Morgunblaðið - 08.10.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.10.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÖBER 1975 11 Undanfarin þrjú ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið stjórnmálaskóla í Reykjavík. I skólanum hefur verið veitt þjálfun f ræðumennsku og fundarsköpum svo og fræðsla um félagsfræðileg og stjórnmálaleg efni. Þátttaka I skólanum hefur vérið mjög góð í þau þrjú skipti, sem hann hefur verið haldinn og þátttakendur víðs vegar að af landinu. Nú hef- ur verið ákveðið að skólahaldið Þátttaka og félagsmálum. Sérfræðingar á hverju sviði flytja fyrirlestra og annast um kennsluna að öðru leyti". Hver er megintilgangurinn með slíku skólahaldi? „I Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins er lögð megináherzla á að veita þátttakendum aukna fræðslu um stjórnmál almennt og stjórnmálastarfsemi. Við reyndum að veita nemendum Þátttakendur I Stjórnmálaskóla Sjáfstæðisflokksins 1974. i stjorn- málastarfi krefst undirstöðuþekkíngar — segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skóla- stjóri Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins er stendur 13.—19. okt. fari fram frá 13. — 19. október n.k. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hefur verið skólastjóri Stjórn- málaskólans frá því hann hóf starfsemi sína á nýjan leik árið 1972. Morgunblaðið sneri sér í gær til Vilhjálms og bað hann að gera nokkra grein fyrir skólahaldinu. Hann sagði — „Skólinn hefst 13. október n.k. og stendur í eina viku eða til 19. október. Kennsla hefst á hverjum morgni kl. 9.00 og stendur til hádegis. Síðan er byrjað á ný kl. 13.30 og haldið áfram til kl. 18.00. Námsgreinar fjalla um helztu viðfangsefni í stjórnmálum 500 þús. kr. til náms í snjóflóða- fræðum I SAMBANDI við snjóflóðasöfn- un þá, sem Norðfirðingafélagið í Reykjavík, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross tslands beittu sér fyrir s.l. vetur, var ákveðið að verja hluta vaxta af söfnunarfénu eða allt að 500 þús. kr. til náms í snjóflóðavörnum, að viðbættum fargjöldum. Styrkurinn verður veittur þeim er styrkveitendur samþykkja til að kynna sér snjóflóðavarnir í 4 mánuði, og þá einkum haft I huga: A. Björgunaraðgerðir vegna snjóflóða (umsækjendur skulu hafa reynslu í björgunum). B. Snjóflóðavarnir (um- sækjendur skulu vera bygginga- verkfræðingar eða bygginga- tæknifræðingar). C. Snjóflóðaspá eða sjóflóðafræði (umsækjendur skulu vera veðurfræðingar eða jöklafræðingar.) Umsóknir skulu berast til skrif- stofu Rauða kross íslands, Nóa- túni 21, fyrir 20. nóvember n.k. þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Ennfremur verður styrkurinn auglýstur á síðum dag- blaðanna á næstunni. Al'GI.YSINGA- SÍMLNN ER: 22480 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. meiri fræðslu um stjórnmálin en þeir eiga kost á daglega og reynt er að skyggnast dýpra í hug- myndafræðilega og praktiska þætti stjórnmálastarfseminnar. Mikilvægur þáttur f skólahald- inu er að þjálfa nemendur í að koma fyrir sig orði og taka þátt í almennum umræðum, en þjálfun af því tagi er yfirleitt ekki að fá í skólum landsins. Með þessu móti viljum við gera fólk hæfara til þátttöku í stjórnmálum og al- mennu félagsmálastarfi". Þarf það sjálfstæðisfólk, sem áhuga hefur á skólahaldinu, að vera flokksbundið eða eru sett einhver skilyrði fyrir þátttöku? „Nei, það eru engin sérstök skil- yrði sett fyrir þátttöku í Stjórn- málaskólanum. Skólinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki, hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Og ástæða er til að árétta alveg sér- staklega, að hann er opinn fólki á öllum aldri“. Ertu ánægður með skólahaldið og árangur þess í þau þrjú skipti sem skólinn hefur verið haldinn, eftir að hann var endurreistur? „Ég held, að óhætt sé að segja, að skólahaldið hafi heppnazt von- um framar og orðið þátttakendum til mikils gagns. Þeir leiðbein- endur og kennarar, sem flestir hafa kennt við skólann frá þvf hann var endurreistur, hafa sýnt mikinn áhuga á þessu starfi og stuðlað að því að gera allt skóla- haldið skemmtilégt og frjálslegt. Og ástæða er til að geta þess, að kennarnir hafa innt allt sitt starf af hendi í sjálfboðavinnu. Fjölmargir nemendur þriggja fyrri skóla hafa orðið mjög virkir í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins í sínum heimabyggðum og margir tekið við forystustörfum. Nú þegar hafa margir skráð sig til þátttöku í skólanum og hvet ég þá, er áhuga hafa til þess að gera það sem allra fyrst,“ sagði Vil- hjálmur að lokum. í skólanefnd Stjórnmálaskólans eiga sæti. Friðrik Sophusson, for- maður, Guðni Jónsson, Hrönn Haraldsdóttir, Lárus Ragnarsson, Unnur Jensdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Scandinavian Bank Limited Okkur er ánægja að kynna útibú okkar í Hong Kong sem er einkaeign okkar Scandinavian Far East Limited. Bankinn mun annast: 1. útián í Euro-myntum 2. Samninga á milli banka um lánsfjáröflun (syndication) 3. Lánsfjáröflun til sérstakra framkvæmda (project finance) 4. Hverskonar gjaldeyrisviðskipti Eigendur (með 1000 sknfstofur í Scandinavian Bank Limited Skandinaviu). Skandinaviska Enskilda Banken (Sweden) Bergens Privatbank (Norway) Den Danske Landmandsbank (Denmark) Den Danske Provinsbank (Denmark) Landsbanki Islands (Iceland) Union Bank of Finland formerly Pohjoismaiden Yhdyspankki Nordiska Föreningsbanken (Finland) Skánska Banken (Sweden) 36, Leadenhall St., London EC3A iBH Telephone: 01-709 0565. Telex: 883221 Scanbank. Registered Number: 949047 London. Hong Kong Subsidiary Scandinavian Far East Limited, 2006 Hutchison House, Hong Kong. Tel: 5-266306. Telex: HX 76400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.