Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 11 Karl og Silvia Nýtt Joan Littlemál í uppsiglingu? YVONNE Wanrow er 31 árs fráskilin kona sem býr skammt fyrir utan Washington. Hún á þrjú börn og hefur nú nýlega verið dæmd í tuttugu og fimm ára fangelsi fyrir valdbeitingu og morð. Mál hennar hefur vakið slíkan úlfaþyt og umtal að helzt verður líkt við málsókn á hendur Joan Little og Angelu Davies. Hún er af indíána- ættum og sumir hafa orðið til að beina athyglinni að þeirri staðreynd og halda því fram að mál hennar hafi ekki fengið sanngjarna meðferð vegna þeirrar ástæðu. Þann 11. ágúst 1972 hafði rúmlega sextugur maður, Bill Weler að nafni, sem hafði nokkrum sinnum verið hand- tekinn fyrir kynferðisafbrot gagnvart börnum, lokkað niu ára gamlan son Yvonne og sjö ára dóttur vinkonu hennar inn i hýbýli sín og ógnað þeim með hnífi. Þau sluppu að visu á brott en drengurinn hlaut sár á handlegg. Wesler hafði þremur mánuðum áður haft í frammi tilburði við litlu telpuna en hún hafði ekki þorað að segja frá því fyrr. Þrátt fyrir það var Wesler ekki handtekinn. Um nóttina réðst Wesler æfur inn í húsið til Yvonne þar sem hún var ásamt vinkonu sinni og börnum þeirra fimm. Hann ruddist i áttina að yngsta barninu þriggja ára telpu og síðan stefndi hann til Yvonne. Hún beindi þá riffli sem var við rúm hennar að honum, hleypti af og drap hann. Andartaki síðar kom aðvífandi slarkbróðir Weslers og Yvonne skaut einnig á hann, en það var ekki lífshættulegt og hann hypjaði sig hið snarasta á braut. Kviðdómur sem i sátu eingöngu hvítir menn komust að þeirri niðurstöðu að Yvonne væri sek, enda þótt hún staðhæfði að hún hefði skotið í sjálfsvörn og hafi ákært lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki brugðið við skjótt og gripið Wesler. Nýlega hefur verið úrskurðað að Yvonne hafi rétt til áfrýjunar máli sinu, en hinn opinberi ákærandi í heima- bæ hennar hefur tafið málið. Yvonne sem enn er frjáls ferða sinna hefur nú tekizt ferð á hendur um þver og endilöng Bandaríkin og berst fyrir máli sinu, bæði til að vekja athygli á því í sjálfu sér og þvi misrétti sem hún telur sig beitta og svo að safna fé til að standa straum af væntanlegri vörn sinni. Joan Little Yvonne Wanrow Tillaga bæjarstjórnar Seyðisfjarðar: Styttir úthaldstíma varð- skipanna að sigla þeim til Reykjavíkur hún væri uppi nú. Hún fjallar um bandarískan prófessor og enskan fyrirlesara sem skipta um starf og ég er þeirra skoðunar að ekki sé unnt að nýta þetta efni betur. Þetta er bezta skopádeilan sem hér hefur komið fram siðan Eve- lyn Waugh var upp á sitt bezta. Dylan Thomas sagði i útvarpi árið 1948 á „ástand heimsins er með þeim hætti að flestir rithöfundar treysta sér ekki til að vera heiðar- legar „gamansamir" um hann“ og bætti við: Gamansamir rithöf- undar geta ekki vænzt þess að samfélagið sé gamansamt bara fyrir þá.