Alþýðublaðið - 24.09.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.09.1958, Blaðsíða 7
7 Miðvikudagur 24. s'ept. 1958 WW AlþýSnblaBiS (Frh. af l síðu • hæð, en sprengjan fannst efst á turninum. Talið er að um 300 j ,manns hafi verið í turninum, þegar sprengjan fannst, og síð degis í dág var allt fullt af fólki í turninum á ný, en ljós- myndarar fengu ekki aðgang að staðnum, þar sem sprengjan fannst. í nótt vörpuSu algierskir hermdarverkamenn hand- sprengjum og skutu af vélbyss- um á eina af birgðageymslum franska hersins í einu úthverfi Marseilles. Varðmenn svöruðu skothríðinni., en engan sakaði. Til átaka kom við bílaverk- smiðju í Nanterre vegna ægi- legs riírildis út af stjórnar- skrárfrumvarpi de Gaulles. —• Skutu verðir á hóp mótmæla- fundarmanna, sem ráðizt höfðu á verkamenn í smiðjunni. 15 verkamenn særðust í átökunum — en þrír af hinum urðu fyrir skoturri. Iinney Orðstír deyr aldregi FramhaTð af 1. sfSn. flokks. Talin er hætta á, að þeir muni stofna tij óeirða, ef Karami verður forsætisráð- herra, ef dæma má af orðum þeirra undanfarið. Eftir vald'ntöku sína hélt Chehab stutta ræðu, þar sem hann þakkaði samstarfsmönn- um sinum og undirmönnum sín ur um i hernum fyrir stuðning: sinn. "Hann lýsti því yfir, áð hann mundi vinna að því, að ■allúr erlendur her yrði fluttur burtu úr landinu, eins fljótt og urint væri, og jafnframt mundi hann styrkja sambandið við hin arabaríkin. Frá ÆRI VÆNTANLEGIR þátttakend ur í félagsmálanámskeiði ÆRÍ, tiJkynni þátttöku sína til Júlí- usar Daníelssonar, síma 19200 fyrir fimmtudagskvöld. F O R M Á L I . Þetta er saga stúlku af al- þýðufólki, annað foreldri hennar var franskt, hitt brezkt, og hún ólst að mestu lsyti upp við eina af hliðar- götum Lundúnaborgar. Hún virtist ekki að neinu leyti frá- brugðin stöllum sínum. Hún var ekki gædd neinum áber- andi hæfileikum. Það var ekkert sem benti til þess að hún mundi geta aflað sér frægðar sem slaghörpuleik- ari, málari, söngmær eða dansmær. Hún var falleg, hrífandi falleg, en gerði ekk- ert til að hagnýta sér það. En skaphöfn hennar var ofin þeim leyndu þáttum, sem gerðu hana öðrum skjótráðari, hikiausari og hugrakkari þeg- ar á re ð, og svo andlega sterka, að hún þoldi pynding- ár og bana, án þess að nokk- sæi henni bregða. Fyriir það er saga hennar hetjusaga. Það voru tekki margar konur, sem störfuðu á vegum brezku leyniþjónustunnr í síðari heimsstyrjöldinni, enda var það starf ekkj neinum leikur, ein af hverjum þrem þeirra féllu eða voru líflátnar af fjandmönnunum. Þetta er saga einnar þeirrar, sem ekki kom aftur heim. Þegar þú lest frásagnirnar af hetjudáðum hennar, er ekki nema eðlilegt að þér verði að spurn: — Hvermg skyldj tilfinningum hennar hafa verið farið, um hvað skyldi henni helzt hafa orðið TRA-LI-LÆ TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA- 1. hefii seldist epp ■ 2. hefti komið ut ViNSÆLIR dægurlagatexter, þar á meSal ítalskur, enskur og íslenzk ur texti af iaginu, sem er á allra vörum: VOLARE. GREIN um Ragnar Bjarnason me3 mörgum myndum. hugsað á slíkum hættustund- um? Hún var flestum skóla- systkinum sínum betur gefin. Var hún þá þegar farin að temja hugsanir sínar til hlýðni og þjálfa skapgerð sína? Hún var viðkvæm, en kunni þó ekki að hræðast. Hún var til- finninganæm en þoldi þó kvöl öllum betur, og þol hennar var frábært, því svo virtist sem hana brysti