Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 FERÐABILAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. DATSUN _ 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental , 0 A QOi Sendum 1-74-7^1 VERÐLAUNA 6} KROSSGÁTURITIÐ Órvol, - V«r4 m*6 rtlmÍRini kr. 250.- Kodak Pocket 500 med Ijósmœli ♦ttkn þéH I ****** SKRIFBORÐSSETT ÚR IKTA '<**+ *»■* kb- a koí « Dlil LEDRI FRÁ ATSON 3.000 krðnur. Við prentum fyrlr yður. $)é ttéMT O W&ati«D 3 gBMWMWpMM Verðlauna- Krossgáturitið 6. hefti af Verðlauna- Krossgáturitinu er nú komið út. í því eru 10 heilsíðukrossgátur, Bridgeþáttur sem Árni Matt. Jónsson sér um, ennfremur stutt saga eftir háðfuglinn Mark Twain. — Þá eru í ritinu nöfn þeirra, sem hlutu vinninga í 5. hefti Verðlauna-Krossgáturitsins. Vinsældir Verðlauna- Krossgáturitsins fara nú mjög vaxandi, en þó eru nú enn til á nokkrum stöðum 3., 4. og 5. hefti, en upplag þeirra er nú senn á þrotum. 1. og 2. hefti eru algjörlega ófáanleg. — Ráðgert er að eitt hefti komi út í desem- ber fyrir jólin til afþreytingar fyrir fólk í hinu langa jólafríi. GLEÐILEG JÓL — Útgefendur. HEpolÍTE Stimplar-Slífar ogstimpilhringir Austin, flestar gerðir Chevrolet, 4,6,8 strokka Dodge frá '55—'70 Ford, 6—8 strokka Cortina '60—'70 Taunus, allar gerðir Zephyr, 4—6 str., '56—'70 Transit V-4 '65—'70 Fiat, allar gerðir Thames Trader, 4—6 str. Ford D800 '65 Ford K300 '65 Benz, flestar gerðir, ben- sín og disilhreyflar Rover Singer Hillman Tékkneskar bifreiðar Moskvitch Perkins, 3—4 strokka Vauxhall Viva og Victor Bedford 300, 330, 456 cc Volvo, flestar gerðir bensín og dísilhreyflar Þ.Jónsson&Co. Skeifan 1 7. Símar: 84515—16. Utvarp RevKjavík A1IÐMIKUDKGUR 3. desember. MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðbjörg Ólafsdóttir les sögu sfna „Björgu og ævintýrasteinninn“. (2) Tilkvnningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. 10.25 Frá kirkjustöðum á Norðurlandi. Sr. Agúst Sigurðsson talar um Glæsibæ í Eyjafirði. Morguntónleikar kl. 11.00: Emil Telmányi og Victor Schiöler leika Sónötu fyrir fiólu og pfanó í A-dúr op. 9 eftir Carl Nielsen. Fílharmóníusveitin f Osló Ieikur Sinfónfu nr. 1 I D-dúr op. 4 eftir Johan Svendsen; Odd Grúner-Hegge stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar.Tónleikar. SÍÐDEGIÐ___________________ 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál í umsjá Árna Gunnarssonar og Svcins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál“ eftir Joanne Greenberg. Bryndfs Vfg- lundsdóttir les þýðingu sína (8). 15.00 Miódegistónleikar Neill Sanders og Lamar Crowson leika Adagio og Allegro f As- dúr fyrir horn og píanó op. 70 eftir Sehumann. Leon Fleisher og Cleveland hljóm- sveitin leika Píanókonsert nr. 1 í d-moll op. 15 eftir Brahms; George Szell stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Drengurinn f gullbuxun- um“ eftir Max Lundgren Olga Guðrún Árnadóttir les þýðingu sfna (8). 17.30 Framburðarkennsla í dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Tilkynningar.______________ KVÖLDIÐ____________________ 19.35 (Jr atvinnulffinu Rekstrarhagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brvnjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Þorsteinn Hannesson syngur fslenzk lög. b. Austangeislar Halldór Pétursson flytur ferða- minningar sfnar frá liðnum árum. c. Ljóð eftir Jón Þórðarson frá Borgarholti Guðrún Stephensen leikkona les. d. Togazt á um svipu úr Suðursveit Pétur Pétursson talar við Ingunni Þórðar- dóttur. e. Um fslenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. segir frá. 21.15 Siðari landsleikur Is- lendinga og Nordmanna f handknattleik Jón Ásgeirs- son lýsir úr Laugardalshöll. 21.45 Strausshljómsveitin I Vfn leikur Tónlist eftir Johann Strauss. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöidsagan: „Kjarval" eft- ir Thor Vilhjálmsson Höf- undur les(21) 22.40 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. FIM/MTUDkGUR 4. desember MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðbjörg Ölafsdóttir les sögu sfna „Björgu og ævintýrasteininn“. (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir viö Arna Þórarinsson fyrrum skip- stjóra og hafnsögumann f Vestmannacyjum. Morguntónleikar kl. 11.00: Ferdinand Conrad, Johannes Koch og Hugo Ruf leika Tríó sónötu í F-dúr fyrir altblokk- flautu, violu da gamba og sembal eftir Telemann / Jörg Demus leikur á pfanó Partítu nr. 2 í c-moli eftir Bach / Manfred Kautzky og Vinarkammersveitin Jeika Konsert fyrir óbó og strengjasveit eftir Ditters- dorf; Carlo Zecchi stj. Hart- ford-sinfónfuhljómsveitin leikur Ballettsvftu nr. 1 úr óperum eftir Gluck; Fritz Mahler stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frfvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Um atvinnumðl fatiaðra Síðari þáttur: Verndaðir vinnustaðir. I þættinum er m.a. rætt við fólk sem á þeim vinnur. Umsjónarmenn: Gísii Helgason og Andrea Þórðardóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Amadeus-hljóðfæra- flokkurinn leikur Strengja- kvintett f C-dúr op. 163 eftir Schubert / William Bennett og Grumiaux-trfóið Ieika Kvartett fyrir flautu og strengi f C-dúr (K285) eftir Mozart. