Alþýðublaðið - 26.09.1958, Blaðsíða 4
Jl 1 þ ý S u b 1 a S i ð
Föstudagur 26. sept. 1953
«£
ÞAÐ VAIt AUÐFUNDIÐ að
inöimum létti þegar það fréttist
að samniiigar munda takast
r.iiiii Bag'sbrúnai’ og aívinnurek
enda. Öll verkíöll v'alda mönn-
nrn kvíða, en engin verkföll eru
eins áhrifarík ög hættuleg og
verkfall verkamaniianna í Rvik,
enda tengist starf þeirra nær
öllum öðrum starfsgreinum þjóð
arinnar. Dagsbrúnarverkamemj-
irni-r áttu mikla samúð almenr,-
iiigs að þessu sinni. Ðýrtíðin
hafði vaxið mikið, og nær aliar
.stéítir höfðu fengið launabætur,
■verkamennirnir einir höfðu orð-
ið að sitja við skarðan hlut, því
að nokkrir mánuðir höfðu liðið
svo að ekkert hafði verið gert í
þeirra málum.
SAMNINGAR tókust ekki
íyrr en ríkisstjórnin hafði fall-
izt á, að minnsta kosti nokk- í
~ur hluti kauphækkananna kæmi
aftur til atvinnurekstursins með
hækkunum á flutningsgjöldum
og fleiru. Það var því höggvið í
sama knérunn. En hvað var
hægt að gera? Átti ao láta allt
stöðvast? Það er bezt að hver
svari fyrir sig. — Margir höfðu
haldið því fram, að miklu fyrr
hefði átt að semja um breyting-
ar á kjörum <verkamanna, en
Enn höggvið í sama
knémnn.
Dagsbrúnarmenn biðu of
lengi.
Fjögnrra mánaða vinna til
þess að bæta tjónið.
Það, sem ríkisstjórninni
hefur tekizt og ekki tekizt
stjórnendur Dagsbrúnar vildu
það ekki. Nú verða verkamenn-
irnir í Dagsbrún að vinna í aht
að fjóra mánuði til þess eins að
vinna upp það tap, sem þeir
hafa beðið vegna þess hversu
seint var samið.
ÞAÐ ER ENGUM blöðum um
það að flet-ta, að ríkisstjórninni
hefur ekki tekizt það, sem var
aðalgrundvöllurinn að stofnun
hennar, að stemma stjgu við
V'EIÐI lax- og göngusilungs
lauk þann 20. þessa mánaðar.
Laxveiðin í sumar var í góðu
meðallagi og aðeins minnj en
í fyrra. Laxinn var frekar
vænn.
Laxveiði í net í Borgarfirði
var.niun lakari í ár en í fyrra
«n þá var Þar ágæt veiði. Neta-
"veiðin í Ölfusá var ágæt, en aft
ur á móti veiddist lítið í Þjórsá.
en venjulega veiðist bezt í júií
Stangarveiði var mest í ágúst,
unánuði. Úrkomulítið var í sum
ar og má rekja orsakir þess, hve
iítið veiddist í júlí, til vatns-
þurrða í ánum.
Veiði í einstökum ám var mis
jöfn. Bezt' veiddist í Miðfiarð-
S
<
$
s
s
<
s
s
s
s
s
*
<
s
s
s
N
s
s
s
s
s
s
\
s
*
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
N
s
ará, Laxá á Ásum og í vatna-
kerfi. Blöndu. Meðalveiði var í
flestum ám. í Elliðaánum var
veiðin nokkuð undir meðaÞ
lagi.
Sjóbirtingsveiðin í Ölfusá og
Hvítá og í Rangánum hefur ver
ið lítil í sumar en í Þjórsá hefur
veiðzt vel.
VATNASILUNGUR.
Vatnasilungsveiði lýkur þann
27. þessa mánaðar, nema í Þing
vallavatni, en þar lauk henni 1.
september. Silungsveiði hefur
verið ágæt í Þingvallavatni í
sumar, góð veiði var í Mývatni,
en í Apavatni hefur veiðzt með
minna móti.
(Fré Veiðimálaskrifstofunni)
vaxandi dýrtíð, en henni hefur
tekizt annað síðan hún tók við
völdum, og það er að tryggja
meiri vinnufrið í landinu en áÖ-
ur var og það er geysilega þýð-
ingarmikið. Áður logaði allt í
verkföllum og þjóðiri tapaði óg-
urlega á því. Engin teljandi
verkföll hafa orðið eða stöðvun
atvinnuveganna síðan hún tók
við.
