Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 Kvennalandsliðið til HoIIands og Mzkalanís í vor þrátt fyrir allt? N(J MUN vera ákveðið að kvennalandsliðið I handknattleik fari þrátt fyrir allt I keppnisferð til Hollands, V-Þýzkalands og Danmerkur I vor. Frá þvf var skýrt fyrir skömmu að landsliðsnefnd kvenna hefði ekki séð sér fært að senda lið til leikja við þessar þjóðir, eins og ákveðið hafði verið, sakir þess að nokkrar öflugar handknattleikskonur gáfu ekki kost á sér til fararinnar og æfinga með landsliðinu. Var Hol- lendingum og V-Þjöðverjum tilkynnt þetta, en fyrir nokkru barst HSl bréf þar sem þessar þjóðir fóru þess eindregið á leit við HSt að fslenzka liðið mætti eins og um hafði verið samið. I viðtali við Svönu Jörgens- dóttur, formann landsliðsnefndar kvenna, f gær, sagði hún m.a. að það réðist á næstu dögum hvort af ferð fslenzka liðsins til fyrr- nefndra leikja yrði i vor eða ekki. — Við sendum Hollendingum og V-Þjóðverjum bréf fyrir nokkru og tilkynntum þeim að við gætum ekki mætt með okkar sterkasta lið og að við vildum því hætta við landsleiki þá sem ákveðnir voru síðastliðið sumar, sagði Svana. Nú höfum við hins vegar fengið bréf frá þessum þjóðum, þar sem þær lýstu óánægju sinni með ákvörðun okkar. Þegar við fengum þetta bréf fannst okkur dálítið erfitt fyrir okkur að standa ekki við þessa leiki, því við höfðum bryddað upp á þessu samstarfi við þessar þjóðir. — Það verður væntanlega einn- ig leikið við Dani í þessari ferð, þannig að leikirnir verða 6 í ferð- inni, sem áætlað er að taki um 10 daga. Ég vona bara að stúlkurnar sem við leitum til verði svo skyn- samar að fara þessa ferð, en svör frá þeim ættu að liggja fyrir f vikunni. Nei, það verður ekki leitað til þeirra, sem gáfu afsvar í haust og sögðust ekki geta æft eða farið f þessa ferð með landsliðinu. Við erum búin að gefa þær stúlk- ur upp á bátinn, sagði Svana að lokum. ___4jj. irmenningar flestir í nnglingalandsliðinn UNGLINGALANDSLIÐ pilta, sem tekur þátt í Norðurlandamót- inu, sem að þessu sinni fer fram hér á landi í bvrjun apríl, hefur nú verið valið. Liðið skipa eftir- taldir 14 piltar: Krist ján Guðmundsson, Þrótti Fgill Steindórsson, Armanni Olaf ur Guðjónsson. F’H Pétur Ingólfsson, Armanni Ur leik — í bili IIINN kunni bakvörður úr meistaraflokksliði KR. Stefán Sigurðsson, varð fvrir þvi óláni að meiðast illa á a-fingu fyrir stuttu. Er þar höggvið skarð í lið KR-inga en Stefán hefur verið fastur maður í lið- inu undanfarin ár. Er þetta sérstaklega óheppilegt þar sem Stefán hefur æft mjög vel í allan vetur. Er blaðið hafði samband við Stefán var hann með hægri fót í gipsi en meiðslin voru á hné. Fullur hugurvarþó i Stefáni að hefja æfingar strax og mögulegt er enda ætla KR- ingar sér stærri hlut í Islands- mótinu í sumar en undanfarin ár. Hann mun þó að öllum lik- indum vera frá æfingum i mánuð en eftir þaó verður tekið enn meira á en áður. Friðrik Jóhannsson, Armanni Jón Viðar Sigurðsson, Armanni Jón Hauksson, Itaukum Gústaf Björnsson, Fram Jón Arni Rúnarsson, Fram Kristinn Ingason, KR Bjarni Guðmundsson, Val Óskar Agústsson, Val Andrés Krist jánsson, FH Theódór Guðfinnsson, Breiðablik Núverandi Norðurlandameist- arar pilta eru Svíar, en það lið sem Island nú teflir fram er öflugt, þannig að rík ástæða er til að vonast eftir íslenzkum sigri á mótinu. Piltarnír sem skipa ís- lenzka liðið eru flestir meistara- flokksmenn, þannig að þeir hafa flestir reynslu i erfiðum leikjum. Það vekur athygli að liðið er éinkum skipað Armenningum en þeir urðu í fyrra Islandsmeistarar í 2. flokki. Sömuleiðis er það athyglisvert að enginn leikmaður úr IR eða Víkingi er í liðinu, en þessi lið hafa staðið sig mjögvel í vetur. Þetta á þó sinar skýringar, t.d. þá að landsliðshópur pilta var valinn í haust og því ekki auðvelt — tæpast rétt — að breyta honum mikið þó einhver önnur lið eða einstaklingar hafi komið fram á sjónarsviðið er liða tók á vetur- inn. Unglingalandsliðið hefur æft vel í vetur undir stjórn landsliðs- þjálfarans Viðars Símonarsonar. ____________, , ,______ -áij. Jón skorar á aðra maraþonhlanpara JÓN Guðlaugsson, langhlauparinn kunni, hefur ákveðið að ná aftur íslandsmeti sinu I maraþonhlaupi, sem