Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 — Fimm hús Framhald af bls. 40 húsgafl á fbúðarhúsi á Núpi í Axarfirði sprakk. Skjálftarnir á 20 km breiðu belti — Ég talaði við fólk á Sandin- um og Karólína Jónsdóttir í Ærlækjarseli kvað miklar hrær- ingar hafa verið á sandinum síð- ustu dægur. Kippirnir voru þar harðastir í morgun eins og víðar. Heyrði hún þytinn I skjálftunum og fannst þeir koma út tveimur áttum og miklar drunur fylgdu. I harðasta kippnum urðu skemmd- ir á íbúðarhúsunum i Ærlækjar- seli, en þar er tvíbýli, en skemmd- ir eru ekki fullrannsakaðar. I þessum sama kipp urðu skemmd- ir í Skógum f Axarfirði, þegar grind í fjárhúsinu hrundi, fé meiddist ekki, en einhverjar skemmdir urðu á fjárhúsinu, sagði Sigurvin. Skjálftarnir virðast vera á 20 km breiðu belti frá austri til vest- urs. Ná þeir örugglega út á fjörð og svo suður í Mývatnssveit. Austast f Axarfirði eru litlar hræringar og sömuleiðis vestast í Kelduhverfi. Þó er undantekning, allmiklar hræringar eru á Fjöll- um, sem er vestastT Kelduhverfi. Þá sagði að dældirnar fimm, sem komið hafa í þjóðveginn í Kelduhverfi héldu áfram að sfga. Eftir hádegi i gær mældist sigið um 40 cm, en í gærkvöldi var stærsta sigið um 10 metrar að breidd og sigið þar mældist 50 cm. I gærkvöldi hörðnuðu kippirnir á ný í Axarfirði og munu hafa verið af stærðargráðunni 4 stig á Richterkvarða. Vatnsborð Mývatns lækkar Um hádegisbil í gær bárust þær fréttir, að vatnsborð í Mývatni hefði lækkað. Eysteinn Tryggva- son jarðeðlisfræðingur sagði í gærkvöldi, að vatnsborðið hefði lækkað undan Vogum og við Reykjahlíð. Við Voga hefði það lækkað 5 cm meira en eðlilegt mætti teljast og eitthvað meira við Reykjahlíð. Þetta þýddi að landið væri að rísa. „Þetta er merki um að við getum engan veginn strikað gosið út á þessu stigi.“ Hann sagði einnig, að frá þvf um hádegi fram undir kl. 18 hefði verið frekar rólegt á jarðskjálfta- svæðinu f Axarfirði, en þá hefði komið ný hrina og einn kippur mælzt 4 stig á Richterkvarða. „Það er tiltölulega rólegt f augna- blikinu, en þetta er engan veginn búið og þessir kippir þættu miklir undir eðlilegum kringum- stæðum." Misgengi frá Námafjalli að Reykjahlfð Kristján Þórhallsson frétta- ritari Mbl. í Mývatnssveit sfmaði. Botn Mývatns virðist hafa risið eitthvað við austur- og norður- hluta vatnsins. Þar sem áður rétt grillti í steinnibbur, sjást þær vel og er jafnvel talið að landið hafi risið um eina 8 cm. 1 Misgengi virðist hafa orðið á öllu svæðinu frá Námafjalli að Reykjahlíð og virðast einhverjar breytingar hafa orðið á einum sex stöðum á þessu svæði. Neyðarútbúnaður settur á síma Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Jón Illugason, formann Almannavarna Mývatnssveitar, sem sagði á gær, að Kristján Sæ- mundsson jarðfræðingur hefði kannað svæðið norður af Mývatni allt að Kröflu. Hann hafði merkt breytingar á sex stöðum og breyt- ingarnar hefðu verið meiri, eftir því sem norðar hefði dregið. Fréttir hefðu borizt um að ný sprunga væri komin í Leirhnúk, en það hefði ekki enn fengist staðfest. Þá sagði Jón að nú yrði dregið úr rekstri stjórnstöðvar Almanna- varna f símstöðvarhúsinu, en neyðarútbúnaður yrði settur á símakerfið, þannig að samband næðist við flesta með stuttum fyrirvara. 