Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 23 Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum BÓKAUTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefur sent frá sér bókina ,,Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum“, eftir Guð- mund Þorsteinsson frá Lundi. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um ýmsa gamla starfs- hætti, sem nú eru að mestu eða öliu horfnir. Ekki er hægt að segja, að hér sé beinlínis um þjóðháttalýsingu að ræða. Höf- undur skýrir í bókinni frá ýmsu, sem hann kynntist sjálf- ur í upphafi þessarar aldar, en rekur sjaldan lengra aftur, nema þar sem hann getur leitt vitni að þvf, að hið sama hafi tfðkast með næstu kynslóðum á undan. Guðmundur Þorsteins- son hefur að mestu alið aldur sinn á Austur- og Norðaustur- landi, og er frásögn hans því að mestu bundin þeim landshlut- um. Stöku sinnum ber hann þó saman við aðra landshluta, einkum þó við Borgarfjörð, þar sem hann dvaldist um skeið. í bókinni er skýrt frá ýmsum gömlum starfsháttum, og eru þeim flestum gerð góð skil. Á meðal efnisþátta bókarinnar má nefna: ullarvinnslu og fata- gerð, fráfærur, smalamennsku, og mjólkurvinnslu, eldsneytis- öflun og tegundir eldsneytis, torfristu og byggingaraðferðir við torfbyggingar auk margs fleira. Erfitt er að dæma um, hvaða kafli sé beztur, en sjálf- um fannst mér fróðlegast að Iesa um ullarvinnslu og fata- gerð, mjólkurvinnslu og gerð mjólkurmatar. Kannski stafar það af því, að ég var fáfróðari um þau efni en ýmis önnur, sem fjallað er um í bókinni. Frásögn Guðmundar er öll skýr og skemmtileg, og málfar hans ágætt. Hann fyrnir hvergi mál sitt, eins og svo mörgum hættir til, en hikar heldur ekki við að nota gömul og sjaldséð orð, sem ýmsir eiga e.t.v. erfitt með að skilja nú. Þessi orð eru þó hin réttu heiti þess, sem um er fjallað. Dr. Kristján Eldjárn ritar for- mála að bókinni og segir þar, að frásögn Guðmundar beri keim af heimsádeilu, þar sem hann hiki hvergi við að gagnrýna samtíð sína og benda á leiðir til Bðkmenntir eftir JÓN Þ. ÞÓR þess að betur mætti fara. Þetta er hverju orði sannara, og víst hefur Guðmundur Þorsteinsson oft rétt fyrir sér er hann gagn- rýnir þægindakapphlaup og vinnutímaskerðingu nútímans. Öðru hvoru skýtur hann þó yfir markið, og ummæli hans um þá, sem hann kallar „lærdóms- menn nútímans“ finnast mér ekki sanngjörn. Satt er það, ,,að oft er gott, sem gamlir kveða“, en þar með er ekki sagt, að aðrar skoðanir eigi ekki líka rétt á sér. I formála getur dr. Kristján Eldjárn þess, að erlendis tíðk- ist, að fróðir og greinargóðir karlar setji saman bækur í lík- ingu við þá, sem hér er til um- ræðu. Þetta er gert undir stjórn vísindastofnana, og árangurinn er stórar ritraðir um þjóðleg fræði. Þetta þyrfti að gera hér, t.d. undir stjórn þjóðháttadeild- ar Þjóðminjasafnsins. Bók Guðmundar Þorsteins- sonar verður vafalaust kær- komin öllum þeim, sem unna þjóðlegum fróðleik. Hún er staðbundin og tímabundin, og þess vegna skyldu menn varast að taka frásögn höfundar þann- ig, að hann sé að lýsa almennt starfsháttum á fyrri öldum. Nokkuð af efni bókarinnar hef- ur birzt áður í tímaritum, og allar eru greinarnar samdar sem sérstakir þættir. Af þessu hljótast endurtekningar, sem eru óneitanlega hvimleiðar. Bókin er gefin út í stóru broti og er allur frágangur hennar með ágætum. Endurminningar Ástu málara — skráðar af Gylfa Gröndal „Ásta málari“ nefnist ný bók, sem komin er út. Eru það endur- minningar Ástu Árnadóttur mál- ara ritaðar eftir frumdrögum hennar sjálfrar og öðrum heim- ildum, skrásettar af Gylfa Grönd- al. Á bókarkápu segir m.a.: „Líf Ástu Árnadóttur, sem jafnan var kölluð Ásta málari, var eitt óslitið ævintýr. Hún fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 1883, en fluttist um miðjan aldur til Vesturheims og var búsett þar til dauðadags 1955. Atorka Astu og áræði var með ólíkindum. Hún gerðist húsamál- ari svo að hún fengi kaup á við karlmenn og gæti stutt móður sína, sem varð ung ekkja með stóran barnahóp." Ásta er fyrsta íslenzka konan, sem tekur próf í iðngrein og fyrsta konan, sem tekur meistara- próf í málaraiðn. „En ef til vill mun persónusaga Ástu vekja mesta athygli. Hún segir frá lífi sínu af óvenjulegri hreinskilni og einlægni," segir á kápusíðu. Bókin er 187 bls. að stærð og skiptist í 23 kafla. Auk þess er heimildaskrá, eftirmáli og nafna- skrá. Þá er bókin og prýdd fjöl- mörgum myndum. — Otgefandi er Bókbindarinn h.f. Ásta f málarabúningi sfnum. Litaður VEGGSTRIGI A, Tilvalinn á skrifstofur og nýtízku heimili. — Fjöidi iita. H. BENEDIKTSSON HF. Suðurlandsbraut 4. — Sími 38300. Fáið yður Þægileg sæti, sem má raða upp eftir ástæðum og mynda sæti, Komið í verzlun okkar og fáið yður sæti,sem hæfir! og sófa ,# Laugavegi 13 Reykjavík sími 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.