aldrei þrek. Hneigð hennar til glettni og prakkarastrika var ekki nein augnabliksuppáfinning til að dylja vonbrigði eða innri bar- Hér heísf ný framhaldssaga. Hún er spennandi - og húner sönn. Fylgist með frá byrjun. áttu, heldur eðlislæg útrás fjörs hennar og krafta; ásta- líf hennar var ekki neitt ,styrj aldarátrafytirbæri, mark- að skyndifreistingum heima eða í loftvarnarbyrgjunum, eins og átti sér stað um svo margar ungar stúlkur á þeim árum, þegar hættur og dauði virtist hvarvetna á næsta leiti. •Hún var • hvorki ráðrík, kappsmikil, hégómleg eða eig- ingjörn, — og það má kallast furðu gegna, svo oft ©m það einmitt einhverjir af þessum skapþáttum, sem fá menn til að vinna afnek og hetjudáðir. Líklegt má þykja að hún hafi vitað vel fegurð sína, notið þeirrar athygli og aðdáunar sem hún vakti, en þó var ekk- fert það, að minnsta kosti ekki 5 MINUTNA a3 ferð til þess a3 laika lögin í heítinu á gífar. HARRY BELAFONTE er á bak- síSunni og greinarstúfur um hann. TRYGGIÐ ykkur 2. hefti í tíma, 1. hefti er nú ófáaniega með öllu. Sent út um land ef groiðsla, kr. 10, fylgir pöntun. — Utanáskrist ritsins er: TextaritiS TRA LA-LA, Bergþórugötu 59, Reykjavík. Símar 17823 og 10295 Sendið mér undirrituðum TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA-LA-LA TRA- í framkomu hennar, sem af RABB vi3 Kristján Magnússon máUi rága ag hún þættist af pianoleikara og Guðjon Inga , . _ L trommuleikara. W k^lmanna. Það var sem hu-n teldi slikt eðlilegt og hun heilsíðumynd af Elvis Prestley. umgekkst þá frjálslega eins og kunningja og jafningja, án nókkuirra kjmæsingabragða eða látaláta. Engu að síður er ekki nema eðlilegt, að henni hafi falJið vel aðdáunin, en um le:ð og hún hóf starf sitt á vegum leyniþjónustunnar varð hún að neita sér um þá kvenlegu ánægju. Hún varð þá umfram allt að varast að vekja á sér of mikla athygli; þaðan af síður að hagnýta sér starf sitt í því skyni, -— hún mátti ekki einu sinni ræða við sína nánustu, hvað þá að hún gætj spókað sig í glæsilegum einkennisbúningi, svo allir gætu dáð frama hennar. Hún varð að blanda sér í hóp al- mennings, án þess að skera úr á nokkurn hátt, ekki hvað sízt eint. af textaritinu TRA-LA-LA þegar hún dvaldist meðal al- þýðufólks í sveitum og þorp- um á Frakklandi, þegar landið var hersetið af Þjóðverjum. Hún var í sjálfu sér látlaus og hversdagsleg og algerlega laus við undirferli og hragð'- vísi. En smám saman, eftir því sem henni jókst þroski og skilningur á mikilvægi starfs síns, vöknuðu og efldust með henni djúplægir og merkileg- ir eðlisþættir, enda þótt fram- koma hennar væri alltaf jafn látlaus og glaðvær. Fátt var henni jafn ógeðfellt og til- breytingarleysið, og því var það, að hún tókst á hendur hlutverk, sem hún vissi að myndu verða spennandi og hættuleg. Henni duldist það heldur ekki, að hæglega gæti svo farið að hún yrði að gjalda sókn sína til sigurs lífi sínu; að þá myndu aðrir taka þar upp merkið, er hún féll og bera það fram til sigurs og hljóta bæði launin og hrósið. Oftast nær háði hún baráttuna ein síns liðs og gegn hinu gífurlegasta ofurefli, — gegn slægð, tækni og ofurvaldi Ge- staposveitanna og þúsundum samvizkulausra leiguþýja þeirra. Með dirfsku sinni, snarræði og hgkvæmni tókst henni hvað eftir annað að leika á fjandmenn sína, — jafnvel svo ótrúlegt ofurefli sem fjög- ur hundruð manna þjálfuð herdeild með tvo brynvagna