28 cm gliðnun Karl Grönvald jarðfræðingur fór við þriðja mann inn í Gjá- stykki í gær til að kanna breyt- ingar á þeim slóðum. Hann sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að nokkur gliðnun hefði orðið á nokkrum stöðum í Gjá- stykkjum. Mesta gliðnunin hefði mælzt 28 cm á mðts við norðurenda Gæsafjalla. Þær breytingar, sem orðið hafa,. nema nokkrum tugum sentimetra. Kvikmyndasýningar felldar niður Húsavík 22. desember A Húsavík vöknuðu margir af værum svefni um kl. hálftvö að- faranótt sunnudag við stuttan en allsnarpan jarðskjálftakipp. Hefðu Mývatnseldar ekki verið uppi, hefði þetta almennt ekki raskað ró manna, því oft koma hér álíka jarðhræringar, en vegna þess, sem á undan var gengið, varð mörgum ekki svefnsamt, því smáhræringar fundust oft um nóttina. Jarðskjálftamælirinn á Húsavík hefur öðru hverju síðan sýnt jarðhræringar sem menn verða ekki varir við. Nokkra kippi hafa menn merkt af og til. Upptökin eru talin í eða við Þeistareykjabungu sem er 20 km norður af Leirhnúk. — A Þeista- reykjum er háhitasvæði með leir- hverum, en eldgos þar eru ekki í skráðum frásögnum sfðan landið byggðist, en ung hraun eru þar og byggð var þar fram að aldamót- um en stopul á 19. öldinni. Engar skemmdir er vitað um ennþá á mannvirkjum vegna jarð- skjálftanna, en nefnd almanna- varna Húsavíkur kom saman til að fara yfir björgunaráætlanir sem til eru ef til verri tíðinda drægi. Kvikmyndasýningar féllu niður í gær af öryggisástæðum því kvik- myndahúsið er gamalt steinhús og ekki þótti rétt að boða fólk saman að ástæðulausu. Fréttaritari. 600 kippir Skinnastað, Axarfirði 22. desember. Frá þvf snemma á laugardags- kvöld og fram yfir nón á sunnu- dag mögnuðust jarðskjálftar mjög í Axarfirði og Kelduhverfi. Má segja að hús hafi nötrað látlaust í þessum sveitum frá því kl. 23 á laugardagskvöld og fram yfir nón á sunnudag. Fór þá heldur að draga úr titringnum. Sem dæmi má nefna að frá þvf um kl. 23 á laugardagskvöld til kl. 4 aðfarar- nótt sunnudags fann fólk á Skinnastað meira en 600 snögga kippi af styrkleika u.þ.b. 3—6 stig á svonefndan Mercalli-kvarða. Margfalt fleiri komu fram á jarð- skjálftamæli. Höfðu upptök skjálftanna greinilega færzt nær heldur en fyrr um daginn. Virtist algengt að þau væru f um það bil 10—25 km fjarlægð frá mælistað hér. Munu þeir hafa verið snarp- ari f Kelduhverfi. Sumir sváfu ekki rótt um nótt- ina vegna gnýs og titrings, en aðrir létu sér fátt um finnast. Klukkan um 11 á sunnudags- morgun kom Haraldur Þórarins- son bifvélavirKÍ i Kvistási i Kelduhverfi hingað að Skinnastað og sagði frá því, að töluvert rask hefði orðið á þjóðveginum f Kelduhverfi við svonefnda Veggjarenda. Spilda hefði sigið þar allt að 10—30 sm og dæld komið í veginn á nokkurra metra kafla, en þarna eru fornir sig- stallar, sem ná suður i Gjástykki norðaustan til f Þeistareykjar- bungu og margar gamlar sprung- ur. Haraldur kom til þess að til- kynna vegaeftirlitsmönnum um þetta jarðrask, en sfmstöð að Lindarbrekku var lokuð að hans sögn. Var þá snjómugga dimm og slæmt skyggni. Framan af degi á sunnudag voru þessar sveitir sfmasam- bandslausar við umheiminn og náðist t.d. hvorki til Húsavíkur né Akureyrar. Var þá reynt að nota talstöðvar í bflum. Eftir nónið á sunnudag