Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 15 stýrimaður líka úr ummælum sfnum um kokkinn. — Jú, jú. Kokkurinn má koma upp í brú þegar ekki er verið að fiska, það er allt í lagi. Annars er ýmislegt sem áhöf nin hefur fyrir stafni þegar ekki er verið að veiða. Yfirmenn standa fjögra tíma vaktir en hásetar í einn og hálfan tíma. Menn fá sér hænublund eða kríur eins og það er kallað. Töluvert er spilað um borð og er til bókhald yfir árangurinn í spilum langt aftur í tímann. — Það besta sem maður gerir er að vera til sjós, langbesta sagði Gunnar Hermannsson. Töluverð óánægja var hjá áhöfninni með loðnuverðið og töldu menn loðnuna allt of lágt verðlagða. Sögðu þeir að fleiri en einn og fleiri en tveir verksmiðju- eigendur hefðu sagt að það væri auðveldlega hæg't að borga þetta verð fyrir loðnuna og vel það. Einnig sögðu þeir að spærlings- verðið frá síðast liðnu hausti hefði verið fyrir neðan allar hell- ur, og töldu það einkennilega verðlagninu. Þegar ljóst varð að bátarnir stunduðu ekki þessar veiðar ef verðið væri svona lágt þá borgaði ákveðin verksmiðja mikla peninga í leigu fyrir bát- ana, kauptryggingu fyrir áhafn- irnar auk aflahlutar samkvæmt verði verðlagsráðs ríkisins. Menn voru einnig hræddir um að ef til verkfalls kæmi yrði það langt og þar með væri loðnuver- tiðin búin í ár. Á leið í land Um hádegi fimmtudagsins var stefnan tekin á Vestmannaeyjar, og mátti reikna með nærri tólf tima siglingu. Á leiðinni var skrafað saman um allt milli him- ins og jarðar. — Eg byrjaði að róa með pabba á Hermóði strax og ég gat, sagði Gunnar. Hef ég alltaf verið á sjón- um síðan. — Það er ég viss um að ég hef verið ríkastur á ævi minni þegar ég var 10 ára, sagði Gunnar einn- ig. Þá flutti pabbi eitt sinn kunn- ingja áinn úr ögri og út í Fót. Hefur hann sjálfsagt vitað að pabbi tæki ekkert fyrir flutning- inn, en þegar við erum komnir út í Fót þá stakk hann að mér fimm- kalli. Þetta voru miklir peningar í þá daga. — Svo var það þegar ég var svona 12 ára að ég var að beita. ,Ætli það sé ekki bara mikið f henni núna.“ Loðnunni dælt um borð. Vöknuðum við alltaf svona 4 til 6 á morgnana og beittum fram eftir degi. Fékk ég 36,50 i kaup fyrir allt vorið. — Það var líka þegar ég var 16 ára að ég reri frá Bolungarvík. Fékk ég 10 krónur fyrir allt út- haldið. Held ég að ég hafi eytt 50 aurum eða krónu af kaupinu en lagði hitt inn í bók. — Já, strákar, segir Gunnar að lokum, ef verðgildið væri enn það sama en hluturinn eins og nú, þá værum við sko rikir. Þegar við vorum að koma inn til Eyja laust fyrir miðnættið feng- um við þær upplýsingar hjá loðnunefnd að það biðu átta bátar Iöndunar með um þ^ð bil 2000 tonn. Það yrði því nokkur bið, en síðan yrði að sjálfsögðu haldið aftur á miðin. Strákarnir bundu nú bátinn og gengu frá honum undir nóttina. Gunnar Hermanns- son var i brúnni rólegur sem endranær. Þetta er mjög samhent áhöfn. — Ég hef alltaf verið heppinn með áhafnir, sagði Gunnar, alltaf hreint. Það er ekki bara maður- inn við tækin sem skiptir máli. Ef ég gerði mistök í einu kasti, annar í því næsta og svo framvegis þá tfekist aldrei neitt kast. borg GK-13 kemur drekkhlaðin til hafnar f Vestmannaeyjum. hásetana, hásetarnir kokkinn en kokkurinn sparkaði í köttinn. — Það er verst að það skuli ekki vera köttur um borð f skip- inu. Deilan risti þó ekki dýpra en svo að kokkurinn bakaði afbragðs rjómatertu um daginn i tilefni afmælis stýrimannsins. Þegar siglt var til Eyja dró itin dregin f morgunsárið skammt frá Tvfskerjum Ailt vaðandi f loðnu bæði á mlðunum og um borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.