Alþýðublaðið - 24.09.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Miðvikudagur 24. sept. 1958 VETTVA#6t/R M6S/A/S ÉG SÉ að tiJlagan um að kalli foátsmannsins á varðskipinu Þór til okkar, sem í landi erum, verði svaráð á þann hátt að efnt verði til almennrar fjár- söfnunar til kaupa á nýju varð skipi á mikinn hljómgrunn. Bæjarstjömir hafa samþykkt stuðning við tillöguna og blöð hafa tekið undir hana. En ein- hver samtök verða að hefja þetta starfa, og við megum eng- an tíma missa. Mér finnst að beðið sé eftir ávarpi frá sam- tökum sjómanna og útgerðar- manna. Hvað dvelur þá? FLUTNINGSDAGURINN fyrsti október nálgast. Ég hélt að þær gífurlegu byggingaframkvæmd- ir, sem átt hafa sér stað undan • farin ár, mundu fara að draga úr húsnæðisvandræðunum svo að þau yrðu ekki eins hræðileg og verið hefur lengi undanfarið. En ekki virðist mér ætla að verða að von minni. Fólk skelf- ur við tilhugsunina um flutn- ingsdaginn alveg eins og áður. Ástæðan nr ekki eingöngu sú, að skortur sé raunverulega á íbúð- arhúsnæði, heldur mun hún vera sú, að íbúðir standa í hund raðatali auðar vegna þess að verið er að braska með þær. ÞETTA ER ENN EITT dæmið um það peningabrjálæði, sem á sér stað, en það er skaðlegt fyrir þjóðarheildina eins og allt fjár- hættusþil, éins og allt okur og öll fjársvik. Margar íbúðir hafa staðið auðar til sölu í heilt ár. En á sama tíma eru hundruð fjölskyldna á götunni. Okur er bannað, en það tíðkast mjög að njenn eru neyddir til að borga fjárupphæðir fyrir að komast Tillagan um fjársöfnun íil kaupa á nýju varðskipi á mikinn hljómgrunn. Hvað dvelur fram- kvæmdirnar? Neyðaróp þeirra, sem hvergi fá inni. inn og koma þeir peningar hvergi fram. Allt er þetta aí- leiðing af hinu taumlausa braski. Fyrir nokkrum dögun fékk ég bréf frá ,,Leigjanda“ um þessi mál. Ég lít á það sem neyðaróp þess fjölda, sem á við húsnæðisleysið að stríða í Rvik um þessar mundir. LEIGJANDI skrifar mér á þesa leið: „Eitt af því, sem fólk mjög almennt fagnaði yfir þeg- ar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var að nú gerðist eitt- hvað raunhæft í húsnæðismál- unum, sem létti á erfiðleikum og raunum mikils hluta alþýðu- manna. EKKI VÆRI RÉTT að segja, að ekkert gerðist í byggingamál um þessa bæjar. Segja má að það sé galdraverk, eða svo voru galdrar áður taldir máttugir. Hins vegar er það víst ,að óskilj anlegur er sá feluleikur, sem á sér stað með húsnæði, sem losn- ar hverju sinni. Það er eins og það gufi blátt áfram upp þegar leigjandi eða eigandi flytur úr Bókmennfakynning Máls og menningar á verkum Þorsleins Erlingssonar Ævisaga skáldsins kemur út síðar í haust. I TILEFNI af 100 ára afmæli Þorsteins Erlingssonar efnir Mál & menning til kynningar á verkum skáldsins í Gamla Bíói n. k. föstudagskvöld kl. 9. Þá gefur forlagið út ævisögu Þor- steins. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi hefur unnið að bókinni tvö s. 1. ár og lokið verkinu. — Bókin verður 15 arkir að stærð og kemur út sem félagsbók síð- ar í haust. Á bókmenntakynningurmi í Gamla Bíói flytur Jóhannes úr Kötlum erindi um Þorstein Er. lingsson. Gísli Halldórsson, leik ari, les upp úr bók Bjarna Benediktssonar, Þorsteinn Ö. Stephensen og Guðbjörg Þor- segja, að Flet og Chiang hal'i bjarnardóttir lesa ljóð eftir Chiang og Feit ræða möguieika á að riúfa hafnbann TAIPEH, þriðjudag. Yf»r- rnaður ameríska liðsins á