Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976
Leit undirbúin að
litlum báti í gær
Fannst vélarvana út af Jökli í gærkvöldi
SLYSAVARNAFELAGIÐ var í
gærkvöldi aó undirhúa leit að
báti — Fagurev SH-257 sem hafði
ekki svarað tilkvnningaskvIdunni
frá því að hann fór frá tsafirði í
gærkvöldi áleiðis suður með
vesturströndinni. Búið var að
hiðja allar strandstöðvar á svæð-
inu að kalla upp hátinn og einnig
Jóhann Þorsteins-
son, kennari í
Hafnarfirði látinn
var varðskip farið til að svipast
eftir bátnum i víkum og fjörðum
á Vestfjörðum.
I gærkvöldi var verið að undir-
búa mikla leit með flugvélum að
bátnum, þegar Arsæll KE sem var
á loðnumiðunum út af Jökli varð
var við eld ekki fjarri um kl. 10.15
i gærkvöldi. Fóru skipverjar á
Arsæli til að kanna nánar hvað
þarna væri á ferðinni og kom þá í
ljós að þar var Fagurey komin.
Höfðu skipverjar á bátnum látið
vita af sér með því að kveikja bál,
en að sögn Hannesar Hafstein hjá
Slysavarnafélagi Islands, höfðu
nánari upplýsingar ekki borizt
hvað verið hefði að bátnum en svo
virtist sem hann hefði bæði verið
vélarvana og öll fjarskiptatæki
hans úr lagi gengin úr því að
áhöfnin gat ekki látið vita af sér
með öðrum hætti en að kveikja
bál á dekkinu.
Fagurey er 140 tonn að stærð,
og voru 4 menn á bátnum eftir því
sem næsl verður komist.
Mikill áhugi fyrir
nýju flugfélagi
JOHANN I. Þorsteinsson, fvrrum
kennari og forstjóri Sólvangs í
Ilafnarfirði, er látinn, 77 ára aó
aldri.
Jóhann fæddist að Berustöðum
f Holtum í Rangárvallasýslu 1899,
og voru foreldrar hans Þorsteinn
Þorsteinsson og kona hans Ingi-
gerður Runólfsdóttir. Jóhann
lauk gagnfræðapröfi frá Flens-
borg árið 1922 og kennaraprófi
1927. Hann hélt smábarnaskóla í
Hafnarfirði 1922—25, en var síð-
an kennari við barnaskóla í
Hafnarfirði frá 1929—49 og gagn-
fra'ðaskólann frá 1949 og um ára-
bil.
Jóhanni voru falin ýmis
trúnaðarstiirf innan bæjarins og
tók hann virkan þátt í félagsmál-
um þar í bæ, saí i barnaverndar-
nefnd um skeið, átti sæti i íþrótta-
ráði bæjarins um árabil og var
forniaður Iþróttabandalags
Hafnarfjarðar við stofnun þess.
Þá var Jóhann einnig um skeið
forst jöri Sólvangs i Hafnarfirði.
Jóhann var kvæntur Astrid
Alva Maria hjúkrunarkonu.
FREKARI undirbúningur að
stofnun nýs flugfélags til að halda
uppi sams konar leiguflugi og Air
Viking annaðist er í fullum gangi
að því er Ragnar Ingólfsson í
undirbúningsnefnd áhugamanna-
hóps um slíkt flugfélag tjáði
Morgunblaðinu. Kvað hann fjöl-
marga aðila hafa sýnt málinu
áhuga, og margir hefðu gefið
fyrirheit um hlutafé þegar af
stofnun hlutafélags um rekstur
flugfélagsins yrði.
Ekki verður sagt að stúlkan þessi sé beinlfnis klædd fyrir umhleyp-
ingasama veðráttuna hér syðra — en við verðum bara að vona, að
hún hafi ekki þurft langt að fara.
Heildaraflinn minnkaði
um V3 fyrstu tvo mánuðina
HEILDARAFLI lands-
manna minnkaði um
127.375 lestir fyrstu tvo
mánuði ársins miðað við
sama tíma í fyrra. Að
þessu sinni varð aflinn alls
211.932 lestir á móti
339.307 lestum. Minni afla
má fyrst og fremst rekja
til verkfalla á bátaflotan-
um og minni skuttog-
urunum, sem hófst 14.
febrúar s.l. og lauk ekki
fyrr en um mánaðamót.
Þorskafli bátaflotans var fyrstu
tvo mánuðina 21.361 lest á móti
24.390 lestum. Afli togara var nú
27.211 iestir en á sama tíma í
fyrra 28.341 lest. Minni þorskafli
er í öllum landsfjórðungum hjá
bátaflotanum, nema á Vestfjörð-
um þar sem aflinn jókst um 700
lestir. A Norðurlandi minnkaði
hann hins vegar um 800 lestir.
Afli skuttogara sem landað var
heima var 24.248 lestir á móti
25.471 lest.
Loðnuafli var nú 161.343 lestir
á móti 284.734 lestum, sem er
127.375 lestum minna en fyrstu
tvo mánuði s.I. árs.
Rækjuaflinn var 1.611 lestir,
sem er um 60 lestum minna en í
fyrra, en hins vegar var hörpu-
disksafli nú 406 lestir á móti 166
lestum.
