Morgunblaðið - 15.01.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.01.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 Tveir af reyndustu mönnum íslenzka körfuknattleikslandsliðsins i baráttu, Kolbeinn Pálsson með knöttinn og Kristinn Jörundsson. Körfuknattleikslandsliðið í undankeppnina í Kanada FIBA, alþjóðasamband körfuknattleiks- manna, gleymdi að skrá ísland I undan- keppni Olympiuleikanna i körfuknattleik, og þar af leiðandi munu islenzkir körfuknatt- leiksmenn ekki taka þátt i undankeppninni sem fram fer i Skotlandi i næsta mánuði. FIBA tókst hins vegar að bjarga mistökum sinum með þvi að koma íslendingum inn i þann riðil undankeppninnar sem fram fer i Kanada skömmu fyrir Olympiuleikana i sumar. Ekki er enn vitað með hvaða þjóðum íslendingar munu leika þar, en sennilega verða það lið frá Mið- og Suður-Ameríku. Eiga körfuknattleiksmennirnir því skemmti- lega ferð fyrir höndum í sumar, og þetta ætti einnig að opna þeim möguleikann að fylgjast með Olympiuleikunum, þó að þeir komist ekki þangað sem keppendur. Körfuknattleikslandsliðið fær ærin verkefni í vetur og verður ferðin til Kanada hápunktur vertíðarinnar hjá því Eins og frá er skýrt á öðrum stað mun landsliðið leika við Breta í Laugardalshöllinni 7 og 8 febrúar n.k. Næsta verkefni á dagskrá þess verða svo tveir landsleikir við Portúgal sem koma hingaö i heimsókn i april- byrjun Þessu næst mun svo íslenzka landsliðið taka þátt í Polar Cup- keppninni, en eins og kunnugt er þá er þar um að ræða Norðurlandamót. Fer mótið fram í Kaupmannahöfn að þessu sinni í lok apríl. íslendingar hafa jafnan staðið sig vel í þessu móti og er þess að vænta að svo verði einnig nú Þriðja sætið í keppninni er ugglaust það sem að verður stefnt, þar sem litlir mögu- leikar munu á sigri yfir Svíum og Finnum en báðar þessar þjóðir eiga körfuknattleikslandslið sem eru í fremstu röð 20 leikmanna landslið valið ÍSLENDINGAR leika tvo landsleiki í körfuknattleik við Breta i Laugardals hollinni 7. og 8. febrúar n.k. og hefur nú landsliðsnefnd KKl valið tuttug manna hóp til þeirra leikja. Verður það brezka Ólympíuliðið sem hinga kemur, en það mun vera mjög sterkt og hefur búið sig vel undir undankeppr ina. Er talið að Bretarnir eigi allgóða möguleika á að komast i lokakeppnina Kanada, ekki sizt vegna þess að þeir hafa nú í liði sinu nokkra Bandaríkj< menn, sem keyptir hafa verið til Bretlands á undanförnum árum og haf fengið brezkan þegnrétt. Flestir leikmanna brezka liðsins eru úr Lundúnaliðinu Sutton Crystal Palace, en lið þetta hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu og er þegar komið í átta-liða úrslitin í Evrópubikarkeppni meistaraliða Leikmennirnir sem þeir Gylfi Kristjánsson, Páll Júlíusson og Einar G Bollason, en þeir skipa landsliðs- nefnd KKÍ, hafa valið til leikjanna við Breta eru eftirtaldir: Stefán Bjarkason, UMFN Gunnar Þorvarðsson, UMFN Jónas Jóhannesson, UMFN Jón Sigurðsson, Á Guðsteinn Ingimarsson, Á Birgir Örn Birgis, Á Björn Magnússon, Á Kolbeinn Pálsson, KR Bjarni Jóhannesson, KR Eiríkur Jóhannesson, KR Árni Guðmundsson, KR Kristján Ágústsson, Snæfelli Kristinn