Morgunblaðið - 15.01.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976
báru sig upp undan þessu kerfi.
Öllum er ljós nauðsyn þess,
að sjávarútvegurinn eigi sér
sameiginlega sjóði til að mæta
með aflaleysi, verðfalli eða
skyndilegum kostnaðarhækk-
unum.
Utgerðin er orðin svo stór í
sniðum, að það er ekki hægt að
mæta verulegum áföllum ein-
stakra greina hennar, nema
með sameiginlegu átaki alls
sjávarútvegsins og fiskfram-
Ieiðslunnar. Það er mjög
almennur misskilningur að út-
gerðin sé stórlega styrkt af al-
manna fé. Það er ekki svo,
heldur eru þessir „styrkir",
sem verið er að tala um, venju-
lega tilfærslur innan útvegsins
og fiskvinnslunnar og hið nú
illræmda sjóðakerfi er einmitt
notað til slíkra tilfærslna.
Þegar illa árar fyrir einhverri
grein sjávarútvegsins og gera
þarf ráðstafanir til bjargar
henni, er myndaður sameigin-
legur sjóður til að dreifa vand-
ræðunum á allan útveginn.
Verðjöfnunar- og trygginga-
sjóðirnir, svo sem trygginga-
sjóður fiskiskipa, olíusjóður,
aflatryggingarsjóður, áhafna-
deild aflatryggingarsjóðs, og
svo fjárfestingasjóðirnir, fiski-
málasjóður og fiskveiðasjóður
eru fjármagnaðir af útflutn-
ingsgjöldum. Þau eru dálítið
misjöfn eftir tegundum, minnst
14,9% af skreið en mest 18,3%
af saltfiski.
Fiskframleiðendur yfirfæra
útflutningsgjöldin á útgerðina
og fiskimennina ,og færa niður
verðið til þeirra pr. kg., eftir
því sem svarar þessum gjöld-
um. Það er því ekkert smáræði
sem búið er að taka af fiskverð-
inu áður en komið er að hinu
svonefnda skiptaverði, fyrst
stofnfjársjóðsgjaldið 15% af
óskiptum afla, síðan útflutn-
ingsgjöldin 14,9—18,3%, enda
þekkist hvergi lægra fersk-
fisksverð en hérlendis og fisk-
framleiðslunni kennt um, sem
vitaskuld er ekki fyllilega rétt-
mætt, þar sem hún borgar stór-
an hluta af fiskverðinu í þetta
sjóðakerfi.
Allt þetta flókna kerfi vekur
tortryggni og óánægju fiski-
mannanna. Þeim finnst það
uppfundið til að hlunnfara sig,
sem það reyndar er að nokkru
leyti, og þeir geta einnig að
nokkru leyti sjálfum sér um
kennt, því að það var náttúr-
lega aldrei glóra í því að skips-
höfnin tæki jafnmikinn hluta
af afla skipsins til sín á vél-
væddu skipi, eins og hún gerði
á útgerð, sem ekkert var nema
skipsskrokkurinn og línurúlla
— eða net í borðstokknum.
Inná þessa leið átti þó líkast
til aldrei að fara, að búa til
tvennskonar fiskverð.
Hverjum
blœðir?
Þar sem greitt er prósentvís
af afla og aflaverðmæti í sjóð-
ina svo til alla, þá borga þeir
mest, sem mest afla, og þar sem
þetta kemur niður á skipta-
verðinu til skipshafnar borga
þær skipshafnir mest í sjóðina,
sem eru á aflaskipunum, og eru
skiljanlega lítið lukkulegar
með það fremur en útgerðar-
menn þeirra skipa sumra.
1. Aflamennirnír leggja inn
jafnt og þétt, en sjá aldrei pen-
ing úr sjóðunum, hvorki áhafn-
ir né útgerð.
2. Sumar greinar útvegsins
leggja meira en aðrar í sjóðina
en fá minna úr þeim, og það
gerist máski árum saman.
3. Einstakar verstöðvar leggja
meira af mörkum en aðrar og
einnig það getur gengið svo
árum skiptir.
Hér á eftir fer nú ágrip af
persónusögu úr þessu sjóða-
eikarbát, Heiðrúnina frá Bol-
ungavík, smiðaða á Akureyri
1944. Þegar Jón keypti bátinn
var í honum 10 ára gömul
Listervél.