fækkaði heldur skjálftum, en þó fundust jafnan harðir kippir með fárra minútna millibili fram eftir nóttu, og allmargir sáust á mæli á mínútu hverri. Jukust hræringar aftur er leið á kvöldið og vaknaði fólk oft við harða kippi f nótt. Um klukkan 17 á sunnudag stytti upp og gerði bjart veður með frosti. Ekki sáust nein teikn á himni frá Skinnastað í neinni átt. Ekki hef ég heyrt um teljandi skemmdir, sem orðið hafi í þessum miklu hræringum, og fólk er æðrulaust. Sr. Sigurvin. — Stjórn H.H.f. Framhald af bls. 2 fjármunina og ráðstafa þeim eftir því sem heppilegast þætti. „Það er þannig ekki á okkar valdi að ráðstafa þessum fjár- rnunurn," sagði Guðlaugur, „en hins vegar er sjálfsagt, ef uppi eru einhverjar efasemdir um að það sé rétt gert, að stjórnin fylgist með þvf og það gerum við og munum gera.“ Háskólarektor var þá að því spurður, hvort hann teldi eðli- legra, að happdrætti H.I. sem opinber stofnun skipti fremur við einhvern ríkisbankann en einka- bankana. Guðlaugur svaraði þvi til, að hann gæti sagt það sem sína persónulegu skoðun, að ekkert óeðlilegt væri að skipta við alla bankana sem hér störfuðu og til þess væru þeir — að varðveita peningana og ráðstafa þeim út. „En að gefnu tilefni tel ég sjálf- sagt að breyta um innlánsstefnu. Að vísu hefur Landsbankinn jafnan verið okkar aðal viðskipta- banki en við höfum verið vfðar, og að fenginni reynslu munum við að sjálfsögðu breyta þvf að binda okkur fyrst og fremst við ríkisbanka — og þá fyrst og fremst auðvitað við Landsbank- ann framvegis.“ — Nimrod Framhald af bls. 2 eins hratt og mögulegt var. Þar sem þeir óttuðust varðskipið mjög báðu þeir um hjálp og hélt frei- gátan Andrometa til hjálpar á fullri ferð. Eftir á sögðu skipstjór- ar togaranna að þeir hefðu verið í góðum fiski á þessum slóðum, og verið á eigin ábyrgð. Varðskipin hafa í mörgu að snúast þessa dagana, m.a. þurfa þau að flytja póst til vitavarða landsins og ýmsan nauðsynja- varning, auk þess sem þau þurfa að flytja fólk til og frá afskekkt- um stöðum. — Loðnuvertíð Framhald af bls. 2 kemur í stað Jóhanns Guðmunds- sonar sem tekið hefur við for- stjórastörfum Framleiðslueftir- lits sjávarafurða. Gylfi Þórðarson tjáði Mbl. að nefndin yrði til húsa á sama stað og í fyrra, að Tjarnar- götu 4. Sagði Gylfi að starf nefnd- arinnar gæti orðið mjög umfangs- mikið, þar sem líkur væru á mun meiri loðnufrystingu en í fyrra. Hjálmar Vilhjálmsson sagði að fiskifræðingar ættu von á því að loðnugengd yrði svipuð og á sið- ustu vertíðum. I fyrra veiddust rúmlega 450 þúsund tonn af loðnu. Kanna átti loðnugengdina f nóvember s.l., en það tókst verr en til stóð vegna óhagstæðra skil- yrða. Hjálmar sagði að venjulega væri loðnugangan komin að Langanesi um áramót en misjafnt væri hvenær hún gengi upp að landinu við S-Austurland. Hefði hún fyrst gengið upp að landinu 18. janúar, en síðast er vitað til að hún hafi gengið upp að landinu, um 20. febrúar. I sfðustu árum hafa bátar byrjað veiðar í loðn- unni áður en hún gekk upp að landinu, og er hún þá veidd með nót og flottrolli. Hafa mest veiðst af henni 100 þúsund tonn á einni vertfð áður en gangan var komin upp að landinu. Loðnubræðsla Hafsíldar h.f. á Seyðisfirði sem varð óvirk vegna snjóflóða á vertíðinni í fyrra, er nú