Kyrrahafi, Harry Felt, aðmír- áll, ræddi f dag við Chiang Kai-Shek um ástandið í Aust urlöndum fjær og um frekari þróun sambandsins milli Banda ríkjanna og kínverskra þjóð- ernissinna, segir í opinberri tilkynningu frá Taipeh. Aðilar, sem standa stjórninni nærri, rætt ýmsa möguleika á að rjúfa hafnbann kínverskra kommúnista á Quemoy og öðr um eyjum þjóðernissinna við meginland Kína. Landvarnaráðuneyti þjóð- ernissinna segir, að þjóðernís sinnar á Quemoy munj tæp- lega fá meiri birgðir sjóleiðis næstu daga vegna ills veðurs á Formósusundi. Liðið á Quem oy. mun nú vera farið að skorta nokkuð skotfær.j og birgðir, svo að það mun neyðast til að draga úr skothríð sinni á meg inlandið. — Góðar heimildir í Taipeh telja, að þungt stór skotalið hafi verið flutt til eyi aritnnar síðustu daga í skjóíx fréttabannsins, sem var við eyj una. 2.663 skotum var skotið á Quemoy á sjö tímum í dag. skáldið og sungin verða lög vlð kvæði eftir Þorstein. Sigurður Björnsson ,ungur tenórsöngv- ari frá Hafnarfirði, syngur, en undirleik annast Ragnar Björns son. Loks syngur 25 barna kór úr Melaskó;ianum 2—3 lög við barnakvæði Þorsteins. Guðrún Pálsdóttir stjórnar kórnum, — sem skipaður er 8—9 ára börn- um. NÝJAR BÆKUR. Fyrir helgina koma út fjórar nýjar bækur hjá Máli & menn- ingu. Þriðja bindið af ritverk- inu „Jóhann Kristófer“ eftir Romain Rolland í þýðingu Sig- fúsar Daðasonar; kínverska leikritið „Óðurinn um glóald- inlundinn" eftir Kuo-Mo-Jo; „Ung og aðlaðandi“ eftir Oigu Golbæk og loks þriðja Skottu- bókin, „Skotta hættír lífinu“, eftir Lisþeth Werner, því í annað. Það vita allir, að íbúðirnar eru til, hins vegar á flest að selja eins og sagt er, og það sem fæst til leigu lýtur hinu sama nútímalögmáli, að féfletta kaupanda eða leigjanda sem mest. ÞAÐ MÁ VERA mjög frum- stætt húsnæði, jafnvel versta sóðaskapar ræksnismynd, ef ekki er reynt að ræna fólk miklu fé fyrir það, og ekki nóg með það, heldur skal leigjandi kosta öllu til, svo að íbúðarhæft megi teljast. Það má einnig spyrja um það, hvaða rétt eiga allar fyrirframgreiðslurnar á sér? Auk þessa er svo miklum hluta í flestum tilfellum stungið undir stól, og kemur það hvergi fram. Er það allt þar af leiðandi falið fyrir skatti. Þannig eru ríki og einstaklingur arðrænd af þeim, sem hafa nægjanlega lít- ilmennsku til þess. ÞAÐ MÁ SEGJA að í þessu efni sé fjöldinn varnarlaus, eins og smáþjóð, sem hefur ekkert nema rétt sinn til að byggja á og væntir þess eins, að í taum- ana sé tekið af þeim, sem með völdin fara. Hverjir eiga að gera það? Eru allir orðnir sam- sekir? Þegar réttlæti hættir að ríkja í þjóðlífinu, hvort sem rik isstjórn ræður því eða þegnarn- ir, sem byggja landið, þá er þjóð in vissulega dauðadæmd, því að hún er helsjúk af krabbameini því, sem heitir Mammon og er sálrænt. Það dugir sennilega eigi að beina að því fallbyssukjafti á enska iandhelgisvísu. Burt með rániyrkjuna og þjáninguna, sem þessi óláns Mammon leiðir af sér!