Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 28

Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 28
metsölu A ENSKU I VASABROTI SOftA HUSIO lAUGAVt’Gl i/8. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1975 Flensborgarskóli: Kennarar við fram- halds og mennta- deildir 1 verkfalli KENNARAR viö framhalds- og menntadeildir Flensborgarskóla samþykktu á fundi f gærmorgun aö kennsla félli niður um óákveð- inn tfma f deildunum, unz ieið- rétting hefði fengizt á launamál- um þeirra, en launadeild fjár- málaráðuneytisins hefur ekki viljað viðurkenna ákveðnar kröf- ur kennaranna, sem telja sig að- ila að félagi menntaskólakcnnara og eigi þvf að fá hærri laun en ella. Kennsla heldur áfram við gagnfræðadeild skólans. Hjálmar Árnason, formaður kennarafélags skólans, sagði í við- tali við Mbl., að upphaflega hafi málið komið upp á yfirborðið í haust, er kennárar hófu kennslu. Þá ákváðu þeir að gefa mánaðar frest, en nú kvað hann liðnar 5 vikur án þess að kennararnir hefðu fengið leiðréttingu sinna mála og því væru þeir neyddir til þess að gera þessar ráðstafanir. Á fundi, sem haldinn var um málið í haust og fulltrúar menntamála- ráðuneytisins, fjármálaráðuneyt- isins og fjölbrautarskólans i Flensborg sátu, var samþykkt að kennararnir væru menntaskóla- Framhald á bls. 27 Vilja landanir íslenzkra skipa Ljósmynd Sv. Þorm. ER ÞETTA EKKI HIÐ EIGINLEGA ÁRBÆJARHVERFI? — Myndin er tekin einn góðviðrisdaginn í fyrri viku af minjasafnshúsunum í Arbæ. I baksýn er Esjan grá niður í byggð. Niðurgreiðslur á nautakjöti: Tillögur gera ráð fyr- ir um 36% verðlækkun FISKMARKAÐIR víða f Evrópu sækjast nú eftir að fá íslenzk skip þangað til að selja afla sinn. Morgunblaðinu er kunnugt um, að forráðamenn fiskmarkaðsins f Fleetwood f Englandi vilja nú fá fslenzk skip til að selja afla sinn þar, en mun styttra er að sigla þangað heldur en til Grimsby og HuII og á stríðsárunum sigldu fs- lenzk skip ævinlega til Fleet- Lögreglumenn ræddu verkfall á félagsfundi ALMENNUR fundur var í fyrra- kvöld haldinn í Lögreglufélagi Reykjavíkur, þar sem fjallað var um verkfallsheimild félagsins, en félagið er sem önnur félög opin- berra starfsmanna í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Á fundinn kom Kristján Thoriaeius, formaður BSRB. Fundinn sátu um 80 lögreglu- Framhald á bls. 27 wood. Hins vegar er talið að markaðurinn f Fleetwood þoli ekki eins mikið álag og markað- irnir f Grimsby og Hull. Nokkur íslenzk skip selja afla sinn um þessar mundir í Englandi og í Belgíu. Runólfur frá Grund- arfirði seldi í gær 98 tonn fyrir 8.6 milljónir íslenzkra króna og fékk meðalverðið 87 krónur. Það skip, sem seldi á undan Runólfi í Ost- ende, fékk hins vegar 125 krónur. Júpiter frá Reykjavfk mun selja í dag í Ostende og á morgun selur þar Hamar SH og á föstudag Arn- arborg GK. Rán frá Reykjavík seldi í gær í Grimsby 121.5 tonn fyrir 13.6 milljónir króna. Meðalverð skips- ins var 112 krónur, en aðaluppi- staða aflans var ýsa. Þessi sala er nokkuð góð. Þá seldi Skarðsvfk II 29,5 tonn fyrir 2.5 milljónir króna. Meðalverð var 84 krónur fyrir hvert kg, en aflinn þótti of gamall. Á föstudag selur Fylkir NK í Grimsby. EINS og skýrt var frá í blaðinu s.I. föstudag eru framleiðsluráð landbúnaðarins og sexmanna- nefndin þessa dagana að ijúka undirbúningi tillagna um niður- greiðslur á nautakjöti til kaup- lagsnefndar og rfkisstjórnar og er gert ráð fyrir að tillögur þeirra liggi fyrir f þessari viku. í samtali við Gunnar Guðbjarts- son, formann Stéttarsambands bænda, í gær, kom fram að í til- lögunum er gert ráð fyrir að niðurgreiðslur á nautakjöti verði hliðstæðar niðurgreiðslum á kindakjöti og má ætla að nauta- kjöt lækki um 36% ef samþykkt verður að taka upp þessar niður- greiðslur. Ætlunin er að fjár til niðurgreiðslna á nautakjöti verði aflað með því að draga úr niður- greiðslum kindakjöts og er gert ráð fyrir að kindakjöt hækki af þeim sökum um 5%—10%. Gunnar sagðist búast við að sala á kindakjöti drægist eitthvað saman ef teknar yrðu upp