Morgunblaðið - 18.03.1976, Page 10

Morgunblaðið - 18.03.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 Hann segir að togari í Aberdeen verði að veiða fyrir 900 pund á dag til að hann beri sig. Astandið í bænum væri nú hið hrapallegasta að hans sögn ef ekki hefði komið til olíu- vinnslan í Norðursjónum, þar sem allmargir sjómenn hafi fengið vinnu á olíuborunar- pöllunum. Hann segir að ekki sé hægt að beraþað starf saman I dönsku blaði rákumst við nýlega á viðtal við Jim Bowie skozkan sjómann serii kveðst nú atvinnulaus eftir að hafa verið til sjós í 43 ár. Astæðan fyrir því er þorskastríð Islands og Bretlands segir í greininni sem fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu. „Enda þótt Bowie hafi verið einn farsælasti skipstjóri í Aberdeen hefur hann orðið fórnarlamb þess samdráttar í togaraútgerðinni sem orðið hefur á síðustu árum. I síðustu veiðiferðinni aflaði skip hans fyrir 11 þúsund pund á átján dögum. Það var ekki nóg. Hann varð að færa að landi afla fyrir að minnsta kosti 15 þúsund pund til að útgerðin teldi þetta borga sig. Honum var sagt upp, en engu að síður reynir hann að kyngja stoltinu og fer á hverjum morgni niður á höfn að reyna að fá sér vinnu innan fiskiðnaðarins. Jim Bowie áfellist ekki Islendinga fyrir að hann hefur orðið að hætta á sjónum. Hann er á hinn bóginn argur út í ríkisstjórn hennar hátignar vegna þess að hún hefur leyft að lönd sem ekki eru innan Efnahags- bandalagsins leggi upp mikinn afla í Bretlandi. Þar á hann einkum við norska togara. Jim Bowie segir að íslenzka ríkisstjórnin hafi gert hárrétt með því að taka sér 200 mílna fiskveiðilögsögu, enda þótt hann sé ekki dús við þá aðferð sem beitt var. Hann kveðst hlakka til þess dags, þegar Bretland taki sér einnig 200 mílur. „Þá þurfum við ekki að fara til Islands," segir hann, „heldur höfum nóg af fiski á okkar eigin miðum.“ Bowie skipstjóri telur tillögu EBE um að önnur lönd bandalagsins veiði innan hugsanlegrar 200 mílna lögsögu Bretlands algerlega frá- leita. Hann segir að eina leiðin til að Bretar geti haldið lífi í útgerð sinni sé alténd sú að útlendingar komi að minnsta kosti aldrei nær en 100 mílur. — Margir brezkir togaramenn hafa neyðzt til að veiða nær einvörð- ungu úti fyrir Skotlandsströnd, meðal annars af ótta við íslenzku varðskipin. Bowie segir að sumir rússneskir og pólsku verksmiðjutog- aranna séu svo stórir að þeir gætu sem hægast haft einn Aberdeen togara á dekkinu. Ef slikt verður látið viðgangast verður brátt ekki bein að hafa úr sjó og enn versnar þetta þegar bæði Noregur og Island eru komin með 200 mílna fiskveiðilögsögu. Hlakka til þegar Bretar hafa tekið sér 200 mílur við sjómennsku, og það sé held- ur ekki jafnvel borgað, en ég verð kannski að bora þar niður sjálfur — til þess að geta skrimt.“ Jim Bowie þykir gaman að spila golf, en nú orðið segist hann hafa alltof mikinn tfma til þess að sinna því sem áður var aðeins tómstundaskemmt- I SVlÞJÓÐ er nú að sjálfsögðu á allra vörum trúlofun Karls Gústafs konungs og þýzku stúlkunnar Silviu Sommerlath. Jafnvel þeir hópar I Svtþjóð sem gerzt hafa æ hávaerari á sfðustu árum og krafizt afnáms konungdómsins sökkva sér fjálglega I frásagnir af blaðamannafundi sem hin nýtrúlofuðu héldu þegar tlðindin voru gerð heyrum kunn. Samkvaemt