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Samfeild dagskrá úr verkum Haildórs Laxness. M.a. ies Heiga Hjörvar kafla úr „Sölku-Völku“, „tslands- klukkunni" og „Sjálfstæðu fólki“. Guðrún Tómasdóttir syngur „Barnagælu frá Nýja Islandi" og „Islenzkt vöggu- ljóð á hörpu“, einnig ies skáldið kafla úr „Brekku- kotsannál", sem hljóðritaður var 1963. 17.30 Framburöarkennsla 1 ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 18.00 BjörninnJógi Bandarfskur tciknimvnda- flokkur. Þýðandi Jón Skaftason. 18.25 Kaplaskjól. Brezkur myndaflokkur byggður á sögum eftir Mon- icu Dickens. Sakleysingjarnir. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 Lfst og listsköpun. Bandarfskur fræðslumynda- flokkur. 4. þáttur. Áferð. Þýðandi Hailveig Thorlac- ius. Þuiur Ingi Karl Jóhannes- son. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og vís- indi Apollo—Soyuz Alþjóðaveðurrannsóknir. Glóandi jarðbor. Umsjónarmaður Örnólfur Thorlacius. 21.15 McCIoud Bandarfskur sakamála- myndaflokkur. Parísarferð. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Ángola. Ný heimildarmynd um ástandið f Angola fram að sjálfstæðisyfirlýsingunni. 1 myndinni er m.a. rætt við Leonel Cardoso, fráfarandi landstjóra Portúgals, og Atostinho Neto, forseta MPLA þjóðfrelsisfylkingar- innar. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. (Nordvision—Danska sjón- varpið). 23.00 Dagskrárlok. 19.35 Lesið 1 vikunni. Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði líðandi stundar. 19.50 Einsöngur í útvarpssal: Sigrfður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Jakob Hall- grímsson. Jónas Ingimundar- son leikur á píanó. 20.10 Leikrit: „Höfuðbólið og hjáleigan“ eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri: Gfsli Halldórsson. Persónur og leikendur: Drottinn allsherjar ....... ...Þorsteinn Ö. Stephensen Gabrfel, erkiengill........ .........Rúrik Haraldsson Lúsifer.....Helgi Skúlason Adam .. Hjalti Rögnvaldsson Eva.. Anna Kristfn Arngrfms- dóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (22). 22.40 Krossgötur Tónlistar þáttur f umsjá Jó- hönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Að vinna úr forystugreinum dagblaðanna Á morgni hverjum er lesið úr forystugreinum dagblaðanna, kl. 8.15. Á mánudögum eru síðan lesnir úrdrættir úr leiður- um landsmálablaðanna. Fréttamennirnir Vilhelm G. Kristinsson og Jón örn Marínósson vinna það verk að stytta og draga saman megin- efni leiðaranna og sagði Vil- helm að þeir ynnu þetta utan vinnutíma og skipptu því með sér eftir því hvernig vaktir væru hjá þeim. Vilhelm hefur unnið við þetta á þriðja ár og sagðist einu sinni hafa fengið kvörtun frá ákveðnu blaði og hefði hann fallist á að sú kvört- un væri réttmæt, þegar um málið hefði verið rætt. Yfirleitt væri samvinnan við blöðin hin ágætasta. Reglur eru þær að blöðin skila forystugreinum næsta dags fyrir klukkan 19 á kvöldin. Eru úrdrættir unnir eftir þann tíma og tekur það 2—3 klst. Þessu efni eru ætlaðar 10 mínútur og sagði Vilhelm það því liggja í augum uppi að það væri verulega mikið verk að stytta og þjappa efninu saman, þannig að sú meining sem í greininni fælist kæmist óbrengluð til skila. Hann sagði að þeir reyndu eftir föngum að halda orðalagi og birta stöku staði orðrétta. Vilhelm sagði að framan af hefði gengið erfiðlega að fá blöðin til að skila greininum á tilsettum tíma og því hefði út- varpsráð fallist á beiðni um að sett yrðu ákveðin tímamörk. Það væri engin regla án undan- tekninga og kæmi eitthvað sér- stakt upp á, þannig að breyta þyrfti forystugrein eftir þann tíma væri jafnan reynt að taka tillit til þess. Aðspurður sagði Vilhelm að hann hefði orðið var við að fólk hlustaðitöluvert almennt á lest- ur úr leiðurunum, m.a. segðist það gera það til að þurfa ekki að fara yfir öll blöðin sex. Enda væri svo að í leiðurunum spegl- aðist pólitíkin í landinu á hverj- um tfma og það væri þeim, sem þetta verk ynnu, einnig ágæt reynsla, þar sem þeir kæmust þá ekki hjá því að fylgjast með þjóðmálunum og því sem efst væri að baugi hverju sinni. McCloud er á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 í kvöld og heitir þátturinn Parfsarferð. Enda þótt McCloud sé tiltölulega nýr sjónvarpsgestur hjá landanum virðist svo sem þættir hans ætli að verða vinsælir hér sem annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.