókarvottorð út af bílnum mfnum — þá lenti ég í töluverðu vafstri við að sann- færa skrifstofuvaldið hér um að ég hefði ekki sænskt heimilisfang". • GIFTINGIN En það var fyrst þegar Friðjón hinn sænski Valgeirs- son ákvað að gifta sig, að allt komst upp. Honum var ekki kunnugt um að fyrra hjóna- band hans var úr gildi svo að hann ákvað að ganga f heilagt hjónaband í Svíþjóð undir hinu íslenzka nafni sínu. Reglum samkvæmt var giftingarvott- orðið sent hingað til lands og þeir á Hagstofunni ráku upp stór augu, þegar þeir urðu þess áskynja að Friðjón Valgeirsson var að kvænast öðru sinni — meðan fyrra hjónaband hans var í fullu gildi. Og starfsfólk Hagstofunnar höfðu upp á Frið- jóni Valgeirssyni hérlendis og tóku hann tali. „Hagstofan ætlaði í fyrstu ekki að trúa mér,“ sagði Friðjón. „Þeir spurðu mig í þaula um það hvort ég hefði ekki gift mig þarna úti í Svfþjóð í ágúst, hvort ég hefði ekki verið þar á ferð um þetta leyti og svo fram- vegis. Það var ekki fyrr en ég hafði lagt fram vottorð frá yfir- boðurum mínum í Tollgæzlunni um að ég hefði verið í vinnu þennan tiltekna dag, sem gift- ingarvottorðið frá Svíþjóð kvað á um, að mér tókst loks að sann- færa þá“. • AFHJUPAÐUR Málið var sent héðan út til hinnar sænsku þjóðskrár, og Friðjón hinn sænski Valgeirs- son var afhjúpaður. Hefur hann nú verið ákærður fyrir að nota fölsk persónuskilríki. Þá er þess og getið, að hann hefur ekkert frétt af fjölskyldu sinni frá þvf að hann hvarf fyrir tíu árum, en ekki greina sænsku blöðin frá því hvernig nýju konunni varð við, að maður hennar skyldi eftir allt vera að- eins venjulegur Svíi en ekki Islendingur. — Lögreglumenn Framhald af bls. 28 menn og konur og spunnust mikl- ar umræður um verkfallsréttinn og kröfuna um hann opinberum starfsmönnum til handa. Að sögn Gísla Guðmundssonar sýndist flestum, sem tóku til máls, hér vera um réttlætismál að ræða. I fundarlok fór fram leynileg könn- un á skoðunum fundarmanna í þessu máli. — Verkfall Framhald af bls. 28 kennarar og yrðu meðhöndlaðir sem slfkir. Samþykktu það allir nema fulltrúi launadeildar fjár- málaráðuneytisins, sem neitaði að viðurkenna kennarana sem félaga í Félagi menntaskólakennara. Sagði Hjálmar Arnason, að-ljenn- ararnir liðu ekki að á þá yrði litið, sem annars flokks kennara og menntaskólann, sem þeir ynnu við þá sem annars flokks skóla. Launamismunurinn, sem mynd- ast við þessa deilu skiptir hvern og einn kennara talsverðu máli, auk þess sem þeir lfta málið einn- ig frá öðrum augum en fjárhags- legum. Eftír kennarafundinn, þar sem samþykkt var að fella niður kennslu, voru nemendurnir, sem málið varðar, kallaðir saman f samkomusal skólans og þeim gerð grein fyrir samþykkt kennar- anna. Eftir að nemendurnir höfðu rætt málið f sínum hóp, sam- þykktu þeir að standa við bakið á kennurunum og gerðu svohljóð- andi samþykkt: „Sameiginlegur fundur menntaskólanema við Flensborg- arskóla samþykkir einróma stuðn- ing við réttlátar launakröfur kennara skólans og fordæffiir um leið óraunhæfar aðgerðir viðkom- andi ráðuneyta gagnvart kennur- um, þar sem þeir eru álitnir annars flokks menntaskólakenn- arar við annars flokks mennta- skóla. Nemendur samþykkja að mæta ekki til náms fyrr en viðun- andi lausn hafi fengizt á málinu, því að menntaskólanemendur Flensborgarskóla sætta sig engan veginn við að útskrifast sem annars flokks stúdentar.