blaðaskrifum virðast þegnar kóngs vera ósköp ánaegðir meS val Karls. Silvia á brasiliska móSur og þýzkan föSur sem aS langfeSga- tali er kominn af spönskum aSalsmönnum. Fjölskyldan býr I Heidelberg. Samkvæmt fréttum er Silvia fyrir nokkru byrjuS aS læra sænsku og ætti sllkt ekki aS vefjast fyrir henni, þar sem hún er „andstætt viS væntanlegan eiginmann sinn mjög góS tungumálakona," eins og sagSi I sænsku blaði, þegar veriS var a8 kynna kosti hennar. Hún talar ensku. frönsku spönsku, portúgölsku og ftölsku og hefur starfaS sem túlkur vfSa vegna þessara miklu málakunnáttu. Svfar rifja þaS einnig upp nú, þegar Lilleprinsen eins og hann var kallaBur, þegar hann var ungur drengur og eftirlæti landa sinna, hefur vfSa komiS viS þegar konur eru annars vegar. MeSal þeirra sem nefndar hafa veriS vinkonur hans og ástmeyjar eru þokkadfsir á borð viS Piu Degermark, Titti Wachtmeister, og fleiri og fleiri. . Trúlofunin kemur engan veginn eins og þruma úr heiSskfru lofti. Kóngur hafSi einhvem tlma gefiS yfirlýsingu um aS hann myndi ganga f hjónaband áSur en hann næSi þrftugsaldri og sfSustu þrjú árin hafa þegnar hans taliS aS hann væri búinn aS kjósa sér konuna. þar sem Silvia væri, enda þótt óvenjulangur aSdragandi hafi veriS aS kunngjörSinni. I blöSum er og sagt frá þvf aS eftir aS hafa lokiS stúdents- prófi meS nokkrum erfiSismunum hafi hann fengiS þjálfun I hernum og sfSan sökkt sér niSur I nám f félagsfræSum, sögu og hefur hann lagt stund á fræSin f Uppsölum. Hann þykir viSfelldinn ungur maSur, án listrænna hæfileika og tiltakah- legra gáfna. ASaláhugamál hans eru á sviði landbúnaSar og honum þykir afskaplega gaman aS fara á veiðar. „Hann er seinþroska, en vænn og góSur piltur og verður gott fyrir hann aS fá svona greinda konu." segja þeir nú f SvfþjóS og virðast f aðra röndina dálftiS undrandi á þvf aS hún hafi gefiS kónginum jáyrSi sitt. Myrna Blumberg: Margar skáldsögur veittu mér svo mikla ánægju að ég leita til þeirra aftur og aftur: meðal þeirra eru Heat and Dust (hiti og ryk) eftir Ruth Prawer Jhabvala (útg. Murray), The Great Victorian Collection (Viktorí- anska safnið mikla) eftir Brian Moore (útg. Cape) og Turtle Diary (Skjaldbökudagbók) eftir Russell Hoban (útg. Cape). Þær gerast í Indlandi, Kaliforníu og London og eru síungar, dásam- lega næmar, takmarkalaust leit- andi, opnar fyrir raunveruleika og ímyndunarafli, — ásamt tölu- verðri kimni. Og þær eru prýði- lega skrifaðar. A.S. Byatt: The history Man (Sögumaður- inn) eftir Malcolm Bradbury (útg. Secker & Warburg) er ein af mest spennandi skáldsögum, bæði er varðar frásögutækni og efni, sem ég hef lesið i langan tíma. Hún gerist I kunnuglegum grámóskulegum og atgangsmikl- um nýjum háskóla, en hún er samt ekki venjubundin háskóla- lífssaga. Hún fjallar um það sem Bradbury kallar sjálfur „þá þver- stæðu að margar kenningar okkar um meira frelsi eru um leið kenn- ingar um minna frelsi". Hún fæst við menningarlega og félags- fræðilega determinista með því að útiloka stílfræðílega það sem þeir útiloka hugmyndafræðilega; — einkalíf, frjálsan vilja einstakl- ingsins, hið innra líf manna ... Bradbury hefur rannsakað Waugh og Muriel Spark á vísinda- legan hátt, og árangurinn er bit- urt háð, köld kómedía og nýtt skáldsagnaafl sem er jafn hug- myndarík og efni sögunnar er slá- andi. Edward Candy: Ég er ekki hót hrifinn af há- skólalifssögum, — sem smækkuð heimsmynd er háskóli ekki virki- lega raunhæfur; einungis sem sögusvið er háskóli hins vegar frá- hrindandi fyrir lesendur sem Bœkur ársins í Bretlandi % BREZKA blaðið The Times birtir nú fyrir jólin stuttar greinargerðir ýmissa gagnrýnenda fyrir þeim bókum sem þeir telja hvað merkastar á brezkum bóka- markaði árið 1975. Fer hér á eftir úrdráttur nokkurra þessara umsagna. 