Slökkviliðsmenn reyna nýju búbótina, „Tankinn"
Slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli sigursælt sem fyrr
SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkur-
flugvelli sigraði enn einu sinni f
deild sinni f alþjóðlegri eldvarna-
samkeppni, sem bandarísku
brunavarnasamtökin efna til. Er
þetta þréttánda árið í röð sem
slökkviliðið á Keflavfkurflugvelli
undir stjórn Sveins Eirfkssonar
hefur skipað sér í eitt af þremur
efstu sætunum f þessari
samkeppni en í deildinni ásamt
því eru 56 herstöðvar með íbúa-
tölu á bilinu frá 1.500 til 3.500
manns. Slökkviliðið á Keflavfkur-
flugvelli varð i öðru sæti f fyrra.
Slökkviliðið á Keflavíkurflug-
velli hefur nú fengið risastóran
slökkviliðsbíl, sem slökkviliðs-
menn kalla „Tankinn". Tæki
þetta er 20 metrar að lengd og
getur borið um 5 þúsund gallon af
slökkviefni auk 300 gallona of
kvoðu, sem myndar eldeyðandi
froðu þegar hún blandast vatni.
Keflavíkurflugvöllur er ein af
aðeins fimm herstöðvum sem
fengið hefur slökkvibifreið af
þessu tagi, og var það gert með
tilliti til hins mikla fjölda flug-
véla og farþega sem lenda á flug-
vellinum. Einnig hefur slökkvi-
liðið nú fengið sérstakt farartæki
til að bjarga farþegum, þegar
flugvél hefur hlekkzt á og eldur
komið upp í henni.
Akraneskonur
hafa lokið mán-
aðarverkfalli
KVENNADEILD Verkalýðsfé-
lags Akraness hefur aflýst
verkfalli, sem staðið hefur f
nær mánuð eða frá 17. febrúar
síðastliðnum. 1 fvrrinótt um
kl. 04 tókust samningar milli
frystihússeigenda á Akranesi
og kvennadeildarinnar, en
fundur hafði þá staðið frá því
kl. 13.30 f fyrradag. A félags-
fundi f gær samþykktu verka-
konurnar samkomulagið.
Samkomulagið er í megin-
atriðum samhljóða því sem
gert var milli aðila vinnumark-
aðarins fyrir síðustu fnánaða-
mót. Konurnar á Akranesi
felldu samningana vegna upp-
sagnarákvæðis um kauptrygg-
ingu og í því stappi stóð þar til
í fyrrinótt. Akvæði heildar-
samtakanna var að hvaða dag
vikunnar sem er sé viku upp-
sagnarfrestur, en í samkomu-
laginu á Akranesi var sætzt á,
að uppsagnardagar væru
aðeins mánudagar og föstu-
dagar. Að öðru leyti gildir það
samkomulag, sem gert var
milli aðila vinnumarkaðarins
hinn 27. febrúar síðastliðinn.
Rétt viðbrögð
komu í veg
fyrir eldsvoða
Slökkviliðið var kvatt að Aspar-
felli 4 rétt fyrir kl. 11 í gærmorg-
un. Þar hafði komið upp eldur f
fataskáp f barnaherbergi á 7.
hæð. Talsverður eldur var í
skápnum og hlutust skemmdir af
völdum hans í herberginu.
Húsmóðirin á staðnum lokaði
strax barnaherberginu er hún
varð vör við reykinn og kallaði á
aðstoð. Tveir menn komu til
hjálpar með handslökkvitæki og
tókst þeim að slökkva eldinn að
mestu áður en slökkviliðið kom á
staðinn.
Slökkviliðið vill benda á, að
þessi viðbrögð komu í veg fyrir að
eldurinn breiddist út og ekki
hlauzt meira tjón af.
Varla veiðiveður
hjá Bretum
TtÐINDALAUST var á miðunum
út af Austfjörðum í gær, en þar
var þá suðaustanátt, 8 vindstig og
naumast veiðiveður. Brezku tog-
ararnir voru 27 og verndarskipin
10 talsins, og héldu þau sig á
Hvalbaksmiðunum. Dráttarskipið
Lloydsman kom ámiðin í gær.
Ritstjóri
í 40 ár
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
og alþingismaður, á merkisaf-
mæli f dag, þvf að liðin eru 40 ár
frá þvf að hann var ráðinn rit-
stjóri. Hann var þá aðeins 21 árs
að aldri, og hefur ekki yngri
maður tekið við ritstjórastarfi á
dagblaði hérlendis. Jafnframt er
Þórarinn nú handhafi blaða-
mannaskfrteinis nr. 1.
Þórarinn var aðeins 18 ára
þegar hann hóf starf sem blaða-
maður hálfan daginn en ári síðar
eða 1934 varð hann fastráðinn
blaðamaður við Nýja dagblaðið,
sem Framsóknarflokkurinn gaf
þá út daglega en Tíminn kom hins
Þórarinn Þórarinsson
vegar út vikulega. Þórarinn varð
sfðan ritstjóri Nýja dagblaðsins
17. marz 1936 og þegar það var
lagt niður 1938 og Tfminn hóf að
koma út daglega varð Þórarinn
ritstjóri hans.
„Ég hef alltaf haft gaman af
blaðamennskustarfinu og áhuga á
því,“ sagði Þórarinn þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann út af þessum tímamótum.
Kvaðst Þórarinn því ekki hafa
nein áform um að hætta, þrátt
fyrir að starfsævin væri orðin svo
löng.
Starfsfélagar Þórarins á
Morgunblaðinu óska honum til
hamingju með afmælið og árna
honum allra heilla í framtíðinni.