Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976
I atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Stúlka óskast
Vön verzlunar- og skrifstofustörfum. Ein-
hver tónlistarkunnátta æskileg.
Vinnutími 13—18.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist Mbl.
merkt: „K-2484", fyrir 20. þ.m.
Vanur bréfritari
Óskum eftir að ráða í hluta starfs þjálfað-
an starfskraft, til að annast bréfaskriftir og
vélritun á íslenzku og ensku. Starfstími
2—4 tímar á dag, tvisvar til fjórum
sinnum í viku, eða eftir nánara samkomu-
lagi. Þeir sem áhuga hafa, sendi Mbl.
tilboð er gefi uppl. um viðkomandi,
merkt: Hluti starfs í Lágmúla 8656.
Knattspyrnu-
þjálfarar
Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðár-
króki vantar knattspyrnuþjálfara næsta
sumar. Uppl. í síma 95-5566 eða 95-
5560.
Knattspyrnu-
þjálfarar
1. deildar-lið í Færeyjum vantar þjálfara
strax. Allar uppl. gefur Björn Gíslason í
síma 99-1344 á Selfossi til n.k. sunnu-
dags 22. febrúar.
Kjólaverzlun
Afgreiðslustúlka óskast í kjólaverzlun
hálfan daginn.
Umsóknir um aldur og fyrri störf, sendist
Mbl. merkt: „kjólaverzlun — 3789".
Laust starf
Staða deildarfulltrúa við innheimtu í fjár-
máladeild er laus til umsóknar. Verzlunar-
skólapróf eða hliðstæð menntun æskileg.
Umsækjendur þurfa að hafa verkstjórnar-
hæfileika og geta unnið sjálfstætt.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Rafmagnsveit-
unnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð.
RAFMAGNSVEITA
, REYKJAVlKUR
Matsvein og háseta
vantar á m.b. Jón Sturlaugsson til neta-
veiða frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar um borð í bátnum við
Grandagarð eða I síma 99-3725. —
3877.
| raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Lögtaksúrskurður:
Samkvæmt beiðni innheimtumanns ríkissjóðs úrskurðast hér
með að lögtök geti farið fram fyrir eftirtöldum gjaldföllnum en
ógreiddum gjöldum:
Vörugjaldi af innlendri framleiðslu og innfluttum vörum,
sölugjaldi fyrir október, nóvember og desember, svo og
nýálögðum hækkunum á sölugjaldi, gjaldföllnum þungaskatti
af diesilbifreiðum skv. ökumælum, almennum og sérstökum
útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, tryggingaið-
gjöldum af skipshöfnum, ásamt skráningargjöldum svo
og nýálögðum hækkunum þinggjalda, allt ásamt dráttarvöxt-
um og kostnaði. Lögtökin geta farið fram að liðnum átta
dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil
fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi og Garðakaupstað,
sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
fundir — mannfagnaöir
Aðalfundur
Krabbameinsfélags Vestur-
Skaftafellssýslu verður haldinn í Víkur-
skála sunnudaginn 29. febrúar kl. 1 5.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar eru vinsamlega minntir á
gíróseðla. Stjórnin
ýmislegt
Vestmanneyingar
Búslóðar sem geymd er í Vélsmiðjunni
Héðni hf. Seljavegi 2, síðar í gosinu þarf
að vitja strax, vegna þess að húsými þarf
að rýma.
Vélsmiðjan Héðinn h. f.
til sölu
Járnrennibekkur „Nebel"
225 m.m. x 2 metrar til sölu, strax.
Vélsmiðjan Héðinn h. f.,
sími 24260.
nauöungaruppboö
sem auglýst var 46, 48 og 50 tbl. Lögbirtingablaðsins 1 975 á
fasteigninni ishúsi í Gerðahreppi þinglesin eign Fiskiðju
Suðurnesja h.f., fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 19.
febrúar 1976 kl. 1 6.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
húsnæöi í boöi_________
Miðborg
Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu í mið-
borginni, 150—200 fm. Álhar frekari
upplýsingar veittar í síma 28566 frá kl.
8—17.
Til leigu
nú þegar 300 fm iðnaðar eða skrifstofu-
húsnæði nálægt Hlemmi. Geymslur í risi
geta fylgt.
Uppl. ísíma 27220.
tilboö — útboö
(fj ÚTBOÐ
Tilboð óskast i 1 1 kV rafbúnað í Aðveitustöð 1, fyrir Raf-
magnsJéitu Revkiavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3.
Tilboð verða opnúð á sama stað miðvikudaginn 24. mars
1976 kl. 1 1,0C f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 '
— Afmæli
Framhald af bls. 11
Þetta var í miðju fyrra stríði.