sótti ekki sigur í greipar henn ar, en það afrek vakti í senn aðdáun fjandmannanna á ráð- snilli hennar og dirfsku og varð til þess að þeir tefldu fram gegn henni öllum þeim liðsafla er þeir máttu, og síðar hinni ótrúlegustu hörku og grimmd til að vinna á henni fullnaðarsigur. En hún drýgði enn þá hetjudáð, sem jafnvel hraustustu og harðskeyttustu karlmenn voru ekki umkomn- ir, — hún þoldi allar pynd- ingar og loks bana, án þess nokkur sæi henni bregða. Látin var hún sæmd Georgs krossinum fyrir afrek sín. Georg sjötti Bretakonungur fiesti hann eigin hendi á ba-rm Taníu litlu dóttur hennar, sem þá var fjögurra ára að aldri. FYRSTI KAFLI. Æska og uppeldi. Violetta Bushell átti brezk- an föður og franska móður. Foreldrar hennar kynntust á árum beimsstyrjaldarinnar fyrri, er íaðir hennar, Charles Bushell, barðist á Frakklandi. Hann dvaldist um skeið í Camiero, skammt frá Etaples, en um sama leyti dvaldist ung stúlka, smávaxin, falleg og lífsglöð, hjá frænkum sínum þar í borg. Fundum hans og hennar bar saman. Þau urðu ást fangi.n hvort af öðru og eftir tveggja ára tilhugalíf sem einkenndist af hættum og öðr- um styrjaldaráhrifum, voru þau gefin saman í hjónaband skömmu fyrir vopnahléið. Bushell taldi sig Lundúna- búa, enda þótt hann væri í rauninni fæddur { Hampstead Norris í Bekshire, þar sem faðir hans var bóndi auk þess sem hann var orðlagður veiði- maður og skytta. Charles Bus- hell gekk í herinn árið 1908, og eftir að haia verið nokkur ár í konunglega riddaraliðinu var hann fluttur í konunglega flugherinn, er hann var stofn- aður, en hlekktist á í flug- lendingu og bar þess nokkur merki alla ævi. Þegar styrjöldin þrauzt út 1914 vijdi hann ekki sitja heima, en gerðist vörubílstjóri í grennd við vígvellina. Og þar kynntist hann síðan konuefni sínu. Enda þótt hún væri frönsk átti hún til brezkra að telja, því hún var ættuð frá Lancas- hire, af Scottsættinni svo- nefndu. Þegar styrjöldinni lauk settust þau hjón að á Erig landi, og fyrsta barn þeirra, drengur, sem heitinn var Roy, fæddist í Lundúnum árið 1920. Velmegun sú, sem sigldi í kjölfar styrjaldarlokanna, stóð ekki lengi, og brátt tók at- vinnuleysið að gera vart við sig. Bushell vildi ekki eiga það á hættu að lenda í hópi þeirra og fluttist með konu og son til Parísar, þar sem hann bjóst við að framtakssemi sín og dugnaður mundi duga sér bet- ur. Hann keypti stóra, notaða en vel með farna og glæsilega bifreið, notaðj hana bæði sem einkabifreið, en ók einnig er- lendum ferðamönnum, sem heimsóttu París, og ekki aðeins um borgina heldur og um allt landið ef svo bar undir, og ekki nóg með það, heldur tók hann eitt sinn bandarískri fjöl- skyldu, sem var á ferð í Ev- rópu, alla teið frá París til Feneyja. Og meðal farþega hans voru sumar persónur all tignar, meðal þeirra Georg, fyrrvierandi Grikkjakonung- ur, og aðrar frægar, — eins og' hin marggifta, bandaríska leikkona, Peggins Hopkins- Joyce. Frú Bushell gekk nú með öðru barni, og fæddist Violetta Riein Elishabeth Bus- hell í brezka sjúkrahúsinu í París, þann 26. júní 1921. Hún var mjög smá og varð ekki sagt að hún bæri með rentu svo langt nafn, en hún var hraust leika barn og sniemma fjörmik il, þeldökk og frönsk að sjá. Miðaldra maður óskar eftir herbergi. TilWð merkt: „Herbergi” send- ist Alþýðublaðinu fyrir fimmtudagskvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.