Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 Jón Magnússon, stórkaupmaður, flytur erindi sitt, Viðskiptaleg-tengsl við umheiminn. — Við borðið sitja: Júlfus S. Ölafsson, framkvæmdastjóri, formaður undirbúningsnefndar, Þorvarður Elfasson, fram- kvæmdastjóri, Gunnar Snorrason, kaupmaður, fundarstjóri ráðstefnunnar, og Jónfna Þorfinnsdóttir, ritari. — Ljósm.: Öl. K.M. Ráðstefna Sjálfstæðis- manna um verzhmarmál September- sýningin á Kjarvalsstöðum F.I.M., félag íslenzkra lista- manna, hefur sótt um að fá Kjarvalssalinn á Kjarvalsstöð- um vegna haustsýningar fé- i lagsins í september og sam- þykkti hússtjórn þaó. Þá hefur verið ákveðið að Gunnarí Hannessyni, ljös- myndara, verði leigður salur- inn en tinn ekki endanlega ákveðinn. Kn listráð hefur' mælt með háðuni erindunum. Okumaður Blazier bifreiðar tali við lögregluna FÖSTUDAGINN 12. marz klukkan 23.10 var grárri Mer- eedes Benz fölkshifreið ekið á Ijösastaur á mötum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Maður sem var á staðnum og talaði við lögregluna þegar hún kom þarna er vinsamlegast heðinn að hafa samhand við slysa- rannsöknardeild lögreglunnar i sima 11160. Maður |>essi var á hrúnní Blaz.ier-jeppabifreið. Ekki vitað hvenœr svars er að vœnta IIARALDIIR Kröyer sagði i viðtali við Mbl. í ga’r að sendi- ráð Islands i Washington hefði fengið upplýsingar uni það hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna að heiðni Islendinga um Asheville-hála. va-ri í athugun hjá viðkómandi aðilum. Har- altlur sagði að útilokað væri að segja, hvena-r svar va‘ri vænt- aniegt — sendiráðið hefði að- eins verið látið vita, að búast ma'tti við að það ta-ki einhvern tíma að fá svar. Tilfellin í rœktun MUSATAUGAVKIKIBROÐ- IRINN, sem vart varð í einu þriggja heimavistarhúsa Heyrnleysingjaskölans er i ræktun, að því er Bragi Olafs- son, aðstoðarborgarlæknir tjáði Mhl. i gær og er niður- staðna að vænta innan tíðar. Kins og getið var í Mhl. í gær hefitr skólahaldi verið slitið um óákveðinn tíma og jafn- framt hefur húsið. sem þetta kom upp í, verið einangrað. Samninga- fundir SAMNING AFUNDUR var haldinn í gær milli samninga- nefndar sjómanna og fulltrúa skipafélaganna Sjómannasam- handið hóf fund klukkan 10 í ga'rmorgun, en hann var frem- ur stuttur og áttu aðilar að koma aftur um klukkan 15. Fulltrúar k’armannasambands- ins áttu síðan að sækja fund. sem boðaður var klukkan 16. A fundinum var farið yfir kröfur félaganna og reynt að sætta aðila — að því er Torfi Hjart- arson sáttasemjari sagði blað- inu. Samningafundur var mílli flugvirkja og samninganefnd- ar Flugteiða í fyrrinttt. liklci tókst samkomulag og sagði Torfí Hjartarson að viðræð- urnar hefðu gengið mjög stirð- lega. Fulltrúaráð sjálfsta‘ðisfélag- anna í Keykjavík hefur efnt til ráðstefnu sem hófst í ga“r á hótel I.oftleiðum. Nefnist ráðstefnan Hvað er framundan í verzlun landsmanna en þ:ið er spurning sem gerist áleitin nú á timum, þegar innflulningshöft birtast á ný, verðlagsákva‘ðum og verðlags- eflirliti er beitt á óva'gri hátt en áður og verzlunarárferði almennt fer versnandi segir í kynningu ráðstefnunnar. Til að leíta svars við þessari spurningu hafa sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efnt til þessarar ráð- stel'nu. Verður fjallað um sex meginmálaflokka en þeir eru: Viðskiptaleg tengsl við umheim- inn, fjármál og afkoma verzlunar, fræðslumál verzlunar, skattamál og þjönusta er verzlun innir af hendi fyrir hið opinhera, verzlunarþjónusta i Reykjavík og fjármangsstreymi verzlunar. Er þannig fjallað um helztu málefni sem varða ver/.lun og stjórnmál sameiginlega og einnig er ætlunin að vekja athygli á þýðingu verzlunar fyrir þjóðarheildina. Ráðstefnunni lýkur í dag með panelumræðum. Mun Björn Matthíasson stjórna umræðum um fjármagnsstreymi verzlunar en kl. 20.30 verða panelumræður þar sem Geir Hallgrimsson, Gunn- ar Thoroddsen, Matthías Á. Matthiesen og Birgir Isleifur Gunnarsson sitja fyrir svörum. FTINDUR útgerðarráðs Bæjarút- gerðar Revkjavíkur hefur falið framkvæmdastjóra BÚR að kanna afstöðu annarra togaraeig- enda í Reykjavík til sameigin- legrar fiskmóttöku í Revkja- víkurhöfn og jafnframt að athuga fjármögnunarmöguleika vegna fyrirhugaðrar fiskmóttöku í Bakkaskemmu. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjöri BUR, sagði í viðtali við Mhl. í gær, að í fyrradag hefði verið haldinn fundur með stjórn Togaraafgreiðslunnar og togara- útgerðarmönnum og þar kom STJÖRN AIþjóðagjaldevrissjóðs- ins samþykkti sfðastliðinn föstu- dag að veita Islendingum vfir- dráttarlán að upphæð li,5 milljón eininga af sérstökum dráttarréttindum. Er hér um jöfnunarlán að ræða en ekki venjulegt yfirdráttarlán frá sjóðnum. en slík lán eru notuð til þess að vega upp á móti sam- dra-tti í útflutningstekjum og stvrkja stöðuna út á við. Heildar- Þórir Einarsson stjórnar þessum umræðum. Að lokinni ráðsfcfnunni mun nefnd taka saman helztu niður- stöður og hirta þær. Einnig verða þær kynntar þingflokki og borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins. SKUTTOGARI Fáskrúðsfirðinga, Ljósafell SU, fór út í fvrrinótt fullmannað, en eins og getið var í Mbl. í ga*r neituðu 8 skipverjar að fara, nema útgerðarfélagið lofaði að skipið kæmi aftur inn sama dag og verkfall væri boðað, þ.e. í dag 18. marz. Þetta vildi útgerð togarans ekki samþykkja og sagði hún upp þessum 8 mönnum og réð nýja menn í þeirra stað. Samkvæmt upplýsingum Jón- asar Haraldssonar hjá Lands- sambandi ísienzkra útvegsmanna sáu þrír hinna 8 skipverja, sem upphaflega neituðu að koma ti! skips sig um hönd. Voru þá ráðnir á staðnum 5 menn til viðbótar, auk manns í stað trúnaðarmanns- fram eindreginn vilji á því að Togaraafgreiðslan annaðist áfram afgreíðslu allra togara, sem landa i Reykjavík, þ.e. að togaralöndun verði áfram á einni hendi. Hins vegar sagði Einar að gömul áætl- un skipulagsyfirvalda væri að vesturhöfnin yrði fiskihöfn, en þar er ekki sérstök aðstaða nú til fisklöndunar. Var kosin nefnd til þess að vinna að þvi að fá fram- tíðaraðstöðu fyrir togarana og bera fram tillögur til úrbóta í þessum málum — með það fyrir augum að flytja afgreiðslu togar- anna í vesturhöfnina andvirði þessa gjaldevrisláns er 2,3 milljarðar króna. Islendingar hafa einu sinni áð- ur tekið slíkt lán hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, en það var á árunum 1967 og 1968. Lánið nú er hálfur kvóti Islendinga, en hálfur kvótinn var einnig notaður 1967 og 1968, er lánið v?r notað til þess að fleyta Islendingum yfir þá erfiðleika sem mynduðust vegna verðfalls fiskafurða á Bandaríkja- A þessari ráðstefnu gefst ein- stakt tækifæri fyrir áhugafólk um verzlun og neytendamál úr hópi sjálfstæðismanna til umræðna urn þessi mál og vill undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar sérstaklega hvetja ráðstefnugesti til að taka virkan þátt í störfum hennar. ins á skipinu, sem taka þarf þátt í samningaviðræðum. F'ór því skípið á veiðar í fyrrinótt eins og áður er sagt. Verkfall mun nú skollið á viða á Austfjörðum. Mörg skip voru á sjó í gær, þann ig að ekki var farið að reyna á hversu sammála sjómenn eru verkfallsboðuninni, sem víða mun ábótavant vegna þess að ekki var nægilegur frestur á boðun. Þá má og geta þess að 70 sjómenn á Eskifirði, bæði yfirmenn og undirmenn höfðu fyrir nokkru undirritað yfirlýsingu, þar sem þeir sögðust ekki taka þátt í verkfallinu, þar sem ekkert samráð hafði verið við þá haft um boðun