“ Lodge sannar að enn má finna ýmislegt gaman i dapur- legum gömlum heimi, og að Bandaríkjamenn með sína „Catch 22“ og „Portnoy’s Complaint" þurfa ekki að einoka á því sviði. Jocl Hurtsfield: Ég vel S. Schoenbaum og bók hans William Shakespeare: A Documentary Life (útg. Clareh- don) vegna þess að hún uppfyllir þau skilyrði sem krafizt er af var- anlegu bókmenntaverki. Hún er vel skrifuð, nær bæði til fræði- manna og hins almenna lesanda og, vegna þess að í henni eru birtar margar myndir og skjöl kynslóðar Shakespeares, er verk sem maður leitar til afturog aftur. Þar eð sumir útgefendur hafa þar að auki á undanförnum mánuðum verðlagt fræðilegar bækur svo hátt að fræðimenn hafa ekki efni á þeim (á þeim hæpnu forsendum að bókasöfn eigi ótæmandi sjóði) þá eru tiltölulega góð kaup í þessu veglega bindi. Tom Hutchinson: Ég elska góða afhjúpun. Og það á oftast við um þá tegund ævi- sagna sem afhjúpar holdið hand- an við frægðina og ljóstrar upp um það að jafnvel snillingar til- heyra sömu breysklegu dýrateg- undinni og ég. Bók Ronald W. Clarks The Life of Bertrand Russell (Ötg. Cape) færði þannig þetta mikilmenni nær okkur. Hell’s Cartographers (Korta- gerðarmenn helvítis, útg. Weid- enfeld & Nicolson) í ritsjórn Bri- an W. Aldiss og Harry Harrison er lýsing nokkurra fremstu höf- unda vísindaskáldsagna á lifi þeirra og starfi, — oft á tiðum hrífandi, og stundum skepnulega opinská. Ég held ég verði að gera upphafssetningu mína einlægari : Ég elska góðar kjaftasögur. Joseph McCulloch: Ég á ekkert erfitt með í ár að velja þær tvær bækur sem hafa verið mér til mestrar ánægju, — ekki aðeins við lestur heldur einnig sem fastir förunautar. Báð- ar eru stórfallega útgefnar. Sú fyrr er Jesus, the Man who Lives (Lesús, maðurinn sem lifir, útg. Collins), snilldarleg athugun Mal- colm Muggeridge á merkasta við- fangsefni sem til er og án nokkurs efa meistaraverk hans. Sú síðari er Library Looking-Class (útg. Constable), safn persónulegra at- hugasemda við bækur eftir David Cecil. Derek Parker: Eftirmælabækur eru sjaldan til mikillar ánægju eða upplýsingar. Safn ritsmiða til W.H. Auden (útg. Weidenfeld & Nicolson) í ritstjórn Stephen Spenders er dá- samleg undantekning. Auk mjög rikulegra myndskreytinga oft lítt kunnra og afhjúpandi ljósmynda eru í bókinni ekki aðeins efnis- miklar ritgerðir eftir Geoffrey Grigson, Ursula, Niebuhr, Stuart Hampshire og Anne Freemantle, heldur einnig margar aðrar ástúð- legar, dapurlegar, fyndnar og angurværar endurminningar. David Williams: Bezta verk ársins var hvorki ný bók né heil bók að mfnu mati. Með Wedlock’s the Devil (Hjóna- band er djöfullinn, útg. John Murray) hefur prófessor Leslie Marchand lokið við heildarútgáfu sína af sendibréfum Byrons, með snjöllum skýringum. Byron hlýt- ur nú að hafa unnið sér sess sem fremsti sendibréfahöfundur Breta, þótt samkeppnin á þessu sviði sé orðin hörð. Michael Wolff: Það veitir manni mikla ánægju að rekast á fulla kistu af stjórn- málasögu sem hingað til hefur verið vanrækt og er sögð af svo vandaðri fræðimennsku og stíl- þrifum. Lýsing Paul Addison á brezkum stjórnmálum og heims- styrjöldinni sfðari The road to 1945 (Leiðin að 1945 útg. Cape) skipar honum sess með færustu og skemmtilegustu ungu sagn- fræðingum Bretlands. Tónleikar í Egils- staðakirkju 1 KVÖLD verða tónleikar í Egils- staðakirkju