1. grein ekki eru háskólafólk, á meðan hann býður þeim sem það eru að hæðast að því kerfi sem fæðir þá og klæðir. Slfk fyrirtæki verða oft snobbuð sjálfspynding. Þvf er það einkennileg ánægja sem The History Man eftir Malcolm Brad- bury veitir manni. Hún er skáld- saga sem fer út fyrir hefðbundið svið skáldsagna af þessu tagi því hún er frábærlega skrifuð og af sérstöku innsæi. Hún stendur jafnfætis „The Groves of Aca- deme“ að tæknilegri snilli og „Lucky Jim“ að skarpri fyndni. Kay Dick: Meðal þeirra bóka, — fyrir utan skáldsögur —, sem veittu mesta ánægju er hin skarplega ævi- saga Kiplings eftir Philip Mason „The Glass, The Shadow and the Fire“ (útg. Cape) og hinn stíl- fagri og hnitmiðaði texti Kingsley Amis við myndabókaflokk Thames and Hudson Kipling & His World. „Kipling“ Masons er dásamlegt framhald af brautryðj- endaverki Carringtons og hann útfærir stef sem Carrington gat aðeins gefið lftillega i skyn. Það sem bæði Mason og Amis gera (og textar þeirra fylla stórkostlega vel hvor upp í annan) er að fá mann til að byrja að lesa Kipling sjálfan á ný, — og það er fágæt upplifun. Meðal nýrra skáldsagna (og gleymum því aldrei að skáld- sagan er grundvöllur bókmennt- anna) vil ég geta Honeysuckle Girl (Ffflastúlkan) eftir Rhys Davies (útg. Heinemann), sem sjálfsagt er ein bezt málaða og hrífandi konumynd bókmennt- anna. Jacky Gillott: Fyrir langar ánægjustundir vel ég Collected Poems 1951—1975 (Ljóðasafn) eftir Charles Causley (útg. MacmiIIan). Causley til- heyrir því sviði ljóðagerðar sem er utan við tfzku og tíma. Hann er kallaður hefðbundinn. En ég þekki ekkert núlifandi ljóðskáld sem beitir hefðbundnum formum og hrynjandi ballöðunnar með jafn flóknum og hrffandi árangri. Þótt hann hniki ljóðformum sín- um lítið til nýtir hann þau vitur- lega, notar strangan einfaldleik þeirra til að halda flóandi ljóð- rænu og draumkenndum flaum innan vissra marka. Þessi agaði stigmagnandi kraftur veitir ljóð- um hans sérstakan gljáa. Annar hæfileikamaður, sem ekki síður vekur hjá mér spennu með ofsa sfnum og uppáfinninga- semi er Saul Bellow, en nýjasta skáldsaga hans Humboldt’s Gift (Gjöf Humboldts útg Alison Press Secker — Warburg) er löng, frá- bærlega hnitmiðuð frásagnar- glfma milli skynsemi og hugar- flugs. Þessar tvær bækur eru samstæðar. Bellow hefur upp ákall vegna glötunar skáldsins. Causley staðfestir að skáldið er ekki glatað. Bevis Hillier: David Lodge er háskólafræði- maður sem hefur gefið út ein- staka útgáfu af „Emmu“ eftir Jane Austen. Skáldsaga hans Changing Places (Skipt um stað, útg. Secker & Warburg) sem ég keypti vegna þess að annar há- skólafræðimaður Asa Briggs, hafði mælt með henni f sjónvarps- þætti, er sú tegund skáldsögu sem Jane Austen kynni að skrifa ef

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.