Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 22 Áslaug Björnsdóttir Borgarnesi - Kveðja Hinn 18. nóv. 1975 fór fram kveðjuathöfn í Borgarneskirkju. Kvödd var Áslaug Björnsdóttir húsfrú í Borgarnesi. Kirkjan var þéttskipuð, og fór öll athöfnin fram vel og virðulega. Áslaug var fædd 18.8. 1909 að Brautarholti í Haukadal. For- eldrar hennar voru Guðrún Ólafs- dóttir og Björn Jónsson smiður. Hún fluttist ung með foreldrum í Borgarnes og hefur átt þar heima síðan. Árið 1931 giftist hún Ólafi Guðmundssyni bifvélavirkja. Hófu þau búskap á Brákarbraut 1. og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvær dætur: Aðal- björgu, gifta Jenna R. Ólasyni, fulltrúa hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, og Birnu, gifta Guðm. Inga Waage byggingameistara. Á fyrstu búskaparárum sínum stundaði Ólafur akstur a.m.k. á sumrin. Sumarið 1935 var ég i vegavinnu upp á Holtavörðuheiði. Þá kynntist ég þeim hjónum fyrst. Ólafur ók þá vörubifreið, en Áslaug var ráðskona hjá einum vinnuflokknum. Áslaug var lag- leg kona, há og grannvaxin. Svipurinn hreinn, brosið elsku- legt og kom glampi í augun er hún sagði frá því, sem henni var hugstætt. Árið 1942 fluttumst við hjónin í Borgarnes. Þá endurnýjuðust kynni mín við þau hjón. Þau Áslaug og Ólafur áttu hlýlegt og snoturt heimili, sem gott var að koma á. Þar ríkti hljóðlát gleði sem yljaði gestum, og ekki voru veitingar sparaðar. Svo samhent virtust mér þau vera, að ekki yrði á betra kosið. Á sumrin fóru þau oft á bílnum sínum og söfnuðu sjaldgæfum blómum og steinum. Myndir voru teknar af sérkennilegum stöðum og skoðaðar er heim kom, f góðu tómi. Margt blómið kom Áslaug með til konu minnar, sem kunni vel að meta það, þar sem hún er blóma- unnandi. Áslaug og Ólafur áttu lítinn en vel hirtan blómagarð. Þar dvöldu þau oft og hlúðu að viðkvæmum jurtum, fylgdust með þroska þeirra eða hnignun og ræddu um, + Móðir okkar. GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR, Hléskógum við Vatnsveituveg, andaðist í Borgarspitalanum 2 desember Börnin. t Eiginmaður mmn, ÓLAFUR D.S JÓHANNESSON, kaupmaður Grundarstíg 2, andaðist í Landspitalanum 1 desember Guðrún Sigurðardóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR frá Geirmundarbæ, Akranesi, sem lést 26 nóv verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4 des kl 2 Þeim sem vildu mmnast hinnar látnu er bent á sjúkrahús Akraness Kristinn Gfslason, börn og tengdabörn. Bróðir okkar. HALLDÓR GUÐJÓNSSON frá ísafirði sem lézt af slysförum þann 26 nóv. s.l. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4 þ m kl 3 e h Systkinin og aðrir aðstandendur. t Inmlegar þakkir sendum við öllum er auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall BJÖRNS E JÓNSSONAR, verkstjóra, Bogahlíð 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á sjúkradeild A-4 Borgarspitalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hans Vilborg ívarsdóttir og aðrir vandamenn t Öllum sem sýnt hafa okkur hlýhug og vináttu við fráfall föður okkar, tengdaföður og afa. JÓHANNESAR EINARSSONAR, bónda Ferjubakka færum við okkar bestu þakkir Börn. tengdabörn og barnabörn. Halldór Finn boga- son — Arndal eins