gangfær og mun taka við loðnu á komandi vertíð. Hún getur brætt 400 tonn á sólarhring. Þá er stefnt að því að Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað, sem einnig var óvirk á síðustu vertíð vegna snjó- flóða, verði tilbúin um mánaða- mótin janúar-febrúar n.k. Sfldar- vinnslan getur brætt 700 tonn á sólarhring. — Tekur Vísir Framhald af bls. 2 áfram eins og verið hefur, Alþýðublaðið sem morgunblað og þá líklega áfram undir sama nafni en Vísir sem síðdegisblað. Rit- stjórnir verði aðskildar en ýmis rekstur sameiginlegur, svo sem skrifstofur, blaðadreifing, og jafnvel auglýsingar. Hafi vel miðað í viðræðunum og geti jafn- vel farið svo að Reykjaprent yfir- taki rekstur Alþýðublaðsins um næstu áramót. — Vöruskipta- jöfnuður Framhald af bls. 2 Vörur hafa verið fluttar inn fyrir Landsvirkjun fyrir 1.320,6 millj. kr. á árinu, en á fyrstu 11 mánuðum s.l. árs nam sá innflutn- ingur 510,2 millj. kr. Til íslenzka álfélagsins hafa verið fluttar vörur fyrir 6.693,6 millj. kr„ en fyrstu 11 mánuði s.l. árs fyrir 3.474,4 millj. kr. — Kaupir Toyota Framhald af bls. 40 menn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, er hafi boðizt til að að- stoða hann á allan hátt við fram- leiðslu á frystu loðnunni. Páll kvaðst vænta þess að út- flutningur á ofangreindum vör- um til Japans gæti hafizt I kring- um næstu vertíð. Engin vand- kvæðu ættu að vera á því að fá karfann frystan eins og Japanir vildu hann né heldur að afla kúf- skeljarinnar. Nóg væri af henni kringum allt land og þegar hefðu verið gerðar tilraunir með að veiða hana á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Hafði verið samið við verksmiðjuna í Stykkis- hólmi um framleiðslu á kúffiskin- um og veiðarnar yrðu fyrsta kastið stundaðar þar í nágrenn- inu, enda mest af skeiinni fyrir Vesturlandinu. Páll sagði, að stefnt væri að því að ganga formlega frá öllum hnút- um sem allra fyrst, Japanirnir hefðu nú sent fyrirspurn um það hversu mikið magn væri unnt að framleiða af karfa og kúfskel, og einnig pantað um 1000 tonn af frystri loðnu til að byrja með. Taldi Páll ekki ólíklegt að þarna gæti orðið um heildarsölu að upp- hæð milli 300—500 milljónir fyrst I stað. Hins vegar væri þetta allt á tilraunastigi og þvf sjálfsagt að fara varlega í sakirnar I fyrstu. Toyota-fyrirtækið væri hins vegar gffurlega umfangsmikið og með mikinn mannfjölda beint og óbeint á sfnum vegum. Þess vegna væri ekkert því til fyrir- stöðu, að viðskipti ykjust, ef vel tækist til í upphafi, og ekki væri lfklegt að þá kæmi t.d. útflutning- ur á spærlindi einnig inn f mynd- ina. — Fannst látinn Framhald af bls. 40 Maðurinn hét Alfreð Guðmunds- son, fiskmatsmaður, Laugarnes- vegi 18b, Þórshöfn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og 5 uppkomin börn. Rannsókn málsins stendur yfir, og að sögn lögreglu hefur ekkert það komið fram við rann- sóknina, sem skýrir lát Alfreðs. Lögreglumaðurinn á Þórshöfn var ekki f bænum á sunnudaginn og var Stefán Tryggvason lög- reglumaður á Raufarhöfn kallaður til þegar lfk Alfreðs fannst laust eftir hádegið þann dag. Var lfkið við viðgerðarverk- stæði Vegagerðarinnar sem er við þjóðveginn norðanvert við þorpið. Það var hálft í snjó, enda hafði verið hrfð um daginn og nóttina á undan. Sem fyrr