Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 277. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 Prontsmiðja Morgunblaðsins. Landhelgi Grænlands í 200 mílur — náist ekki sam- staða á Hafréttar- ráðstefnunni Kaupmannahöfn, 2. des. Ntb. DANIR ætla að fallast á að færa út fiskveiðilögsögu Grænlendinga í 200 mílur, ef ekki næst samstaða á Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna á næsta ári um 200 mflna enfahags- lögsögu strandríkja. Var þetta tilkynnt formlega að loknum ríkisstjórnarfundi í Kaupmannahöfn í dag. Frá fundi Mao Tse-tung, formanns kfnverska kommúnistaflokksins, og Geralds Fords Bandarfkjaforseta í Peking í gær. Þeir ræddu saman f tæpar tvær klukkustundir. Fréttamenn vöktu athygli á að Nixon fyrrv. Bandarfkjaforseti og Mao hefðu ekki rætt saman nema f klukkustund þegar þeir hittust fyrir röskum þremur árum. Jörgen Peder Hansen Grænlandsmálaráðherra sagði að stjórnin hefði fallist á þá áætlun sem hann og Grænlandsmála- ráðið höfðu gengið frá í fyrri viku um takmörkun rækjuveiða við Vestur- Grænland. Metverð á fiski í Bretlandi AP-fréttastofan greinir frá því að fiskverð f Bretlandi hafi aldrei verið hærra en s.l. mánudag, þegar togarinn Boston Marauder landaði 41,5 tonn af flatfiski f Fleetwood. Verðið, sem fékkst fyrir hvert pund nam sem svarar 116 krónum íslenzkum en fyrir aðeins þremur vikum fengust 72 krónur fyrir pundið f Grimsby og var það hæsta verð fram að þeim tíma. Þorskur hækkaði um 7 af hundraði á Bretlandsmarkaði á mánudaginn. Þá fengust 134 krónur fyrir pundið, og nam hækkunin 7 af hundraði. Verð Framhald á bls. 31. Mao hvatti Ford til að draea úr áhrifum detente við Sovétríkin Peking, 2. desember, Ntb.-Reuter. MAO Tse-tung, formaður kfn- verska kommúnistaflokksins mun hafa hvatt Ford Bandaríkja- forseta til að beita áhrifum sfnum til að draga úr pólitískum áhrif- um detente Bandarfkjanna og Sovétríkjanna, þegar þeir rædd- ust við f tæplega tvær klukku- stundir á heimili Maos f dag. Ford forseti kom til heimilis Maos ásamt eiginkonu sinni og dóttur, svo og nánustu ráðgjöfum sfnum og tók formaðurinn á móti þeim. Þeir ræddu sfðan saman eins og áður segir og voru þá aðeins við nánustu ráðgjafar þeirra. Ekkert hefur opinberlega verið sagt frá þvf sem leiðtogun- um fór á milli. Fréttastofan Nýja Kína sagði frá þvi að fundurinn hefði verið „gagnlegur og rætt af alvöru um þýðingarmikil málefni." Sérfræð- ingar um kínversk málefni segja að þetta orðalag bendi til þess að Mao hafi hvatt Ford til að gæta hófs í slökunarstefnu Bandaríkj- anna gagnvart Sovétríkjunum. A því er einnig vakin athygli að frásögn fréttastofunnar gefi vís- bendingu um að ekki hafi verið litið á þetta sem formlega kurteisisheimsókn, þar eð þeir Kissinger utanríkisráðherra og Teng Hsiac Ping aðstoðar for- sætisráðherra hafi verið vWstadd- Bandarískir blaðamenn hylltust í fyrstu til að leggja það svo út, að ekkert var nánar frá fundi Maos og Fords sagt, að bandarisku full- trúarnir væru óánægðir með við- ræðurnar, og teldu að þær hefðu verið árangurslitlar. Mao formaður hefur áður i sam- tölum sínum við ráðamenn frá Vesturlöndum m.a. Henry Kissinger og síðan Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands varað Vesturveldin við að halda detente til streitu gagnvart Sovét- ríkjunum. Kínverskir leiðtogar hafa einnig líkt Helsinki- samningnum frá