Alþýðublaðið - 26.09.1958, Blaðsíða 6
6
A I þ ý ð u b I a 8 i 3
Föstudagur 26. sept. 1958
Lamaðl íþróftamaSurinsi
kominn helm
A MIÐVIKUDAGINN var
áttu þeir Benedikt G. Waage,
forseti ÍSÍ, Lúðvík Þorgeirs-
son kaupmaður og Ágiist H.
Matthlíasson, sem kunnur er
sem „lamaði íþróttamaðurinn-1
viðtal við blaðamenn á heim-
ili Lúðvíks að Sigtúni 47, í
tilefni þess, að Ágúst er ný-
lega kominn heini frá Banda-
ríkjunum, en þar hefur hann
dvalið s. 1. 20 mánuði til lækn-
inga á Mayo Clinic og St.
Mary’s sjúkrahúsinu í Roch-
ester.
Upphaf þessa máls er það,
að 13. maí 1951 voru nokkrir
ungir piltar að æfa stangar-
stökk suður í Garði, meðal
þeirra var Ágúst Matthíasson,
þá 16 ára að aldri, en hann
fékk snemma mikinn áhuga á
íþróttum. Þeir félagar höfðu
stokkið nokkrum sinnum og
voru eiginlega hættir, er Ágúst
segir, „ég ætla að reyna einu
sinni enn“. Þetta varð örlaga-
ríkt stökk, stöngin brast í
höndum hans og hann féll til
jarðar og kom svo illa niður,
að hann gat ekki staðið í fæt-
urna meir, mænan hafði lask-
ast, og hann varð þegar mátt-
lauslupp að mitti. Ágúst sagði
að um þessar mundir h'efði að-
alíþróttaáhugi sinn verið far-
inn að beinast að knattspyrn-
unni og hefði hann lagt hana
fyrir sig ef allt hefði farið með
felldu. Ekki er það ósennilegt
að Ágúst hefði gert garðinn
1 frægan á knattspyrnusviðinu,
svo áhugasamnr og duglegur
j sem hann vaýr við æfingar,
i meðan hann mátti.
j Eftir slysið lá Ágúst í Lands-
spítalanum um árabil, en gat
enga bót fengið meina sinna.
Að forgöngu ÍSÍ var hafin al-
menn fjársöfnun honum til
' sívrktar ári seinna. Allmikið
fé safnaðist, sem varið hefur
, verið til að leita honum lækn-
I ishjálpar innanlands og utan.
Upplýstu þeir Benedikt og
Lúðvík að framlög almenn-
ings og styrkir ríkis og Alþing-
is næmu rúmum eitt hurídrað
búsnnd krónum. Er hluíur í-
þróttamanna og samtaka þeirra
aiiverulegur af upphæð þess-
ari.
Er sýnt þótti, að Ágúst
. myndi lítinn bata hljóta hér
heima, var hafinn undirbún-
ingur að því, að leita honum
lækninga í Bandaríkjunum.
Fyrir forgöngu þeirra Bene-
dikts og Lúðvíks, sem fyrst og
I fremst hafa verið honum til
halds og trausts í erfiðleikun-
| um, tókst að koma Ágústi til
| dvalar og lækninga á hið
heimsknnna lækningasetur í
Rochester, eins og fyrr segir.
Á 3. dag jóla 1956 fór svo
Benedikt Waage með honum
til Bandaríkjanna og sótti hann
aftur í lok ágústmánaðar s. 1.
'Loftleiðir sýndi þeim félögum
þann höfðingsskap og vinsemd,
að bjóða þeim fría ferð bæði
heiman og heim, auk þess sem
ailir starfsmenn félagsins, sem
þeir komust í tæri við, sýndu
þeim mikla hjálpsemi og
greiddu götu þeirra á allan
hátt. Þetta kom sér ]íka vel,
því er lagt var upp í ferðina
vestur, var svo af Ágústi dreg-
ið, að hann varð fársjúkur að
liggja í sjúkrakörfu allan tím-
ann, og þurfti því eðlilega mik-
iilar aðhlynningar við.
Er Ágúst fór vestnr var tal-
ið að hann þyrfti að dvelja
þar í lengsta lagi um 12 mán-
aða skeið, en þeir urðu hins-
vegar 20 og síðustu átta mán-
uðina dvaldi hann á sjúkra-
húsi St. Mary’s.
Vestra voru gerðar á honum
margvíslegjar læknisaðgerðir.
