Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 13 Japanir neita með öllu að hafa þegið mútur frá Lockheed Tókíó 17. febr. Reuter. FJÖRIR framkvæmdastjórar japanska stórfyrirtækisins Maru- beni neituðu i dag undir eiði, að þeir hefðu nokkru sinni átt þátt f eða þegið greiðslur frá banda- rfska stórfyrirtækinu Lockheed og yfirframkvæmdastjóri Maru- beni, Taiichiro Matsuo, íhugaði málsókn gegn Lockheed. Carl Kotchian, framkvæmda- stjóri Lockheed, sem sagði af sér í fyrri viku, sagði við yfirheyrslur „Lengstu þrjár mínút- urnar” féll fyrir borð á Islandsmiðum, en bjargaðist Fishing News segir nýlega frá giftusamlegri björgun eins hásetans á togaranum Boston Crusader á Islandsmiðum um daginn. Ian Fisher, sem er 22 ára háseti, ætlaði að losa kaðal, sem fests hafði á polla á dekkinu þegar ætlunin var að setja út veiðarfærin. Þá vildi svo til, að kaðallinn vafðist utan um fót hans, varpan fylgdi með og dró hann með sér fvrir borð. Ian Fisher segir svo frá at- burðinum: „Varpan dró mig með sér niður í djúpið. Ég hlýt að hafa marað á um það bil eins faðms dýpi. Kaðallinn var vafinn um lærið á mér — ég er enn með skrámurnar — en svo gat ég sparkað af mér bússunum. Loftið í sjógallanum mínum skaut mér upp á yfirborðið. Lungun voru orðin algjörlega loftlaus, en vegna kuldans hóstaði ég og kúgaðist, svo að ég ætlaði aldrei að ná andanum. Ég sá skipið strax og þá létti mér heldur betur.“ „Ég fann hvernig fæturnir á mér dofnuðu upp af kuldanum og hugsaði um það eitt að kom- ast út úr þessu áður en ég fengi krampa. Mitt lán var það, að strákarnir um borð gerðu ná- kvæmlega það, sem þeir áttu að gera. Það var ekkert fum á þeim og þeir stóðu svo sannar- lega í sínu stykki. Þeir voru stórkostlegir." „Hefði þeim ekki farizt þetta eins vel úr hendi og raun var á, þá hefði þetta orðið mitt siðasta. Þeir köstuðu til mín vír og ég hékk á þessari líftaug minni þegar þeir hífðu mig um borð. Þetta voru lengstu þrjár mínúturnar, sém ég hefi upplif- að.“ „Svo fóru þeir með mig undir þiljur, ég komst úr vosklæðun- um og i sturtu. Svo fór mér nú að hlýna þegar skipstjórinn var búinn að gefa mér nokkra sopa af rommi.“ Þegar atburður þessi gerðist var sjávarhiti undir frostmarki, en þó var veður fremur milt, miðað við það, sem algengast er á þessum árstíma. Daginn áður hafði verið mun kaldara i veðri og líkur á björgun hefðu því verið minni. Þrátt fyrir þetta óhapp er Ian Fisher ótrauður og ekki á því að halda sig frá miðunum við Island, að því er Fishing News segir. hjá bandarískri þingnefnd 6. þessa mánaðar, að forráðamenn Marubeni hefðu ráðlagt sér að greiða mútur til japanskra emb- ættismanna ef Lockheed ætlaði að gera sér vonir um að selja flugvélar sínar í Japan. Sagði hann, að í kjölfar þessa hefðu tvær milljónir dollara verið greiddar japönskum embættis- mönnum gegn fölsuðum kvitt- unum. Rannsóknarnefnd sú, sem jap- anska þingið skipaði til að kanna þetta mál, er sögð engu nær eftir tveggja daga opinberar vitna- leiðslur, en 7 manns hafa komið fyrir nefndina. Hins vegar hefur enn ekki tekizt að yfirheyra aðal- vitnið, hægri manninn Yoshio Komada, sem sagður er hafa verið leynilegur ráðgjafi Lockheeds frá því 1958 og þegið f greiðslur 7 milljónir dollara. Þetta kom fram við framburð Lockheedmanna fyrir bandarísku öldungadeildar- nefndinni. Hefur fregnin um þetta þótt mikið áfall í japönskum viðskiptaheimi. Komada, sem varð 65 ára