“ Morgunblaðið leitaði í gær um- sagnar Höskulds Jónssonar, ráðú- neytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu, á aðgerðum kennaranna. Hann sagði að ráðuneytið hefði í gær fengið ákaflega lauslegar spurnir af vinnustöðvun kennar- anna. Skólastjóri Flensborgar- skóla hafi hringt til fjármálaráð- herra og ættu þeir með sér fund um málið í dag. Ályktun funda vegna fnálsins kvað hann ekki haf a borizt ráðuneytinu. — Rússar semja Framhald af bls. 13 Samningurinn hefur ekki verið birtur, en talið er að þar sé sleppt yfirlýsingum um baráttu fyrir sameiningu Þýzkalands. Talsmaður aðalandstöðuflokks stjórnarinnar, Kristilega demó- krataflokksins, kallaði nýja samn- inginn „skripaleik" sem væri'sett- ur á svið að austur-þýzku þjóðinni fornspurðri. Bonn-stjórnin sagði að nýi samningurinn breytti í engu rétt- indum og skyldum fjórveldanna í Þýzkalandsmálinu. Stjórnin sagði að nýi samningurinn hefði ekki áhrif á samninga hennar við Aust- ur-Þjóðverja og Rússa. — Fjölmörg Framhald af bls. 3 iðnaðarins svo sem skattamál, tollamál og verðlagsmál. Enn- fremur verður fjallað um marg- vísleg önnur málefni og má þar nefna útflutnings- og markaðs- mál, innkaup opinberra aðila, iðn- löggjöfina o.fl. Þetta er í fyrsta sinn sem iðn- þing er haldið eftir all miklar breytingar, sem gerðar voru á skipulag Landssambands, iðnaðarmanna fýrir tveimur ár- um. M.a. er nú í lögum Landssam- bandsins gert ráð fyrir lengri og meiri undirbúningi þingsins en áður hefur verið og er iðnþing nú haldið annað hvert ár. Rétt til þingsetu eiga um 140 fulltrúar víðs vegar að af landinu. — Reyndu að Framhald á bls. 27 sagði að athæfi þetta væri ekki gert með vilja eða vitund flokksstjórnarinnar. Formaður járniðnaðar- mannasambandsins, Bertil Lundin, sagði í dag að sam- bandið hefði gefið 75,000 krón- ur til Sósíaldemókrataflokksins í Finnlandi, og hefði átt að verja upphæðinni til upplýs- ingastarfsemi meðal finnskra járniðnaðarmanna, bæði I Finn- landi og Svíþjóð, og taldi Lundin að þessu upphæð hlyti að vera hluti af peningunum sem smygla átti úr landi. Einn Finnanna sem yfirheyrður var á flugvellinum hefur skýrt frá því að öll upphæðin, 244,800 kr., væri gjöf til sósíal- demókratísku kosninganefnd- arinnar í finnska járniðnaðar- mannasambandinu. Fjármála- stjórinn, sem að sögn Finnana afhenti þeim peningana, er hins vegar á fundi i Japan. Sænsk stjórnvöld rannsaka nú málið og verður metið hvort ákæra verður lögð fram og peningarnir innkallaðir aftur. Þá sagði fjármálastjóri finnska járniðnaðarmannasam- bandsins, Pentti Kymensalo, sem er sósiaidemókrati, að sam- band hans ætti ekki fulltrúa á flokksþingi sænskra sósial- demókrata í Stokkhólmi, og formaður sambandsins, Sulo Penttilæ, sagði að samstarf norrænna járniðnaðarmanna væri eingöngu innan ramma verkalýðsfélaganna. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Svæðamóti Sovétrikjanna er nú lokið og urðu úrslit þau, að fjórir ungir skákmeistarar urðu efstir og jafnir og tryggðu sér þannig farseðla á millisvæða- mótin. Þessir fjórir voru: V. Savon, Ju. Balashov, V. Ceskovsky og B. Gulko. Allir eru þessir menn þekktir I skák- heiminum, Savon er fyrrver- andi skákmeistari Sovétríkj- anna og tók þátt I millisvæða- mótinu i Petropólis 1973. Bala- shov er einnig stórmeistari, en minna þekktur utan Sovétríkj- anna. Þeir Ceskovsky og Gulko eru báðir tillitslausir, en þó mjög öflugir skákmeistarar. Ceskovsky er raunar nýjasta stjarna Sovétmanna vakti fyrst verulega athygli fyrir 2—3 árum. Boris Gulko vakti ungur athygli er hann komst í úrslit á skákþingi Sovétríkjanna 1965. Síðan bar litið á Gulko unz hann varð skákmeistari Moskvu í fyrra. Allir eru þessir meistarar ungir að árum, um þritugt, og verður þvi gaman að fylgjast með frammistöðu þeirra. önnur úrslit urðu sem hér segir: 5.—6. Gúfeld og Tai- manov 8,5 v., 7.—9. Alburt, Beljavsky og Holmoff 8 v., 10. Vasjukov 7,5 v., 11.—12. Bron- stein og Vaganjan 7 v., 13.—14. Dvoretsky og Tukmakov 6 v., 15. Romanishin 5 v„ 16. Grigorjan 4,5 v. Eins og sjá má var keppnin afar hörð, þar sem aðeins einum og hálfum vinn- ingi munar á 1. og 10. manni. Gamla kempan D. Bronstein má muna sinn fffil fegri. Hann var þó ekki með öllu h&illum horfinn í þessu móti og telfdi m.a. skákina sem hér fer á eftir. Hvftt: D. Bronstein Svart: R. Holmoff Kóngsbragð 1. e4 — e5, 2. f4 — Rf6, (Þessi leikur er fremur sjald- gæfur, en engan veginn slæm- ur) 3. Rf3 — Rxe4, (Eða 3. — exf4, 4. e5 — Rh5). 4. d3 — Rc5, . fxe5 — d5, 6. d4 — Rc6, 7. c4 — c6, 8. Rc3 — Be7, 9. Be3 — 0—0, 10. Dd2 — b6, 11. Bd3 — Ra6, 12. cxd5 — cxd5, 13. Hdl — f5, 14. exf6 e.p. — Hxf6, 15. 0—0 — Rac7, 16. Re5 — Rf8, 17. Hfel — Bd7, 18. Bc2 — Be8,19. Bb3 — Kh8. (Báðir keppendur hafa nú lokið liðskipan sinni. Hvítur hefur augljóslega undirtökin í stöðunni, riddarinn á e5 er mjög sterkur maður, og svartur verður stöðugt að gæta peðsins á d5. Auk þessa á svartur í nokkrum erfiðleikum með að finna mönnum sínum heppi- lega reiti). 20. Bg5 — He6, 21. Df2 (Hér kom einnig sterklega til greina að leika 21. Bxe7 — Hxe7, 22. Df4 — Rfe6, 23. Df3 og svartur getur ekki valdað peðið á d5). 21. — Bf6, 22. Df3 — Hd6, 23. Bf4 (23. Rg4 lítur vel út, en svartur svarar því með 23. — Bh5). 23. — Rfe6, 24. Bg3 — Rg5, 25. Dd3 — Bh5, 26. Hcl — Rce6, (Svartur hefur óneitanlega náð að rétta nokkuð úr kútnum, en peðið á d5 er honum þó stöðugt fjötur um fót). 27. Bc2 (Hótar h4). 27. — Dg8, 28. Bb3 — Dd8, 29. Rb5 (Vinnur skiptamun, en barátt- unni er þó ekki lokið, þar sem svartur fær gott mótspil. Bron- stein var nú að komast I mikið timahrak). 29. — Hd7, 30. Rxd7 — Dxd7, 31. Rc7 — Bg6, 32. Dd2 — Hd8, 33. Rxe6 — Rxe6, 34. Bf2 — Rg5, 35. Be3 — Re4, 36. De2 — b5, 37. a3 — a5, 30. Hcdl — a4, 39. Bc2 — Be7, 40. Bf4 — b4, 41. axb4 — Bxb4, 42. Hfl — a3, (Tímahrakinu er lokið og nú gefur Bronstein skiptamuninn aftur, en fær fyrir hann tvö peð og gjörunnið tafl). 43. bxa3 — Rc3, 44. Dd2 — Rxdl, (44. — Bxc2, 45. Dxc2 — Rxdl, 46. axb4 var lítið betra). 45. axb4 — Rb2, 46. Bxg6 — Rc4, 47. Dd3 — hxg6, 48. Dxg6 — Kg8, 49. h3 — He8, 50. Bg3 — He4, 51. b5 — Hxd4, 52. Hal! og svartur gafst upp. Eftir 52. — Db7, 53. ~~v~ Kh7, 54. Ha8 er öll barátta vonlaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.