En það sem fyrst var hafizt
handa um, var að græða mikil
og slæm sár, er hann hafði
hlotið hér heima eftir margra
ára legu og undan gipsumbúð-
um, sár þessi höfðust illa við
og stóðu sum þeirra djúpt og 1
átti hann m. a. mjög erfitt með.
að sitja uppi. Eftir að sár þessi ,
voru gróin, voru hafnar frek-
ari aðgerðir. Tær hans höfðu
allar skælzt og skekkst með
árunum og hægri fótur snúist
um ökla; þetta var allt rétt og
lagað. Þá voru gerðir á honum
10 uppskurðir, og að afstöðn-
um þessum og öðrum læknis-
aðgerðum, hófust styrktaræf-
ingar, og voru þær tvisvar á
dag, bæði fyrir og eftir hádegi,
í hvert sinn. Æfingar þessar
miðuðu að því að styrkja hand
Jeggi og búk, en eins og áður
segir, er hann máttlaus fyrir i
neðan mitti. En efrihluti lík-
amans og handleggir er sýni-
lega mjög vel þjálfaðir.
Það voru aðallega tveir lækn
ar, sem stunduðu Ágúst, dr.
Elkings og dr. Foss. Luku þeir
báðir miklu iofi á hann fyrir
dugnað og kjark í öllum þeim
þrautum, sem hann þurfti að
ganga í gegnum, ennfremur
fyrir ágæta ástundun við all-
ar hinar erfiðu æfingar, sem
hann varð að gera. En þær
voru allar kvikmyndaðar, á að
nota þá kvikmynd við kennslu
síðar, fyrir lamaða.
Mjög vel lét Ágúst af öllum,
! sem hann kynntist ves+ur þar,
bæði læknum og hjúkrunar-
fólki svo og öðrum. Má þar til
: nefna forseta Lion-félaganna í
Minnisota, Glen Clark og Wi-
i ley lögfræðing í Minneapolis,
! sem báðir heimsóttu hann oft.
Ennfremur ska1 þess getið að
: einhver ónefnaur maður
i greiddi fvrir Ágúst kennslu-
■ gjaid við enskunám.
I Þá lét Valdimar Björnsson,
Framhald á-8. siðu
Á^úst H. Matthíasson.
86 B A R N A G A M A N
BARNAGAMAN
87
Hann saf kyrr!
„Hérna eru fimm
krónur, Ásgeir minn.
Ég þarf að skreppa til
höfnðborgarinnar og
býst ekki við að koma
aftur fyrr en undir
kvöldmatinn. Þú ferð
bai’a til hennar Guðrún-
ar og kaupir þér kaffi
hjá henni í dag. Hún
finnur sjálfsagt eitthvað
gott handa þér, hún
Gnðrún gamla, ef ég
þekki hana rétt. Auðvit-
að geturðu tekið til
handa þér kaffi sjálfur.
Þú ræður. því. Skátar
bjarga sér sjálfir, er það
skki?“
,,JÚ, mamma“, svaraði
Ásgeir. „Vertn ekkert að
hugsa um mig í dag.
Allt í lagi með mig. Þú
kemur bara þegar þú ert
búin að Ijúka erindum
þínum í borginni. Ég
verð í engum vandræð-
um með mig. Vertu sæl,
mamma mín. Góða ferð,
og hafðu engar áhyggj-
ur af mér“.
„Vertu sæll, góði
minn. Þú ert nú ekkert
smábarn lengnr, Ásgeir
minn,“ sagði Ragnheiður
með trúnaðartrausti um
leið og hún hvarf út úr
dyrunum.
Ásgeir hafði nóg að
gera fram að kaffinn.
Hann glímdi við að setja
saman Ástralíu. Ástralía
lá þarna öll í bútum á
gólfinu óg það ætlaði að
verða honum erfitt að
koma henni saman. Ás-
geir gleymdi tímanum,
og þegar hann var búinn
að koma ölln saman
nema hálfri eyjunni
Tasmaníu, varð honum
litið á klukkuna. Það
var komið langt fram
yfir kaffitíma. Ásgeir
spratt á fætnr. „Ég á
ekkert við að malla kaffi
sjálfur í þetta sinn.
