Morgunblaðið - 12.12.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
55
Bœkumar frá
Almenna bókafélaginu
BJARNI BENEOIKTSSON
LAND OG LÝÐVELDI
Bjarni Benediktsson:
Land og lýðveldi
III. bindi
Með þessu bindi er lokið merku
ritgerðasafni, sem ugglaust verður
mönnum því dýrmætara, sem lengra
líður, bæði sem einstakt heimildarrit
og verðug minning um einn ágæt-
asta son íslands á þessari öld.
Verð m/sölusk. kr. 3.360.—
Öll þrjú bindin
m/sölusk. kr. 5.520.—
Guðmundur Daníelsson:
Óratóría 74
Saga ur sjúkrahúsi með skopteikn-
ingum Halldórs Péturssonar.
Höfundur bregður skoplegu Ijósi á
harðvítugt og tvísýnt stríð upp á líf
og dauða við menn og máttarvöld,
og hvernig honum tekst að lifa af
heila þjóðhátíð tvennar kosningar og
tvo holskurði á einu og sama sumr-
inu.
Verð m/sölusk. kr. 2.640.—
KriMmann Guómundsson
Stjörnuskipio
(ieimlcnlusnfla
Guðmundur Hagalín:
Segið nú amen,
séra Pétur
Nýstárleg og áhrifamikil skáldsaga
um hvernig mannleg náttúra, fjár-
hyggja og kynhvöt búa mönnum
örlög.
Aðalpersóna sögunnar hin glæsilega
og geðríka Herborg Bjarnadóttir er
einhver eftirminnilegasta kvenlýsing
Hagalíns.
Verð m/sölusk kr. 2.640.—
Kristmann Guðmundsson:
Stjörnuskipið
geimferðasaga.
Vísindaskáldskapur hefur rutt sér
mjög til rúms á bókmenntasviðinu og
hlotið almennar vinsældir. Þessi nýja
saga er spennandi og ákaflega fjör-
lega rituð um lífið á hinum ólikustu
stöðum í himingeimnum.
Verð m/sölusk. kr. 2.400.—
Jóhanna Þráinsdóttir:
Útrás
Útrás er fyrsta frumsamda bók höfundar, en
áður hefur hún birt smásögur i timaritum.
Skáldsagan Útrás er raunsæ og hispurslaus
lýsing á lífi ungrar ekkju, sem missir mann
sinn af slysförum, eftir hjónaband, sem
byggzt hefur á gagnkvæmri blekkingu í
beyskju sinni og ráðleysi varpar hún sér út i
hringiðu skemmtanalifsins og kemst þá í
kynni við ýmsar dekkri hliðar lífsins, fyrst hér
heima og siðan í Bandaríkjunum.
Sagan er gáskafull og bráðskemmtileg en
um leið umbúðalaus lýsing, sem ber i senn
svip af þjóðfélagsádeilu, ástarsögu pg djörf-
um bókmenntum. Verð m/sölusk. 2.520.—
Jorge Luis Borges:
Suðrið
Smásagnasafn, valið og þýtt hefur
Guðbergur Bergsson. Sögurnar eru
sprottnar úr suðuramerískum jarð-
vegi en eiga erindi við fólk hvar í
heiminum sem er. Borges er í hópi
virtustu skálda sem nú eru uppi og
mikill aðdáandi forníslenzkra bók-
mennta.
Verð m/sölusk. kr. 2.280.—
Dusko Popov:
Njósnari nasista
í þjónustu breta
Bókin lýsir einstæðum njósnaferli
höfundar. Þjóðverjar töldu hann fær-
asta njósnara sinn en í reynd njósn-
aði hann fyrir breta og lifði í stöðugri
lífshættu. Hann varaði við árásinni á
Pearl Harbor löngu áður en hún var
gerð en FBI trúði honum ekki. Popov
var mikill gleðimaður og fullyrt er, að
hann sé fyrirmyndin af James Bond.
Verð m/sölusk. kr. 2.280.—
Michael Mooney:
Hindenburgslysið
Hindenburgloftfarið var tákn um
mátt og megin nasismans — þar til
sprengingin mikla varð 6. maí 1937
við Lakehurst í Bandaríkjunum og
Hindenburg brann til ösku og 36
manns fórust í augsýn hjálparvana
áhorfenda.
Hvað gerðist? Var það skemmdar-
verk. Þessum spurningum og mörg-
um fleiri svarar þessi spennandi bók.
Verð m/sölusk. kr. 2.280.—
MENN
OG
HILTGUNT
ZASSENHAUS
Hiltgunt Zassenhaus
Menn og múrar
Þýðandi Tómas Guðmundsson
Heillandi frásögn um fórnfýsi og
hetjulund ungrar stúlku í síðustu
heimsstyrjöld. Hún var kölluð engill
fanganna og hér rekur hún minn-
ingar sínar frá þessum örlagaríku
árum, sem hverjum lesanda hljóta að
verða ógleymanlegar.
Verð m/sölusk. kr. 2.640.—
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18-Bolholti 6