NÚ ER HLUTVERKIÐ aug-
ljóst. í fyrsta lagi þarf að skapa
frið um Alþýðusambandið, af-
henda alþýðunni í landinu sam-
bandið aftur til fullra yfirráða,
eins og fram koma í ávarpinu í
Alþýðublaðinu fyrir viku — og
vinna markvisst að því, eins og
dr. Gylfi ræddi um á fundunum
fyrir norðan um síðustu helgi,
að koma á heildarsamningum,
sem byggjast á útreikningum,
sem allir aðilar vinni að og allir
hafi aðgang að.
EF ÞETTA TEKST, þá er von
til þess, a’ð vinnustöðvanir eða
verkbönn séu að mestu úr sög-
unni, meiri kyrrð og aukið ör-
yggi komist á í öllum búskap
þjóðarinnar, og auðveldara
reynist að hafa hemil á fjárhág
þjóðarinnar og stemma stigu við
dýrtíðarskrúfunni, sem engum
hefur tekizt til þessa þrátt fyrir
góðan vilja. Grundvöllinn er að
finna hjá Alþýðusambandinu
sjálfu. Ef það tekst á.þingi sam-
bandsins í haust, að skapa ein-
ingu um það, þá verður hitt auo
veldara. En sá leikur vinnst
ekki nema að það sé fyrst og
fremst haft í huga, að hagsmun-
ir þeirra, sem lægst eru launað-
ir og skarðastan hlut bera í\á
borði, verði fyrst og fremst látn
ir ráða.
TIL ÞESSA hafa einmitt þess
ir menn verið látnir sitja á hak-
anum. Það hefur í raun og veru
verið óskiljanlegt hvernig verka
menn með átta stunda .vinnu
hafa getað framfleytt sér og sín-
um á laununum. Of lengi var
beðið með lausn á þeim málum
og á því töpuðu einmitt þeir,
sem lélegust höfðu kjörin. Það
er öfugstreymi að vísu ekki nýtt,
en ekki betra fyrir það.
Hannes á horninu.
Tékkíieskar asfoest’
Byggingaefni, sem hefur
marga kosti:
Létt
* Sterkt
* Auðvelt í meðferð
* Eldtraust
* Tærist ekki.
Einkaumboð
l^ars TracSing Co.
Klapparstíg 20. Sími 1-7373.
NÚ í lok september verSur úr
því skorið, hvort 40 ára gömul
ekkja og móðir fjögurra barna
eignast ca. 230 milljónir króna-
Hún heitir frú Marie Louise
Killick og hefur rétturinn ný-
lega viðurkennt einkaleyfi
hennar á sérstakri grammófóns
nál fyrir hæggengisliljómpíöí-
ur. Frú KiIIick fann upp nál
þessa á stríðsárunum. Hún hef-
ur m. a. þann mikilvæga eigin-
leika, að hún grefur sig ekki of-
an í plötuna og kemur það í veg
fyrir slit.
Hún fékk einkaleyfi árið
1945 en leyfið gekk úr gildi árið
1949, af því að hún stóð ekki í
skilum með afborganir af því,
en árið 1951 seldi hún ýmislegt
af eignum sínum og gat þá
greitt þá upphæð, sem um var
að ræða.
STRÍÐ Á HENDUR
Um þetta leyti höfðu mörg
stórfyrirtæki hafið framleiðslu
á nálinni og frú Killick ákvað
að hefja baráttu gegn þeim fyr-
ir rétti sínum. Hún hafnaðj til-
■boði frá einu fyVirtæki um 5
milljónir- króna fyrir einkaleyf
ið og það á þeim tíma, er hún
vissi ekki hvar hún átti ao fá
peninga til daglegra þarfa fjöl-
skyldunnar. Sjúkdómar og alls
konar aðsteðjandi erfiðleikar
buguðu hana ekki. Fyrstu mála
ferlumtm lauk með hálfum
sigri, þar sam rétturinn stað-
festi, að stærra fyrirtæki hafði
notað einkaleyfi hennar. Fvrir-
tækið áfrýjaði til æðri dóm-
stóls, en 21. júlí sl- vísaði áfrýj-
unarrétturinn ákæru fyrirtæk-
ifins á bug og lýsti yfir því. að
frú Killick væri hinn einj réttí
uppfinnandi nálarnnar. Verk-
smiðjur um víða veröld hafa
beðið málalokanna með mi.killi'
eftirvæntingu, — og aðeins í
Bandaríkjunum hafa selzt nál-
ar fyrir 78 milljónir dollara!
