Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 19

Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTOBER 1975 19 Ásgeir Jónsson jám- smiður—Minning Ásgeir lést í Vifilsstaðaspítala sunnudaginn 28. september. Hann var fæddur að Klifshaga í Axarfirði 29. nóvember 1901, sonur hjónanna Sigríðar Tómas- dóttur frá Hróastöðum í Axarfirði og Jóns Snorra Jónssonar kopar- smiðs, sem ættaður var úr Dala- sýslu. Mín fyrstu kynni af Asgeiri voru þau, að við stunduðum smíðanám á sama tima I Vélsmiðj- unni Hamri hér í bæ og lukum námi í sömu grein, en það var svonefnd eldsmíði. Asgeir var lítið eitt eldri og stóð að öllu leyti ofar í samfélagi smiðjunnar. Framkoma og samskipti Asgeirs við alla var alveg sérstök. Alúð og hjálpsemi var honum í blóð borin og fáguð framkoma yfirgaf hann aldrei. Ásgeir var snillingssmiður, og virtist sem allt yrði létt í meðferð hans, þótt öðrum veittist sem mesti þrældómur, má þar til nefna, að ekka minnist ég þess að þekkja neinn, sem þurfti að reyna sig við hann t.d. við að hnoða saman plötuskeyti, hvort heldur. var á skipsbyrðing eða olíugeymi en hvorttveggja þótti vandaverk. Þess má geta, að nú á timum eru slíkar samsetningar rafsoðnar. Þá má nefna allar þær vogir stórar og smáar, sem Ásgeir var með að smlða og ganga frá til löggild- ingar, þær stærri, bílavogir, fyrir margra smálesta þunga. Þá er full ástæða til að geta, að þær eru ótaldar allar öryggislæsingar, sem hann smíðaði fyrir hinar ýmsu öryggisgeymslur víða um land. Ég læt þessi dæmi nægja um verk- efni Ásgeirs, og hafi ég nokkurn tima kynnst þúsund þjala smið, þá var það hann. Ásgeir hafði fleira til síns ágæt is en það sem viðkom vinnuhæfi- leikum hans; hann var afbragðs söngmaður, röddin sérstaklega hljómfögur, og ekki er ég frá þvi, að við, sem nutum þeirrar ánægju að raula með, þegar hann tók lagið, hafi þótt við sjálfir syngja meira og betur en ella. Annan meðfæddan hæfileika átti Ásgeir í rikum mæli, en hann var sá, hve Þóra Hannesdótt- ir—Minningarorð Þóra fæddist I Reykjavík 10. okt. 1909, dóttir hjónanna Þor- bjargar Guðlaugsdóttur og Hannesar Jónssonar, en bæði voru þau borgfirskrar ættar. Báðir foreldrar Þóru létust frá börnum sínum ungum, þá tvístr- aðist systkinahópurinn. Þá fóru Þóra og Lára systir hennar til móðurafa þeirra, Guð- laugs Torfasonar trésmiðs og konu hans Sigríðar Jónsdóttur er þá og síðan bjuggu við Vesturgöt- una, en frá þeim tíma skildu ekki leiðir þeirra meðan öll lifðu, enda kærleikar miklir þar í milli. Það er nú komið nokkuð á fimmta áratug frá því ég sá Þóru í fyrsta sinn, en þá var hún heit- bundin æskuvini mínum og sveit- unga Gústaf A. Guðmundssyni frá Mýrdal í Hnappadalssýslu siðar póstfulltrúa í Reykjavik, en þann 29. des. 1932 voru þau Þóra og Gústaf gefin saman f hjónaband. Fáum árum síðar fluttust þau að Mánagötu 16 og bjuggu þar I 13 ár, en systir mín Anna og maður hennar Páll Þorbergsson áttu húsið. Þá þegar myndaðist sú vinátta milli heimilanna er vara mun i minningunni um ókomin ár, þar sem bæði heimilin urðu sem eitt í vináttu og umgengni allri, þess vegna sakna þau eldri hjónin nú vinar í stað við andlát Þóru. 1 sambúð Þóru og Gústafs ríkti ávallt sönn vinátta ’ og sérstök heimilisrækni, enda bæði hjónin samhent i því að fegra og snyrta heimilið, kom þar fram hlutur Þóru, sem með sinni fallegu handavinnu o.fl. prýddi heimili sitt. Þóra var ein hinna mörgu kvenna er kjósa helst að vinna störf sin í kyrrþey. I tuttugu og eitt ár hafa þau hjón búið í Skipholti 28 í eigin íbúð sem eins ,og áður er sagt er húsráðendum til sóma. I mörg ár vann Þóra utan heimilis, þar lágu um skeið saman leiðir þeirra konu minnar og Þóru. Þó að kona mfn hafi áður þekkt Þóru, þá hafði hún orð á því að jafn góða konu og Þóru hafi hún ekki oft fyrir hitt, mun ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og'hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. þetta lfka hafa verið samdóma álit þeirra er Þóru þekktu best. Einkadóttirin Sigríður er gift Karli Asgrímssyni bifreiðastjóra frá Borg í Miklaholtshreppi, nú búsett í Skipholti 38. Barnabörn- in Gústaf Adolf og Þóra voru augasteinar ömmu sinnar og þeirra beggja hjóna, þótt heimilin væru tvö ríkti ávallt andi bræðra- lags, sem eitt heimili væri, enda hefur kærleikur og sönn vinátta verið ríkjandi meðal fjölskyld- unnar. Dagfar Þóru einkenndist af ró- lyndi og ljúfmannlegri háttprýði. Æðruleysi og rósemi húsfreyju, ásamt vinsamlegu viðmóti þeirra hjóna verkaði vel á gesti þeirra svo að þar leið hverjum vel. Nú er Þóra farin í þá för sem fyrr eða siðar bíður okkar allra. „Gott er heilum vagni heim að aka,“ kom mér í hug þegar vinur minn Gústaf hringdi til mín og sagði mér andlát konu sinnar, þannig var hennar líf. Góðar kveðjur og góðir hugir fylgja hinni vammlausu konu til fyrirheitna landsins, þar sem hennar munu bíða vinir í varpa. Megi vissan um endurfundi sefa sorg syrgjenda. Persónulega kveðjum við hjón- in ágæta vinkonu með virðingu og þakklæti fyrir áratuga vináttu og tryggð. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur, sér- stakar kveðjur til manns hennar sem mest hefur misst, þá skal ekki heldur gleyma ömmudrengn- um nafna afa síns, sem notið hefur flest allar helgar siðan hann kom til Reykjavikur gisti- vináttu hjá ömmu og afa. Þóra andaðist eftir stutta legu á sjúkrahúsi 3. okt. sl. og verður kvödd frá Háteigskirkju í dag. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Árnason. hann átti ákaflega létt með að mæla fram vísu, hann var sem sagt snilldar hagyrðingur; að ég ekki nota orðið skáld, er af þvi, að hann hefði ekki samþykkt það sjálfur. Tækifærisvísur hans voru oft afar skemmtilegar og urðu landfleygar, að ég ekki tali um ljóð, sem hann orti eða þýddi við vinsæl dægurlög þeirra tíma, sem mikið voru sungin, án þess að fólk gerði sér far um að leita höf- undar, en Ásgeir gerði það oft I grini, að undirrita vísur sínar, ef hann þá skráði þær, eða smá- kvæði með höfundarnafninu: Járnsmiður Jónsson. Arið 1931 kvæntist Ásgeir Jó- hönnu Sigurðardóttur, ættaðri frá Bakkafirði. Þau eignuðust þrjá drengi og ólu auk þess upp einn sonarson. Ásgeir og Jóhanna bjuggu um sex ára skeið í Hvera- gerði. Þar vann Ásgeir mest að pipulögnum og öðrum viðgerðum. Annars var hans aðal vinnustaður I Landsmiðjunni, meðan starfs- þrekið entist, en þar hóf hann störf 1930. Guð blessi ekkju hans, börn og aðra ástvini. Að endingu þakka ég Asgeiri Jónssyni samveruna í fimm ára- tugi. Þorv. Brynjólfsson. Hákon Barðason Minningarorð Fæddur 18. febrúar 1927 Dáinn 6. september. 1975 Ég vil með örfáum orðum minnast vinar míns, Hákonar Barðasonar loftskeytamanns Hákon var fæddur i Kaupmanna- höfn þann 18. febr. 1927. sonur hjónanna Teresiu Guðmundsson fyrrverandi Veðurstofustjóra og Barða Guðmundssonar þjóð- skjalavarðar, sem lést 1957. Þau hjón fluttust heim til Is- lands 1929. með börn sin tvö, og settust að í Reykjavík. Ólst Hákon þar upp. Að gagnfræðaprófi loknu, lagði Hákon stund á loft- skeytafræði* og lauk prófi I þeirri grein. Árið 1954 veiktist Hákon af hættulegum sjúkdómi og náði aldrei fullri heilsu siðan. Þetta hlutskipti sitt bar hann með hóg- værð og æðruleysi og kvartaði aldrei. Hákon var drengur góður. Aldrei heyrði ég hann hallmæla einum né neinum. og Iagði ævin- lega gott til allra mála. Hákon bar með sér sérstakan þokka, svo hugljúfur aðlaðandi og hlýr í viðmóti. Manni leið vel I návist hans. og gat svo auðveld- lega gleymt öllu dægurþrasi iiðandi stundar. Háttvisin var honum svo eðlis- læg, alltaf glaður og ánægður. Frá honum streymdi ylur og kær- leikur til alls sem lifir. Maður varð betri maður í návist hans. Þakklátur fyrir hvað litið, sem fyrir hann var gert. Með fram- komu sinni hefur hann reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Ég átti því láni að fagna að eignast vináttu Hákonar, sem aldrei brást. Ég vil nú þakka honum allar góðar samverustund- ir, bæði á heimili hans og móður hans og eins þegar hann kom í heimsókn. Hann var sannarlega aufúsugestur. Nú er sætið hans autt, því nú e hann farinn á fund feðra sinna, á miðjum aldri. Meira að starfa guðs um geim. Ég þakka Hákoni vináttu hans. Bið ég algóðan guð að leiða hann á sinum vegum og vera sól og skjöldur aldraðri móður og öðrum ástvinum hans. Minningin um Hákon mun lýsa okkur öllum, eins og skinandi perla, sem mölur og ryð færekki grandað. Þar sem góðir menn fara þar eru guðs vegir. Þeirra verður minnst, meðan sólin skín og daggardropar drjúpa. Blessuð sé minning þín. Fanney Gunnarsdóttir. Húseigendatryggíng SJÖVÁ bcetir vatnstjón, glertjón, foktjón og óbyrgóarskyld tjón. Svo er 90 % iógjalds fródróttarbœrt tíl skatts. SUÐURL ANDSBR AUT 4 82500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.