Þetta voru engin pappírs-
kaup, því að Jón lagði eigur
sínar að veði og atvinnu líka,
því að hann var með bátinn
sjálfur.
Það var yfirleitt ekki spáð
ýkjavel fyrir þessari útgerð;
menn þóttust vita sem var, að
Jón mvndi sækja fast, og þá
Hann hefur enga skrifstofu en
kaupir bókhaldsþjónustu af
mönnum, sem vinna hana fyrir
hann í aukavinnu.
Viðskipti Jóns
við olíusjóðinn
Eins og að framan er lýst
gerir Jón Magnússon flest það,
Orðhvati
þingfulltrúinn
Síðasta Fiskiþing var um
margt fjörlegt þing og oft hiti í
umræðum, þar á meðal hitnaði
í kolunum þegar rætt var um
sjóðakerfið og var einn þing-
fulltrúinn sérlega ómyrkur í
máli, enda má segja, að hann
hafi orðið óvenjulega fyrir
barðinu á því.
Þessi þingfulltrúi var Jón
Magnússon, skipstjóri og út-
gerðarmaður á Patreksfirði.
Jón er þekktur aflamaður
vestra en einnig víðar um Iand
frá því hann var með Hannes
Hafstein frá Dalvík á síldar-
árunum. Utah síldaráranna síð-
ustu hefur Jón alla tíð verið
mjög bundinn heimabyggð
sinni bæði í sjósókninni og út-
gerðinni.
Hann byrjaði róðra, eins og
margir unglingar vestra, um
fermingaraldurinn og eignaðist
þá hlut í litlum báti og það
hefur verið svo lengst af, að
Jón hefur gert út undir sjálfan
sig, nema þessi 5 ár eða svo,
sem hann var í síldinni fyrir
norðan og austan.
Hann fór sem unglingur á
velstjóranámskeið til fá sér
réttindi til að gæta véla í þeim
fiskibátum, sem hann stundaði
veiðar á frá heimaþorpi sínu,
en síðar fór hann einnig í stýri-
mannaskólann og tók þar meira
fiskimannaprófið.
væri ekki óliklegt að sitthvað
léti undan i gömlu skipi og
gamalli vél. Jóni var þetta vel
ljóst, að hann var með gamalt í
höndunum, og hagaði sér sam-
kvæmt því. Hann sótti að vísu
fast, en hann gætti þess jafnan
að beita bæði skipi sínu og vél
vægilega. Hann keyrði til dæm-
is vélina sjaldan eða aldrei fullt
og hlífði þannig bæði henni og
skipinu og það undarlega skeði
að öfugt við það, sem menn
höfðu haldið, bilaði ekkert hjá
Jóni með sitt gamla drasl, þrátt
fyrir harða sókn.
Þessi reynsla Jóns af því,
hvernig hægt væri að bjargast
áfallalaust með gamalt skip og
vél, ef nægjanlega varlega var
farið, leiddi til þess, að hann
hefur alla tíð fylgt þessari
reglu, að nota helzt aldrei fullt
vélarafl og telur sig hafa sparað
mikið um áraraðir bæði í við-
haldi skipa sinna og véla og
ekki sízt sparað olíu.
Jón á nú elzta stálbát lands-
ins, 180 tonna bát, Garðar BA
64, (áður Siglunesið) byggt
1912 (umbyggt 1945). Jón er
með þennan bát sjálfur. Svo
gerir hann út annan bát 200
tonna, Vestra BA 63, byggður í
Noregi. Jón verkar mest af afla
báta sinna í salt og hefur í því
skyni komið sér upp saltverk-
unarhúsi með nýjustu tækjum.
Hann annast sjálfur alla
stjórn á útgerð sinni, nema
hann hefur náttúrlega verk-
stjóra við fiskverkunarstöðina.
— Ljósm.. Snorri Snorrason.
sem hægt e^ að gera til að láta
útgerð sína bera sig en hann
fær Ifka að borga fyrir það,
maður sá.
