Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 12 Símaþjónusta — fyrirspurnir og svör: „Fyrst ekki þarf að ræða landhelgismál, verkfallsmál eða efnahagsmál almennt” Eyjólfur Konráð Jónsson. Langlínusamtöl milli bæja f sama hreppi Eyjólfur Konráð Jónsson (S) leitaði svara í gær hjá símamála- ráðherra við eftirfarandi spurn- ingum: 1) Hvernig verður síma- þjónustu háttað við áframhald- andi dreifingu sjálfvirka kerfis- ins? 2) Hvenær verður neyðar- þjónustu síma komið á í Skaga- firði? 3) Hvenær er ráðgerð stækkun sjálfvirku stöðvanna í Siglufirði og á Sauðárkróki ? og 4) Hvenær má vænta úrbóta i hlust- unarskilyrðum útvarps í Skaga- firði? Eyjólfur gerði í itarlegu máli grein fyrir litt viðunandi aðstæðum í þessum efnum nyrðra undanfarin- misseri og þeim ástæðum, sem að baki spurning- anna byggju. Orðiétt sagði hann m.a.: „Auðvitað segir sig sjálft, að það mundi kosta gífurlega fjár- muni að efla svo símakerfið, að menn gætu með því að greiða eitt skref svonefnt hringt hvert á land sem er og talað ótak- markaðan tíma. Álag á landssim- ann mundi margfaldast og allt fara úr böndunum. Sann- ast sagna finnst mér hvimleiðar deilur, sem einstakir háttvirtir þingmenn alltaf öðru hverju halda hér uppi þar sem einstrengingslegustu sjón- armið rekast á. Annars vegar er því haldið fram að allt sé i dýrðinni í Reykjavík og Reykvik- ingar geti risið undir þessum byrðunum eða hinum, og svo á hinn bóginn, að Reykvíkingar séu einhver kúgaður minnihluti á þingi og umboðsmenn strjálbýlis- ins leitist við að troða af þeim skóinn. Mér finnast þeir þing- menn, sem þannig tala sí og æ sízt bæta hag þeirra, sem þeir eiga að vera umbjóðendur fyrir, heldur miklu fremur skaða hann. Við erum sem betur fer ein og óað- skiljanleg þjóð og eigum að taka heilbrigt tillit hver til annars, hvar sem menn eru búsettir, og ég get sagt það eins og það er, að ég hef aldrei komið fram neinu hags- munamáli fyrir Norðurland vestra með því að reyna í leiðinni að klekkja á Reykvíkingum, enda hef ég til þess enga löngun, og satt bezt að segja gengur stundum betur að fá þingmenn Reykja- víkur til stuðnings við marg- háttuð hagsmunamál úti um land en suma, sem horfa aðeins á næsta nágrenni sitt. En nóg um þetta. Eins og menn vita hefur sjálf- virk símaþjónusta hafið innreið sína í sveitum landsins, en því miður virðist enn ekki hafa verið ákveðið hvernig þeirri þjónustu verði hagað. Fyrst og fremst að því er gjaldtöku varðar. Þannig hefur það t.d. gerzt í Skagafirði, að einn hreppur, Staðarhreppur, hefur verið klofinn í sundur og menn geta ekki lengur hringt milli bæja, án þess að um lang- línusamtöl sé að ræða. Hið sama hefur gerzt í Hrútafirði. Það fólk sem fyrir þessu hefur orðið unir því að vonum illa og þess vegna tek ég málið hér upp. Ég vil vekja athygli á áiyktun íbúa Staðar- hrepps í Skagafirði og íbúa Staðarhrepps í Vestur- Húnavatnssýslu til yfirstjórnar póst- og símamála. Hvað sem ágreiningi um gjald- töku vegna langlínusamtala kann S t j ór n ar fr u m var p um sjóefnaverk- smiðju á Reykjanesi Framleiði fínsalt, fiskisalt, kalí til áburðar, kalsíum klóríð og bróm til notkunar í iðnaði 1 IÐNAÐARRÁÐUNEYTINU er nú fullbúið frumvarp til laga um saltverksmiðju á Reykjanesi, sem felur það í sér að stofnað verði hlutafélag, er hafi það markmið að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju og annast undirbúnlng að því að slfku fvrirtæki verði komið á fót. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að frumvarpið verði lagt f.vrir Alþingi og verður það gert ein- hvern næstu daga. Þetta kom fram I svari Gunnars Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, á Alþingi f gær I svari við fyrirspurn frá Jóni Skaftæ syni (F). Svar ráðherrans, að öðru leyti en fram kemur hér að framan, var á þessa leið: Rannsóknir til undirbúnings sjóefnaverksmiðju á Reykja- nesi hafa staðið yfir í fullan áratug. Rannsóknaráð ríkisins ákvað 1966 að beita sér fyrir könnun á þessu máli. Aður höfðu nokkrar byrjunar- athuganir á saltvinnslu verið gerðar á vegum Raforkumála- skrifstofunnar, en aðallega í sambandi við önnur jarðhita- svæði en Reykjanes. Fyrsta athugunin, sem Rannsóknaráð ríkisins Iét gera, var almennt yfirlit um mögu- leika til framleiðslu salts og annarra efna úr sjó og skelja- sandí. Á þeim grundvelli voru lagðar fram tillögur um nánari rannsóknir á einstökum þátt- um. Á árinu 1968 hófust boran- Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra ir og jarðfræðilegar rannsóknir á Reykjanesi. Arið 1970 var boruð um 1800 metra djúp hola. Var hún talin gefa svo góðan árangur, að hinar jarðfræði- legu forsendur saltverksmiðju væru traustar. Jafnframt þess- um jarðfræðilegu athugunum hafa verið gerðar tæknilegar tilraunir og áætlanir um stofn- kostnað og rekstur fyrirtækja, sem gætu hagnýtt þessi verð- mæti og framleitt ýmiskonar efni úr þeim. Um þessa mögu- leika er notað samheitið „Sjó- efnavinnsla", en með því hug- taki er átt við fjölþætta vinnslu úr sjó og heitum, söltum hvera- legi frá jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Aðalfrumkvöðull þessa máls Framhaldá 17. að líða vona ég að menn geti verið um það sammála, að óviðunandi sé að hreppar séu klofnir í sundur með þessum hætti og fólk geti ekki talað á milli næstu bæja alveg eins og það getur talað á milli húsa í Reykjavík fyrir eitt skref svonefnt. Við þetta fyrir- komulag verður með engu móti unað og þess vegna er nauðsyn- Iegt að skipuleggja þessi mál frá upphafi þannig að sanngjarnt og eðlilegt sé. Ég vil leyfa mér að gera það að tillögu minni, að í meginatriðum verði sfmaþjónustunni þannig háttað, að menn geti talað innan hvers héraðs fyrir sig, án þess að um langlínusamtöl sé að ræða alveg á sama hátt og menn geta í Stór-Reykjavík hringt hvert sem er fyrir eitt skref. Sumir hafa bent á að eðlilegt væri að menn gætu, án þess að um langlínu- samtal væri að ræða, talað innan hvers núverandi símasvæða, en ég geri ekki kröfu um það að svo langt verði gengið í fyrsta áfanga. Mér finnst eðlilegt að menn greiði eitthvað hærra fyrir það að hringja milli héraða en þeir þurfa að greiða innan bæjar eða innan síns eigin héraðs. Þótt síðarmeir verði sjálfsagt um meiri jöfnun símgjalda að ræða “ Næturþjónusta komin á Sauðárkróki og Húsavík Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, sagði sjálfvirku símaþjónustunni komið út í strjál- býlið eftir því sem fjárhagur pósts og sfma leyfði, en þessi ríkisstofnun þyrfti að standa undir öllum framkvæmda- kostnaði sínum af eigin tekjum. Framkvæmdageta hennar réðist því m.a. af verðlagi þeirrar þjón- ustu, er hún léti í té. Nokkuð væri um liðið síðan 4. þingmaður Norðurlands vestra hefði borið fram fyrirspurnir sínar. Síðan hefði næturþjónusta simans komið til, bæði á Sauðár- króki og í Húsavík. Innan mjög skamms tíma kæmi slfk þjónusta á Patreksfirði og í Kirkjubæjar- klaustri. Um stækkun sjálfvirku sím- stöðvanna í Siglufirði og á Sauð- árkróki væri erfiðara að spá, en efni til stækkunar stöðvanna hefði enn ekki verið pantað af fjárhagsástæðum. Urbætur i hlustunarskilyrðum útvarps heyrðu undir ríkisútvarp og menntamálaráðuneyti, síminn væri aðeins verktaki um fram- kvæmdir. Áætlanir um bætt hlustunarskilyrði hefðu hins vegar legið fyrir í um það bil tvö ár, en ríkisútvarpið ekki haft fjár- magn til framkvæmdanna. Verður neyðar- þjónustu hætt á Hvolsvelli? Ingólfur Jónsson (S) fagnaði því, að neyðarþjónustu síma væri komið á á tilteknum stöðum. Hitt væri verra, ef satt reyndist, að til stæði að fella niður þá neyðarþjónustu, sem verið hefði til staðar á Hvolsvelli. Krafðist þingmaðurinn skýrra svara um, hvað framundan væri í því efni. Þar sem sjálfvirkar stöðvar eru ekki Gunnlaugur Finnsson (F) benti á brýna þörf nevðarbión- Gunnlaugnr Karvrl Pálmason. Finnsson. Páll Pétursson. Garðar SlgurAsson. ustu þar sem sjálfvirkar stöðvar væru ekki til staðar og sími lokað- ur nema hluta úr sólarhring. Þar þyrfti mannfólkið að geta nýtt neyðarþjónustu ef bruni eða veik- indi bæru að höndum. Vakti hann athygli á því, að koma mætti fyrir, án verulegs kostnaðar, einum sjálfvirkum síma er þjónaði all- nokkrum sveitabæjum, og tengd- ur væri sjálfvirkri símstöð þar sem sólarhringsvakt væri. Fyrirspyrjanda andmælt Karvel Pálmason (SFV) and- mælti fyrirspyrjanda og taldi kröfuhörku strjálbýlisþingmanna sízt til þess fallna að skapa andúð milli strjálbýlis og Reykjavíkur- Reykjanesssvæðisins. Hins vegar væri sýnt að Eyjólfur vildi standa jöfnum vinsældafótum norður í Skagafirði og f Reykjavík. Framhald á bls. 17. 4ðeins hált't prósent af þjóðar- framleiðsln til rannsóknastarfa — 5,7% til fræðslumála — 0,8% til menningarmála VILHJALMUR Hjálmarsson, menntamálaráðherra, svaraði í sameinuðu þingi í gær fyrirspurn frá Sighvati Björgvinssyni (A) um kostnað ríkisins af mennta-, fræðslu- og rannsóknamálum sem hlutfall af vergum þjóðartekjum (þjóðarframleiðslu). Svar ráð- herrans fer hér á eftir ásamt fyrirspurninni. Fyrirspurnin hljóðar svo: 1. Hver hafa verið útgjöld hins opinbera til fræðslumála, menn- ingarmála og rannsókna (samtals rekstrarútgjöld og stofnkostn- aður) sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu á árunum 1972, 1973,1974 og 1975? 2. Hverjar eru nýjustu sam- bærilegar tölur fyrir lönd i Vest- ur-Evrópu og Norður-Ameríku og um meðaltal slíkra útgjalda fyrir lönd í Vestur-Evrópu í hlutfalli við þjóðarframleiðslu skv. skýrsl- umOECD? „Ég leyfi mér að svara fyrirsp. í heild án beinnar sundurgr. eftir töluliðum þannig: Eins og kunnugt er fara útgjöld til menntamála, þ.e. bæði fræðslu- mála, rannsóknastarfa og annarra menningarmála, yfirleitt vaxandi í flestum löndum, þótt nokkru kunni að muna frá ári til árs um þróunina í þessu efni eftir fjár- hagsástæðum á hverjum tíma Til fróðleiks má geta þess, að á árinu 1971 námu útgjöid til fræðslumála í eftirgreindum 12 löndum, sem hlutfallslega verja einna mestu fé til fræðslumála, svo sem hér segir. Utgjöld hins opinbera til fræðslu- mála árið 1971 sem % af vergri þjóðarframleiðslu. % Svíþjóð ...................7.9 Holland ...................7.9 Danmörk ...................7.6 Noregur....................6.4 Finnland ..................6.3 Bretland (uppl. frá 1969) .5.5 Belgía (uppl. frá 1969) .. 5.4 Island.....................5.1 Frakkland (uppl. f. 1970)..4.7 Vestur-Þýzkaland ..........4.5 Einfalt meðaltal ..........6.1 Kanada ....................8.5 Bandaríkin ................6.7 Meðaltal fyrir þau 10 Evrópu- lönd, sem talin eru hér að framan er 6.1% á árinu 1971 að því er fræðslumál varðar, en talan fyrir tsland var á því ári 5.1%. Síðan hefur talan að því er tsland varðar hækkað í 5.4% áárinu 1972 í 5.2% á árinu 1973 og í 5.7% á árinu 1974 Þetta verður að nægja sem svar við 2. tl. fsp. Opinber framlög til fræðslu- mála, rannsóknastarfsemi og ann- arra menningarmála á tslandi árin 1972—1974 hafa verið sem hér segir: Framhald á bls. 16 önnur 1972 1973 1974 Fræðslu- mál 5.4% 5.2% 5.7% Rann- sóknir 0.5% 0.5% 0.5% menning- armál 0.7% 0.8% 0.8% Samtals 6.6% 6.5% 7.0%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.