Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 20 Pálmi Jónsson á Alþingi: Landið sé í einka- eða félags- eign bænda og sveitarfélaga Eignarnámsheimildir tryggi almannahag, ef nýta þarf sérstök gæði í þágu þjóðar eða landshluta Bragi Sigurjónsson (A) mælti nýveri5 fyrir tíllögu til þingsályktunar. sem þingmenn Alþýðuflokksins flytja, um eignarráð ríkisms á landinu, gögnum þess og gaeðum. Fjórum sinnum áður hefur slik tillaga verið flutt og þetta er fimmta sinnið, sem þingmenn Alþýðuflokksins róa á þjóðnýtingarmið á landinu Nokkrar umræður urðu um tillöguna Gegn henni mæltu Páll Pétursson (F) og Pálmi Jónsson (S) en með henni, auk framsögumanns, Sighvatur Björgvinsson (A) og Stefán Jónsson (K), sem þó lýsti þvi yfir, að hann myndi ekki greiða henni atkvæði Hér fer á eftir ræða Pálma Jónssonar (S)i umræðunni ÚR EIGN BÆNDA OG SVEITARFÉLAGA Ég verð að lita svo á, að tillaga sú, sem hér er til umræðu, sé einhver lifseigasta afturganga, sem riðið hefur húsum hér á hv Alþ nú á siðari árum Fjórum sinnum hefur hana dagað uppi og i fimmta sinn er hún sprottin upp hér í þingsölum. A.m.k. tvisvar sinnum hefi ég skorað á hv allsherjarnefnd, að taka þessa tillögu til afgreiðslu og fella hana Ég ætla að leyfa mér i þriðja og vonandi síðasta sinn að beina þessari áskorun til hv. allshn . að taka nú tillöguna til afgreiðslu, og ég efast ekkert um, að þá yrði hún felld Tillagan hefur breytt nokkuð um svip i gegnum árin Hún er nú loðin að orðalagi og teygjanleg, miða við það, sem áður var Inn i hana hefur verið skotið orðalagi, sem er tviætt og stangast jafnvel á við höfuðtilgang til- lögunnar sjálfrar Hún ber þó enn hinn sama höfuðtilgang, sem hún æ hefur haft, þann að þjóðnýta allt land, að færa allt land úr höndum einkaaðila og sveitarfélaga i hendur rikisins, að gera landið allt að rikiseign, eins og það er kallað, og er það megintilgang- ur tillögunnar, enda þótt utanskot séu, að bændur megi eiga bújarðir sinar meðan þeir þess óska Ég þarf ekki að ítreka skoðanir minar á þessum tillöguflutningi Ég hef rætt þessi efní á undanförnum þingum og nægir að vitna til þess eins og aðrir hv þm , sem hér hafa tekið til máls sumir hverþr AFRÉTTIR, STÖOUVÖTN OG FALLVÖTN Ef að þvi er stefnt, að færa land, þótt ekki væri nema afréttir, fallvötn, stöðu- vötn og hvers konar landsréttindi, úr höndum þeirra aðila, sem þær eiga nú, þ e bænda og sveitarfélaga í langflest- um tilvikum, þá væri mjög stefnt til hins verra fyrir islenzkt þjóðfélag Með þvi væri brott numin kjölfesta bændastéttarinnar, sem er landið sjálft i þeirra eign og yfirráðum og við mundi blasa, að landi og landsrétt- indum réðu stjórnarráðsskrifstofur i Reykjavik með síauknu rikisvaldi, nýju leyfakerfi og nýjum starfsmönnum. þ e auknu rikisbákni Þetta held ég, að yrði til hins verra, og um það skal ég ekki fara mörgum orðum Hitt er rétt, að við nokkurn vanda er að fást i ýmsum þeim greinum, sem tillagan fjallar um. Þann vanda er hægt að ráða við á annan hátt heldur en þjóðnýta landið og þau landsréttihdi, sem um er talað hér Ég skal í sambandi við það, sem hér hefur verið drepið á um jarðalög, að- eins segja það, að þar eru reifaðar hugmyndir, sem fjalla um nokkurn hluta af þeim efnum, sem hér er að vikið Þessar hugmyndir eru nú i end- urskoðun hjá fulltrúum stjórnarflokk- anna Ég á þá von, að stjórnarflokkun- um takist að samræma sín sjónarmið um þessi efni, og komast þar að niður- stöðu, sem verði i raun til mikilla bóta um þessi mál Þar eru þó ýmis fleiri ráð, sem til greina koma heldur en þau, sem voru i jarðlagafrumvarpinu, sem lagt var fram fyrir tveimur árum Ég fer ekki lengra út i þá sálma, en ég lit svo á, að leiðir að því markí, sem jarðlagafrv fjallar um i sinni upphafs- grein, séu fleiri tiltækar en sú, sem þar er mörkuð Um það að eigendur nátt- úrugæða lands, fallvatna, jarðhita og annarra verðmæta stundi brask og njóti óhófsgróða af þessum eignum sinum, vil ég geta þess, að það getur verið þörf á þvi, að kveða