segir voru föt Alfreðs úr Iagi færð og áverkar voru á andliti hægra megin og á vinstri hendi. Veski hans fannst ekki en aðrir persónulegir munir, svo sem úr, voru á líkinu. I vesk- inu var m.a. 500 þúsund króna ávísun frá Húsnæðismálastjórn, stíluð á nafn og yfirstrikuð og getur hún því ekki orðið neinum að gagni ef hún er þá á höndum einhvers nú sem stendur. Leitað var að veskinu í gær á vettvangi og þar f kring en það fannst ekki. I samtali sem Mbl. átti við Stefán Tryggvason lögreglumann kom fram, að Alfreð heitinn hafði verið staddur í húsi nokkru í Þórshöfn fyrri hluta aðfararnæt- ur sunnudagsins, en húsið er skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Var gleðskapur f hús- inu og Alfreð við skál þegar hann hvarf á braut milli klukkan 1.30 og 2 um nóttina. Fólk það sem var f húsinu um leið og Alfreð kvaðst við yfirheyrslur ekki hafa vitað um það hvort hann var með veskið á sér þegar hann fór úr húsinu. Þegar Alfreð var ekki kominn heim til sín um morg- uninn var farið að óttast um hann og fannst lík hans svo um klukkan 14 á sunnudag. Rannsókn málsins verður haldið áfram og mun framhaldið nokkuð ráðast af þvf hver verður niðurstaða krufningar á lfki Alfreðs. — Skila skæruliðar Framhald af bls. 1 og flugvélarinnar og samdi við alsfrska ráðamenn. Maðurinn er evrópskur f útliti og hefur það komið af stað vangaveltum um hvort hann geti verið Ilyich Ramirez Sanchez, Venesuelamað- ur, sem gengið hefur undir nafn- inu „Carlos“ sem verið eftirlýstur f Vestur-Evrópu fyrir morð og þátttöku í skæruliðaárásum. En samkvæmt umsögn blaðamanna er hann ekki ýkja líkurCarlos þessum eftir myndum af honum að dæma sem dreift var meðal þeirra. Um 90 gíslar voru teknir i Vín, eftir árásina á aðalstöðvar OPEC en þrjár mannsekjur voru teknar af lífi. Flestum gíslanna var sleppt þegar stjórn Austurrikis hafði gefið leyfi sitt fyrir þvf að skæruliðarnir fengju flugvél til að flytja sig til Alsír. Þegar flugvélin Ienti þar voru um 40 gíslar um borð en skærulið- arnir slepptu OPEC-fulltrúum frá Nígeríu, Gabon, Equador, Indó- nesíu og Venesúela. Bruni Kreiski hefur nokkuð verið gagnrýndur fyrir undanlát- semi við skæruliðana, með því að leyfa þeim að fara úr landi með gfsla. Meðal gagnrýnenda hafa verið forsætisráðherra Israel, Yitzhak Rabin, sem sagði utanrík- isráðherra Austurríkis, Erich Bielka, að málamiðlun við hermd- arverkamenn væru aðeins til þess fallin að ýta undir frekari ódæði. Áttu þeir stuttan fund eftir að austurrfska stjórnin lét undan kröfum skæruliðanna. Þá hafa blöð í íran gagnrýnt austurrísku stjórnina harðlega og sagt hana vera ábyrga fýrir lffi gíslanna. Var stjórn Kreiskýs sök- uð um að hafa vanrækt öryggi ráðherranna. Kreiský hefur varið ákvörðun sína með því að segja að ekkert óbrigðult ráð sé til gegn hermdar- verkamönnum og að hvert tilfelli verði að skoða út frá eigin aðstæð- um. Sagði hann að ekki hefði verið neinn annar kostur en að láta undan skæruliðunum og frelsa þannig sem flesta gísla. Hann vísaði á bug ásökunum um að öryggisráðstafanir hefðu ekki verið gerðar við OPEC-stöðvarnar og benti á að ýmsum vandkvæð- um væri bundið að hafa þar nákvæma öryggisgæzlu þar sem um samtök erlendra ríkja væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.