í sumar við Múnchenarsáttmálann á sinum tfma. Framhald á bls. 31. Landhelgismálið: Vestur-Þjóðverjar ræða við Breta á NATO-fundinum SAMKVÆMT fregnum AP-fréttastofunnar hefur Hattersley, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, Hans-Jurgens Wisch- newski, aðstoðarutan- Hryðjuverkin í Hollandi: Flestir gíslanna enn í lestinni í gærkvöldi A.m.k. 2 voru myrtir en 5 tókst að flýja Beilen, Amsterdam, Hollandi, 2. des. Reuter. NTB. — 1 KVÖLD sagði NTB- fréttastofan frá þvf að fimm af gíslunum sem eru i farþegalest- inni við Beilen i Hollandi sem hryðjuverkamenn rændu fyrr um daginn, hefðu komizt undan i skjóli myrkurs. Áður hafði einum gfslanna tekizt að flýja. Talið er þó að milli 40 og 50 manns séu enn f lestinni. Ræningjarnir skutu f dag tvo gfslana til bana og hentu lfkum þeirra út úr lestinni og skutu sfðan nokkrum skotum á Ifkin. Myndin er tekin af farþegalestinni sem hryðjuverkamenn rændu við Beilen í Hollandi f gær. Eins og sjá má er myndin tekin úr allmikilli fjarlægð þar sem næsta nágrenni var afgirt. Ræningjarnir hentu tveimur Ifkum út úr lestinni og skutu á þau. Síðar f gærkvöldi tókst nokkrum gfslanna að komast undan í skjóli myrkurs. Þeir leyfðu tveimur konum og tveimur börnum að fara úr lest- inni til að bera lögreglunni kröf- ur þeirra. 1 þeim munu þeir krefjast að fá stóran farþega- flutningabíl og sfðan flugvél til umráða og leyfi til að komast úr landi. Dómsmálaráðherra Hol- lands Andreas Van Agt sem hafði vfirumsjón með umsátrinu um lestina f dag, sagði þó að engar Framhald á bls. 31. ríkisráðherra V-Þýzka- lands, um að miðla mál- um í fiskveiðideilu Breta og íslendinga, og hefur brezka utanríkis- ráðuneytið sent ráðu- neytinu í Bonn þau skila- boð, að haft verði samband vegna málsins i næstu viku. Hattersley hefur jafnframt tekið fram, að hann muni hafa samband við V-Þjóðverja komi eitt- hvað sérstakt fyrir í sam- bandi við deiluna fyrir þennan tíma, en að öllu for- fallalausu muni hann ræða málið við v-þýzka ráðherra á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins, sem haldinn verður í næstu viku. Níels P. Sigurösson, sendiherra Þingforseti Sviss lézt í slysi Genf 2. des. Reuter. FORSETI svissneska kantónu- þingsins, Gustave Morex, lézt f dag, þegar bifreið hans rakst á tré, er hann var að aka áleiðis til Genfar frá Amnecy f Frakklandi. Morex var 56 ára að aldri. Islands í Lundúnum hefur lýst ánægju sinni með þessa hugmynd og telur að V-Þjóðverjar eigi mun hægara en Norðmenn með að miðla málum í deilunni vegna aðildar sinnar að. Efnahagsbanda- laginu. Þá sagði Niels P. Sigurðs- son: „Ég býst við að fslenzka ríkis- stjórnin taki tilboði V- Þjóðverjanna með þökkum, að því tilskildu að Bretar fari með flot- ann út úr landhelginni áður en setzt verður að samningaborði." Spánn: Nýr forseti þjóðþings Madrid. 2. des. Reuter. JUAN CARLOS, konungur Spánar, útnefndi í dag fvrrver- andi kennara sinn Torcuato Fernandez Miranda, forseta þjóðþings Spánar, að því er tilkvnnt var opinberlega í dag. Konungurinn valdi Miranda úr hópi þriggja manna sem sautján manna ráðgjafaráð hvatti hann til að sækja f þjóð- þingsforsetann nýja. Miranda er íhaldssamur og fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra. Miranda var forsæt- isráðherra í níu daga eftir að Luis Carreiro Blanco var ráð- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.