“ Hreinsun hjá upp- reisnarmönnum í Álgier Algeirsborg, þriðjudag. ALGIERSKI uppreisnarleið- toginn Mohammed Amirouche, ofursti, hefur útrýmt 700 sinna eigin manna síðan í júní s. I. í stórkostlegum hreinsunum í uppreisnarliðinu í fjöllunum fyrir austan Algiersborg, segir í upplýsingum, sem gefnar voru út í dag. Fyrsta fregnin um útrýmingu 400 manna i Kabylíu-fjöllum var sögð af einum af mönnum Amirouche sjálfs, sem óttaðist sömu örlög og félagar hans og gekk á hend ur Frökkum. Segja franskir liðsforingjar, að maðurinn hafi komið inn í herstöð eina og beðið um vernd. Franskir herflokkar hafi síðan farið til svæðis þess ,er hann talaði um, og eftir nokkur á- tök við uppreisnarmenn hafi þeir fundið hundruð líka á stóru svæði. Flest líkanna sögðu þeir hafa verið afskræmd. Flest voru líkin að nokkru brunnin og grafin nokkur fet undir yfir borði jarðar. Sjakalar höfðu bó rótað ofan af þeim flestum. London, þriðjudag. (NTB-AFP). NÝ áætlun Makariosar erki biskups um sjálfstætt Kýpur hefur vakið mikla athygli hjá opinberum aðilum í London óg hefur skapað möguleika á að koma á nýjum samningaum- leitunum milli brezku stjórnar innar óg Makariosar um fram- tíð eyjarinnar. Áuglýsing um sveinspri Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggildar :sru fara fram í október—nóvember 1958. Meisturum og iðnfyr- irtækjum ber að senda formanni viðkomandi prófnefnd ar umsóknir um próftöku nemenda sinna ásamt venju- legum gögnum og prófgiald; fyrir 1. október næstkom- andi. Skrifstofa iðnfræðsluráðs lætur í té upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík 23. september 1958. Iðnfræðsluráð. . ’ Móðir mín GEIRÞRÚÐUR ZOÉGA andaðist 23. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Geir H. Zoega, Nýr dansskóli fekur til sfarfa • Verða kennar allar greinar danslistar STOFNAÐUR hefur verið í Reykjavík nýr dansskóli, sem er í ýmsu fráhrugðin. þeim dansskólum, sem hér hafa ver- ið starfræktir, og mun full- komnari. Stofnendur og aðal- kennarar skólans eru Jón Val- geir Stefánason og Hermann Ragnar Stefánsson, sem báðir eru dánskennarar að menntun. Aðstoðarkennarar verða Unnur Arngrímsdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir. 1 skólanum verða kenndar allar greinar danslistar, sem er algjör nýlunda hér á landi, og er ætlast tíl að nemendurnir stundi námið allan veturinn. Neniendum verður skipt í hópa eftir aldri og í deildir eft- ir því hverskonar dansa nem- endurnir læra. Deildirnar skiptast þanníg: Barnadansar, börn innan 12 ára, samkvæmisdansar, ballet, akrobatik og step og spánskir dansar. Skólinn verður til húsa í Skátaheimilinu og í Alþýðu- húsinu. Hann hefst hinn 6. næsta mánaðar og stendur til 30. apríl. Allar nánari upplýsingar um skólann er hægt að fá ókeypis í bókabúðum. ^HÍÞróttir ) Valbjörn og Svavar keppa í Kaup- mannahöfn og Dresden. 1 DAG fór Valbjörn Þorláks- son áleiðis til Dresden, þar sem hann mun keppa á minningar- mótínu um Rudolf Harbig á- samt Svavari Markússyni, sem staddur er erlendis og mun koma til móts við Valbjörn og Guðmund Sigurjónsson farar- stjóra í Kaupmannahöfn. KEPPA í HÖFN Á morgun munu svo Svavar og Valbjörn taka þátt í stórmóti í Kaupmannáhöfn og verður það síðasta frjálsíþróttamótið í Höfn á þessu sumrj. Minning- armótið í Dresden fer fram 29. september og tekur Svavar þátt í 800 m hlaupinu. Eins og kunn ugt er sigraði hann í þessu fræga hlaupi í fyrra. Búast má við að keppnin í ár verði harð- ari en í fyrra og þó að Svavar sé í mun betri æfingu nú, er ekki hægt að búast við sigri hgms að þessu sinni, en reikna má með góðum árangri hans og Valbjarnar, sem keppir í stangarstökki. Meðai keppenda í þeirri grein verður að öllum líkindum AJÞjóðverjinn Man- fred Preussger, sem stokkið þefur 4.55 í sumar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.