Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 17 : .. •; • ". ■ "sm |gpjggfgggp VIj t *»j Ai .■-.■ ■■:•■ ........... .J fijgSjssbg V t/'V'i-, ■'; I !*! i K '. _ !■ k mö A i . ll >: •• '■'■ '..'.. : . • ■ ÉH§ XífíjM-í • |' ' V' ' ■ ■•/. . »• ,+<^f ksj'í. 'tj'' "f i ai Ípiií:?Si l.nin Unnið hefir verið að því í sumar og haust að fullgera félags- heimilið sem um nokkur ár hefir verið í smíðum. Stykkishólms hreppur er stærsti aðili þess. Er félagsheimilið I sambandi við hótel sem mun verða opnað f sumar ef allar áætlanir standast. Hluti byggingarinnar hefir nú verið tekin undir gagnfræðaskól- ann og var sá áfangi kláraður í haust. Nú er verið að innrétta samkomusal og tilheyrandi og er mikið um sjálfboðavinnu félaga á kvöldum og um helgar og er áhugi mikill. Hugmyndin er að ljúka félagsheimilinu á miðjum vetri eða alltaf fyrir vorið. Hér er enn notazt við samkomuhús byggt fyrir aldamót og hefir það staðið sig með prýði, er það timburhús byggt fyrir aldamót og hefir það staðið sig með prýði, er það timburhús við aðalgötu bæjarns. Þá er Lionhúsið notað mjög til fundarhalda og þeirra mann- fagnaða sem ekki eru fjölmennir. Þá er og Hljómskálinn þar sem Lúðrasveitin og Tónlistarskólinn hafa sína bækistöð. Á 40 ára starfsafmæli st. Fransiskusreglunnar í Stykkis- hólmi á þessu ári, ákvað hreppsnefndin að gefa þeim fallegan kross á turn kirkjunnar við sjúkrahúsið. Er nú krossinn kominn upp og lýsir er rökkva tekur og setur fagran og heillandi svip á kauptúnið. Er það álit allra að ekki hefði verið hægt að gefa í þessu tilefni betri gjöf en þetta. Fréttaritari. — Af bólum Framhald af bls. 19 ef ekki væru hér hin ákjósanlegustu skilyröi til úðasmitunar úr fatnaði hinna látnu, af veðurfarsástæðum. Ef um lungnapest hefur verið að ræða, hlýtur þetta að hafa verið veigamikil smitunarleið, og mætti það vera skýringin á þvl, hvað það var almennt i báðum plágunum að þeir, er fluttu lík til grafar, dóu úr veikinni við það tækifæri. Það sem mælir með þvl, að um lungnapest hafi verið að ræða, er, að það er gamalt álit, að pestin I Noregi 1349—1350 og plágurnar á íslandi hafi verið sama veikin, að báðar drápu þær innan 3—4 daga og að dánartalan var afskaplega há. Það er f hvorugum faraldrinum getið um nokkurn mann, er lifað hafi af sjúkdóminn, og getur þó Jón Egils- son nokkurra, er voru sóttinni sam- tlma. Þar á meðal ungbarna, er sugu mæður sinar látnar Það er yfirleitt ekki talinn munur á næmleika barna og fullorðinna fyrir pest, og má það þvi virðast með ólikindum, að svo náin samskipti, sem að ofan greinir, hafi ekki leitt til smitunar Þar við er það að athuga, að snerting leiðir ekki til smitunar, og það, sem meira er, menn geta látizt úr lungnapest án þess að hafa fengið hósta og uppgang, sem sé án þess að hafa orðið smitandi. Flest bendir til þess, að dánar- talan í sóttinni hafi verið nær 100%, en að það hafi verið margir, sem aldrei fengu hana, enda telur Jón Egilsson upp marga bæi i Árnessýslu, sem veikin kom ekki á. Þetta tvennt á ekki við neina aðra farsótt en lungnapest, og þar við bætist, að Islenzkar heimildir auð- kenna þessa tvo faraldra með sér- heiti, plága, sem aðgreinir þá frá öllum öðrum, er hér hafa gengið. í þvi efni virðast (slendingar hafa verið á undan sinni samtið. Að lokum er eðlilegt að varpa fram þeirri spurningu, hversu stóran toll plágurnar tóku af fólksfjöldan- um? ( þvl efni er við fátt að styðjast annað en almenna lýsingu heimilda. Tölulegar upplýsingar um fjölda eftirlifandi presta og tekjurýrnun biskupsstóla og klaustra eru ótraustar viðmiðanir af eftirfarandi ástæðum: Vegna þjónustu presta við sjúka er hætt við, að þeir hafi frekar orðið pestinni að bráð en almenningur, og sjálfseign hefur ætið verið tekin fram yfir leigu, og þess vegna vlsast, að hlutfallslega mun fleiri leigujarðir hafi verið I eyði eftir pláguna en sjálfseignarjarðir. Næst sanni um mannfallið i plágunum verður liklega komizt með því að bera lýsingar á þeim og afleiðingum þeirra saman við tilsvar- andi lýsingar á þeirri mestu drep- sótt, er hér hefur gengið, þar sem nokkurn veginn er vitað um tölu látinna, þ.e. bólunni 1707—1709. ( henni lézt um fjórðungur ibúanna, auk þeirra sem dóu úr öðrum kvill- um, og virðast hafa verið heldur fleiri en þeir, sem fæddust á sama tíma. Það er liklegt af þeim minning- um, sem þessar drepsóttir hafa látið eftir sig með þjóðinni, að plágan fyrri hafi verið eitthvað skæðari en bólan. Það mætti gizka á, að um þriðjungur ibúanna hafi fallið i henni, auk þeirra sem létust úr öðr- um kvillum á sama tima og sem má áætla, að hafi mætt fæðingunum, þannig að við lok sóttarinnar hafi mannfækkunin numið % af fólks- fjöldanum við upphaf hennar. ( siðari plágunni hefur mannfallið orðið Ifkt og i þeirri fyrri í þeim landshlutum, þar sem hún gekk, en heildarmannfækkunin að þvl skapi minni, sem munar þvl, að hún kom aldrei á Vestfjarðakjálkann." Jólasvipur er kom- inn á Stykkishólm Stykkishólmur, f des. 1975 JÓLASVIPUR er nú að færast yfir byggðina I Stykkishðlmi, mislit ljðs, jðiastjörnur og annað skraut er farið að sjást. Einnig er að færast meira f jör I viðskiptin og mikii ös hefir verið l pðstinum eins og venja er seinustu dagana. Er með árunum vaxandi jðlapðst- ur. Jólasnjörinn kemur og fer. Tíðin er umhleypingasöm, stund- um þýða og rigning og svo aftur snjðr og frost. Þessa stundina er frost og snjðr. Allir vegir eru færir og hafa ekki teppzt á þessu hausti. Hér veiða bátar nú mest hörpudisk sem unninn er I hrað- fyrstihúsi Sig. Ágústssonar. Hefir afli verið jafn og gðður Rðið er fimm daga vikunnar þegar fært er. öðrum veiðum er nú hætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.