Gunnar hafði fest kaup á fyrsta
bíl sínum, tveggja ára gömlum
Ford, sem kostaði sextán hundruð
krónur, en þá kostaði Ifka bensín-
lítrinn 19 aura. Aksturinn var
fólginn i lengri eða skemmri ferð-
um, ýmist í nauðsynjaerindum
eða til skemmtunar. Fyrir 125
krónur mátti fá skottúr austur á
Þingvöll. Kolviðarhóll, Eyrar-
bakki, Þjórsárbrú og Fljótshlíð
voru algengir áfangastaðir. Ef
staðið var við á Eyrarbakka hélt
Gunnar jafnan til hjá Niels Isaks-
syni, góðvini sínum, og móður
hans.
Nú kom nýr bxll með hverri
skipsferð angandi upp úr kassan-
um. Framan af hélt Gunnar mest
upp á Overland bflana amerísku,
en síðan kynntist hann Chevrolet
og hefur átt þá tegund æ síðan.
Margir góðir menn hafa stigið
upp í bílinn hjá Gunnari á löng-
um ökuferli, engu minni en hirð-
menn Danakonungs. Má þar
nefna heimsborgarann Gest á
Hæli, Jónas ráðherra frá Hvirflu
og vígslubiskupana séra Valdimar
Briem og séra Bjarna Jónsson.
Þegar Borgarættin eftir Gunn-
ar Gunnarsson var kvikmynduð
var Gunnar einkabílstjóri nafna
sfns Sommerfeldts, sem fór með
aðalhlutverkið í myndinni. Þá var
ekki kominn vegur upp á Sand-
skeið og slagveðursrigning upp á
hvern einasta dag, en kom lítt að
sök því að Gunnar var á átta
manna Overland tryllitæki. Svo
vel líkaði leikaranum við bílstjóra
sinn, að hann skenkti honum að
skilnaði áletraðan silfurbikar. I
sambandi við myndatökuna kom
Gunnar oft við sögu, eins og þegar
hann hljóp i skarðið fyrir Ormar
örlygsson og rak fjárreksturinn
fræga yfir Elliðaárnar og bjargaði
með innbornu snarræði sfnu
dönsku frúnni frá því að detta í
iðandi strauminn.
Já, Gunnar hefur lagt gjörva
hönd á margt. Hann hefur verið
húsgagnasmíður, húsasmiður,
leigubílstjóri og ökukennari. Mest
hefur þó kveðið að starfi hans
sem læknabílstjóri á næturvakt
læknanna í Reykjavík. Hann byrj-
aði á vaktinni 1928 og ók hverja
einustu nótt i 18 ár, án þess að
hafa afleysingamann. Er við-
brugðið stundvísi hans, alúð og
glaðværð í þvi starfi, svo erilsamt
og þreytandi sem það var. Gunnar
ber læknunum lika vel söguna og
hefur átt marga góðvini i þeirri
stétt. Minnisstæð er óveðursnótt
með Stefáni Ólafssyni. Hafa
kynnin við Stefán veitt Gunnari
ómældar gleðistundir.
Hinn 8. janúar 1921 gekk Gunn-
ar að eiga Ragnheiði Bogadóttur,
mikilhæfa dugnaðar- og ágætis-
konu, dóttur hjónanna Ragnheið-
ar Sigurðardóttur Johnsen frá
Flatey og Boga Sigurðssonar,
kaupmanns í Búðardal, sem
kallaður hefur verið faðir staðar-
ins. Börn þeirra eru: Jóhanna,
Ingibjörg, Ragnheiður, Elisabet
og Ólafur, en áður hafði Gunnar
eignast dóttur, Huldu. Þau Gunn-
ar og Ragnheiður hafa jafnan
reynst hvort öðru eins og best
verður á kosið og átt barnaláni að
fagna. Heimili þeirra hefur ætfð
verið mikil miðstöð mannfunda i
stórri fjölskyldu og frá þvf hefur
stafað blessun, sem margir hafa
orðið aðnjótandi. Þau hafa verið
fundvis á það, sem öðrum kemur
vel, hvort sem átt hefur í hlut
barn eða fullorðinn. Hjá þeim bjó
lengi fósturmóðir Ragnheiðar.frú
Ingibjörg Sigurðardóttir frá Búð-
ardal.
Elstu minningar þess, sem hér
heldur á penna, eru frá Frakka-
stíg 6a eða sumarbústaðnum góða
fyrir ofan Hólmsárbrú, í heil-
næmu og traustvekjandi
andrúmslofti afa mins og ömmu.
Ég óska Gunnari ynnilega til
hamingju með þennan merkisdag
i ævi hans og þakka honum fyrir
allt, sem hann hefur fyrir mig
gert.
Hann tekur f dag á móti gestum
á heimili dóttur sinnar, Elísabet-
ar og manns hennar, Júliusar P.
Guðjónssonar að Kvistalandi 19.
Gunnar Björnsson.