og um börn væri að ræða. — En nú urðu þáttaskil. Áslaug veiktist, lá fyrst heima, en var svo flutt til Reykjavíkur, og þar dó hún 11. nóv. s.l. Ólafur fór suður með henni og var þar þangað til yfir lauk. Blómin sem sprungu út í vor eru nú fölnuð. En næsta vor, er sól hækkar á lofti, lifna þau aftur og gleðja unga og aldna. Aslaug er látin. Margir munu sakna hennar. Við kona mín þökk- um henni góð og löng kynni. Inni- Iega samúð viljum við tjá Ólafi vini okkar, dætrum þeirra, tengdasonum og barnabörnum. Hermann Búason Mikil slysaalda hefur snert okkur óþyrmilega. Mig setti hljóða, þegar tengdadóttir mín hringdi i mig og tilkynnti mér, að Halldór bróðir sinn hefði farist í bílslysi þann sama dag. Ég gat varla trúað þessu, en þetta var sár staðreynd. Þessi stóri og efnilegi drengur var dáinn aðeins átján ára að aldri. Hörmulegir atburðir eru ekki lengi að gerast. Aðeins fáum stundum áður höfðu for- eldrar hans kvatt hann frískan og hressan uppi í Borgarfirði á leið sinni til Reykjavikur. Þau voru rétt nýkomin þangað, þegar þeim barst þessi voðalega harmafregn. Halldór var fæddur 8. maí 1957 sonur hjónanna Guðnýjar Halldórsdóttur og Finnboga Arndal. Þau búa að Árdal i Andakílshreppi, en Halldór var einkasonur þeirra hjóna, en þau eiga jafnframt þrjár dætur. Ég hitti Halldór fyrst, þegar hann var 14 ára. Hann var stór og karlmannlegur eftir aldri, og óraði engan, að hann væri yngri en tvitugur. En í honum bjó ein- læg barnssál, þótt stór væri. Vafa- laust hefur það oft verið erfitt, Minning: Bragi Ólafsson, verkfrœðingur Vitur maður sagði eitt sinn: „Lifi maður lengi er óhjákvæmi- legt að þurfa að kveðja ýmsa af samtíðarmönnum sínum." Þegar ég heyrði lát kunningja míns, Braga Ólafssonar verkfræðings, sem lézt á ferðalagi f London ný- lega, rifjuðust upp fyrir mér kynni mín af mjög skemmtilegum persónuleika. Við vorum sam- starfsmenn á teiknistofu Lands- smiðjunnar 1948—49. Bragi var með sérstökum hætti heillandi f starfi, mjög hugmyndaríkur og vakti áhuga samstarfsmanna sinna, létt skap var honum með- fæddur eiginleiki, en þó innan þess ramma, að starfið sat alltaf f fyrirrúmi. A þessum árum var unnið við hringsenu Þjóðleik- hússins, mikið og tæknilega erfitt verk, var þetta eitt fyrsta verk- efni Braga á verkfræðisviðinu, en hann leysti verkefnið á mjög skemmtilegan hátt, en slíkur er háttur þeirra, sem kunnáttu og hæfileika hafa til hlutanna. Bragi var yngri maður en ég, þó gat ég mikið af honum lært, mun það vera eitt stærsta lífshnoss að vera samvistum við slíka menn. Is- lenzka þjóðin getur af ýmsu státað, miklir hæfileikamenn hafa lifað og starfað með þjóð vorri og undarlegt má telja, að þó iðnaður og tækni hafi ekki verið snar þáttur í fslenzku þjóðlífi, höfum við eignazt nokkuð marga afburðamenn á því sviði, og var Bragi Ólafsson einn í þeirra hópi. Faðir Braga, Ólafur Magnússon kaupmaður, sem kenndur var við fyrirtæki sitt Fálkann h.f., var mikill dugnaðar- og ráðdeildar- maður, nýtni og reglusemi voru honum í blóð borin, enda fyrir- tæki hans í flokki þeirra sem bezt orð fer af, var það honum mikil gæfa, að synirnir tóku við góðu búi og ekki rýrðist það í þeirra höndum. Bragi varð forstjóri