Eins og áður segir eru heild-
arútflutningsgjöldin af salt-
fiski, 18,3% þar af eru 11,5%
sem renna í olíusjóðinn. Þessi
sjóður var stofnaður til að
greiða niður olíu til fiskiskipa,
þegar verðhækkun olíunnar
var orðin útveginum óbærileg
og hann var síðan fjármagnað-
ur með ofangreindum hætti.
Nú leiddi það af sjálfu sér, að
þar sem þetta var prósentvís af
verðmæti, þá borguðu þeir
mest í sjóðinn, sem mest öfl-
uðu, og einnig nytu þeir
minnstra styrkja úr honum,
sem minnstri eyddu olíunni.
Það mátti því búast við því að
þeir kæmu heldur illa út úr
viðskiptunum við sjóðinn, sem
bæði væru aflamenn og færu
spart með. Á síðustu vetrarver-
tíð fóru bátar Jóns Magnússon-
ar með um 208 þús. lítra af olíu.
Ef Jón hefði greitt fullt verð
fyrir olíulítrann það er kl. 21.20
pr. lítra óniðurgreitt, þá hefði
olíukostnaður hans orðið 4,5
milljónir króna.
En eins og áður segir höfðu
landsfeðurnir ákveðið að borga
niður olíuna fyrir Jón eins og
aðra úr hinum sameiginlega
sjóði olíusjóðnum, og Jón borg-
aði því ekki nema kl. 5.80 fyrir
JAKOBSSON
olíulítrann eða alls fyrir olíuna
1,2 milljónir króna. En það
fylgdi heldur betur böggull
skammrifinu. Þar sem Jón
verkaði afla sinn í salt borgaði
hann 11,5% af aflaverðmæti
báta sinna í olíusjóðinn, og Þar
sem framleiðsla afla beggja
bátanna lagði sig á um það bil
120 milljónir, varð hann úti
með 13,8 milljónir króna í
„styrktarsjóðinn" Utkoman
varð semsé sú að hann borgaði
alls rúmar 15 milljónir (15.076
þús.) í olfukostnað í stað 4,5
milljóna, ef landsfeðurnir
hefðu ekki verið svona ákafir í
að hjálpa honum. Hann tapaði
sem sé þessa einu vertíð 10,5
milljónum á ,,hjálpinni“.
Ekki slapp
hann með þetta
Ég hafði hugsað mér að rekja
einnig nokkuð viðskipti Jóns
við tvo eða þrjá aðra sjóði og
gera þá um leið grein fyrir
þeim en nenni því svo ekki þeg-
ar til kemur. Þetta sósíalska
kerfi allt er svo uppátakanlega
nálegt að það er ekki hægt að
fjalla um það í skammdeginu.
Ég hleyp þvi á sögunni. Jón
hefur alla útgerðartíð sína
greitt í Aflatryggingasjóð en
aldrei fengið eyri úr honum. Á
vertíðinni síðustu varð hann úti
með 1.5 milljónir króna í þá hít.
Viðskipti Jóns við Fiskveiða-
sjóð hafa einnig verið á eína
lund. Hann hefur borgað árlega
stórfé, t.d. nú í ár um 1,5
milljónir. Enn er svo að nefna
sjóð, sem ég held að heiti Á-
hafnadeild aflatryggingarsjóðs,
eða kannski fæðisdeild afla-
tryggingarsjóðs, en þessi sjóður
var stofnaður uppúr einni
kjaradeilunni til að létta mönn-
um fæðiskostnað. Það fór
náttúrlega með þennan sjóð
eins og hina, að þeir borga
dýrasta fæðið sem mest afla.
Jón Magnússon tapaði 600 þús.
krónum á viðskiptunum við
þennan sjóð á þessu ári.
íslenzk
lífsformúla
Það hefur komið talsvert í
minn hlut undangenginn ára-
tug að skrifa um ýmsa
dugnaðarkarla. Það var ein-
hvern tímann að ég tók saman
lífsformúlu fyrir slíka karla,
þeim til varnaðar. Hún var eitt-
hvað á þessa leið:
Á okkar ágæta Iandi, Islandi,
geturðu komizt útaf við þjóð-
félagið, þó þú sért duglegur og
líka þó þú sért sparsamur (þá
er bara hlegið að þér) — en ef
þú ert bæði duglegur og spar-
samur þá áttu þér enga lífsvon í
íslenzku þjóðfélagi...