Alþýðublaðið - 26.09.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. sept. 1958
AlþýíubJaíiB
T
Útgefandi:
Samband ungra jafnaðarmanna.
ÆSKAN OG LANDIÐ
Ritstjórar: Unnar Stefánsson.
Auðunn GuðmundssoK
Nemendur í Sjómannaskólanum í Sveinborg i Danmörku um borð í skonnortu skólans. ,,Pét-
nr Most’% en þeir heimsóttu fyrir nokkru fjöida danskra borga og bœja við ströndina. Myndin
var tekin af nokkrum þátttakenda um borð í skonnortunni.
Þífigið í ieykjsvík. — Búizl við mörgum fuiifrúum utan aí landi.
17. ÞING Sambands ungra
jafnaðarmanna verður haldið
í Reykjavík dagana 8. og 9.
nóvember n. k. Er búizt við, að
aflmargir fulltrúar utan af
landi sæki þingið að þessu
sinni.
S'tarfsemi FUJ-félaganna
hefur verið vaxandi undanfar-
ið og því má búast við meiri
þátttöku þeirra í þinginu en
oft áður undanfarin ár.
RÆTT UM STJÓRNMÁL
OG SKIPULAGSMÁL.
Á þinginu verður sém v
ber til rætt jafnt um stjórn- ]
mál almennt og skipulags- og |
útbreiðslumál Sambands ungra
jafnaðarmanna. Stjórn sam-
bandsins fyrir næsta kjörtíma-
bil verður kosin, fulltrúar
SUJ á flokksþing og í mið-
stjórn.
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
SKRIFSTOFU SUJ.
Hvert FUJ-félag á rétt á því
að senda fulltrúa fyrir hverja
25 meðlimi og brot þar af, sem
| er stærra en helmingur. Full-
j trúar í sambandsstjórn eru
ja sjálfkjörnir á þingið.
EINS OG fram hefur komið
S fréttum undanfarið, var þing
WAY haídíð í New Dehli í Ind
landi fyrir nokkru. Á þinginu
gerðist það merkast, hvað okk-
ur snertir, að Æskulýðsráði ís-
lands var veitt upptaka í WA-
Svíinn David Widmark var
kjörinn framkvæmdastjóri
WAY.
Það var einmitt David Wir-
mark, er hingað kom til lands
á vegum WAY til þess að at-
huga möguleika á því, að stofn
uð j^rðu hér samtök æskulýðs-
félag, er gerzt gætu aðilar að
WAY. Leiddi koma hans hing-
að til þess að stofnað var Æsku
lýðsráð íslands.
ÍSLENZKUR FULLTRÚI
Á ÞINGINIJ.
Æ;RÍ ákvað að senda full-
trúa á þing WAY á Indlandi
og var Magnús Óskarsson full-
trúi íslands á þinginu.
Starfsemi Æskulýðsráðs ís- ]
lands hér innanlands er enn á !
byrjunarstigi. Um þessa helgi
fer þó fram starfsemi á vegum
ráðsins, sem vænta má, að
fi’amhald verði á, ef vel tékst
til. Er hér um að ræða félags-
málanámskeið fyrir stjórnend-
ur æskulýðsfélaga. Hefst nám-
skeið þetta í dag, en lýkur á
sunnudag. Verða þrna kennd
helztu fnndarsköp, æfð les-!
hringastarfsemi, kennd fram-
sögn og meðferð sýningarvéla
og sitthvað fleira.
RÁÐSFUNDUR Á
ÞRIÐJUDAG.
Æskulýðsráðið heldur ráðs-
fundi á vissum fresti. Á hvert
aðildarsamband einn fulltrúa í
ráðinu. Næsti ráðsfundur verð
ur haldinn n.k. þriðjudag.
Stjórn SUJ hvetur for-
menn og fulltrúa úti á landi
tií þess að hafa samband við
skrifstofu SUJ sem fyrst
varðandi þingið. Er áríð-
andi að fá sem fyrst upplýs-
ingar frá FUJ-félögunum
til þess að auðveldara verði
að undirbúa þingið.