niður- greiðslur á nautakjöti og taldi hann að þessi samdráttur gæti orðið um 300 tonn á ári en árleg sala á kindakjöti hér innanlands hefur á undanförnum árum verið um 10 þúsund tonn. En með til- komu niðurgreiðslna á nautakjöti ætti neysla þess að aukast og væri gert ráð fyrir að ársalan færi úr 1600 tonnum f 2450 tonn. Þá kvaðst Gunnar gera ráð fyrir að eftir þessa breytingu færi sala á Framhald á bls. 27 Roskinn mað- ur fyrir bíl 76 ÁRA GAMALL maður varð fyrir bíl f gærkveldi á Klepps- vegi, rétt innan við Dalbraut. Maðurinn var að koma úr strætis- vagni, er jeppa bar að og varð hann fyrir honum. Maðurinn handleggsbrotnaði og var fluttur f slysadeild Borgarspítalans, þar sem hann var enn til rannsóknar, er blaðið fór f prentun. Þá varð harður árekstur í gær- kveldi á mótum Suðurgötu og gamla Reykjavíkurvegarins á Grímsstaðaholti. Þar rakst lítill fólksbíll, sem kom Reykjavíkur- veginn, á bfl, sem var á leið norð- ur Suðurgötu. Kastaðist litli bíll- inn síðan á ljósastaur og skemmd- ist mikið. Tvennt, sem var í bíln- um skarst eitthvað og var flutt í slysadeild Borgarspítalans. Eng- an sakaði f hinum bílnum og lítið sá á honum. Stal nafni annars manns Lifði í 8 ár í Svíþjóð undir nafni íslendings • I NOKKUR ár hefur Friðjón Valgeirsson tollgæzlumann grunað að einhvers staðar væri til maður sem gengi undir hans eigin nafni. Það var þó fyrst nú í ár að Friðjón fór fyrir alvöru að verða var við þennan „tvf- fara“ sinn en þó keyrði um þverbak, þegar Hagstofan hafði samband við hann og fullyrti að hann hefði kvænzt f Svfþjóð tiltekinn dag f ágúst. Friðjón sem var kvæntur fyrir og kann- aðist auk þess ekki við að hafa farið út fyrir landsteinana um þetta leyti, neitaði þessu þver- Iega en Hagstofan gaf sig ekki fyrr en Friðjón hafði fengið það vottfest af vinnuveitanda sínum að hann hafi verið við skyldustörf sín hér á landi þennan dag. 0 Málið var þá sent yfirvöldum f Svfþjóð til athugunar og við rannsókn kom f ljós, að Friðjón Valgeirsson sem þar bjó hafði gift sig nýverið, var í raun réttri Svfi sem hafði horfið frá fjölskyldu sinni þar fyrir um áratug en sfðan eftir skamma Islandsdvöl búið sem Islending ur f landi sfnu sem góður og gegn borgari. En nú er úti æv- intýri — og Svfinn á yfir höfði sér dóm fyrir að hafa falsað pcrsónuskilrfki sfn. • FLÓTTI Forsaga málsins er annars sú, að árið 1965 settist 25 ára gam- all blikksmiður upp í bíl sinn í Borás og ók úr landi. Kona hans þjáðist af lömunarveiki og fjár- málin voru í megnasta ólestri, svo að hann hafði ákveðið að flýja heldur ömurlega tilveru sína. Eftir nokkur ár var mað- urinn síðan talinn af í Svfþjóð, og hjónabandið féll úr gildi, en hjónin áttu tvö börn. Blikksmiðurinn sænski hafði aftur á móti ekið án fyrirheits suður í álfu en lenti að lokum f Englandi. Þar tók hann skip til íslands, þar sem hann starfaði sem blikksmiður til ársins 1967. Þá var það sem honum datt í hug að auglýsa eftir blikksmið- um til vinnu í Svíþjóð f því skyni að komast yfir persónu- skilríki starfsbróður sfns. • AUGLVSINGIN „Ég sá þessa auglýsingu mannsins í Morgunblaðinu á sfnum tíma,“ tjáði Friðjón Val- geirsson okkur í gær. „Svona meira f gamni en alvöru sendi ég inn tilboð og litlu seinna kom svo þessi maður að máli við mig, kvaðst vera frá til- teknu fyrirtæki i Svíþjóð, sem hygðist ráða til sín blikksmiði. Hann sagðist hins vegar þurfa alls konar skilríki, t.d. persónu- skilríki og prófskírteini en ég lét hann auðvitað ekki fá nema þau síðarnefndu. Síðan heyrði ég ekkert meira frá þessum manni en ég fór þá í sænska sendiráðið hér og eftir eftir- grennslan þess um ferðir þessa manns, gat það flutt mér þau tíðindi að hann væri nú í Ástra- líu og ynni þar undir mínu nafni.“ 0NVTT LlF Skilríki þau sem Svíinn hafði út úr Friðjóni virðast hafa kom- ið honum að góðum notum, því að nokkru síðar settist hann að í Gautaborg og tók að starfa þar í skipasmíðastöð undir nafni Friðjóns Valgeirssonar. Að því er Pétur Eiríksson, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.