til ágóða fvrir orgel- sjóð en á almennum safnaðar- fundi sem haldinn var í febrúar kom fram mikill áhugi á að stjórn safnaðarins og söngstjóri könn- uðu til hlftar orgelkaup. Egilsstaðakirkja var vígð í júní 1974 og var þá að mestu lokið frágangi kirkjuskips að innan. Undanfarið hefur verið unnið að frekari framkvæmdum við kirkj- una raa. byggingu safnaðarher- bergis. Á tónleikunum á fimmtudags- kvöld koma fram kór Egilsstaða- kirkju, Lúðrasveitin Þröstur, nemendur tónskóla Fljótsdals- héraðs og tónkórinn ásamt blásarakvartett. Söngstjórar eru Magnús Magnússon og Jón Ólafur Sigurðsson. A FUNDI bæjarstjórnar Seyðis- fjarðar sem haldinn var 8. marz var samhljóða samþykkt tillaga þess efnis að vekja sérstaka at- hygli yfirvalda á þeim mögu- leikum sem bjóðast á Seyðisfirði til aukinnar þjónustu við Land- helgisgæsluna. Segir f tillögunni að á Seyðisfirði sé fullkomin að- staða til hvers konar viðgerða og viðhalds á skipum Landhelgis- gæslunnar og að telja megi vfst að hafnarskilyrði séu með þvf besta á landinu auk þess sem á Seyðis- firði sé staðsett olfubirgðastöð fyrir Austfirðingafjórðung. Þá segir i tillögunni að á Seyðis- firði sitji sýslumaður N- Múlasýslu og þar hafi verið haldin sjópróf vegna sjóskaða ýmiss konar og landhelgisbrota. Einnig er bent á það í tillögunni að fslenzk varðskip hafi leitað hafnar á Seyðisfirði bæði til sjó- prófa og vegna viðgerða eftir árekstra sem brezkir dráttarbátar og herskip hafi valdið og eins vegna slæmra veðurskilyrða út af Austurlandi. 1 tillögunni segir einnig að hag- kvæmt muni að á Seyðisfirði færu fram áhafnaskipti á varðskip- unum og gæti flugvél Landhelgis- gæzlunnar flutt áhafnir til Egil- staða í þessum tilgangi. Yrði það til aukins sparnaðar í rekstri varðskipanna og lengdi hvíldar- tíma varðskipsmanna á heimilum sfnum. Það sé því ekki ástæða til að sigla varðskipunum til Reykja- vfkur vegna sjóprófa eða áhafna- skipta, það stytti augljóslega út- haldstima varðskipanna og gefi veiðiþjófunum aukið svigrúm. 1 framhaldi af þessu leggur bæjarráð tillögu fyrir bæjarstjórn Seyðisfjarðar þess efnis að bæjar- stjórn Seyðisfjarðar samþykki að bjóða Landhelgisgæzlunni alla þá aðstöðu og fyrirgreiðslu á Seyðis- firði sem verða má i þvi augna- miði að auðvelda störf varðskips- manna við landhelgisgæzlu á austfjarðamiðum. Þorrablót í London I FRÉTT frá félagi Islendinga I London kemur fram að félagið hélt árlegt þorrablót sitt undir lok febrúar. Náðist þorramatur- inn út fyrir verkfall en fslenzkir hljómlistarmenn urðu eftir á ts- landi. Formaður Islendingafélagsins, Ólafur Guðmundsson, setti samkomuna og minntist að þrátt fyrir erfiðleikana f samskiptum Islendinga og Breta um þessar mundir létu landar ekki blót sin niður falla. Sigurður Snævarr flutti þorraminni og Steinunn Bjarnadóttir flutti skemmtiþátt og kvæði við mikinn fögnuð áheyrenda. Um 150 manns sóttu samkom- una og dönsuðu og sungu af miklu fjöri fram eftir nóttu. I stjórn félagsins eru auk for- mannsins Hulda Whitmore, Helgi Ágústsson, Jónfna O. Scott og Tryggvi Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.