Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 fclk í fréttum . . . ef þig vantar peninga + Bandarískt vikublað hefur boðið leikkonunni Raquei Welch góðar 170 milljónir króna ef hún vill leyfa því að birta af henni nektarmyndir. Blaðið, sem heitir „Hustler" og helgar sig einkum þvf, sem karimenn „dreymir stundum um“, hefur gert níu öðrum konum sams konar tilboð. Með- al þeirra eru Caroline Kenn- edy, Julie Nixon Eisenhower og Susan Ford. (Jtgefandi blaðsins segir, að þessar konur hafi orðið fyrir valinu vegna þess, að þær séu „fulltrúar þeirra kvenna, sem dagdraum- ar flestra bandarískra karl- manna snúist um“. Geraldine Chaplin finnst hún vera alger- lega mis- heppnuð leik- kona. „Mig lang- ar ekki einu sinni til þess að leika í kvik- myndum. Eg kysi langtum heldur að verða blaðamaður. En auðvitað var það ekki óeðliiegt að fólk bygg- ist við einhverju af mér sem leikara, þar sem ég er nú einu sinni dóttir hans föður míns,“ segir hún. Trúðurinn er prófessor + Tino Zacchini er heims- kunnur trúður, sem skemmt hefur ungum og öldnum um langt árabil. Hann gæti þó, hefði hann kært sig um, verið prófessor við tónlistarskóia í Briissel. Prófessorsnafnbót fékk hann reyndar en hann kaus heidur að taka að sér hlut- verk trúðsins. Á unga aldri hlaut Zacchini I. verðlaun fyrir fiðluleik við tónlistarskóla, þar sem hann stundaði nám, og hefur að auki hlotið heiðursverðlaun við tón- listarskóla I Róm og Mflanó. BO BB& BO (WRESSTU ÞÍG NÚ UPP U ÉO 'A LEKKERT 'l pOTTÍNN BÓBB/// Pelsar geta líka verið hœttulegir + Kona nokkur, sem klædd var I sitt ffnasta stáss, hlébarða- pels, hélt að einhver vina sinna væri að gera að gamni sfnu við hana, þegar hún fann að „hrammur" var lagður á öxl hennar á götu I breska bænum Woking. En sfðan var henni velt um koll og það kom f Ijós að sökudóigurinn var tamið Ijón, sem hafði sloppið úr haldi og var að leita að félagsskap. Ljóninu brá ekki sfður f brún en konunni þegar því varð Ijóst að það var á villigötum, en eig- andinn var á næstu grösum og bjargaði báðum. Konunni varð ekki meint af veltunni og hún mun ekki ætla að feggja fram ákæru á hendur eiganda ljónsins. 25 Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar segir: „Ég hef átt Trabant bifreið frá 1967 og aðra frá 1974. Að mínu áliti er Trabant ein bezta smábifreið, sem ég hef ekið.” Vorum að fá sendingu af Trabant-bifreiðum VerÖ kr Innifalið í verði: 535.000' Verð til öryrkja: Fólksbifreið kr. 364.000. Lán kr. 150.000. Útborgun kr. 214.000. TRABANT UMBOÐIÐ INCVAR HELCASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 KVENNADEILD Reykjavfkurd. R.K.Í. Fræðsla um sjúkravinastarf Kvennadeildarinnar hefst miðvikudaginn 24. mars kl. 20.30 í kennslustofu Rauða kross íslands Nóatúni 21. Flutt verða erindi um eftirfarandi efni: 1. Rauði krossinn og starfsemi Kvennadeildar 2. Störf í sjúklingabókasöfnum Væntanlegum sjúkravinum er næstu daga gefið tækifæri til þess að kynnast starfsemi sjálfboðaliða F sjúklingabókasöfnum og sölu- búðum, en fræðslunni lýkur 7. apríl með erindum um: 1. Velferðarmál aldraðra 2. Framkomu í starfi Væntanleg þátttaka tilkynnist í sima 28222 eða 14086 í síðasta lagi 22. mars. Athugið: Þær konur, sem fengið hafa skírteini sjúkra- vina, eru ekki F starfi, en vildu leggja starf- seminni lið nú, eru beðnar að hringja í síma 14086 eða 15205. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.