Fálkans eftir að hafa starfað nokkur ár í Landssmiðjunni, Vél- smíðjunni Héðni og Iðnþróunar- stofnun Islands, hvar hann var fyrsti framkvæmdastjóri og mótaði þá stofnun í upphafi. Fálk- inn h.f. er því fyrirtæki, sem nú starfar í öðrum ættlið og munu ekki mörg íslenzk fyrirtæki vera rekin þannig, að rismeiri verði f öðrum ættlegg. Haraldur, bróðir Braga, er nú aðalforstjóri fyrir- tækisins. Nú að leiðarlokum sendi ég bróður Braga Haraldit mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið ættmönnum öllum Guðs bless- unar. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Aðalsteinn Jóhannsson. þegar togast hefur á barnssálin og karlmaðurinn. Halldór var sér- lega gjafmildur og hjálpfús. Jafn- vel hefur hann verið of gjafmild- ur stundum. Hann var sívinnandi, en átti samt lítið sjálfur. Ég kynntist Halldóri best, þegar hann dvaldi hjá systur sinni í Hafnarfirði og stundaði nám f Flensborgarskóla. Það var mikill samgangur og var Halldór ætíð aufúsugestur. Alltaf var hann reiðubúinn að hjálpa, bæði mér og börnum mínum. Það var sama hvort þurfti að smíða eða mála, eða gera við reiðhjólin barnanna. Aldrei gleymi ég gleði Halldórs, þegar hann var að gera innkaupin fyrir jólin. Þrátt fyrir lítil auraráð þurfti helst að gefa öllum. Halldór var stór og sterkur, en hann var líka sérlega handlaginn, og held ég að flest hafi farið honum vel úr hendi. Hann átti það jafnvel til að sitja á kvöldin og sauma út. Fagrir útskornir munir eru til eftir hann siðan í skóla. Þrátt fyrir ungan aldur var hann búinn að reyna margt. Hann hafði ekki slitið barnsskónum, þegar hann fór til sjós, var á tog- urum, varðskipum og bátum. Hann var gjarnan sem aðstoðar- maður í vél, til aðstoðar f eldhúsi og síðar matsveinn, og kom sér þá vel það, sem hafði lærst heima. En hann hafði hug á að verða vélstjóri, en það var sjórinn sem heillaði hann mest. I haust brá Halldór sér í tima- bundna vinnu við sláturhúsið í Borgarnesi, en þar var hann við vinnu þegar hann lést. Þessi upp- talning sýnir að margt var búið að reyna af ekki eldri manni, énda á hann ekki langt að sækja dugnað. Ég vil með þessum fátæklegu kveðjuorðum þakka Halldóri vin- áttu hans og einlægni, hjálpsemi hans og tryggð. Okkur öllum þótti vænt um hann, og eigum erfitt með að sætta okkur við að þessi ungi og efnilegi piltur skuli vera horfinn okkur. Ég bið Guð að hugga og styrkja foreldra Halldórs og systur í þeirra miklu sorg, einnig ömm- urnar og Jónu í Borgarnesi, sem öll sakna hans svo mikið. Jarðarförin fór fram laugar- daginn 25. október, og þótti okkur hjónum leitt að geta ekki verið við þá athöfn og fylgt Halldóri síðasta spölinn á leið sinni inn í þann góða heim, sem bfður okkar allra. Ragna. + Móðir okkar ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Bollagötu 7, Reykjavfk andaðist á Vífilsstaðaspítala 1 desember s I Synir hinnar látnu. + Útför bróður okkar JÓHANNS GUDNASONAR, er lést 26 nóvember, fer fram fimmtudaginn 4 desember kl 1 3 30 frá Fossvogskirkju Systkinin. t VALDIMAR KJARTANSSON Stórholti 39 andaðist í Borgarspitalanum 2 des Fyrir hönd barna okkar og móður hins látna Christlna Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.