Jörundson, ÍR Kolbeinn Kristinsson, ÍR Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR Jón Jörundsson, ÍR Bjarni Gunnar Sveinsson, ÍS Torfi Magnússon, Val Arngrímur Thorlacius, Fram Framarar eiga nú í fyrsta sinn mann landsliðshópi í körfuknattleik, en ai- hygli vekur að leikmenn landsliðsins eru úr öllum félögunum sem leika í 1. deildinni. Árni Óðinsson frá Akureyri var undanfari á Mullersmótinu og náði hann töluvert betri tima en kepp- endurnir. ELLEFTA Múllersmótið á skíðum fór fram um síðustu helgi við Skíða- skálann í Hveradölum Er þarna um að ræða sveitakeppni í svigi og að þessu sinni mættu þrjár sveitir til leiks, frá ÍR, Ármanni g KR Veður var hið fegursta er keppnin fór fram, sólskin og nokkurt frost, þannig að skíðafæri var hið ákjósanlegasta Keppt var í fjórða sinn um Mullers styttuna og fóru leikar svo, að sveit Ármanns bar sigur úr býtum Tími hennar var 257,5 sek Sveit KR varð í öðru sæti á 266,5 sek og sveit ÍR fékk tímann 292,2 sek Sex menn voru í hverri sveit, en tími fjögurra beztu var reiknaður í sigur- sveit Ármanns voru það Guðjón Ingi Sverrisson, Steinunn Sæmundsdóttir, Kristján Kristjánsson og Tómas Jóns- son. Eftir keppnina fór fram verðlaunaaf- hending í Skíðaskálanum og þar sleit Leifur Múller mótsstjóri mótinu. Braut- arstjóri í keppninni var Haraldur Páls- son Fyrir hád^gi á sunnudaginn lagði stjórn Skíðafélags Reykjavíkur blóm- sveig á stalla þeirra L.H Múllers og Kristjáns Ó Skagfjörð, en stallar þessir eru rétt fyrir ofan Skíðaskálann í Hvera- dölum Á sunnudaginn bauð Skíðafélagið einnig upp á trimmgöngu fyrir almenning á svæðinu fyrir framan Skíðaskálann og annaðist hana Páll Guðbjörnsson Voru þar margir skíða- göngumenn á ferð allan eftirmiðdag- inn. Ætlunin er að trimmganga þessi verði endurtekin á næstunni. (Jrslitin í gærkvöldi Valnr - Fram 21:15 VALSMENN standa mjög vel að vígi í 1. deildinni i handknattleik eftir að hafa lagt Framara að velli, 21:15, í gærkvöldi. í leikhléi var staðan 9:5 og gerðu Valsmenn reyndar út um leikinn í lok fyrri hálfleiksins er þeir skoruðu 5 mörk gegn 1 á stuttum tíma. Leikur þessi var ekki eins góð- ur og vonazt hafði verið til, mikil barátta var að visu framan af, en undir lokin var leikurinn likari skot- keppni en handknattleik. Mörk Vals: Guðjón 5, Bjarni 3, Jóhann 3, Þorbjörn 2, Jón 2, Stefán 2, Steindór, Gunnsteinn, Gunnar og Jóhannes 1 hver. Mörk Fram: Pálmi 8, Hannes og Magnús 2 hvor, Árni, Pétur og Gústaf 1 hver. írmann - Grótta 20:18 ÁRMANN krækti sér i 2 dýrmæt stig i 1. deild karla i gærkvöldi, er liðið vann Gróttu með 20 mörkum gegn 18. Eftir þessi úrslit er staða Gróttu orðin mjög slæm og er liðið eitt á botninum með 4 stig. Ármann hafði forystu allan leikinn i gærkvöldi og var munurinn mestur 4 mörk, í leik- hléi var staðan 11:8. Undir lokin náði Grótta að minnka muninn niður i 1 mark, en sigri Ármenninga varð ekki ógnað. Mörk Ármanns: Pétur 6, Hörður H. 5, Friðrik 3, Björn 2, Hörður K. 2, Jón og Jens 1 hvor. Mörk Gróttu: Árni 6, Hörður 4, Halldór 3, Magnús 2, Axel, Georg og Björn 1 hver. Valskonurnar unnn líka VALUR vann Fram i 1. deild kvenna með 10 