Frú Killick ætlar að lögsækja
hvert einasta fyrirtæki, sem hef
ur notað einkaleyfi hennar. 10
ára þrotlausa baráttu hefur mál
ið kostað hana. En á hinn bóg-
inn má taka tillit til þess, að
hún getur orðið eigandi ca. 230
milljóna króna, þegar ölj kurl
eru komin til grafar.
Það er matvörybúðio á Skóiavörðysíig-
UNDANFARNAR vikur hef-'
ur verið unnið að því að breyta
matvörubúð KRON á Skóla-
Sitt lítið
af hverju
A NY-SJÁLENZKA þinginu
stóð þingfundur alllangt
fram eftir nóttu nýlega.
Þá var Það að forseti deild-
arinnar ávítaði einn þing-
mann stjórnarandstöðunn.
,ar Pieð þessum orðum:
„Vildi hátvirtur þigmaður
gjöra svo vel að tala lægra,
því að sumir þingmenn eru
sofandi.11
SVO VAR ÞAÐ húsmóðirin
í Nashville í Tennessee í
Bandaríkjunum, sem ók til
markaðsins til að ná í
meiri steik í kvöldmatinn.
Búið var að loka, en á heim
leiðinnj ók hún á og drap
500 punda holdanaut.
*
ÝMSIR KVARTA yfir póst-
inum, en varla mun nokk-
ur hafa meiri ástæðu til
þess en G. G. Zellers í Col-
umbus í Nebraska í Bandn-'
ríkjunum, sem um daginn
fékk bréf, er póstlagt hafði
verið til hans kl. 4-30 e. h.
7. apríl 1927.
FYRIR RÉTTI var Jame3
nokkur Chester spurður að
því hvort hann berði. konu
sína. Svarið var einfalt:
„Aðeins þegar hún þarf
þess.“
76 ÁRA GAMALL maður
var fyrir nokkru tekinn
fastur í Bandaríkjunum
fyrir að stela úr búðum.
Þegar leitað var á honum,
fann lögreglan: 2 stauka af
sígarettum, 4 úrarmbönd,
2 pípur, tvenn gleraugu, 25
hluti úr borvél, 11 vasa-
hnífa, hring, rakvél, leyfis.
bréf.
vörðustíg 12 í kjörbúð. Verkið
hefur verið unnið í áföngum án
þess að loka buðinni og nú að
fullu lokið. Búðin hefur vcrið
stækkuð mikið, kjötaf-greiðslar* *
flutt í suðurenda búðarinnar
og þar inn af komið fyrir frysti.
og kæliklefum, svo og kældri
grænmetis- og ávaxtageymslu í
kjallara. \
Blaðamönnum og fleiri gest-
um var í gær boðið .að líta á búð
ina eftir að breytingum var
lokið. Kjör.búðin er mjög björt
og rúmgóð (um 100 fermetrar)
og búin fullkomnustu tækjum
til sölu á kjötvörum, mat.vör-
um og hreinlætsvörum. Deild-
arstjórar eru Jónas Jóhannsscra
og Jón Helgason. KRON vinnur
nú að gerð tveggja kjörbúða, í
Vogum og Smáíbúðahverfi.
Auk þess er verið að brevta
vefnaðarvörubúð félagsins að
Skólavörðustíg 12.
SÁU UM BREYTINGARNAR
Teiknistofa SÍS gerði teikn-
ingar að breytingum búðarinn-
ar á Skólavörðustíg 12; Rafröst
hf. lagði raflagnir; Ósvaldur
Knudsen annaðist málningu;
Benedikt Einarsson sá um tré-
smíði og Hjörleifur Sigurðsson
múrun. Kjartan Guðjónsson
gerði skreytingar á veggjum.
Þetta er önnur kjörbúð KRON,
en hin fyrsta var opnuð í fvrra
í Kópavogi. Þess má að lokum
geta, að fyrir 16 árum opnsði1
KRON kjörbúð á Vesturgötu
15. Var hún með fyrstu kjör-
bpðum í Evrópu og var þá á
unda.n sínum tíma, en lögð nið-
ur eftir skamma hríð.
koma í dag’.
Blóma- og grænmeiis-
markaðurinn
Laugaveg 63,
Sími 16990.