nánar á um, heldur en gert er í sambaridi við tramkvæmd eignarnáms og eignar námsmats, i nýrri lagasetningu Það getur verið þörf á þvi að setja eitthvert þak á það, hvað slik verðmæti eru metin við eignarnámsmat, þegar eign- arnám væri framkvæmt Og eins og islenzka stjórnarskráin gerir ráð fyrir, þá er eignarnám og heimild til eignar- náms það úrræði, sem tiltækt er til að ná réttindum, úr höndum einkaaðila, ef og þegar almannaheill krefst. Þessi mál hafa verið mjög til umr hér að úndanförnu i sambandi við háhita- svæðin. Ég tel ekki þörf á þvi að flytja þessi verðmæti i hendur ríkisins alfar- ið, en ég tel enga ástæðu til annars, ef Pálmi Jónsson alþingismaður. i odda skerst og samningar tefjast úr hömlu, þá sé eignarnámsheimild feng- in og henni beitt. EINKAEIGN — EÐA FÉLAGSEIGN BÆNOA í sambandi við það, að islenzka rikið slægi eign sinni á t d afréttarlöndin, á veiðiárnar, á stöðuvötn í byggð og óbyggðum með einfaldri lagasetningu eins og hér er lagt til, þá er það vitað, að þessi landsgæði, eru yfir höfuð í eigu bænda landsins. Sumpart i einka- eign, en að miklu leyti i félagseign, í eigu sveitarfélaga og jafnvel samtaka þeirra. Ef þetta væri skilið frá bújörð- um og tekjur af þessum eignum hyrfu frá bændastéttinni. þá má vænta þess, að eitthvað þyrfti að koma í staðinn, og ég lít svo til, að ýmsum þyki, að búvörur sé nægilega háar, en lagtæk- ast væri líklega að hækka verð á land- búnaðarvörum, til þess að vega á móti þeirri skerðingu, sem bændastéttin yrði fyrir við slika lagasetningu Allt eru þetta rök gegn þessu máli, sem hér er flutt. Málið er enda eins og hv. flm. sjálfur sagði með þeim hætti, að það gengur þvert á viðurkenndar hefðir um eignarrétt og það má segja, að það nálgist að striða gegn eignaréttar- ákvæði stjórnarskráinnar Hér hefur borið nokkuð á góma umgengni við landið, nauðsyn þess að vernda islenzka náttúru og hverja var- úð þarf að hafa i sambandi við hvers konar meðferð lands og landsgæða. Undir þetta er sjálfsagt að taka Og ég vil samt segja það, að eftir þvi sem ég þekki til, þá mun landi bezt borgið, einnig að þessu leyti i eigu bændanna og samtaka þeirra Það held ég, að væri ekki bragarbót að aðrir færu þar með eignarráð yfir. ÁVALDI SVEITARFÉLAGS Varðandi það, sem hér hefur verið nefnt um sumarbústaðalönd og ein- staka sumarbústaði, sem reistir séu skipulagslaust, og að einkaaðilar brytji sundur lönd sin og hafi hagnað af að selja „stórgróðamönnum" þéttbýlisins, eins og hér hefur verið nefnt, þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að sveitarstjórn í hverju sveitar- félagi hefur slikt mál algerlega á sinu valdi. Lög kveða svo á um, að enginn megi reisa sumarbústað, og gildir það alveg alfarið, án leyfis sveitarstjórna Ég tel, að það sé út af fyrir sig, að þetta lagaákvæði sé í skökkum lögum, það er i náttúruverndarlögum, það ætti heima í jarðalögum, verði þau sam- þykkt En það hefði verið þörf á þvi, að ýmsar sveitarstjórnir færu eftir þessu lagaákvæði betur heldur en gert hefur verið, og gættu sin fyrir þeirri hættu, sem þarna er vissulega yfirvofandi Ráðin eru þó nægileg til í höndum sveitarstjórnanna og ég hef ekki trú á þvi, að það yrði betur með það vald farið, ef það væri i höndum einhverrar stjórnarráðsskrifstofu hér í Reykjavik Framhald á bls. 21 Vörur í bezta gæðaflokki PLANTERS l&cktd Vpeanuts^ Hnetusmjör. — Saltaðar hnetur í dósum og pokum. Einnig ósaltaðar bökunarhnetur í pokum. BabyRuth Margskonar sælgæti ÍTender LeafJ teobags Te í grysjupokum og skyndite (instant te) Matarolía, bæði maisolía og hnetuolía Skyndikaffi Lyftiduft Skyndibúðingar Ávaxtahlaup (Instant kaffi) Fimm Margar Einnig-grófmalað bragðtegundir bragðtegundir FRÚARSKÓR mikið úrval Litur brúnt og svart C breidd. Verð kr. 4530. Litir svart og brúnt D breidd verð 4550. Litur svart E breidd verð kr. 4765. Litir svart og brúnt D breidd verð kr. 3190. Póstsendum. Skósel Laugavegi 60 sími 21270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.