mörkum gegn 9 i gærkvöldi, staðan var 6:4 fyrir Fram í leikhléi. Val tókst að jafna fljótlega i byrjun seinni hálfleiksins og er 5 mínútur voru til loka leiksins var enn jafnt, 10:10. Siðasta mark leiksins og sigurmark Vals gerði Sigrún Guðmundsdóttir minútu fyrir leiks- lok. Sigrún var mjög drjúg i þessum leik og gerði 7 af mörkum Vals. Helga Magnúsdóttir skoraði mest fyrir Fram, eða 4 mörk. Eftir þennan sigur stendur Valur bezt að vigi í 1. deild kvenna. Dregið í Evrópu JÓHANNES Eðvaldsson og félagar hans I Celtic voru sæmilega heppnir er dregið var um það í Zurich i gær hvaða lið leiða saman hesta sína í 8-liða úrslitum Evrópumótanna i knattspyrnu. Eiga þeir að leika gegn Sachsenring Zwickau, en það lið er rétt um miðja 1. deildina austur-þýzku. Annars leika mörg mjög sterk lið saman i næstu umferð. Nefna má Benfica — Bayern Munchen, og Borussia — Real Madrid. Eftirtalin lið drógust saman: Evrópukeppni meistara Benfica —Bayern Múnchen Dynamo Kiev — St. Etienne Hadjuk Split — PSV Eindhoven Borussia Mönchengladbach — Real Madrid Evrópukeppni bikarmeistara Celtic — Sachsenring Zwickau Eintracht Frankfurt — Sturm Graz FC den Haag — West Ham UEFA-keppnin Dinamo Dresden — Liverpool Brugge — Milan AC Barcelona — Levski Spartak Hamburger SV — Stal Mielec Þá var einnig dregið um það hvaða lið eiga að leika saman I Evrópu- keppni landsliða: Holland — Belgia Sþann — V-Þýzkaland eða Grikkland Júgóslavía — Wales Tékkóslóvakia — Sovétrikin. Arnarmótið Hin árlega keppni um Arnarbikarinn i borðtennis, Arnarmótið, fer fram í Laugardalshöllinni, laugardaginn 24 janúar n.k. og hefst mótið kl. 15.30. Auk þess að vera keppni um hinn veglega Arnarbikar er mótið punkta- mót, og verður keppt í einum opnum flokki Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Árna Siemsen Álftahólum 6, sími 73295, fyrir 21 janúar n.k. Einar FriðþjóÉsson anstnr á Eskifjörð Einar Friðþjófsson, leikmaður með ÍBV-liðinu I knattspyrnu undanfarin ár, hefur nú ráðið sig sem þjálfara hjá Austra á Eskifirði. Einar hefur verið einn traustasti leikmaður ÍBV liðsins og er ekki að efa að liðinu verður að honum mikill missir, en jafnframt þvi ætti lið Austra að verða sterkara næsta sumar, þar sem Einar mun leika með þvi. Þá er Þróttur á Neskaupstað búinn að ráða Magnús Jónatans- son frá Eskifirði sem þjálfara næsta sumar. Önnur félög á Austurlandi hafa enn ekki ráðið sér þjálfara, en a.m.k. eitt þeirra, Huginn á Seyðisfirði. hefur aug- lýst eftir þjálfara. FH-ingum bætist liðsanki Tveir ungir og stórefnilegir knattspyrnumenn hafa nú gengið yfir i raðir FH-inga. Eru það Magnús Teitsson úr Stjörnunni og Andrés Kristjánsson, sem leikið hefur með Fram i knattspyrnu. Magnús og Andrés eru báðir 19 ára gamlir og Magnús einn af unglingalandsliðs- mönnunum frá síðasta ári. Magnús hefur tvö síðustu keppnistimabil verið ein styrkasta stoð 3ju deildar liðs Stjörnunnar. Að sjálfsögðu er það mikil blóðtaka fyrir Stjörnuna að missa Magnús, sem auk þess hefur misst markvörð sinn, Þorvarð Þórarinsson. yfir i Fram. en hann er einnig unglingalandsliðsmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.