ÁÆTLANIR um hyggingu
nýrrar hafnar á Vestur-Græn-
landi á eyju nálægt Godtháb
hafa verið gerðar og er bygg-
ingaikostnaður áætlaður um
300 milljónir danskra króna.
Munu fara fram samningar í
Bandaríkjunum um áframhald-
andi framkvæmdir Bandaríkja-
manna í Grænlandi.
Meðal farþega frá Kauþ-
mannahöfn með Gullfaxa sl.
föstudagskvöld voru Höjgárd
verkfræðingur, Thorsen verk-
fræðingur, Hans G. Cristiansen
forstjóri hinnar konungiegu
Grænlandsverzlunar °g Eske
Bruun, ráðuneytisstjóri í Græn
landsmálaráðuneytinu. Einnig
vcru í för með þeim tvær skrif-
stofustúlkur. Hópurinn fór héð-
an með Sólfaxa á laugardaginn
áleiðis til Syðri-Straumfiarðar,
1 en þaðan verður haldið til
andaríkjanna með viðkomu í
Thule. Verkfræðingarnir Höj-
gárd og Thorsen eru framarlega
í fyrirtækinu Norrænum heim-
skautaverktökum, sem haft
hafa með höndum miklar fram
kvæmdir þar nyrðra. Þess má
að lokum geta, að fyrirtæki
Höjgárds byggði á sínum tíma
rafstöðina við Ljósafoss og
höfnina í Gdynia í Póllandi.
Eftir Juan Garcia, spi
SIGUR Francos árið 1939
vakti samúð meðal nokkurs
hluta spænskrar æsku, eink-
um stúdentanna. Þeír trúðu á
þjóðlega byltingu stjórnleys-
isirina; þe.r trúðu því, að
Spánn mundi endurheimta
dýrð hins forna, spænska
heimsveldis; þeir trúðu á
spænska „endurreisri,“ sem
studd væri af Þýzkalandi og
Italíu, hinum volöugu ríkjum
Evrópu á þe:m árum. Þeim
fannst í svipinn, að þeir
mundu taka þátt í yfirráðum
yfir heiminum.
Breiðfylkingin og kirkjan
kynntu undir þessum vonum
með áróðri; ávörp, fundir, ein-
kennisbúningar og söngvar,
siem kölluðu á forna frægð í
sögu Spánar, fengu æskuna til
þess að trúa því, að nýr Spánn
væri risinn upp.
Á nieðan þessu fór fram óx
mótspyrnunni í röðum ungra
verkamanna gegn stjórna-rfar-
inu jafnt og þétt fiskur um
hrygg og harðnaði dag frá
degi. Sér.í lagi áttj hún miklu
fylgi að fagna meðal sona lýð-
veldissinna og jafnaðarmanna.
Ríkisstjórn Francos hafði ó-
bilandi trú á sigr; möndul-
veldanna og gerði sína stærstu
skyssu rneð því að vanmeta
lýðræðið.
En hinir háleitu draumar
enduðu með sigri banda-
manna, sem hafði mikil sál-
fræðileg áhrif og orsakaði
fyrstu vonbrigði hinnar blóð-
heitu æsku Spánar.
Á þessum tíma voru mynd-
uð leynileg æskulýðsfélög
jafnaðarmanna í fangelsum
stjórnarinnar og héldu þau
áfram starfsem; sinni utan
þeirra. Smátt og smátt tóku
menntamíenn, sem höfðu ver-
ið einlægir fylgismenn Breið-
fylkingarinnar, að koma auga
á heimspekilega og fræðilega
1 annmarka á stefnu Francos.
Eins konar óróleiki tók að
grafa um sig meðal þeirra, og
Iþeir hneigðu'st að öðfum
fræðikenningum og stjórn-
niálastefnum, sem féllu betur
við hugsanagang menntaðra
manna. Þessi óróleiki gerði
vart við sig meðal stúdenta.
Þeir uppgötvuðu að nýju
bókmenntir frá 98. . . Costa
Caldos, Unamuno, Ortega. Hin
djúpsæu undirstöðurit þess-
ara manna, — sem þeir þekktu
varla síðan kirkjan bannaði
þau, — luku upp nýjum sjón-
deildarhring fyrir sjónum
spænskra menntamanna.
