Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 21 Iðunn Steinsdóttir við sprungna vegginn f stofunni. Ljósmvndir Mbl. Friðþjófur. Svavar Aðalsteinsson frá Húsavfk er hér við bíiskúr hússins Reykjahlfð, sem eyðiiagðist nokkuð af vöidum jarðhræringanna. Bílskúrinn skrapp það mikið frá húsinu að hægt var að koma fingrum á milli. igumynd- ngum kafla að ræða framhald fram- kvæmda við Kröflu. Er þar um að ræða, annars vegar undirbúning sem ekki á sér stað á staðnum og hins vegar undirbún- ingsvinnu á staðnum. Að sögn Stefáns Arnþórs- sonar jarðfræðings hefur ekki verið tekin ákvörð- un út frá athugunum síð- ustu daga og gengur allur undirbúningur eðli- lega, en eftir er að ræða málin betur. Með umbrotunum sem leiddu til eldgossins hafa orðið hreyfingar á landi allt frá Kelduhverfi og suður í Bjarnarflag eða á allt að 40—50 km löngum kafla, en á þessu svæði hafa orðið jarðsig os sprungumyndanir í þeim. Framhald á bis. 27 Hraunið í þessu gosi er basfskt helluhraun og munurinn á þessu gosi og venjulegu Heklugosi er sá aö þetta gos er miklu minna en í upphafi, meiri aska fylgir Heklu- gosum og súrara berg. Hér er næstum aðeins um vatn að ræða. Það er óvenju mikið gas í hraun- inu hér, vetni og aðrar tegundir sem loga fagurlega. Hraunmagnið er hins vegar mjög litið, varla meira en 200—300 þús. rúmmetr- ar. Hraunið hér hefur augsýni- lega komið upp á fyrstu klukku- tímunum í samfelldri spýju og síðan ekki meir. Um 2 km eru á milli nyrsta og syðsta enda sprungunnar, en á aðeins 500— 700 m bili hefur sprungan látið eitthvað á sér kræía. Hraun hefur runnið á tveimur stöðum á um Dr. Sigurður Þórarinsson á gosstað. „Tel minni líkur á öðru gosi en hitt” — segir dr. Sigurður Þórarinsson A GOSSPRUNGUNNI við Bruna- borg norðan undir Leirhnjúk hittum við Sigurð Þórarinsson að máli þar sem hann var að kanna gosstöðvarnar. „Mér lízt svo á,“ sagði Sigurður, „þótt mögulegt sé að gos geti kom- ið upp annars staðar, að það verði nú ekki og byggi ég það á reynslu minni og brjóstviti. Hitt er svo að það eru líkur fyrir því miðað við gamla reynslu og miðað við hina tíðu jarðskjálfta er þetta einnig mögulegt, en þó tel ég minni líkur á gosum norðar, vegna þess hve jarðskjálftarnir eru norðarlega. Þess ber þó að gæta að þegar gaus í Sveinagjá 1875 í febrúar opnaðist hver sprungan eftir aðra fram i ágúst. 100—200 m löngu svæði á hverj- um stað. Hættuna á alvarlegum hreyfingum tel ég mjög litla, en það geta opnast nýjar sprungur og vissulega er margt óvisst á þessu svæði. I gosinu 1725 kom ekkert hraun að ráði fyrr en eftir tvö ár og þá stóð hraunrennslið i 2 ár og skilaði um 700 millj. rúm- metrum af hrauni. I því hraun- rennsli fóru Reykjahlíðarbæirnir, en kirkjan slapp.“ upp í loftið með mikium þrýstingi. r' taunraninn til vinstri er um 300 m hraunraninn sést fjær vinstra megin ri hraunrananna heitir Brunaborg. Rætt við Iðunni Steinsdóttur um skemmdir á heimili hennar af völdum jarðskjálftanna t laust eftir kl. 4 á laugardag, en sfðan hefur iprunguna. I REYKJAHLIÐ við Mývatn voru .tfðar jarðhræringar á laugardag og eitt hús skemmd- ist talsvert í jarðskjálftunum. Var það hús Iðunnar Steins- dóttur og Björns Friðfinnsson- er forstjóra Kfsiliðjunnar og formanns almannavarna á staðnum. Bílskúr áfastur íbúðarhúsinu losnaði frá húsinu að neðan, veggur í stofu gekk út um eina 2 sm að neðan og nokkrar fleiri sprungur komu. „Við tókum fyrst eftir sprungunni á laugardagskvöld- ið,“ sagði Iðunn í spjalli við Morgunblaðsmenn," en eftir það hélt hún áfram að smá- víkka í kippunum sem komu aðfaranótt sunnudags. Þetta er nú ef til vill ekki undarlegt, því kunnugir segja að sprungan sem Stóragjá er í, liggi í gegn um húsið hér og virðist hún eitthvað hafa gengið til f þessum hrinum. Bflskúrinn hefur losnað frá húsinu að hluta, en það er verst að stofan fylgir með og það er vont að fá þetta í stofuna svona rétt fyrir jólin. Hræðsla? Nei, ég hef ekki orðið vör við að fólk á staðnum sé hrætt, það tekur þessu mjög rólega. I sum- ar voru hér oft smáhreyfingar, en engar f líkingu við þá sem stækkaði húsið okkar að neðan. Annars bíð ég bara eftir næsta jarðskjálfta, þá getur vel verið að sprungni veggurinn, smelli aftur f liðinn." „Bíð eftir næsta jarðskjálfta, svo veggurinn smelli í liðinn”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.