þess. Þá hafði Mbl. spurnir af þvf í gærkveldi að Seyðfirðingar hefðu ætlað að koma í veg fyrir að Gullver kæmist á sjó, en við það var hætt og mun skipið hafa siglt út áður en til verkfallsins kom á miðnætti síðastliðnu. A Horna- firði mun LIU bíða og sjá hvað setur, en verkfall þar er ekki boðað fyrr en á miðvikudag 23. marz. Ef hins vegar ekki yrði breyting þar á, mun LlU leggja málið fyrir Félagsdóm, en eins og skýrt var frá í blaðinu I gær, hefur verkfall verið boðað, en síðan veitt undanþága frá því, nema að því er varðar einn skut- togara. I gærkveldi var Hvalbakur kominn inn á Stöðvarfjörð og Brettingur á Vopnafjörð. A Hval- baki neituðu skipverjar að halda áfram veiðum og þvi hafi skip- stjórinn orðið að hverfa til heima- hafnar. Lítur LlU á þetta sem markaði. Þá var þessi hálfi kvóti tekinn í tvennu lagi, en nú er hann allur tekinn í einu lagi. Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum, sagði að þetta jöfnunarlán skerti ekki aðra lánamöguleika Islend- inga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, þar sem það stæði algjörlega óháð og utan við aðra lánastarf- semi sjóðsins. Svartolían hækkar í verði SVARTOLlA hefur hækkað mikið í verði síðan um áramót og kostar nú hvert tonn af henni 17.080 krónur, en um áramótin kostaði tonnið 3.519 krónur. Önundur Asgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar Islands h.f., sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að ástæðan fyrir þessum hækkunum væri erlendar hækk- anir, mikið gengissig síðan verk- falli lauk og hækkun á innflutn- ingstollum. Kvað hann markaðs- verð á svartolíu hafa verið óeðli- lega lágt í fyrra miðað við aðrar tegundir olíu og þess vegna hefði svartolian hækkað erlendis að undanförnu. Sífellt fleiri íslenzk skip brenna nú svartoliu og hefur þessi hækk- un komið mörgum útgerðarmönn- um á óvart, en engu að siður er enn mikill munur á verði á svart- oliu og gasolíu. Hver lítri af gas- olíu kostar nú kr. 29.05 frá bíl. mjög alvarlegt lögbrot og mun fylgja málinu fast eftir. I merkingu sjómannalaga — sagði Jónas Haraldsson — mun hér vera um samblástur að ræða, en það brot varðar varðhaldi eða sektum. Auk þess geta skipverjar orðið bótaskyldir útgerðinni gagnvart því tjóni, sem af breytni þeirra hlýzt — sagði Jónas. Blástursaðferðin — myndin er úr bókinni „Hjáip i viðlögum" eftir Jón Oddgeir Jónsson. Blés lífi í 2ja ára dreng HÚSMOÐIR á Breiðdalsvík, Gerður Benediktsdóttir, bjarg- aði litlum 2ja ára dreng síðast- liðinn föstudag frá drukknun með því að blása i hann lífi með . blástursaðferð. Hafði drengurinn, Gauti Brynjólfs- son, fallið í gryfju, sem full var af vatni, en móðir hans, Krist- ín Hauksdóttir, hafði náð hon- um upp úr vatninu og var hann þá meðvitundarlaus. Atburður þessi gerðist á Breiðdalsvik. Móður drengsins hafði verið farið að lengja eftir honum og öðrum dreng, sem hafði verið að leik með Gauta. Kom Kristín Hauksdóttir að gryfjunni og stóð þá drengur- inn á bakkanum og gat gefið henni í skyn að sonur hennar hefði fallið í vatnið. Ekki sá til botns, en Kristínu tókst að finna drenginn með því að þreifa með hendinni niður i vatnið. I nærliggjandi húsi bjóGerð- ur Benediktsdóttir og fór Kristín þangað til þess að hringja á hjálp. Gerður hafði lært blástursaðferð og hóf hún þegar lífgunartilraunir. Var líf farið að færast í drenginn, er frekari hjálp barst og má því segja að konurnar hafi með snarræði bjargað lífi þessa litla drengs. Fisklöndun verði flutt í vesturhöfnina Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitir okkur 2,3 milljarða gjaldeyrislán Ljósafell komst á sjó Skipverjar á Brettingi og Hvalbak neita að stunda veiðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.