í dag, er heima hjá sér og ber við að hann sé sjúkur maður og geti ekki borið vitni. Argentína: Þingmenn neita að hverfa heim Buenos Aires 17. febrúar — Reuter Gífurleg reiði er meðal stjórn- arandstöðuflokkanna í argen- tfnska þinginu vegna aðgerða Mariu Estellu Peron forseta til að neyða þingmenn f frf. Dró stjórn- in til baka öll mál, sem liggja fyrir þingi, og skv. stjórnar- skránni verða þingmenn þá að hverfa heim, þar til næsta þing- tímabil hefst f maf. Segja stjórn- málafréttaritarar að þingmenn muni virða aðgerðir stjórnarinn- ar að vettugi og mæta til þing- funda og halda áfram aðgerðum til að koma forsetanum úr em- bætti. Skv. stjórnarskránni getur 1/4 hluti þingmanna krafizt þess að aukaþing verði kallað saman til þess að fjalla um mjög alvar- leg mál, sem snerta alla þjóðina. Einn af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar, öldungadeildarþing- maðurinn Fernando de la Rue, lýsti yfir f dag ánægju sinni yfir „að það væri þjóðhagslega óhjá- kvæmilegt að koma forsetanum frá völdum, hvort sem hún segði af sér af frjálsum vilja eða þingið lýsti þvi yfir að hún væri óhæf til starfsins." De la Rue var varafor- setaefni höfuð stjórnarandstöðu- flokksons, Róttæka flokksins, i kosningunum 1973. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa verið með í undirbúningi að sækja frú Peron til saka í þinginu og svipta hana völdum, eða koma í gegn sameiginlegri yfirlýsingu þingdeildanna um að hún væri óhæf til starfsins. Atvinnurekendur í Argentínu lokuðu fyrirtækjum sfnum f gær í mótmælaskyni við stefnu stjórn- arinnar í efnahagsmálum eða öllu heldur stefnuleysi. Er talið að um 90% allra fyrirtækja í landinu hafi verið lokuð. Segja stjórn- málafréttaritarar þetta enn eitt dæmið um hve einangruð stjórn frá Peron sé eftir 19 mánaða valdatímabil. Oscarsverðlaunaútnefningin tilkynnt: Jaws og Nashville meðal beztu mynda Los Angeles 17. febrúar AP-Reuter. FIMM kvikmvndir voru I dag útnefndar sem beztu myndir ársins vegna úthlutunar Oscarsverðlaunanna I Banda- rfkjunum sfðar á þessu ári. Meðal þeirra var mvndin Jaws, Okindin. Hinar mvndirnar fjórar eru „One flew over the Cuckoos nest“, sem fjallar um Iffið á geðveikrahæli, en sú mvnd hlaut alls 9 útnefningar, Barry Lyndon, Dog Dav Afternoon og Nashville. Útnefningu fyrir beztan leik í karlhlutverkum hlutu Jack Nicholson fyrir One flew over the Cuckoos nest, Walter Matthau fyrir Sunshine Boys, AI Pacino fyrir Dog Day Afternoon, Maxmillian Schell fyrir „The man in the glass booth" og James Whitmore. fyrir „Give them hell Harry“. Sem beztar leikkonur voru útnefndar þær Louisa Flestcer fyrir sömu mynd og Nicholson, Isabell Adjani fyrir „the story of Adele H“, Ann Margret fyrir „Tommy“, Glenda Jackson fyrir „Heba“ og Carol Kane fyrir „Chester Street". Fyrir beztan leik í aukahlut- verki hlutu útnefningu m.a. George Burns, Burgess Meredith, Chris Saranbon og Jack Warden. I kvennahlut verki keppa þær Lily Tomlin, Ruth Blakley, Lee Grant, Sylvia Miles og Brenda Vaccaro um verðlaunin. Útnefningu sem beztu leik- stjórar hlutu Federico Fellini fyrir „Amarcord", Stanley Kubrick fyrir „Barry Lyndon", Sidney Lumet fyrir „Dog day Afternoon", Robert Altaman fyrir „Nashville" og Milos Foreman fyrir „One flew over the Cuckoos nest“. Öscars- hátíðin verður í april nk. Heiftarlegur áróður í Sovét vek- ur athygli á Gyðingaráðstefnu SOVÉZK yfirvöld hafa leyst úr læðingi „hinn þögla meirihluta“ Gyðinga f Sovétrfkjunum, en þar er nú hafinn heiftúðlegur áróður gegn Brússel-ráðstefnunni um hagi Gyðinga f kommúnistarfkjunum, en ráðstefnan hófst í gær. Á undanförnum vikum hafa erlend sendiráð og fréttaritarar f Moskvu fengið send ógrynni bréfa og skeyta frá verkamönnum, bændum og menntamönnum af Gyðingaættum. Allar eru orðsendingarnar á sömu lund og er Brússel-ráðstefnan þar fordæmd og henni lýst sem „zfonistfskri ögrunaraðgerð“. Þá var fyrir skömmu haldinn fréttamannafundur í Moskvu þar sem heim- fluttir Gyðingar lýstu þjáningum sfnum f tsrael og Bandarfkjunum, en þeir höfðu á sfnum tfma sótt um útflutningsleyfi frá Sovétrfkjunum, fengið það en sfðar kusu þeir að koma aftur til Sovétrfkjanna. Tass-fréttastofan hefur dreift yfirlýsingu frá trúarleiðtogum Gyðinga í Moskvu, þar sem ráð- stefnunni er mótmælt og sagt, að hún sé af illum toga spunnin. I flestum bréfanna, sem áður var getið, er lögð mikil áherzla á tryggð bréfritara við föðurland sitt — Sovét — og þar kemur ekki fram gagnrýni á sovézka vald- hafa. Sum eru bréfin handskrif- uð, en önnur eru vélrituð. I fæstum þeirra er heimilisfangs sendanda getið. I bréfunum er þess ekki getið, hvernig send- endur hafa komizt yfir heimilis- föng viðtakenda, sem fæst er að finna i þeim skrám, sem almenn- ingur í Moskvu hefur aðgang að. Reutersfréttastofan i Moskvu hefur fengið fjögur bréf, eitt frá prófessor við bifvélavirkjatækni- stofnun, annað frá yfirverkfræð- ingi við pósthús Moskvu, þriðja frá iðnverkamanni og hið fjórða frá yfirmanni rannsóknastofu i borginni. Fjórmenningarnir lýsa þvi allir yfir að þeir hafi aldrei sem Gyðingar orðið varir við andúð af nokkru tagi, þeir og fjöl- skyldur þeirra lifi góðu lifi og þau vilji hvergi búa nema i Sovétrikj- unum. Allir fjórir segjast vera fyrrverandi hermenn úr heims- styrjöldinni siðari. Iðnverkamaðurinn Zakhar Bizi sagðist hafa andstyggð á belgisku stjórninni fyrir aðgefa leyfi fyrir mmamamsmmmmmmmmm Brusselráðstefnunni og skrifaði: „Það er enginn vafi á því að mark- miðið með þessari ráðstefnu er að grafa undan yfirvöldum i föður- landi mínu, Sovétríkjunum. Zíón- istar hrópa til heimsins, að Gyð- ingar í Sovétrikjunum sæti mis- rétti og kúgun, sem er ekkert annað en þvaður." Prófessorinn, A.A. Nevelev, sagðist fyllast djúpri vandlætingu og bræði, er einhverjir óþokkar og öfgamenn ziónista reyndu að blanda sér I innanrikismál Sovét- ríkjanna og eitra almenningsálit- ið í heiminum. I svipuðum dúr voru bréf hinna tveggja, að zión- istar væru að reyna að eyðileggja „detente" með óhróðri sínum og grafa undan álitinu á Sovétríkj- unum. Það eru sjö Gyðingasamtök i Evrópu, Bandaríkjunum og S- Ameríku, sem standa að ráðstefn- unni, sem lýkur á fimmtudag og er þetta önnur heimsráðstefna Gyðinga, sem haldin er i Brússel. hin fyrri var haldin 1971. Á þeim tima fordæmdu sovézku fjölmið) arnir einnig ráðstefnuna og bréf voru send til nokkurra sendiráða en ekkert í líkingu við það flóð. sem nú hefur skollið yfir. For- ráðamenn ráðstefnunnar i Brussel segja það tilgang sinn að koma á stað alþjóðlegri hreyfingu „gegn harðneskjulegri meðfcrð á Gyðingum i Sovétrikjunum". Ekki hafði verið gert ráð fyrir að ráðstefnan vekti niikla athygli fjölmiðla á Vesturlöndum og má segja að hinn mikli áróður i Sovétríkjunum hafi orðið til að setja hana i brennidepil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.