Pokinn getur dottið of-
an í könnuna eins og um
daginn. Það er bezt. að
eiga ekkert við það.“
Ásgeir lokaði húsinu
vandlega og hraðaði sér
niður götuna,
Guðrún gamla hafði
árum saman haft kaffi-
sölu í Firðinum. Hún
rak kaffihúsið „Svan-
inn“ af mesta myndar-
skap og dugnaði. Hún
reyndi að gera öllum
gestum sínum til hæfis
og kostaði kapps um að
gera alla ánægða. —
Svanurinn stóð á horni
Aðalstrætis og Austur-
strætis, en það voru
tvær aðalgötur bæjar-
ins. í Svaninum var all-
langur salur og rúmgóð-
ur, með gluggum, sem
snéru að aðalgötunum,
svo að gestirnir gátu
ávallt fylgzt vel með
því, sem gerðist ú.ti fyr-
ir. — Inngangurinn var
frá Aðalstræti, alllangt
frá horninu, þar sem
göturnar komn saman.
Ásgeir gekk rakleiðis
inn í salinn og settist
innst inni við horn-
gluggann. Hann ætlaði
að horfa á umferðina á
meðan’ hann var að
drekka kaffið. Margt
gesta var í salnum, og
Ásgeir fór hálfpartinn
hjá sér, en var þó upp
með sér að vera á kaffi-
húsi og sjá allt þetta
fína fóik.
Guðrún gamla lét ekki
standa á sér. Hún gerði
engan mun á gestum
sínum, hvort sem þeir
voru ungir eða gamlir,
ríkir eða fátækir. Hún
gekk til Ásgeirs og
sagði:
„Hvað vantar þig,
vinur minn? Nú hefur
mamma skroppið frá, er
það ekki?“
„Jú, hún skrapp til
borgarinnar og kemur
ekki fyrr en í kvöld.“
„Jæja, góðurinn. Viltu
þá ekki fá eitthvað gott,
svona til tilbreytingar.
Ég er hérna með súkku-
laði og pönnukökur með
rjóma og sultu. Hvern-
ig lízt þér á það, ljúfur-
inn?“
„Þakka þér fyrir“,
sagði Ásgeir með hægð
og reyndi að dylja gleði
sína, en vatnið streymdi
fram í munninn á hon-
um.
Það leið ekki á löngu
áður en Guðrún kom
með hlaðinn bakkann og
raðaði krásunum á borð-
ið hjá Ásgeiri.
„Gerðu svo vel, vin-
urinn. 'Ertu ekki sonur
hennar Ragnheiðar
hérna uppi á götunni?“
„Jú,“ svaraði Ásgeir.
„Mér sýndist þetta,“
sagði Guðrún um leið og
hún vék sér að næstu
gestum.
Ásgeir byrjaði þegar
að raða í sig pönnukök-
unum. Hann var í sjö-
unda himni. — Allt í
sinu heyrðist mikill
skruðningur og ískur
úti fyrir. Fólkið reis upp
fi'á borðum og ein stúlk-
an æpti upp yfir sig:
„Slys. Hræðilegt bíl-
slys. Guð almáttugur
hjálpi okkur“.
• Fólkið þnsti í dauðans
ofboði, með hávaða og
ópum, eftir endilöngum
salnum og út. Ásgeir sat
einn kyrr. Aleinn. Hann
tók blýant upp úr vasa
sínum, blað fann hann
ekkert. „Vertu rólegur,
umfram allt rólegur,“
sagði hann við sjálfan
sig. Hann sá allt, sem
fram fór. Svo skrifaði
hann á borðdúkinn: Sto.
2674. Briinn bleítur á
hægra bretti. Bílstjórinn
tneð hvíta derhúfu. Mik-
;il hraði. Ásgeir sá bíl
ann aka burt allt hvað
af tók. Hann var horf-
inn áður en fólkið kom
á vettvang. Bíl bar
þarna að, og slasaði mað
urinn var tekinn, sett-
ur varlega inn í hann og
■arið með hann, líklega
í spítalann. Aðeins ham-
rrinh og spgin lá eftir
í götunni. Það var smið-
ar, sem orðið hafði und-
i.r bílnum.
Ásgeir borgaði og
þakkaði Guðrúríu gömlu
fyrir sig. Þau voru bæði
orærð vegna hins hræði-
lega bílslyss. Ásgeir
gekk til fóíksins, sem
reifst og skammaðist út
í hinn samvizkulausa
bílstjóra, sem ekið hafði
á burt, án þess að skevta
hið minnsta um hinn
sÞsaða rnann. Það var
[jóti þorparinn. Fóikið
var mjög æst og var
oærri því búið að troða
Ásgeir undir. Hann sá
pví sitt óvænna, ruddi
sér braut út úr mann-
þrönginni og hélt heim
á leið. Hann var léttur
sem fis. Kann kreppti
hnefana í buxnavösun-
um og tautaði í sífel-lu:
,,Vertu rólegur, drengur
minn. Reyndu að vera
rólegur“. Hann hafði
(Framhald).