Komið var á samböndum við
erlend ríki og stúdentarnir
komust að raun um að stjarna
ei^nræðisrí(,j anria hafi|i falliði
ofan af himni Evrópu. Þeir
kynntust af eigin raun, að fé-
lagar þeirra í öðrum löndum
voru betur að sér en þeir.
f leit teinni að þekkingu um
pólitíska fortíð Spánar. varð
þeim ljóst, að hugsjónir jafn-
aðarmanna og frjálslyndra
áttu sér djúpar rætu'r í
spænsku þjóðinni, og að þess-
ar stefnur höfðu náð enn
hærra þroskastigi í ýmsum
öðrum ríkjum Evrópu.
Þá var stofnaður náms-
hringur, þar sern megintil-
gangurinn var að rannsaka
eðli einstaklinga og hugsjóna.
Annað fyrirbrigð'i þróaðist
einnig meðal kjarna Franca-
Breiðfylkingarinnar, sem gerði
sér betri grein fyrir hnignun
cg óþolandi eð'li einræðis-
stjórnar Francos, og tók for-
ustuna í mótmælum gegn
hérini. Meðal æskunnar eru
hér tekin nokkur dærni : eina
hinna uppreisnargjörnustu er
sonur fyrrvsrandi utanríkis-
ráðherra, M Martin Artajo,
sem hefur verið mótmælandi
eftir heimsókn sína t.l Eng-
lands fyrir nokkru, Einum
syni fyrrverandi flugmálaráð
herra, Gallái’za htershöfðingja,
var boðið prófessorsembætti í
lögum við háskólann í Madrid,
en harnn hafnaði boðinu og
sagði, að á Spáni væru alls
engin lög. Einn af sonum
• menntamálaráðherrans, A.
Arios Salgado. tók þátt í mót
mælum stúdentanna í febrúar
mánuði 1956. Sonur M. Sanc-
hez Mazas, Breiðfylkingar-
fræðimannsins og höfundar
fasistasöngsins „Andspænis
sólinni“, hefur verið hnepptur
í fangelsi fyrir svipapðar að-
gerðir. Meirihluti þessara
stúdemta hefur snúizt til fylg-
is við jafnaðarstefnuna 'og
gengið í leynihreyfingu jafn-
aðarmanna. Þeir stofnuðu og
skipulögðu A.S.U. (Stúdfenta-
samband jafnaðarmanna), sem
i'vlgir stefnu spænskra jafnað-
armanna. A.S.U. er neðán-
jarðarhreyfing stúdenta með
deildir í öllum spænskum há-
skólum og er öflugust f Mad
rid.
Elokkurinn hefur oft haft
samband við stúdenta og unga
menntamerin á Spáni. Nýlega
fóru nokkrir þeifra í kynning-
arferðir til útianda og höfðu
samband við flokkinn í því
skyni að kynna sér fræðikenn-
ingar jafnaðarmanna-
Möguleiki er á því. að ein-
veldi taki við af Francostjórn-
inni. Einveldissinnar hafa lítil
áhrif meðal almennings og
eu sundraðir innbyrðis. Sumir
eru fylgjendur einveldis, sem
viðurkenndi Franco sem ríkis-
stjóra; aðrir vilja algert ein-
veldi, sem ekkert hefði með
flokk Francos að gera. Erin
aðáir eru fylgjandi ^inveldi,
sem nyti stuðnings hersins, og
eru andvígir frslsi og lýðræði.
Loks eru þeir til, sem vilja
koma á fót eins konar lýðræðis
einveldi, eins og í Englandi og
sumum Norðujrlöndum, þar
stem stjórnmálaflokkar eru
leyfðir.
Jafnaðarmenn viðurkenna
stefnu, sem hefur einnig verið
viðurkennd af öðrum lýðræðis
sinnum í útlegð; þeir vilja
bráðabirgðaríkisstjórn, sem
hvorki hallast að einveldi né
lýðveldi, heldur leyfi kosning-
ar, leyfi þjóðinni sjálfri að
velja sitt þjóðskipulag.