Högni Óskarsson bætti síðast- liðið haust. Ætlar Jón sér að hlaupa maraþonhlaup í júní eða júlfmánuði næstkomandi og hyggst hlaupa frá Selfossi og upp á Skeið og sfðan sömu leið til baka þar til kfló- metrarnir 42, sem hlaupnir eru verða að baki. Vill Jón gjarnan fá félagsskap f þessari ferð og hefur þvf ákveðið að skora á aðra langhlaupara að etja kappi við sig f mettilrauninni f sumar. Valur AÐALFUNDUR Knattspyrnu- deildar Vals verður haldinn I Fé- lagsheimilinu í kvöld og hefst klukkan 20.30. Fundarefni venju- leg aðalfundarstörf. Masnús Óskarsson for- maður Þróftar tekur fyrstu skóflustunguna að Félags- heimili Þróttar. .V) baki hans má m.a. sjá borgar- stjórann í Reykjavík, Birgi Isleif Gunnarsson, borgar- fulltrúa, frámámenn íþróttahreyfingunni og Þróttara, yngrisem eldri. Þróttarar að hefja byggingu félagsheimiUs við Sœviðarsund KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Þróttur er um þessar mundir að hef ja byggingu félags- heimilis og vallarhúss á fþróttasvæði félagsins við Sæviðarsund f Langhoitshverfi. t gær tók Magnús Óskarsson formaður félagsins fyrstu skóflustunguna að þessum nýju mannvirkjum og er meðfylgjandi mynd frá þcim merka atburði f sögu Þróttar. Þrótti hefur mjög vaxið fiskur um hrygg síðustu árin og á félagið nú lið I 1. deild í þeim greinum sem það keppir i, þ.e.a.s. hand- knattleik, knattspyrnu og blaki. Húsnæðisleysi hefur mjög háð allri starfsemi Þróttara undan- farin ár, en með byggingu hins nýja húss hyggst Þróttur leysa vandamál þess mikla fjölda ung- menna, sem íþróttir stunda á svæði félagsins. Einnig er brýn þörf fyrir aðstöðu til félagsstarf- semi I hverfinu og er það von forráðamanna Þróttar að hið nýja félagsheimili geti komið að notum fyrir félags- og æskulýðsstarfsemi í hverfinu I samvinnu við frjáls félagasamtök og opinbera aðila. Sjö ný skautaheimsmet íInzell SJÖ NÝ heimsmet í skautaíþróttinni litu dagsins Ijós á skautamóti sem fram fór í Inzell í Vestur-Þýzkalandi um helgina, en í móti þessu keppti flest bezta skautafólk heimsins. Fer slík keppni fram árlega í Inzell og nefnist hún „Gullni skautinn44. Bandaríska stúlkan Sheila Young setti nýtt heimsmet f 500 metra hlaupi kvenna með því að hlaupa á 40.68 sek. og bætti hún eigið heimsmet í greininni um 23/100 úr sekúndu. Young setti einnig nýtt heimmet í stigakeppni, hlaut 166.210 stig. Hollendingurinn Piet Kleine, sá sem sigraði í 10.000 metra skauta- hlaupi á Ölympíuleikunum í Inns- bruck, bætti heimsmet Sten Sten- sens frá Noregi í þeirri grein úr 1:50,31 mín. í 14:43.92 mín. og Kleine bætti einnig stigaheims- metið, hlaut 165.884 stig samtals. Landi Kleines, Hans van Helden, bætti heimsmetið í 1500 metra hiaupi með því að hlaupa á 1:55.61 mín. Gamla metið i þeirri grein átti Ard Schenk og var það 1:58,72 mín. Þá bætti Nancy Swid er frá Bandaríkjunum metið í 3000 metra hlaupi kvenna með því að hlaupa á 4:40,85 mín. og Sylvia Burke frá Kanada setti nýtt heimsmet í stigakeppni I lengri hlaupum, er hún hlaut 176,468 stig. íslenzkufrœðinfíurinn hetja ÍSer liðið vann Guðni Kolbeinsson, Islenzkusér- fræðingur Rlkisútvarpsins og leik- maður fS. var hetja liðsins I slðari framlengingunni gegn KR I Bikar- keppninni. Þá skoraði hann 8 af 10 stigum liðsins og það nægði til að tryggja sigur ÍS, 104:99. Vakti leikur Guðna mikla athygli, og þá ekki slður ýmsir taktar hans sem minntu oft á „trúðstakta" I fjöl- leikahúsi. Já, það þurfti tvær framlengingar til að ná fram úrslitum i leiknum, og það gekk á ýmsu KR hafði oftast frumkvæðið, en (S jafnaði fyrír hálf- leik 37:37 í siðari hálfleik náði KR mest 9 stiga forskoti og virtist vera að gera út um leikinn, en þá var „Trukknum" skipt útaf ÍS jafnaði þá strax, og eftir það var allt I járnum ÍS skoraði 3 siðustu stig leiksins og jafnaði 81 81 þegar 30 sek voru eftir og þar við sat í fyrri framlengingunni náði IS 6 stiga forustu en á einnT og hálfri mín tókst KR að jafna, 91:94, og aftur þurfti að framlengja Þá var það að Guðni tók til sinna Kristinn Stefánsson og „Trukkur" Carter bera saman rið sln, félag þeirra er nú úr leik I bikarkeppninni og möguleikarnir I 1. deildinni eru sömuleiðis fyrir bf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.